Þjóðviljinn - 07.05.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.05.1988, Blaðsíða 2
Skák Jóhann efstur Jóhann Hjartarsson stór- meistari hefur staðið sig frábær- lega vel á hinu sterka skákmóti sem nú er háð í Miinchen, í fímmtu umferðinni gerði hann sér iítið fyrir og iagði Jusopov, einn stigahæsta mann mótsins að velli. Jóhann er nú einn í efsta sæti á mótinu með 4 vinning af 5 mögu- legum, hefur unnið þrjár skákir og gert tvö jafntefli. I öðru sæti er Hubner en sjötta umferðin verð- ur tefld í dag. -FRI SH Hrópað á gengis- fellingu Svik stjórnvalda. Verðbólgan samfara lœkkandi tekjum í ályktun aðalfundar Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna sem lauk í gær segir að óhjákvæmilegt sé að leiðrétta gengi krónunnar, en jafnframt sé nauðsynlegt að sú gengisbreyting haldist innan út- flutningsatvinnuveganna, annars þurfí að koma til önnur gengisfelling strax í kjölfarið Aðalfundurinn lýsir yfir þung- um áhyggjum yfir þeirri alvarlegu stöðu sem blasir við fiskvinnsl- unni í dag sem sé vegna þess að stjórnvöld hafi brugðist þeim fyrirheitum sínum að verðbólga hér verði svipuð og í nágranna- löndunum. í staðinn sé verðbólga hér margfalt meiri og kostnaður fiskvinnslunnar hækki jafnt og þétt, en tekjur fara lækkandi. Útilokað sé fyrir fiskvinnslufyrir- tæki að bera uppi á sama tíma verðlækkanir erlendis og óða- verðbólgu innan lands. Jafnframt segir í ályktun aðal- fundarins að eftir miklar hækkan- ir á verði fiskafurða síðustu tveggja ára sem stórbættu lífskjör hér á landi, hafi afurðaverð lækk- að verulega á undanförnum miss- • erum og í framhaldi af því hljóta lífskjör þjóðarinnar að versna sem því nemur. -grh FRETTIR Miðstjórn Alþýðubandalagsins Island á tímamótum Víðtækar tillögur um efnahagsmál lagðarfram á miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins ídag. Olafur Ragnar Grímsson: Fœrum umrœðunafrá aðgerðarleysi og óvissu yfir á raunhœfan grundvöll Pað er alveg ljóst að framund- an er tími afdrifaríkra á- kvarðana í efnahagsmálum. Ann- að hvort mun sú kreppa sem er í hagstjórninni halda áfram að gera vandamálin enn erfíðari, eða þá verða farnar nýjar leiðir sem fela í sér róttækar kerfis- breytingar. Þrátt fyrir miklar umræður og fundahöld í ríkis- stjórnarflokkunum, hafa ekki ennþá séð dagsins Ijós, neinar til- lögur frá þeim varðandi þessi stórvægilegu vandamál, segir Ólafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins sem leggur ítarlega greinargerð um stöðu efnahagsmála fyrir fund miðstjórnar Alþýðubandalagsins sem hefst í dag. - Þessi greinargerð skiptist í tvo meginhluta. Annars vegar lýsing á þeirri hagstjórnarkreppu sem aðgerðarleysi og röng stefna ríkisstjórnarinnar hefur skapað og hins vegar ítarlegar tillögur um leiðir til úrbóta. f fyrri hlutan- um er að finna lýsingu á verð- bólguþróuninni, viðskiptahallan- um, erlendri skuldasöfnun, byggðaröskuninni, launamisrétt- inu, ójöfnuði í skattakerfinu, rekstrarstöðu atvinnuveganna og stjórnleysinu í fjárfestingar- og peningamálum. Hvert eitt af þessum vandamálum væri nægi- leg ástæða til víðtækra aðgerða stjórnvalda. Þegar þau fara öll saman þá er búið að skapa mestu hagstjórnarkreppu sem íslend- ingar hafa kynnst um iangan tíma. Ólafur sagði að til að færa um- ræðuna frá aðgerðarleysi og óvissu yfir á rauhæfan grundvöll þá væru í greinargerðinni reifað- ar nærri þrjátíu tillögur um sér- stakar aðgerðir í efna- hagsmálum. Þessar tillögur eru settar fram sem umræðugrund- völlur og til nánari umfjöllunar í flokknum og þjóðfélaginu. Þær skiptast í fimm meginkafla: Að- gerðir gegn erlendri skuldasöfn- un, viðskiptahalla og þenslu. Að- gerðir til að skapa jafnvægi í pen- ingamálum og nýja vaxtastefnu. Skynsamlega nýtingu auðlinda, hagkvæma fjárfestingu og já- kvæða byggðaþróun þar sem sett- ar eru fram ýmsar hugmyndir um nýskipan í fiskveiði- og fjárfest- ingarmálum. Aðgerðir til að tryggja lágmarkslaun og draga úr launamisrétti og að síðustu er fjallað um rekstrargrundvöll út- flutningsveganna. -•g- Ráðhúsið Bíður afgreiðslu ráðheira Nýsamþykkt byggingaleyfi ráðhússins kœrttil ráðherra. Ráðherraþvertekurfyrir pólitískanþrýsting. Útilokar að verslameð ráðhúsmálið Félagsmálaráðuneytinu hefur borist rökstudd kæra frá íbú- um við Tjarnargötu þar sem þeir kæra nýsamþykkt byggingarleyfi fyrir byggingu ráðhússins á þeim forsendum að stærð þess sé í engu samræmi við staðfest aðalskipu- lag og samþykkt deiliskipulag. Ráðuneytið mun senda kæru til umsagnar Skipulagsstjórnar rík- isins og bygginganefndar öðru hvoru megin við helgina. Ráð- herra mun síðan taka afstöðu til þess hvort hún ógildi byggingar- leyfíð eftir að umbeðnar umsagn- ir hafa borist ráðuneytinu eður ei. í umræðum um byggingarleyfi fyrir byggingu ráðhússins í borg- arstjórn í fyrrakvöld var því kast- að fram af hálfu andstæðinga ráð- hússins að félagsmálaráðherra lægi undir óeðlilegum pólitískum þrýstingi frá ráðherrum og þing- flokki Sjálfstæðisflokksins vegna ráðhússmálsins og var ýjað að því að Jóhannu væri hótað ma. að kaupleigufrumvarpið næði ekki fram að ganga í þinginu ef hún mundi taka kæruna gegn bygg- ingarleyfinu góða og gilda eins og hún gerði með kæruna gegn graftarleyfinu fyrr í vikunni. Aðspurð sagði Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra að það væri fráleitt að blanda saman störfum ríkisstjórnarinnar og þessu tiltekna kærumáli. Hún vísaði því alfarið á bug að hún væri undir einhverjum pólitísk- um þrýstingi af hálfu sjálfstæðis- manna í ríkisstjórn né einstökum þingmönnum þeirra. Þá sagði hún það vera algjörlega útilokað af sinni hálfu að versla með ein- stök stjórnarfrumvarp vegna ráð- hússmálsins. Félagsmálaráðherra sagði að þegar umbeðnar umsagnir hefðu borist til ráðuneytisins yrðu þær teknar til vandlegrar athugunar og umfjöllunar í ráðuneytinu og síðan yrði tekin efnisleg afstaða' til kæru íbúanna við Tjarnargötu. Að sögn Stefáns Thors, Skipu- lagsstjóra ríksins verður kæran tekin fyrir á næsta fundi Skipu- lagsstjórnar sem verður 18. maí nk. Náist ekki að afgreiða málið á þeim fundi verður það tekið fyrir á næsta fundi, eftir hálfan mánuð þar í frá. Á meðan halda framkvæmdir áfram á fullum krafti niður við Tjörn og verður að öllum líkind- um búið að reka niður stálþil allt í kringum byggingarlóðina áður en afstaða ráðherra liggur fyrir, hve- nær sem það nú verður. -grh Stálþilið, sem á að fara í Tjörnina, er nú komið út í Örfirisey og verður flutt að Tjörninni næstu daga. Mynd. -Sig Ný fasteignalög Fasteignasalar upp við vegg Ný lög um sölufasteigna og skipa að taka gildi. Hert ákvœði um starfsréttindi fasteignasala. Fasteignasölum feekkar Nú eru að koma til fram- kvæmda ný lög um fasteigna- viðskipti og söiu skipa og einnig reglugerð um löggildingu og tryggingaskyldu fasteigna- og skipasala en markmiðið með nýju lögunum er að auka öryggi í fast- eignaviðskiptum. Starfsskilyrðum fasteignasal- anna voru með reglugerðinni sniðinn þrengri stakkur en fram að þessu hefur tíðkast og segir Jón Thors hjá Dómsmálaráðu- neytinu að ekki komi til þess að ráðuneytið svipti menn réttind- um að svo komnu máli en um miðjan mánuðinn verða allir hlutar hinnar nýju lagasetningar komnir fram og þá verður ljóst hverjir hafa réttindi til að kalla sig fasteignasala og hverjir ekki. Þau nýmæli sem mestrar at- hygli eru verð í lögunum eru sér- stakar tryggingar sem fasteigna- salar verða að leggja fram til að fá leyfi til að starfa við fasteignasölu og viðameiri skilyrði sem seljend- um fasteigna er gert að uppfylla. Það sem að neytendum snýr er að nú þarf seljandi að leggja fram mun meiri upplýsingar en þurfa hefur þótt og á hann samkvæmt nýju lögunum að safna saman öllum upplýsingum sem til söl- unnar þurfa áður en heimilt er að bjóða eignina til sölu. Ef ekki, er salan ólögleg og fasteignasalan- um óheimilt að bjóða hana til sölu. Hinsvegar er fasteignasölun- um gert að leggja fram starfs- ábyrgðartryggingu og skal hún nýtt til greiðslu kostnaðar og tjóns er viðskiptamenn þeirra kunna að verða fyrir af þeirra völdum en heildarupphæð trygg- ingarfjárins verður aldrei hærri en 5,5 miljónir á hverja einstaka eign. Ingvar Guðmundsson, fast- eignasali og ráðgjafi hjá Kaupþing, sagði í samtali við Þjóðviljann að það eina sem selj- andi gæti klúðrað væri að nefna ekki galla í fasteigninni og þá væri hann sjálfur bótaskyldur fyrir því. Hinsvegar eru fleiri mögu- leikar varðandi fasteignasalana sjálfa því ef þeir bregða einungis lítillega út af því sem segir í lög- unum er hægt að kaffæra þá í skaðabótakröfum. -tt Verkalýðsráð Sjálfstœðisflokksins 42.000 kr. mánaðarlaun Framkvæmdastjórn verka- lýðsráðs Sjálfstæðisflokksins lýs- ir yfir fulium stuðningi við kröfu- na um 42 þúsund króna lág- markslaun á mánuði en það var meginkrafa Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur í síðustu samn- ingum. Framkvæmdastjórnin hefur sent frá sér ályktun þess efnis og jafnframt boðar hún til kjara- málaráðstefnu laugardaginn 14. maí þar sem þessi mál verða rædd nánar. Þorsteinn Pálsson formaður Sj álfstæðisflokksins vildi ekkert tjá sig um þessa ályktun fram- kvæmdastjórnar verkalýðsráðs- ins er hann var spurður um hana. -FRI 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. mai 1988 Kaffibaunamálið Vörukaup ekki umboðs- viðskipti segja verjendurnir. Dómari undirréttar misskildi viðskiptin Nú hafa fjórir af fimm verjend- um Sambandsmanna í kaffi- baunamálinu lokið málflutningi sínum og búist er við að málflutn- ingi Ijúki á mánudaginn. I vörn sinni segja verjendurnir að um vörukaup hafi verið að ræða en ekki umboðsviðskipti í samskiptum Sambandsins og Kaffibrennslu Akureyrar og þeir halda því fram að dómari undir- réttar í málinu hafi misskilið eðli þessara viðskipta enda munu þau nijög flókin. Allir verjendurnir kerfjast þess að skjólstæðingar sínir verði sýknaðir fyrir Hæstarétti. -FRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.