Þjóðviljinn - 07.05.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.05.1988, Blaðsíða 4
I.EIPARÍ SKRIFTARLYNDI Stjómleysi Öllum er Ijóst aö gengisfelling er yfirvofandi. Þjóðhagsstofn- un sendir frá sér greinargerð þar sem staðhæft er að fisk- vinnslan sé rekin með halla, stöðugar fréttir berast af slæmri afkomu fyrirtækja í undirstöðugreinum og farið er að bera á umtalsverðum uppsögnum á starfsmönnum í útflutningsgrein- um. Frá ráðherrunum heyrist fátt um þessi mál og er talið að þeir sitji á rökstólum um það hvenær eigi að láta höggið ríða af. Má vera að einhverjir þeirra vilji bíða það lengi að gengisfell- ingin hafi ekki áhrif á „rauða strikið" sem sett var 1. júlí í nýgerða kjarasamninga. Launafólk fengi þá ekki bættar hækk- anir á verðlagi fyrr en í fyrsta lagi í haust. Gengisfelling er staðfesting þess að ríkisstjórnin er endan- lega búin að missa öll tök á efnahagslífinu. A hátíðastundum hafa ráðherrarnir talið fast gengi krónunnar vera til marks um að stefnan í efnahagsmálum sé rétt. Það er því erfiður biti fyrir þá að kyngja að enn skuli gengið fellt og eru þó ekki nema um það bil tveir mánuðir frá síðustu gengisfellingu. Það er eins og ráðherrarnir hafi haldið að það nægði að segja það nógu oft að þeir aðhylltust fastgengisstefnu, þá rættist það að gengi krónunnar yrði stöðugt. Þeir hafa verið slegnir blindu vegna ofurtrúar á hina ósýnilegu og frelsandi hönd markaðarins. Það er frjálshyggjan sem stýrt hefur gerð- um þeirra og þá ekki síður aðgerðarleysi. Frumforsenda þess að halda megi gengi krónunnar föstu er að hér sé ekki átta sinnum meiri verðbólga en í helsu viðskipta- löndum okkar. Talsmenn fiskvinnslunnar telja t.d. að stór- aukinn fjármagnskostnaður hafi valdið mikiu um vaxandi verð- bólgu. En ráðherrarnir hafa þátrú að ekki megi stjórna því hvað vextireru háir. Þeirtelja að þarfæri markaðsöflin ein og óhindr- uð allt til hins besta vegar. Því miður hefur þeim ekki orðið að þeirri trú. Það er þó ekki sjálfgefið að íslenskt efnahagslíf stæði betur ef ráðherranir hefðu haft uppi einhverja tilburði til að stjórna því. Ekki bendir árangur þeirra við stjórn ríkisfjármála til þess. Þessa dagana eru að koma fréttir af bráðabirgðaútkomu A- hluta ríkissjóðs á síðasta ári. Að sjálfsögðu er niðurstaðan borin saman við áætlun ríkisstjórnarinnar, fjárlögin fyrir 1987. Skemmst er frá því að segja að munurinn þarna á milli er það mikill að hann vekti stórkostlegar pólitískar hræringar ef um væri að ræða fjárhagsáætlun og reikninga sveitarfélags. Stjórnandi fyrirtækis, sem gerði jafnhaldlitlar áætlanir og fjár- lögin eru, yrði tafarlaust rekinn. Mismunur á gjöldum og tekjum ríkisins var í fyrra nokkurn veginn jafnmikill og stefnt var að því að báðir liðir voru vanáætl- aðir um ámóta upphæð eða um 6 miljarða króna (þ.e. tvær flugstöðvarbyggingar). Fjármagnsstreymisáætlun gerði ráð fyrir að hrein lánsfjárþörf ríkisins 1987 yrði 2,7 miljarðar króna en bráðabirgðaniðurstaða reikninga sýnir að hún varð 2,3 miljörðum hærri eða samtals um 5 miljarðar króna. Ríkissjóður átti því drjúgan þátt í að auka eftirspurn eftir lánsfé og spenna með því upp vexti. Á síðasta ári gegndu tveir menn embætti fjármálaráðherra. Látið hefur verið í veðri vaka að nú megi vænta betri tíðinda af ríkisfjármálum því að nú haldi Jón Baldvin þéttingsfast um taumana. í desember s.l. samþykkti alþingi fjárlög fyrir yfir- standandi ár. Fjármálaráðherra lagði á það mikla áherslu að nú væru upp runnir nýir tímar á sviði ríkisfjármála. Lánsfjárþörf ríkisins yrði á þessu ári 10 sinnum minni en í fyrra, eða ekki nema 500 miljónir króna. Þetta leit mjög glæsilega út. En hvað segir bókhaldsniðurstaðan? Samkvæmt bókhaldi ríkisins fyrir janúar-mars er hrein lánsfjárþörf rúmlega fjórum sinni meiri en áætlað var fyrir allt árið, eða 2,2 miljarðar króna. Þetta er svipuð upphæð og fyrstu þrjá mánuði síðasta árs. Það skiptir ekki öllu hvort Þorsteinn Pálsson eða Jón Baldvin ræður ríkjum í fjármálaráðuneytinu. Það er misskilningur að fjárlög íslenska ríkisins séu alvöruá- ætlun sem ráðherrar reyna að framfylgja. Bókhald ríkissjóðs bendir til að þeir líti á fjárlögin sem vettvang til að setja fram frómar óskir sínar. Og kannski er slíkur vettvangur þeim meira virði en heilbrigt efnahagslíf. -ÓP þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, óttar Proppé. Fróttastjóri: LúðvíkGeirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson.TómasTómasson, ÞorfinnurÓmarsson(íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitstelknarar: GarðarSigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: HannaÓlafsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir. Bíistjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. \ Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.