Þjóðviljinn - 08.05.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.05.1988, Blaðsíða 15
Brasilía: hvar er þessi maður sem var að giftast vinkonu minni? Margskonar sannleikur Tækifærismennska, spuni, ævintýri - þetta eru okkar slagorð. Sjaldan treystum við á iðni og vinnu. Pess í stað felum við framtíðina í hendur örlögun- um. Á mjórri fjallseggfinnum við yfirspennt okkar jafnvægi: eng- inn er öruggur um nokkurn skap- aðan hlut. Og svo erum við rekin áfram af jarðbundnu valdi og sál- rænum kröftum, pískuð af meinlokum okkar. Hvert skref sannar okkur, að tími og rúm eru svikul, að til er margskonar sann- leikur, hver sannleikurinn yfir öðrum. Við þjáumst af einhverskonar langvinnri skynvillu, hún kemur okkur fyrir aftast í vísindalegum og tæknilegum framförum, en gefur samt tilveru okkar vídd hins undursamlega. Það er barasta svo erfitt að skilja þetta hungur eftir því sem er handan menn- skrar tilveru í heimsálfu þar sem hið mannlega sýnist einskis virði, svo þverstæðufullt sem það nú er. Það er líka óskiljanlegt, að þrátt fyrir svo miklar þjáningar er álfa okkar land vingjarnlegra manna, hús þeirra standa gesti opin, menn deila með sér matnum og vináttan er drengskaparmál. Hrópað ó lausnir Galdurinn getur komið bók- menntum okkar til góða en í hvunndagslífinu kemur hann fáu til leiðar. Lönd okkar þjást af margri neyð sem krefst raunsærra lausna. Við sem byggjum Róm- önsku Ameríku leitum að okkar sjálfumleika - við drögum upp kort af örbirgðinni, undirlægju- hættinum og fáfræðinni í tilraun til að koma reglu á ringulreið skipbrotsins sem sagan hefur hrakið okkur út í. Við byrjum einmitt á því að gera reikningsskil yfir allt það sem nýlenduherrarn- ir gömlu og nýju hafa frá okkur tekið. Meðal okkar á sér stað gífurleg fólksfjölgunarsprenging, lífs- kjörin eru einhver hin aumustu á jarðríki, helmingur íbúanna er hvorki læs né skrifandi, til eru svæði þar sem hungrið neyðir fólk til að selja sig í þrældóm, barnadauðinn er jafnhár og hann var í Evrópu fyrir öld, tveir þriðju allra kvenna búa við kjör sem eru fyrir neðan allar hellur, þær eru ekki aðeins fórnariömb eymdar- innar heldur og karlrembumenn- ingar sem kúgar konuna frá vöggu til grafar. Félagslegt mis- rétti leyfir hrikalegu ríkidæmi að glenna sig á kostnað meiri- hlutans, sem dregur fram lífið í mikilli neyð - þetta skapar jarð- veg fyrir ofbeldið. Hér við bætast afleitar sam- göngur, kæfandi skrifræði, spill- ing á næstum því öllum sviðum, vanhæfni stjórnenda og stöðug hætta frá hernum. Til eru lönd þar sem morð og pyntingar eru einskonar stofnanir í ríkiskerf- inu, indjánasamfélög sem menn annaðhvort láta danka í tímanum fyrir daga Kólumbusar eða út- rýma í hrollvekjandi þjóðar- morði. Borgir þar sem glæpurinn er reglan og hægt er að fá morð- ingja til að drepa dómara fyrir handfylli af seðlum. Við búumst við litlu af ríkisstjórnum okkar, trúum hvorki á lög né rétt og þekkjum frelsið varla nema af af- spurn. Ekki dasaðar þjóðir Þrátt fyrir þessa dapurlegu sýn á Rómanska Ameríka okkar daga sér von. Því í þessari álfu landsfeðra, foringja og viðbjóðs- legra harðstjóra höfum við losað okkur við næstum því allar ein- ræðisstjórnir. Lýðræðið er við- kvæmt, það er veikt, því er ógn- að, en það er líka verndað af þjóðum, sem hafa þjáðst of mikið og vilja ekki falla í villur hins liðna. Þetta eru ungar þjóðir, sem þreyta og sinnuleysi hafa enn ekki leikið grátt. Þær eru reiðu- búnar að breyta óbærilegri sam- félagsskipan því engin leið önnur liggur út úr stöðnuninni. Stjórn- málamenn, gæddir miklum pers- ónutöfrum - eins og forsetarnir Sarney, Alfonsín og Alan Garc- ía, hafa komið fram á sjónar- sviðið, mikilvæg bandalög verða til t.d. með samvinnusamningi milli Brasilíu og Argentínu, framkvæmdar eru djúptækar um- bætur, janvel byltingar- ekki að- eins í stjórnmálum heldur og á sviði menningar og jafnvel trúar- bragða, eins og t.d. Frelsunar- guðfræðin minnir á. Nauðsyn samstöðunnar En okkur hefur ekki tekist að gera að veruieika þá einingu Suður-Ameríku, sem Simon Bol- ivar beitti sér fyrir á fyrstu árum sjálfstæðis. Því það er ekki ein- ungis vegna arðráns heimsvalda- sinna og úrelts stjórnmála- og efnahagskerfis að álfan er van- þróuð. Skortur okkar á víðsýni á sína sök og þjóðernishyggja okk- ar, hvorttveggja er þrándur í götu samstarfs milli landanna í álf- unni. Öldum saman höfum við lifað út af fyrir okkur í litlum hópum, í ættbálkasveit, þorpum, sýslum og síðar í lýðveldum undir stjórn leiðtoga sem höfðu glatað yfirsýn yfir örlög álfunnar. Við höfum öll orðið að bera sömu ógæfu en við höfum ekki unnið saman að því að leita að lausnum, ekki staðið saman gegn sameiginlegum óvini. Við höfum ekki yfirstigið þau landamæri sem landvinn- ingamenn drógu í milli okkar til þess að ráðskast með okkur. Það er barasta lögreglan og kúgunarl- iðið sem hefur unnið saman. En einnig þetta er að breytast. Grimmd einræðisherranna rak þúsundir manna frá löndum sín- um og varð upphaf tímabils út- laga og flóttamanna. Mikill fjöldi manna barst frá einu landi til ann- ars, og menningarlegur samruni þjóðanna átti sér stað, þvert á sundurvirka stefnu ríkisstjórn- anna. í fyrsta sinn er nú svo kom- ið að margir segja um sjálfa sig: Ég er rómanskur amríkani. Margir setja þá skilgreiningu ofar þjóðerni. Nýjar ríkisstjórnir verða að láta sér skiljast að um það eitt er að ræða að vinna sam- an eða farast, því á dagskrá eru vandamál sem menn geta aðeins náð tökum á sameinaðir. Vanda- mál eins og íhlutunarhótanir Norður-Ameríku, hryðjuverka- faraldurinn, eiturlyfjasalan og hinar fáránlegu erlendu skuldir, sem eru svo svimandi háar að ímyndunarafl stjarnfræðinga fylgist ekki lengur með þeim. Allt er mögulegt Hér í Rómönsku Ameríku er ég fædd, og hér vil ég bera beinin. Eg þekki þetta land, ég hef farið yfir það í allar áttir, ég ber það í mér, það er í hverri línu sem ég skrifa. Ég óska ekki að lifa neins- staðar annarsstaðar. Ég elska þetta land og því þjáist ég þess vegna. Samt er ég bjartsýn, ég trúi því að við stöndum á þröskuldi betri tíma. Stundin er komin: kyn draumóramanna verður að vakna og nota ímyndunarafl sitt til þess að skapa sér nýtt samfélag við hæfi. Þær fyrirmyndir sem þröngvað hefur verið upp á okk- ur eða við höfum verið að herma eftir duga okkur ekki. Ég treysti því að okkur takist þetta því í Rómönsku Ameríku er allt mögulegt, líka það furðu- lega: Remedios hin fagra svífur til himna í rekkjuvoð sinni frá Brabant og Henri Christophe keisari byggir virki sitt á blóði tarfa þeirra sem afhausaðir voru í sólinni. Árni Bergmann þýddi Ecuador: örþreyttur bóndi hvílir sig. Sunnudagur 8. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.