Þjóðviljinn - 07.05.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 07.05.1988, Blaðsíða 17
Frakkland Teflt til úrslita á momun t cr beear þrennt er. Jacques "“IZIZZIIZZmn .. . Allt er þegar þrennt er. Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands, gerir sér vonir um að máltæki þetta sé á rökum reist. Hann hefur látið hendur standa fram úr ermum í örvæntingar- fullri baráttu sinni fyrir því að öðlast forsetatign. Chirac keypti 3 franska gísla af líbönskum mannræningjum fyrr í vikunni, Chirac eignar sér heiðurinn af því að franskir hermenn frelsuðu 23 landa sína úr höndum skæruliða aðskilnaðarsinna á Nýju- Kaledóníu. Síðan en ekki síst hrósar Chirac sjálfum sér fyrir það að hafa gert franskri leyni- þjónustumeyju, skipsbana frá Nýja Sjálandi, kleift að halda til átthaganna. Sem hún gerði í gær. Þótt franskur löggjafi leggi blátt bann við því að niðurstöður fylgiskannanna séu gerðar heyrinkunnar í síðustu viku fyrir kjördag blandast fáum hugur um að nokkuð hafi dregið saman með þeim fjandvinum og „sambýiingum", Chirac og Fran- cois Mitterrand forseta. Til skamms tíma var forsetinn talinn öruggur um sigur en þríleikur for- sætisráðherrans kann (og á) að valda snöggum sinnaskiptum þess hóps kjósenda sem allir biðla til; hinnar óráðnu og tvístíg- andi hjarðar flautaþyrlanna. Það er alkunna að það eru þessir tveir herramenn sem etja kappi á morgun, Frakklandsforseti og forsætisráðherra Frakklands, Francois Mitterrand og Jacques Chirac. Kapphlaup „jarðýtu og frænda“ að Elyseehöll er skyndilega orðið all spennandi. „Aldrei nokkurn tíma í sögu Frakklands hefur annað eins átt sér stað svo skömmu fyrir for- setakosningar," mælti Charles Flernu, fyrrum landvarnaráð- herra Frakklands, í gær. Hann átti sæti í ríkisstjórnum sósíalista á fyrri hluta kjörtímabils Mitterr- ands en var látinn axla ábyrgð á illvirki tveggja leyniþjónustu- manna við Nýja Sjáland. Þeir sökktu „Rainbow Warrior“, orr- ustufleyi „grænna friðarsinna", og bönuðu einum skipverja. Annar þessarra tveggja skugga- baldra er fröken Prieur. Nýsjálensk réttvísi hafði hend- ur í hári frökenarinnar og félaga hennar, Alain Mafart. Bæði voru þau dæmd í 10 ára betrunarhús- vist fyrir skemmdarverk og manndráp. En valdsherrar í París og Wellington urðu á eitt sáttir um að þau afplánuðu refsivistina í franskri dýflissu á eyjunni Hao. í desember í fyrra var Mafart fluttur heim til fósturjarðarinnar Súdan Matvæli til hungursvæðanna Rauði krossinn hefur forgöngu um matvælasendingar til sveltandi Sunnlendinga. Stríðandifylkingar í Súdan heita að láta affyrirsátum vegna þrálátrar magakveisu! Hin opinbera skýring á frelsun Prieur er sú að hún fari ekki einsömul! Forsætisráðherra Nýja Sjá- lands, David Lange, kvað vera sárgramur frönskum kollega sín- um fyrir að ganga á bak orða sinna. Leiðarahöfundur dag- blaðsins ,-,Le Monde“ sagðist ekki leggja trúnað á þau orð Chiracs að líðan Prieurs hafi hrakað skyndilega, nú, á einkar heppilegu augnabliki fyrir forsæt- isráðherrann sem eigi undir högg að sækja í kosningaslag. Leiðara- höfundurinn klykkir út með því að benda á að heimkomu Prieurs sé einkum fagnað af þeim hópi kjósenda sem standi hernum nærri og sé hrifinn af lýðskrumi fasistans Le Pens. En æ sér gjöf til gjalda. í gær bárust fréttir úr ýmsum áttum af jþví hverju verði Chirac keypti I „kosningabrellurnar1' þrjár. einkum beindust sjónir manna að skiptum hans við líbönsku frans- vinina. í leiðara bandaríska stór- blaðsins „New York Times“ í gær er staðhæft að verðið sé mjög hátt, svo hátt að ekki sé fjarri sanni að segja að Chirac hafi ver- ið „auðmýktur.“ Tíðindamenn í Bandaríkjun- um og Evrópu greina frá því að forsætisráðherrann hafi skuld- bundið sig til þess að koma sam- bandi ráðamanna í París og klerkanna í Teheran í „eðlilegt horf“ innan fjörutíu daga og nátta. Hann hafi heitið því að inna af hendi greiðslu láns sem forverar hans á valdastóli veittu keisaranum á sínum tíma en var aldrei að fullu úti látið. Hann hafi heitið því að láta íranskan hryðjuverkamann lausan (mann sem reyndi að vega Shahpur Bak- htiar, fyrrum forsætisráðherra írans, á franskri grundu). Sú saga gengur ennfremur fjöllum hærra að hann hafi skuldbundið sig til þess að verða frönum úti um vopn en þvi harðneitar varnar- málaráðherra Frakklands. En það er almannarómur í Frakklandi að þetta þrennt verði ekki allt fyrir Chirac; hann muni lúta í lægra haldi fyrir Mitterrand á morgun. Tíminn sé of naumur til þess að hann geti fært sér þessa þrjá atburði í nyt svo sköpum skipti. Hinsvegar kunni hróður hans að aukast nokkuð og hafa ber hugfast að kosið verður að nýju í Frakklandi um embætti forseta...að visu ekki fyrr en að sjö árum liðnum. Reuter/-ks. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA AUSTURLANDI Atvinna í boði Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Austurlandi auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: Tvær stöður deildarþroskaþjálfa á þjónustumið- stöðina Vonarland, Egilsstöðum. Frá 1. ágúst nk. eða eftir samkomulagi. Ein staða deildarþroska- þjálfa á sambýlið, Stekkjartröð 1, Egilsstöðum. Frá 1. sept. nk. eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfssvið og vinnutíma eru gefn- ar á skrifstofu Svæðisstjórnar í síma 97-11833, á sambýlinu í síma 97-11877 og á Vonarlandi í síma 97-11577 á skrifstofutíma. Útboð Byggingarnefnd Foldaskóla óskar eftirtilboðum í lokafrágang annars áfanga Foldaskóla í Grafar- vogi. Um er að ræða allan lokafrágang hússins sem er um 1.900 m^ að undanskildum föstum innréttingum. Útboðsgögn eru afhent á Teiknistofu Guðmund- ar Þórs Pálssonar, Óðinsgötu 7, 3. h. til hægri, gegn kr. 15.000- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 18. maí nk. kl. 11:00. Byggingarnefnd Fotdaskóla Matvælasendingar eiga að skila sér til hungursvæða í suðurhluta Súdan næstu daga ef viðleitni stjórnvalda og Rauða krossins í þessa veru gengur upp. Verkefnisstjóri Alþjóðanefnd- ar Rauða krossins, Andre Pasqu- ier, hitti forsætisráðherrann, Sa- deq Al-Nahdi, að máli í morgun, en strax við komuna til Súdan í gær átti hann viðræður við full- trúa frá Sameinuðu þjóðunum og ríkjum þeim sem hafa tekið þátt í hjálparstarfinu. Heimsókn Pasquiers ber upp á sama tíma og birting nýrra skýrslna um eymdina sunnan- lands. Borgarastríð hefur nú geisað á þessum slóðum um fimm ára skeið, og þurrkunum virðist seint ætla að linna. Allsleysingjar að sunnan sem skrjálast hafa til höfuðborgarinnar skýra svo frá að trjábörkur sé orðinn eini kost- ur fólks víða í Bahr Al- Ghazalhéraði. Talið er að þrjár miljónir manna hið fæsta hafi flosnað upp á suðursvæðunum vegna ófriðar og hungursneyðar, og hefur fólk- ið ýmist flutt sig um set innan- lands eða horfið til Eþíópíu. Hjálparstarfið sem framundan er stendur og fellur með því að unnt verði að flytja matvæli án þess að hermannafylgd þurfi að koma til, en talið er að um hálf miljón sveltandi Sunnlendinga muni njóta góðs af matvælasend- ingunum. Þjóðfrelsisher Súdan sem berst gegn stjórninni hefur gjarnan gert hermönnum þeim fyrirsát sem tekið hafa að sér matarflutninganaáðurfyrr, en að vísu halda þeir fyrrnefndu því fram að stjórnarherinn hafi iðu- lega misnotað matartilfærslur þessar og smyglað með eigin hergögnum á laun. Pjóðfrelsis- herinn hefur nú fallið frá þessum mótbárum, og því á leiðin fyrir matvælasendingarnar að vera greið. HS/Reuter ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Til sölu Til sölu uppgerðir tjónabílar vegna Iðnskólans í Reykjavík ef viðunandi tilboð fást. 1. Volvo 244 GL árgerð 1979. 2. Daihatsu Charade árgerð 1980. Bílarnir verða til sýnis í porti Iðnskólans í Reykja- vík frá og með mánudeginum 9. maí kl. 9-16 daglega. Tilboð berist Innkaupastofnun Reykja- víkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, eigi síðar en þriðju- daginn 17. maí. ffi^l Fjórðungssjúkrahúsiö á Akureyri Óskum að ráða FRÆÐSLUSTJÓRA frá 1. júlí 1988. Æskileg menntun: Almenn hjúkrunarfræði með nám og/eða reynslu í hjúkrunarkennslu. Starfið gerir kröfur til samskipta- og skipulags- hæfileika. Umsóknarfrestur til 1. júní n.k. Um er að ræða 100% starf, vinnutími frá 08.00- 16.00 virka daga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri kl. 13.00- 14.00 alla virka daga. Óskum að ráða AÐSTOÐARMANN Á MEINAFRÆÐIDEILD í 40% starf. Æskilegterað viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veitir yfirlæknir Meinafræðideildar. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Sími 96-22100.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.