Þjóðviljinn - 08.05.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.05.1988, Blaðsíða 2
garðmum KRYDD í TILVERUNA Þetta er búið að vera gífurlega spennandi. Ég vaknaði milli fjögur og fimm á morgnana og fór til Keflavíkur. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða í viðtali í DV ORÐÍ TÍMA TÖLUÐ Þegar útlitið skiptir öllu máli, verður miklu eftirsóknarverðara að vera fríður heimskingi en Ijótur spekingur. Helgarpósturinn HIÐ ÞAKKLÁTA MINNI FRANSMANNA Frakkar gáfu okkur (þ.e. lagi Sverris Stormskers) tvö stig, og er þar líklega á ferðinni einhver Fransmaður sem enn lifir í minn- ingunni um fótboltaafrek Alberts Guðmundssonar á árum áður. Tíminn SKIPTUM BARA UM DÓMSKERFI Sambandiö hefur látið gera um 250 síðna skýrslu um gang við- skipta á kaupum á hrákaffi. Meg- inniðurstaða skýrsluhöfundar er sú, að Rannsóknarlögreglan, ákæruvaldið og Sakadómur hafi ekki skilið eðli viðskiptanna. Frétt í DV HINAR SKELFILEGU AFLEIÐINGAR JAFNRÉTTIS- BARÁ TTUNNAR Enda eru eiginkonur ekki lamdar á Suðurnesjum. Þar lemja þeir farþega í staðinn. DV MÍNAR ERU SORGIRNAR ÞUNGAR SEM BLÝ Þetta er ekkert spes sögu- þráður. Myndin er heldur ekkert spes. Hún er afskaplega óspes, eispes og núllspes. Tíminn. AUMINGJA GUÐJÓN Stórblaðið USA Today skýrði nýlega frá því í forsíðufrétt að laun Lees lacocca, forstjóra Chrysler- bifreiðaverksmiðjanna, á síðasta ári hafi numið samtals 17,9 miljónum dollara. Frétt í DV VERÐUR HANN SENDUR í ÚTLEGÐ TIL AMRÍKU? Nú á næstunni veröur reynt að fá úr því skorið fyrir enskum dóm- stóli hvort verið gæti að illa innrættur draugur hafi með ýmis- konar uppátækjum hrakið fjöl- skyldu nokkra út úr húsi með allt sitt hafurtask. Morgunblaðið Dándimaður vikunnan SKAÐI SKRIFAR Hið sögulega uppgjör eftir söngvakeppnina Mér finnst yfirleitt skorta mikið á þjóðrækni í íslensk blöð. Þjóðviljinn hefur náttúrlega alltaf óþjóðlegur verið nema í kjaftinum, hallur undir Stalín og Che Guevara á víxl. Morgunblaðið mitt er ekki nógu duglegt í þessum efnum, ég verð að segja alveg eins og er, og þegar menn líta þar upp til að sýna þjóðernismetnað, þá er það helst til að lepja eitthvert gamalt sull úr kommum um „hernám hugarfarsins" og annað slíkt. Eg er nú alinn upp á mölinni þar sem öngvar voru rollur og ekki óx gras og því varla von á mörgum Framsóknar- mönnum. Og hefur mér alltaf verið heldur illa við þann söfnuð. En ég verð að viðurkenna það alveg eins og er, að Tíminn ber af öðrum dagblöðum í þjóðernishreysti og öðrum skyldum tilþrifum. Þetta kom ofur greinilega fram á dögunum þegar menn voru að skrifa um sextánda sætið hans Sverris Storm- skers í Dyflinni. Þá tók enginn alminnilega á þessum málum nema Tíminn. En hann sagði það hreint út að úrslitin væru klíkuskapur þar sem þetta pakk í Mið-Evrópu hrúgar stigum á sín eigin lög á víxl alveg eins og þegar drykkjubræður míga í kross þar til hlandið tekur þeim í hné. Við fengum ekki þau stig sem við áttum að fá, segir Tíminn á þriðjudaginn var. Við eigum ekki, sagði Tíminn líka, endalaust „að vera að láta einhverja útlendinga vera að gera sér leik að því að hafa listafólk okkar að skot- spæni“. Þetta er einmitt rétti andinn, finnst mér. Ég man að þegar við krakkarnir voru að leika okkur heima og ég fékk ekki að ráða því sem ég þurfti, þá bara fór ég. Maður er ekkert að makka við þetta pakk. En einsog einnig kom fram í Tímanum, þá eru útlend- ingar ekki allir eins. Það er til dæmis Ijóst að Portúgalir eru betri en aðrir útlendingar. Þeir gáfu okkur átta stig. Hol- lendingar og Danir eru líka ekki sem verstir. Þeir gáfu okkurfjögur stig hvor þjóð. Og þá eru komin sextán stig af þeim tuttugu sem við fengum alls. Ég hefi verið að velta því fyrir mér, hvað sé sameigin- legt með þessum vinaþjóðum okkar þrem. Portúgalir éta saltfisk og Hollendingar leigja okkur sumarhús og Danir hýsa fyrir okkur stúdenta - þetta er svona sitt beinið af hverri tíkinni. Eg veit það ekki. Mér dettur það helst í hug að þetta eru allt þjóðir við sjó og hafa á hinum ýmsu tímum sótt sjóinn nokkuð fast og kunna því að meta bæði storm og sker og hafa þurft á sálarinnar Herkúlesum að halda þegar stormurinn lemur skerið og allt það, og þessvegna blundar eitthvað sameiginlegt í þjóðarsálunum. írar til dæmis, þeir búa líka við sjó, en þeir hafa alltaf klúðrað sínum siglingum, enda gáfu þeir okkur ekkert stig. Mér finnst svo sjálfsagt að við reynum að launa þess- um þjóðum þann vinskap að þær fóru ekki inn í samsær- isklíkuskap gegn okkur. Mér finnst sjálfsagt til dæmis, að hver drekkandi maður svissi úr spænsku og ensku sherry yfir í portvín og portúgölsk vín yfir höfuð, minna má það ekki vera. Hollendingum skulum við launa með því að hífa upp aftur skammarlegan afturkipp í neyslu genevers í fyrra. Og frændum okkar og vinum Dönum skulum við launa með tvennum hætti: ritskoða allar sögukennslu- bækur og taka út úr þeim ótímabæran fjandskap við Dani, og veita Carlsberg og T uborg vissan forgang þegar innan tíðar opnast hér á landi mesti bjórmarkaður í heimi miðað við vambafjöld. Þar að auki tel ég sjálfsagt að refsa þeim sem hafa brugðist okkur í þessu tónlistar- og þjóðernismáli. Þetta pakk, Norðmenn, sem þykjast vera frændur okkar, þeir eru verstir: við skulum því neita þeim um íslenskar kart- öflur eins og Tíminn leggur til, og þar að auki er sjálfsagt að senda þeim aftur Snorrastyttuna í Reykholti, sem þeir sviku inn á okkur í þeim lævísa tilgangi að heimsbyggðin héldi að eiginlega væri Snorri upphaflega kominn frá Noregi eins og styttan. Spánverjum segjum við upp sól- arferðahollustu og Arafat skulum við bjóða heim með prakt til að hefna okkar á ísrael. Möguleikarnir eru svo margir ef við höfum bara rænu á að virkja utanríkisráðu- neytið okkar. Við getum t.d. refsað Austurríkismönnum með því að láta þá sitja áfram uppi með Waldheim og Þjóðverjum með því að halda áfram að koma í veg fyrir sameiningu Þýskalands. Nei í alvöru, góðir hálsar, þetta er að verða spennandi... 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.