Þjóðviljinn - 07.05.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.05.1988, Blaðsíða 7
ÚKUR Á KJARNORKUSTYRJÖU) Bandaríska flugmóðurskipið USS Ranger og breska flugmóðurskipið HMS Invincible sigla hér hlið við hlið. Sóknarstefnan hefur verið viður- kennd stefna Nató frá 1982. Bresk flugmóðurskip af Invincible-gerð bera Harrier orrustuþotur sem geta hafið sig lóðrétt á loft. Þessum skipum er fyrst og fremst ætlað hlut- verk í gagnkafbátahernaði. Þau eiga því að sækja fram á undan banda- rísku flugmóðurskipunum og taka þátt í árásum á kafbáta ef til styrjaldar dregur. Sam Nunn óttast að þessar flotaþyrpingar séu ákjósanlegt kjarn- orkuskotmark fyrir Sovétmenn. hægt verði að ráða yfir Noregs- hafi og jafnvel sækja inn á Bar- entshaf. En hversu mikilvægt er það fyrir Rússa að leggja undir sig Noreg á stríðstímum? Þjóðverjar lögðu undir sig Noreg í upphafi síðari heimstyrjaldar og héldu honum allt til stríðsloka. Það hafði engin úrslitaáhrif á gang styrjaldarinnar í Evrópu og Nor- egur hefur sennilega enn minna hernaðarlegt gildi fyrir Sovétrík- in en hann hafði fyrir Þýskaland. Worth Bagley, aðmíráll og fyrrum yfirmaður flotastyrks Bandaríkjanna undir herstjórn Nató í Evrópu, hefur sagt að „svo lengi sem Norðmenn miða her- styrk sinn við varnir og sjá svo um að þær varnir séu trúverðugar þá mun Moskva sjá hæpinn tilgang í að gera innrás." Á margan hátt er mjög auðvelt fyrir Norðmenn að sjá svo tii að Sovétmenn hefðu ekkert gagn af því að hernema Norður-Noreg. Norðmenn hafa til þessa miðað öryggisstefnu sína við að forðast að byggja upp herafla sem Sovét- menn gætu litið á sem beina ógn- un við flotahafnir langdrægra eldflaugakafbáta þeirra á Kola- skaga. Reyndar má segja að stefna Norðurlandanna allra hafi byggst á því að hafa sem minnsta spennu í samskiptum við Sovét- ríkin. Þessi stefna byggist eigin- lega hvort tveggja í senn á fælingu og gagnkvæmu trausti. Hið „norrœna jafnvœgi“ Meðal Norðurlandanna inn- byrðis hefur myndast viðkvæmt jafnvægi sem mikilvægt er að raskist ekki. ísland, Noregur og Danmörk ákváðu að ganga í Nató en þau settu skilyrði fyrir inngöngu sinni, svo sem að leyfa hvorki erlendar herstöðvar né kjarnavopn á friðartímum, þótt ekki væru þessir fyrirvarar virtir að öllu leyti eins og við íslending- ar þekkjum best. Finnland gerði hins vegar vináttu- og öryggissáttmála við Sovétríkin en hefur á margan hátt tekist aðdáanlega vel að halda sínum hlut í samskiptum við risa- veldið. Svíar tóku aftur þann kost að verja hlutleysi sitt með öflug- um hervörnum sem hafa jafn- framt hjálpað bæði Finnum ann- ars vegar og Norðmönnum og Dönum hins vegar að takmarka sem mest vígbúnað í löndum sín- um. Óhætt er að fullyrða að aukin hernaðaruppbygging Bandaríkj- anna og Nató á norðurslóðum hefur í för með sér aukna spennu, og um leið hertar kröfur Sovét- manna á hendur Finnuni um hernaðarsamvinnu. Sóknarstefn- an er þannig alvarleg ógnun við hið „norræna jafnvægi" sem um margt hefur skapað Norður- löndum sérstaka stöðu og virð- ingu á alþjóðavettvangi. Margir Norðmenn telja að til- búnar stöðvar sem bíða banda- rískra landgönguliða og flotaað- staða fyrir bandarískt flugmóður- skip í Norður-Noregi marki endalok þeirrar stefnu Norð- manna að heimila ekki erlendar herstöðvar á friðartímum. ísland - þungamiðja hernaðar á Atlantshafi 13. júní 1985 hélt Wesley L. MacDonald, þáverandi yfirmað- ur herstjórnar Nató á Atlants- hafi, blaðamannafundíWashing- ton. Þarsvaraði hann m.a. spurn- ingum blaðamanns er sagður var heita „Oscar Matheson" og vera frá „Taiplai" á íslandi (Óskar Magnússon Dagblaðinu?). Fram kom að MacDonalds leit á ísland „sem raunverulega þungamiðju hernaðarstefnunnar á Atlants- hafi“. Á sama veg komst James Watkins aðmíráll svo að orði er hann lýsti sóknarstefnunni fyrir hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í mars 1984: „Við verðum að steypa Noreg, steypa ísland." Ummæli þessara manna ganga algerlega á skjön við ummæli talsmanna íslenskra utanríkis- mála sem hafa nánast haldið því fram að aukin umsvif Banda- ríkjahers hér á landi og sóknar- stefnan væru tveir óskildir hlutir. Gagnkafbátahernaður og stjórn- , eftirlits-, fjarskipta- og njósna- starfsemi eru mikilvægustu þætti- rnir í umsvifum Bandaríkjahers hér á landi og verða með engu móti aðskilin frá sóknarstefnunni né þeirri hernaðarstefnu sem Re- aganstjórnin hefur haldið uppi. Meðan ætlunin er að nota hernaðarmannvirki á íslandi í ár- ásaraðgerðum gegn öðru ríki get- um við ekki talað um þau sem „saklausar eftirlitsstöðvar" sem eingöngu séu til varnar. Eðli þeirra fer algerlega eftir hernað- arstefnunni sem þær starfa sam- kvæmt, og stefnan segir sókn, ekki vörn. Brot á stefnu Islendinga Þeir John Lehman og James Watkins tóku það skýrt fram er þeir lýstu sóknarstefnunni að Or- ion kafbátaleitarflugvélum frá ís- landi yrði beitt í fyrstu árásarað- gerðum gegn sovéskum kafbát- um. F-15 og Phantom orrustu- þotum frá Keflavíkurflugvelli verður beitt í samvinnu við orr- ustuþotur frá flugmóðurskipum. AWACS flugvélar frá Keflavík munu stjórna aðgerðum þessara flugvéla. SOSUS hlustunarkerf- ið, ratsjárstöðvarnar, AWACS vélarnar og fjarskiptanjósnastöð- in í Sandgerði (Rockville) safna mikilvægum upplýsingum til að hægt sé að miða út skotmörk. Sendistöðvarnar í Grindavík koma til með að senda boð til kafbáta, skipa og flugvéla sem þátt taka í sóknaraðgerðunum. Hægt væri að halda þessari upp- talningu áfram. Hernaðarlegt mikilvægi Is- lands stóreykst við það að Banda- ríkin og Nató ætla að sækja 2800 km norður að Kolaskaga. ísland er það bakland, sú „viðspyrna“ sem þessi herafli þarf ef hann á að geta sótt svona langt norður, ann- ars yrðu aðdráttarleiðir of langar. Það er því við því að búast að Sovétmenn leggi enn meiri áherslu en áður á að eyða helstu hernaðarmannvirkjum hér á landi með efna- eða kjarnavopn- um. Viðbúnað Bandaríkjanna við þessari hættu sjáum við m.a. birtast í fleiri ratsjárstöðvum, sprengiheldum flugskýlum, sprengiheldri stjórnstöð og hug- myndum um varaflugvöll. Utanríkisráðherrar íslands, hver fram af öðrum, hafa hátíð- lega lýst því yfir við þjóð sína að hér á landi megi engin þau vopn vera sem öðrum þjóðum geti staf- að ógn af nema þær fari að okkur með ófriði. Sóknarstefna Banda- ríkjanna hér á norðurslóðum og yfirlýsingar bandarískra ráða- manna um að flugvélum verði beitt héðan af Islandi í árásarað- gerðum gegn Sovétríkjunum eru alvarlegt brot á þessari grundvall- arstefnu okkar íslendinga. Samuel Nunn öldungadeildarþing- maður. En ef þeir byrja að plamma á okkur? þessum slóðum þegar þú ert kominn þangað með öll þessi risastóru flugmóðurskip? Lehman: Ja, hvað heldur þú að verði um landherstöðvar okkar á þessum slóðum (íslandi, Græn- landi, Noregi og Bretlands- eyjum), þegar þeir byrja að plamma skammdrægum kjarna- vopnum? Nunn: Nú, ég held að það sé verulegur munur á því að hefja árás frá herstöðvum í landi eða frá flugmóðurskipum. Lchman: Ég held að flugmóður- skip muni komast lengur af en til að mynda Ramstein (landher- stöð), þegar skammdrægum kjarnasprengjum tekur að rigna niður. Nunn: Ja, ég tel að það sé fjári mikill munur á því að hefja kjarn- orkustríð á landi eða byrja kjarn- orkustríð á sjó. Ef sjóherinn er svo heimskur að setja nokkur flugmóðurskip í einn hnapp og fleygja þeim síðan beint inn á eitthvert hernaðarlega mikilvæg- asta svæði Sovétríkjanna, ef þú sendir mikið magn af helsta víg- búnaði ykkar á þetta svæði, þar sem ein skammdræg kjarnaflaug John Lehman fyrrverandi flotamála- ráðherra. Hvað verður um landher- stöðvarnar þegar þeir byrja að plamma? gæti gjöreytt flugmóðurskipun- um ykkar og eytt verulegum hluta af flotanum ykkar án þess að þeir yrðu fyrir nokkru tjóni á móti... Ef Sovétríkin eiga ein- hvern tíma eftir að beita skamm- drœgum kjarnavopnum þá virðist mér sem þetta vœri slíkt skotmark að þeir hreinlega kœmust ekki hjá að beita þeim. Lehman fullyrti að um væri að ræða miklu verðmætari hernað- armannvirki á landi sem þyrfti að verja og ennfremur að það væri miklu erfiðara að hitta flug- móðurskip, sem siglir á 30 hnúta hraða, með kjarnasprengju held- ur en herstöð á landi sem alls ekk- ert hreyfist úr stað. Nunn áréttaði að flugmóður- skipafloti sem stefnt væri beint að hjarta langdrægs kjarnorkuher- afla Sovétríkjanna myndi lækka kjarnorkuþröskuldinn svokall- aða. Eftir nokkurt þjark virtist Nunn sannfærður um að Lehman hefði dregið mesta broddinn úr sóknaráætlunum sínum og hann lýsti yfir ánægju sinni með það. „Ég hef ekki ögn breyst" sagði Lehman. Fljótlega kom líka í ljós að ágreiningurinn milli Nunns og Lehmans hafði ekkert minnkað. Meðal annars kom fram að yfir- manni Atlantshafsflotans og jafnvel einstökum yfirmönnum kafbáta og flugmóðurskipa hafði nánast verið selt sjálfdæmi um það hvernig þeir höguðu aðgerð- um sínum, til dæmis hvenær þeir tækju að beita kjarnavopnum. Sýndar voru myndir af fram- kvæmd sóknarstefnunnar allt til lokastigs þar sem fram komu að- gerðir flugmóðurskipaflotans gegn sovéskum herstöðvum ásamt árás landgöngusveita á so- véskt land. Nunn gat ekki orða bundist ogspurði: „Ef þetta sýnir ekki flugmóðurskip bandaríska sjóhersins ráðast á sovéskt land- svæði, hvað þá?“ Lehman: Ég sagði að við ætluð- um okkur ekki að senda flug- móðurskipin til að ráðast á So- vétríkin á fyrstu stigum styrjald- arinnár. Ég sagði hinsvegar, og ég hef aldrei skipt um skoðun í því efni, að við megum aldrei setja foringja okkar á þessu svæði í þá stöðu að þeir verði að gefa óvininum eftir einhver svæði þar sem hann nýtur fullra griða með því að lýsa því yfir að við ætlum aldrei undir neinum kringum- stæðum að gera þetta eða hitt. Við verðum að halda opnum möguleika á að gera þetta. Sovét- menn eru mjög berskjaldaðir þarna. Peir eru þarna með illa varðaren mjög mikilvœgar stöðv- arsem viðgetum ráðistá. Sérhver foringi á þessum slóðum á að geta notfœrt sér þessa möguleika ef það má verða til þess að binda skjótan endi á stríðið samkvœmt þeim skilmálum sem við setjum. James Watkins, aðmíráll og æðsti yfirmaður sjóhers Banda- ríkjanna, tók síðan að sér að reyna að eyða þessum ágreiningi miili ráðherrans og öldunga- deildarþingmannsins. Watkins: Við munum í fyrstu staðsetja liðsafla okkar suður af íslandi; upphaflega til að safna þar saman liðsafla okkar og til að tryggja varnir íslands, og við munum síðan flytja herlið fljót- lega til Noregs, þar á meðal stór- fylki landgönguliðanna, F-15 orr- ustuþoturnar og kanadísku sveitirnar. Ef við sendum þennan herafla snemma, sendum hann nákvæmlega samkvæmt áætlun eða jafnvel fyrr, þá eigum við möguleika á því að hefja sam- hœfðar aðgerðir - sem ég ætla að sýna ykkur - norskra hersveita, bandarískra hersveita, breskra hersveita í suðri, varnarliðsins á íslandi - þar á meðal AWACS vélanna, F-4 orrustuvélanna og vonandi F-15 vélanna þegar þar að kemur - og að síðustu flug- móðurskipaflota bandaríska sjó- hersins. Þetta er öflug samvinna herafla (sjó-, land- og flughers Bandaríkjanna auk kanadískra, breskra, norskra og hollenskra hersveita) sem á að takast á við Sovétríkin og ég skal segja ykkur bráðlega hvernig við ætlum að gera þetta og rúlla þeim upp. Við ætlum okkur sjálfir að ákveða tímann, ákveða tækifærið til að fara þarna upp eftir. Og við ætl- unt okkur að vera harðir í þessum málum. Nunn: Jæja, ég geri þá ráð fyrir að þegar þessi flugmóðurskip byrja í einum stórum hóp, sem eitt heljarinnar skotmark, að færa sig nærri mikilvægustu höfnum Sovétríkjanna og ef kjarnorkustyrjöld er ekki þegar hafin - þá muni hún byrja á þess- ari stundu. Verðum að steypa Noreg, steypa ísland Watkins: Flugmóðurskipafloti (eitt flugmóðurskip með u.þ.b. 90 flugvélar innanborðs, 5 til 8 önnurherskipog 1 til 3 árásarkaf- bátar) dreifist á 126 þúsund fer- kílómetra svæði og næsti flug- móðurskipafloti er í 375 kíló- metra fjarlægð og hann þekur einnig 126 þúsund ferkílómetra svæði. Sá þriðji er svo á hina höndina einnig í 375 kílómetra fjarlægð. Þetta er ekki niður- röðun eins og í heimsstyrjöldinni síðari. Skipunum er raðað niður á svæði sem er álíka stórt og öll Mið-Evrópa. Svo að við erum alls ekki að tala um skip sem hægt er að eyða með kjarnavopnum í einni skothríö. Allar rannsóknir okkar sýna að slíkar hugmyndir standast ekki. Nunn: Hvernig ætlarðu að ráðast gegn sovéskum heimahöfnum án þess að þjappa flugmóðurskipun- um saman nógu nálægt til að geta beitt flugvélunum til árása? Watkins: Enn á ný vildi ég geta sett þetta fram í samhengi við röð atlagna sem við munum gera til að rúlla upp vörnum Sovétríkj- anna, svo að við getum náð því marki þar mögulegt að ráðast á þennan hátt gegn sovéskum land- herstöðvum. Þetta þýðir að við verðum að steypa Noreg, steypa ísland. Nunn: En ég er ekki að tala um að rúlla upp. Eg er að tala um þenn- an síðasta þátt þarna upp frá þeg- ar þú ætlar að ráðast á sovéskar heimahafnir. Ætlarðu að hafa skipin svo dreifð að þú getir ekki beitt flugvélunum frá þeim gegn þessum skotmörkum? Watkins: Ó nei, þegar þar að kemur siglum við og sækjum fram. Við ætlum með þau þarna upp eftir. Við ætlum okkur ekki að sitja þarna kyrrir fyrir neðan ísland. Þessari orðasennu lauk með því að Nunn lýsti því yfir að sókn- arstefna Lehmans hefði greini- lega ekkert breyst. „Það er það sem veidur mér áhyggjum," sagði Nunn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.