Þjóðviljinn - 08.05.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 08.05.1988, Blaðsíða 14
Heimur hinna villtu draumaóramanna Hin frœga eftir Isabel Allende innar. I næstum því öllum ríkjum álfunnar, einnig þeim sem hrósa sér af því að hafa yfirstigið kyn- þáttavandann, líkist samfélagið lagköku: efst eru hinir hvítu, þá blendingarnir og neðst indjánar og blakkir menn. Þannig hafa þessar þjóðir orðið til, getnar við samruna margra menninga, í hamslausum ástríðum og ólækn- andi þrá. Sameiginleg ógœfa og samstöðuleysið Bæklingar ferðaskrifstofanna sýna okkur alltaf brosandi og áhyggjulaus, tilbúin til hátíða- haíds og kjötkveðjusvalls. En indjánarnir sen\ framfarirnar hafa sniðgengið, hinir arðrændu námamenn og bændur, millistétt stórborganna, hrakin á vonarvöl, allt hefur þetta fólk litla ástæðu til að kætast. Það býr ekki á þeim lukkuströndum sem auglýsing- arnar tæla fram. En þótt aðstæð- ur til að lifa af séu yfir höfuð aum- legar, getum við samt sótt kraft til mennskra verðmæta til að ráða við þær. Ofbeldinu hefur ekki tekist að ræna okkur rausnarskap, það hefur í mesta lagi haft af okkur nokkuð af trúnaðartrausti okkar. Öryggisleysið fylgir okkur við hvert fótmál og til mótvægis höf- um við riðið okkur net samskipta og lagt rækt við nokkrar dyggðir sem ekki falla úr gildi: fjölskylda, vinir, ætt, gestrisni, ást, þolin- mæði, hugrekki og samstaða. Summa alls þessa gefur okkur styrk og gerir okkur „aðlaðandi" í augum útlendinga. Við erum hluti af langri margra hlekkja keðju, innan hennar hjálpum við hvert öðru og hún er sú eina sem veitir okkur vernd. Manneskjan er ekki ein Þar sem náttúran er grimm og þjóðfélagið ranglátt geta menn ekki lifað af einir. Ekki einu sinni þeir dauðu fá að vera einir, þeir halda göngunni áfram við hlið lif- enda eins og Juan Rolfo hefur skrifað. Undir þrýstingi svo margra vandkvæða snúum við rómanskir amríkanar okkur til yfirnáttúru- legra afla í leit að svörum. Guðir Afríku, sem komu með þrælun- um, taka sér nöfn kaþólskra dýrl- inga og prýða sig fjöðrum ind- jánaguða. í deiglu styrjalda gengu trúarbrögð, goðsagnir, þjóðsögur og hjátrú í bandalag og af því sprettur sú hneigð sem í bókmenntunum er kölluð „und- raraunsæi" og stýrir lífi sumra eða blundar í sálu annarra, en setur með einum eða öðrum hætti svip á okkur öll. Sami maður og vinnur með leysigeisla kveikir kerti á altari Maríu meyjar. Eða leitar jafnvel uppi norn sem les framtíð hans úr tóbaksreyk - hann finnur að skynsemin ein dugir ekki til þess að skilja þennan furðulega og ruglaða veruleika. Við látum okkur dreyma um skjótfenginn auð, gefum okkur á vald veðmála og happdrætta, erum ávallt á höttunum eftir földum fjársjóð- um, gulli eða olíu. skáldkona frá Chile segirí effirfarandi grein frá hrikalegum andstœðum og þversögn- umálfusinn- ar, frá þraut- um hennar og vonum Stór flekkur á landakortinu, eins og sjúkt hjarta í laginu- ilmandi skógar, strendur meö fiski og perlum, ávextirog fuglarídölum: ÞettaerRóm- anska Ameríka, land ómældra auöæfa sem byggt er óheyrilega fátæku fólki. Beneluxlöndin komast fyrir í einu héraði í Chile, Amason- fljótið er eins breitt og Erma- sund, frumskógur Brasilíu er stærri en Frakkland og Þýska- land samanlögð. Risaland með öllum tegundum lofts- lags þar sem afkomendur allra kynþátta og öll skeið sögunnar búa hlið við hlið. Þegar þið lesið þessar línur smíða verkfræðingar tölvur í borg einni í Andesfjöllum meðan steinaldarmenn halda til veiða niðri í frumskóginum. Það er á einskis manns færi að lýsa dæmi- gerðum karli eða konu Rómön- sku Ameríku: það er miklu meiri munur á lífsháttum Janomami- indjána og íbúa Buenos Aires en á lífi sænsks vísindamanns og fjárhirða í Kalabríu. Samt eigum við saman, sagan tengir okkur hvert við annað sem og ósýnilegir þræðir sameiginlegs draums. Landvinningamenn Fyrir 500 árum komu grimmar hetjur og ævintýramenn til þess- ara stranda, þeir báru sverð í ann- arri hendi og kross í hinni og hugðu á ránskap og landvinn- inga. Þeir komu frá Spáni og Portúgal og hittu fyrír undursam- legan heim, þar sem borgir voru hreinni og betur skipulagðar en þær evrópsku og átti sér margs- konar tungur og menningu og kónga sem voldugri voru en keisarar Rómar og Býsans höfðu verið. Komumenn ruddu sér braut gegnum frumskóga sem svo þéttir voru að þeir sáu ekki til sólar mánuðum saman, þeir fóru yfir tær vötn þar sem glitti á sok- knar hallir á botninum, þeir spúðu blóði í þunnu lofti hæstu fjallanna. Óseðjandi græðgin rak þá áfram yfir auðnir, martröð líkar. Þeir villtust milli Paradísar og Vítis, skyni skroppnir ímynduðu þeir sér að þeir sæju þorp úr gulli og menn með eitt auga í andlitinu miðju. Þeir áttu ekki orð til að lýsa því sem þeir sáu og urðu að finna þau upp meðan þeir þjösnuðust áfram og skildu eftir sig langa slóð dauða og skelfing- ar. Svo tróðu þeir poka sína fulla. En þegar þeir viidu snúa heim aftur voru margir þeirra eins og töfrum slegnir: þeir komust ekki til baka. Þá fóru þeir úr stígvélun- um, spenntu örmum þeldökkar innbornar konur með mild augu og gátu með þeim kyn draumóra- manna. Kynblendingar í sálinni Þeir byrjuðu þann ránskap og arðrán sem við súpum seyðið af enn í dag, þeir gáfu okkur sín íberísku tungumál, menningu sína og trúarbrögð, og þeir skildu okkur eftir í arf stéttahroka og geðþóttastjórn og óreiðu sem hafa í ríkum mæli skapað okkur örlög. Síðar komu allir hinir: enskir, franskir og hollenskir nýlendu- herrar, sem settust að á Karíba- hafi, síðan þrælar frá Afríku og frá og með nítjándu öld innflytj- endur úr öllum heimshornum með tungumál sín, siði og drauga. Náttúran hefur og tekið þetta fólk í skaut sitt, það sneri ekki aftur. Þeir festu rætur og af- komendur þeirra erum við, Suðuramríkanar samtímans, sem erum allir kynblendingar í sál- inni. Blandaða blóðið hefur samt ekki fært okkur jafnréttisvitund. Við erum aðskilin í erfðastéttum og virðingarstiga, sem ráðast ekki aðeins af peningum og menntun heldur og af lit húðar- Mexíkó: í dögun standa Indjánar uppi á fjalli og þakka guði sínum góða uppskeru. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.