Þjóðviljinn - 08.05.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.05.1988, Blaðsíða 9
er hér um bil.... segir Karl Kvaran listmálari, sem opnar sýningu á teikningum sínum í Gallerí Svart á hvítu um þessa helgi Valtýr, Þorvaldur og ég og það var mikill hugur í mönnum. Ann- ars held ég að abstraktlistin hafi ekki hvað síst borist hingað til landsins með listatímaritinu Aujourd'hui. Þetta var eins og hálfgerð sprenging, og það var eitthvað í andrúmsloftinu og tíð- arandanum sem kallaði á þetta hjá okkur. En það er hins vegar ekki hægt að segja að þetta hafi verið vinsælar myndir. Það var almennur dómur fólks að þetta væri hrein vitleysa og það kom varla fyrir að við seldum mynd. - Um hvað rædduð þið þegar þið hittust, félagarnir hér heima? Myndlist? - Nei, ekkert frekar. Við ræddum um allt mögulegt, en fyrst og fremst held ég að við höf- um styrkt hver annan og fundist það skipta máli að hittast. - A þessum árum var nokkuð áberandi, sérstaklega meðal rót- tækra vinstri-manna, að menn hefðu trú á vísindum og vísinda- legri skipulagningu þjóðfélags- ins. Sumir litu nánast á sósíal - ismann sem hlutlæg vísindi. Er hægt að sjá hliðstæðu á milli þess- arar trúar á vísindsn og geómetr- ísku abstraktlistarinnar? - Nei, ég held að þetta hafi ekki haft neitt með vísindatrú að gera. Enda vorum við oft fullir efasemda. Ég veit ekki til þess að geómetríska listin hafi haft neina hugmyndafræðilega skírskotun. Við vorum hins vegar að flytja viðfangsefni listarinnar frá nátt- úrunni yfir á myndflötinn og byggja myndirnar á hreinum eigindum forms og Iita. -Áttuð þið ekki samleið eða samstarf við skáld eða rithöfunda á þessum tíma? - Nei, það get ég varla sagt. Við þekktum að vísu Stein, og hann var mjög fljótur að tileinka sér skilning á abstraktlistinni, en annars var ekki um beint sam- starf að ræða. - En hvernig skýrir þú það út eftirá að þú varðst móttækilegur fyrir abstraktmálverkinu á þess- um tíma og fórst að gera slíkar myndir sjálfur? - Það var Cezanne sem lagði grundvöllinn að abstraktmál- verkinu, og hann dó 1906, þannig að þetta átti sér langan aðdrag- anda. Og ég hafði séð verk hans og Matisse á Ríkislistasafninu í Höfn á námsárunum. Þetta fólst allt í því að láta myndina gerast í fletinum, andstætt því sem þeir Jón Stefánsson og Ásgrímur höfðu gert. Jón Stefánsson hafði reyndar verið nemandi Matisse, en hann botnaði ekki í honum. Því þótt Matisse notaði fyrirmyndir þá gerðist galdurinn í myndum hans í sjálfum myndfletinum. Jón sagði einhvern tímann frá því að hann hefði gengið framhjá vinnu- stofu Matisse og séð inn um gluggann að hann var að mála uppstillingu sem varíbrúnu. Þeg- ar hann og félagar hans áttu svo leið framhjá skömmu síðar sáu þeir að myndin var orðin blá. þetta þótti þeim skrýtið. En Mat- isse byggði á litaandstæðum í verkum sfnum og sérstökum eigindum litarins. Módelið var bara viðmiðun. Þótt Jón hafi aldrei getað tileinkað sér þennan skilning Matisse þá breytir það því hins vegar ekki að hann var hörkumálari. En það var Gunn- laugur Blöndal sem fyrstur fór að mála í andstæðum litum hér á landi. - Ég sé það á hljómlistar - græj unum hjá þér að þú hlustar mikið á tónlist. Eru einhver tengsl á milli tónlistarinnar og þess hvernig þú málar? -Nei, ég held að tónlistin hafi ekkert með það að gera... nema kannski strengjakvartettar Beet- hovens, þeir eru svo agaðir í forminu... það kunna að hafa komið fram einhver áhrif í teikningu eða formi hjá mér þar. Ég hef ákaflega gaman af tónlist, en ég hef hins vegar ekkert vit á henni. En mér finnst yfirleitt tónlistin batna eftir því sem flytj- endum fækkar. Ég kann til dæmis ekki að hlusta á kóra, hvað þá blandaða kóra, biddu fyrir þér... Ég held hins vegar að við eigum góð tónskáld, til dæmis hann Leif og Þorkel Si^urbjörnsson. Ég man reyndar eftir einu atviki sem °g aðrir vindar urðu ríkjandi í kom fyrir mig eftir að ég hafði myndlistarheiminum. Margir hlustað á tónverk eftir Þorkel kollegar þínir sem unnu abstrakt- sem heitir „Læti“. Þetta eru öguð myndir hafa snúið blaðinu við og og blæbrigðarík læti, og þegar ég mála jafnvel í anda þess sem þeir kom af tónleikunum málaði ég snérust gegn sem ungir menn. En mynd sem var bókstaflega þetta hvernig stendur á því að þú ert tónverk. En slíkt kemur ekki oft ennþá á svipuðu róli? Ein af blýantsteikningunum sem Karl Kvaran sýnir nú í Gallerí Svart á hvítu. fyrir. En þegar þú segir það þá er ég ekki frá því að það séu kannski einhver tengsl þarna á milli. - Það má kannski segja að geó- metríska abstraktlistin hafi fyrst verið búin að fá almenna viður- kenningu þegar hún fór úr tísku - Jú, þetta má til sanns vegar færa, að minnsta kosti um þá fé- laga mína, Valtý og Kjartan, og ég held að það sé ekkert við því að segja. Við höfum allir elst og sennilega sljóvgast, og þá taka menn upp á öllu mögulegu og ómögulegu. En sumir hafa líka haldið sínu striki. Til dæmis Jó- hannes Jóhannesson, sem er gott dæmi um góðan málara sem er alltaf að bæta við sig. Annars finnst mér það vera einkenni á skandinavískri myndlist, og þar með talinni íslenskri myndlist, að hún er eitthvað hérumbil en ekki eitthvað ákveðið. Allt sem er hérumbil hefur ekki höfðað til mín. Það er kannski þessvegna sem ég er enn að fást við það sama. - Þegar þú lítur yfir farinn veg finnst þér þá að áhrif ykkar ab- straktmálaranna á myndskyn okkar og daglegt myndmál hafi verið meiri eða minni en þið væntuð ykkur í hita slagsins í byrjun 6. áratugarins? - Ég held satt að segja að þess- ar myndir mínar hafi varla haft áhrif á aðra formsköpun. Þó er hugsanlegt að þetta hafi ein- hverju breytt. En það er alltaf stór hópur fólks sem vill hafa sinn læk eða sína hríslu í myndinni, og það er reyndar allt í lagi, ef það er vel gert. Það hefur alltaf verið meiri sala í landslagsmyndum hér á landi en abstraktmyndum, en það segir reyndar ekkert til um gæði verkanna. Hér áður fyrr voru yfirleitt allir sammála um að þetta væri ómögulegir hlutir, breytingin felst kannski í því að nú verður þessi list frekar tilefni rifrildis. Þegar best tekst til hafa menn einhverja ánægju af þessu, og meðan maður hefur sjálfur ánægju af því að mála skiptir öllu máli að halda áfram. - Þegar ég kvaddi Karl Kvaran eftir langt spjall og mikla kaffi- drykkju var sendiferðabílstjórinn kominn að sækja teikningarnar á sýninguna í Gallerí Svart á hvítu. Þetta eru einfaldar línuteikning- ar, dregnar með blýanti og lýsa öruggri hendi og rannsakandi og öguðum viunnubrögðum Karls mætavel. Myndirnar gerði hann fyrir 10-15 árum, en hefur ekki sýnt þær áður. Sýningin stendur frá 7.-22. maí og verður opin frá kl. 14-18. -ólg ÍSLANDSSAGA A-K Einar Laxness Þetta er ný, endurskoðuð og aukin útgáfa af fyrra bindi íslandssögunnar í Alfræði Menningarsjóðs. Hér er geysi- mikill fróðleikur saman kominn í stuttu máli og rakinn eftir uppflettiorðum. Einnig eru heimildarit tilgreind, svo að les- endur geta aflað sér hvers konar frekari upplýsinga um við- komandi efni. íslandssaga Einars Laxness í Alfræði Menn- ingarsjóðs hefur verið uppseld um skeið en fæst nú aftur ásamt öðrum ritum Alfræðinnar sem teljast óvenju nytsamar handbækur. Bókaúfgáfa /VIENNING4RSJOÐS SKÁLHOLTSSTÍG 7» REYKJAVÍK • SÍMl 6218 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.