Þjóðviljinn - 07.05.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.05.1988, Blaðsíða 9
Don Giovanni Sýningum að Ijúka Ópera Mozarts um kvennagullið og flagarann frœga verður ekki tekin upp aftur í haust Nú fer hver að verða síðastur að sjá uppfærslu íslensku Óper- unnar á óperu Mozarts um Don Giovanni, kvennagull, flagara og morðingja með meiru, því nú er sýningum að ljúka og óperan verður ekki tekin upp aftur á næsta leikári. Mozart samdi óp- eruna um flagarann fræga árið 1787, og er hún af mörgum talin vera merkasta ópera hans. Don Giovanni hefur verið meðal vinsælustu viðfangsefna leikhús- og bókmenntasögunnar síðan hann kom fyrst fram á sjón- arsviðið svo vitað sé með vissu árið 1630. Um hann hafa verið samin meira en 200 rit, og út frá þeim þúsundir ritgerða, og hafa menn velt fyrir sér guðlausu framferði hans og ribbaldaskap á alla enda og kanta. Alls taka 64 söngvarar og hljómlistarmenn þátt í sýningu íslensku Óperunnar á Don Gio- vanni, þar af 7 íslenskir einsöng- varar. Kristinn Sigmundsson fer með hlutverk Don Giovanni, og Bergþór Pálsson er Leporello þjónn hans, ómissandi aðstoðar- maður hans við kvennafarið og bellibrögðin, oftast nauðugur viljugur. Elín Ósk Óskarsdóttir syngur hlutverk Donnu Elviru, konunnar sem Don Giovanni hefur flekað og sem leitar hefnda, um leið og hún vonast eftir því að hann iðrist og snúi aftur til hennar. Ólöf Kolbrún Harðardóttir er Donna Anna sem Don Giovanni reynir að fleka, Gunnar Guðbjörnsson Don Ottavio, vonbiðill hennar, og Sigríður Gröndal Zerlina, sveitastúlkan sem Don Giovanni reynir að fleka á brúðkaupsdag- inn. Viðar Gunnarsson fer með hlutverk Masettos, brúðgumans sem Leporello verður að hafa ofan af fyrir á meðan húsbóndi hans gerir hosur sínar grænar fyrir Zerlinu, og með hlutverk II Commendatore, Höfuðsmanns- ins föður Donnu Önnu sem Don Giovanni drepur, og sem birtist seinna í hlutverki styttunnar, Steingestsins sem fyrir hönd alm- ættisins sér til þess að dóninn hljóti makleg málagjöld. Leikstjóri er Þórhildur Por- leifsdóttir og hljómsveitarstjóri Anthony Hose. LG Listasafn íslands Leporello og Don Giovanni hlusta á boðskap Almættisins. Bergþór Pálsson og Kristinn Sigmundsson. MENNING > k f f N- 0%* f i Hinir stefnulausu Mynd maímánaðar er eftir Helga Porgils Friðjónsson Mynd mánaðarins í Listasafni Islands er að þessu sinni Hinir stefnulausu, eftir Helga Þorgils Friðjónsson, olíumálverk frá ár- inu 1987. Listasafnið býður upp á leiðsögnina „mynd mánaðarins" á hverjum fimmtudegi kl. 13:30- 13:45, en þá kynnir sérfræðingur safnsins það málverk sem er mynd mánaðarins hverju sinni. Sýningarnar Aldarspegill og grafíksýning franska myndlistar- mannsins Pierre Soulages verða í Listasafninu til 15. maí. Safniðer opið alla daga kl. 11:00-17:00. LG Hinir stefnulausu. Glugginn Málverka- sýning Einars Hákonarsonar í gærkvöldi opnaði Einar Há- konarson málverkasýningu, í Glugganum Glerárgötu 34. Einar er Reykvíkingur fæddur 1945. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1960-1964 og framhalds- nám í Valands-listaháskólanum í Gautaborg 1964-1967. Einar hélt sína fyrstu einkasýningu í Boga- salnum 1968 og hefur sýnt reglu- lega síðan. Þetta er þrettánda einkasýning Einars Hákonar- sonar sem samanstendur af rúm- lega þrjátíu olíumálverkum frá síðustu þremur árum. Sýningin stendur til sunnu- dagsins 15. maí, og er opin kl. 14.00-18.00 alla daga nema mánudaga. VORGJALDDAGI HÚSNÆÐISLÁNA VAR1. MAÍ SL. 16. tnaí | á lán með lánskjaravísitölu. leggjast dráttarvextir leggjast dráttarvextir á lán með byggingarvísitölu. FORÐIST OÞARFA AUKAKOSTNAÐ VEGNA DRÁTTARVAXTA Húsnæðisstoft'nun ríklsins LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVÍK S: 69 69 00 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.