Þjóðviljinn - 07.05.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.05.1988, Blaðsíða 3
Grandavagninn Eðlilegt ségir Davíð Stjórnarandstaðan íborgarstjórn: Bílamál Ragnars siðlaus Ríkissjónvarpið Fjögur um faulI liL íretta- stjórann Umsóknarfrestur rennur út á sunnudag. Útvarpsráð látið ráða í þetta skipti Fjórir umsækjendur eru um stöðu fréttastjóra Sjónvarps sem nú er laus eftir að Ingvi Hrafn var látinn taka pokann sinn. Umsækjendur eru Ög- mundur Jónasson, Sigrún Stef- ánsdóttir, Helgi H. Jónsson og Hallur Hallsson. Talið er líklegt að Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri láti vilja útvarpsráðs ráða ferðinni í þetta skipti. En svo var ekki raunin þegar Ingvi Hrafn Jónsson var ráðinn á sínum tíma. Sam- kvæmt heimildum blaðsins styð- ur starfsfólk fréttastofunnar eng- an einn til starfans. Allir umsækjendur hafa mikla reynslu á sviði fjölmiðla en hafa unnið mislengi hjá sjónvarpinu. Ögmundur og Sigrún hafa verið þar lengst, Ögmundur frá 1979 og Sigrún síðan 1976. Valið hjá útvarpsstjóra gæti orðið erfitt og vegna reynslunnar með Ingva Hrafn lætur hann út- varpsráð ráða í þetta sinn. Þar bendir allt til þess að Sigrún hafi aflað sér meirihlutastuðnings. Þó getur atkvæðagreiðslan í út- varsráði staðið tæpt. Niðurstaða fæst væntanlega bráðlega þannig að fréttastofa sjónvarps verður varla frétta- stjóralaus lengi úr þessu. -hmp Stjórnarandstaðan í borgar- stjórn lagði fram bókun á fimmtudag þar sem bflakaupum Granda hf. er mótmælt harðlega. Borgarfulltrúarnir kalla bíla- kaupin siðleysi en Davíð segir þau eðlileg. Ekki er vitað til þess að sami háttur sé hafður á í öðrum fyrirtækjum í eigu borgarinnar. Sigurjón Pétursson, fulltrúi Alþýðubandalagsins í borgar- stjórn, spurði borgarstjóra á fundi borgarstjórnar á fimmtudag hvort það væri rétt að Grandi hefði keypt bíl upp á 1,5 milljónir fyrir stjórnarformann- inn. Davíð Oddsson sagði það rétt og á engan hátt óeðlilegt. Stjórnarandstaðan lagði þá fram bókun þar sem lýst var hneykslun yfir bílakaupunum, sérstaklega í ljósi þeirra upp- sagna sem hafa átt sér stað hjá fyrirtækinu. „Þetta er siðleysi sem við sem fulltrúar borgarbúa, sem eiga 75% í fyrirtækinu, hljót- um að mótmæla“, segir í bókun- inni. Þá boðaði stjórnarandstað- an fyrirspurnir um málið á borg- arráðsfundi á þriðjudaginn. Davíð sagði það algengt hjá stórum fyrirtækjum að útvega stjórnarformönnum bifreið. í samtali við Þjóðviljann sagði Sig- urjón Pétursson þetta ekki tíð- kast hjá fyrirtækjum í eign borg- arinnar. „Páll Gíslason er yfir- maður Hitaveitunnar, Raf- magnsveitunnar og Vatns- veitunnar og ekki er honum út- vegaður bíll“ sagði Sigurjón. Jó- hannes Nordal er stjórnarfor- maður Landsvirkjunnar fær ekki bfl þaðan. Öll þessi fyrirtæki eru stærri en Grandi hf. Þórarinn V. Þórarinsson, for- maður VSÍ, á sæti í stjórn Granda hf. Hann vildi ekkert tjá sig um bflamál stjórnarformannsins og benti á framkvæmdastjóra Granda hf. eða stjórnarformann- inn sjálfan. Auk Ragnars og Þór- arins eiga sæti í stjórn Jón Ing- varsson (tsbjarnarmaður), Þröstur Ólafsson, sem nú er er- lendis, og Baldur Guðlaugsson, sem átti ekki sæti í stjórn Granda þegar ákvörðun um bílakaupin var tekin. í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi sagði Ragnar að bflakaupin væru eðlileg og að þau hefðu verið samþykkt samhljóða í stjórninni. -hmp Fiskvinnslan Vestmannaeyjar Lítiö miðar r i Hallinn á frystingunni 15% Aðalfundur SH: Rekstrarstöðvunfrystihúsa blasirvið, aukstórfellds atvinnuleysis. Stjórnvöldsýna vanda vinnslunnar engan skilning. Fastgengisstefnan markleysa Jón Ingvarsson, stjórnarfor- maður Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna sagði í ræðu sinni á aðalfundi SH sem hófst í gær að 15% halli væri á frystingunni í dag og að öllu óbreyttu blasi við rekstrarstöðvun hjá fjölda fisk- vinnslufyrirtækja víðsvegar um landið auk stórfellds atvinnu- leysis. í ræðu sinni var Jón þungorður í garð stjórnvalda sem hann sagði engan skilning hafa á vanda fisk- vinnslunnar og nefndi sem dæmi að þau töluðu um að vandi fisk- vinnslunnar væri af öðrum toga spunninn en hægt væri að lagfæra með almennum aðgerðum. í því sambandi sagði Jón að oft væri rætt um samruna fyrirtækja sem allra meina bót og jafnvel töluðu menn um samruna allrar fisk- vinnslu í heilum byggðarlögum. Jón vísaði þessum hugmyndum sem lausn á vandræðum fisk- vinnslunnar til föðurhúsanna því þarna væru menn að horfa fram- hjá þeirri byggðaröskun sem slík sameining myndi valda og fleiru. Stjórnarformaður SH gagn- rýndi í ræðu sinni harðlega fastgengisstefnu ríkisstjórnarinn- ar sem hann sagði hafa gert það að verkum að hagkvæmara væri orðið að flytja flesta hluti inn frá útlöndum í stað þess að kaupa innlenda framleiðslu ma. plast- umbúðir og annað sem fisk- vinnslan þyrfti að nota fyrir sína daglegu framleiðslu. Jón Ingvasson sagði að fram- kvæmd fastgengisstefnunnar hefði í raun mistekist hrapallega vegna þess að forsenda hennar væri að verðbólga innanlands sé ekki meiri til lengdar en í helstu viðskiptalöndum okkar. En allir vissu að verðbólgustigið hér væri mun meira og sífellt að aukast og td. hækkaði raungengi íslensku krónunnar á síðasta ári um Hýr er kominn í boði félagsins Island-Palestína forstöðu- maður upplýsingaskrifstofu PLO í Stokkhólmi og ætlart meðal ann- ars að flytja opinberan fyrirlestur á Hótel Sögu á sunnudaginn. Eugene Makhlouf er sá sem kemst næst því að vera sendi- herra Palestínumanna á Norður- löndum, og hefur nýlega verið í íslenskum fréttum eftir fund þeirra Steingríms Hermanns- sonar sem frægur varð. Fyrirlesturinn á Sögu verður fluttur á ensku og heitir „Palest- ína: Saga og framtíðarsýn“, og Makhlouf mun auk þess svara fyrirspurnum um þjóð sína og hvorki meira né minna en 18% Stjórnarformaður SH lagði ríka áherslu á það í sinni ræðu á aðalfundinum að gengisbreyting ein og sér skilaði ekki þeim ár- angri sem ætlast er til ef ekki fylgja á eftir margháttaðar aðrar aðgerðir í efnahagsmálum. Til þess að rekstaraðstaða fiskvinnsl- unnar ætti að geta batnað þyrfti að keyra verðbólguna niður á það Ísland-Palestína PLO-samtökin. Fyrirlesturinn verður fluttur í „Þingstúkusal-A“ Nú stendur yfir forvitnilegt málþing á vegum Samtaka fé- lagsmálastjóra um ekki óverð- ugra málefni en sjálfa haming- juna. Málþingið hófst í gær og lýkur nú síðdegis en stór hópur fólks hefur haldið erindi á þing- inu. í dag verður gengið út frá for- stig sem gerist í helstu viðskipta- löndum okkar, auk þess sem dregið verði stórlega úr erlendri skuldasöfnun og komið á jafnvægi í viðskiptum við útlönd. Til fróðsleiks benti Jón á að spáð er að viðskiptahallinn við útlönd á þessu ári verði um 10 milljarðar króna sem jafngildir öllum út- flutningi SH á síðasta ári. -grh á annarri hæð og hefst klukkan fimm. sendum guðfræðinnar, stjórn- málanna, verðmætamatsins, ör- laganna og listarinnar. Reynslan af hamingjunni í ótal myndum og tilbrigðum. Um klukkan þrjú í dag verða pallborðsumræður um hamingj- una og er það síðasti liðurinn í dagskrá þessa málþings. -tt Kamhúsinu Vinnuveitendur tregir til. Heggur Guðlaugur á hnútinn? nginn árangur náðist á fyrsta fundi fiskvinnslufólks með vinnuveitendum, í Karphúsinu í fyrradag. Fundurinn stóð í 7 klst. og komst aldrei á það stig að samist gæti. Vinnuveitendur voru uppteknir af stöðu fiskvinnslunn- ar eftir þing Sölumiðstövarinnar og vildu ekki ræða samninga í anda verslunarmannasamning- anna Að sögn Vilborgar Þor- steinsdóttur, forntanns Snótar, voru nýgerðir samningar versl- unarmanna hafðir á orði og eins samningar ræstingafólks sem urðu til í næsta herbergi við fund Eyjafólks. Atvinnurekendur hefðu hins vegar borið fyrir sig bónusgreiðslur fiskvinnslufólks. Eyjafólk benti þeim á að bónus- samningar væru lausir og þau hefðu alltaf verið tilbúin til að semja um hann fyrir hærra taxta- kaup. Vilborg sagði vandamálið vera það sama hjá báðum aðilum; endar næðu ekki saman. En það lægi alveg hreint fyrir að þau í Eyjum gætu ekki sætt sig við Ak- ureyrarsamninginn. Hún sagðist hafa trú á því að hlutirnir gengju saman ef einhver skriður kemst á viðræðurnar næstu sólarhringa. -hmp Laugardagur 7. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 ,Sendiherra‘ í heimsókn Eugene Makhloufflyturfyrirlestur á sunnudag á Sögu Málþing Hvar á hamingjan heima?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.