Þjóðviljinn - 08.05.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.05.1988, Blaðsíða 16
Krabbameinslœkningar BLÓÐSUGAN OG GEISLABYSSAN Baráttan gegn krabbameini mun ekki vinnast undir geisiabyssu vísindamann anna heldur með viðhorfsbreytingu til heilbrigðari lífshátta segir Edgar Borg- enhammar, prófessor við Norrœna heilsugœsluháskólann íGautaborg íþessari grein sem birtist nýverið ísœnskadagblaðinuDagens Nyheteir Krabbamein ersjúkdómur sem kemur okkur öllum við, beint eða óbeint. Þriðji hver maðurfærkrabbameinog fimmti hver maður deyr af þessumsjúkdómi. Krabbameinslækningarnar eru í vanda staddar, - en kreppan stafar ekki af ófullnægjandi að- stöðu eða fjárskorti, heldur af ó- fullnægjandi árangri þeirra lækn- ingaaðferða sem beitt er. Nýleg bandarísk rannsókn á árangri krabbameinslækninga hefur leitt í ljós að dauðsföllum af völdum krabbameins fjölgaði úr 170 í 185 á 100.000 íbúa á árunum 1962- ‘82. Þetta þýðir 8,5% aukningu þegar búið er að taka tillit tii aldursdreifingar og samsetningar (New England Journal of Medic- ine 1986, bls. 1226-1232). Fjöldi þeirra sem lifði 5 ár eftir að meinið fannst jókst á árunum 1973-‘78 úr 46,8 í 49,2% þegar búið er að taka tillit til krabba- meinstegunda. Ef tekið er tillit til þeirra gífurlegu fjármuna sem veitt hefur verið til krabba- meinslækninga þá eru þetta held- ur dapurlegar niðurstöður. Spyrja má hvort nokkur sérgrein læknisfræðinnar hafi sýnt minni árangur miðað við framlög, og engin sérgrein að geðlæknisfræð- inni undanskilinni á að baki sér hörmulegri sögu ef litið er til þeirrar illu meðferðar sem sjúkl- ingarnir hafa mátt þola. Ofnotkun geislalœkninga Möguleikarnir á lækningu fara eftir því hversu mikilli útbreiðslu sjúkdómurinn hefur náð í líkam- anum þegar hann er uppgötvað- ur. Því hafa menn lagt áherslu á að uppgötva sjúkdóminn sem fyrst. En það má einnig líta á vandann frá annari hlíð: að um sé að ræða tvo ólíka flokka krabb- ameinssjúkdóma sem hafi ólíka möguleika á að mynda meinvörp. Hugsanlegt er að sum æxli séu með innbyggða stýringu til þess að mynda meinvörp, en önnur séu með stýringu til þess að halda sér á sama stað. Ef tegund æxlissjúkdóms er af- gerandi fyrir þróun sjúkdómsins getur geislameðferð og lyfjagjöf verið tilgangslaus, aðeins haft léttvæga verkan eða í versta falli aukið á möguleika æxlisins til að mynda meinvörp. Það sem gildir fyrir eina tegund krabbameins gildir ekki fyrir aðra. Spurningin er hvort metn- aður manna til greiningar og lækningar hafi ekki breyst í of- metnað og hvort öll þessi geisla- meðferð sé ekki orðin meiri en góðu hófí gegnir. Brjóstaskoðun og reykingavarnir Nú leggja menn sífellt meiri áherslu á að uppgötva hin minnstu teikn um brjóstkrabb- amein. Konum er í stórum stíl stefnt til brjóstamyndunar. Von- andi er það allt í góðum tilgangi. En engu að síður vakna spurning- ar. í einu héraði Svíþjóðar dóu 87 konur úr brjóstakrabbameini af 78.085, sem teknar voru til skoð- unar á ákveðnu tímabili. Saman- burðarhópur sýndi að 88 konur af 58.782 höfðu látist af völdum sama sjúkdóms. Áhættuminnk- unin samsvarar 0,04%. Munurinn á þeim konum sem reykja og þeim sem reykja ekki verður mun stærri, en engu að síður hefur þetta ekki orðið nema fáum héraðsstjórnum í Svíþjóð tilefni til að skipuleggja herferð og meðferð gegn reykingum í stórum stíl. Þó stendur þriðjung- ur krabbameinstilfella í sam- bandi við reykingar. Árangursríkasta meðferðin gegn krabbameini er ekki geislun, heldur skurðaðgerð. Bandarískar heimildir frá Natio- nal Cancer Institute segja að af þeim sem hlutu lækningu hafi 62% læknast með skurðaðgerð. Hliðstæðar tölur fyrir geislameð- ferð voru 25%, lyfjameðferð 4% og lyfjameðferð ásamt hinum tveim 9%. Margir hafa álitið geislameð- ferðina vera komna á blindgötu, og vísindalegar heimildir um ár- angur hennar eru ófullnægjandi. Sú tvöfalda prófun sem læknis- fræðin krefst á óhefðbundnum lækningaaðferðum hefur aldrei verið gerð á geislameðferðinni. í byrjun þessa áratugs héldu menn að það væri aðeins tímaspursmál hvenær menn myndu hætta að nota koboltgeislabyssurnar. Þá álitu menn að lyfjameðferðin fæli í sér framtíðarlausn. Það er skýr- ingin á því að dregið hefur úr tækjakaupum. Áhrif geislunar Fljótlega eftir að Wilhelm Röntgen uppgötvaði geislana komust menn að því að geislun skaðar líkamsvefinn. Vandinn samfara geislameðferð felst í því að hið náttúrlega ónæmiskerfi líkamans skaðast og sömuleiðis DN A-kj arnasýran. Geislameðferðin byggir á tveim forsendum. Annars vegar að krabbameinsfrumurnar eru viðkvæmari fyrir geislunum en heilbrigður vefur. Hins vegar að hægt sé að miða geislanum ein- vörðungu á hið skaðlega æxli. Talið er að meirihluti krabba- meinstilfella verði ekki með- höndlaður með geislun, þar sem geislaskammtur er nægði til þess að drepa krabbameinsfrumurnar mundi einnig nægja til þess að drepa það sem eftir væri af sjúkl- ingnum. Ef menn væru núna fyrst að byrja að prófa geislameðferð sem lækningu er ekki trúlegt að nokk- ur yfirvöld gæfu leyfi til tilrauna á fólki af siðferðisástæðum. Sex til átta geislaskammtar á dag eru engin heilsubót. Lengi vel var konum með tak- markað krabbamein í móðurlífi veitt geislameðferð með radíum. Aukaverkanir lýstu sér meðal annars í ófrjósemi. Slímhúðin varð viðkvæm og þrútin. Kynlífið truflaðist. Þegar nokkrir grand- varir skurðlæknar hófu að beita skurðlækningu gegn þessum kvilla upphófst mikið ramakvein frá krabbameinssérfræðingun- um. í dag er skurðaðgerðin hins vegar viðurkennd. Ekki er langt síðan börn með hættulausa bletti á lifur voru meðhöndluð með geislun - og afleiðingarnar urðu alvarlegir áverkar. Geislun var einnig beitt gegn stirðleika í liða- mótum („morbus Bechterev") og 6-7 árum síðar höfðu margir þessara sjúklinga fengið blóð- krabba. Sinnepsgas sem lyf Lyfjameðferð gegn krabba- meini á uppruna sinn í sinn- epsgasi fyrri heimsstyrjaldarinn- ar. I andrúmslofti kalda stríðsins hófu margir vísindamenn rann- sóknir á því, hvað það var við þetta gas sem hafði svo skaðvæn- leg áhrif á beinmerg. Áhrifin minntu á áhrif röntgengeislanna, og einhverjum datt í hug að reyna þetta gegn krabbameini. Árang- urinn hefur í mörgum tilfellum talist lofa góðu, sem jafnframt hefur leitt til ofnotkunar. Bestur hefur árangurinn reynst gegn barnahvítblæði og vissum teg- Geislalækningatæki Landspítalans í Reykjavík. undum krabbameins hjá ung- börnum. Þá hefur árangur oft orðið góður í meðhöndlun eistnakrabba. Samt er ástæða til að staldra við. Lyfjameðferðin getur í sjálfu sér orðið til þess að framkalla krabbamein, hvít- blæði. Og hún dregur úr lífsþrótti og lífsgæðum margra. Ef á heildina er litið, þá hefur , lyfjameðferðin á engan hátt svar- að þeim væntingum sem til henn- ar voru gerðar - nema þegar litið er á afkomu lyfjafyrirtækjanna. í dag er henni oft beitt í hreinu til- gangsleysi þegar menn sjá ekki aðrar leiðir. Bara til þess að gera eitthvað. Hvers vegna? - Annars er hætt við að sjúklingarnir snúi sér að náttúrulækningaraðferð- unum, en það er nokkuð sem krabbameinssérfræðingarnir vilja síst af öllu. En á það ekki að vera mál hvers og eins, eftir að hann hefur fengið þær upplýsing- ar sem hann á rétt á samkvæmt lögum, að velja sér sjálfur sitt hálmstrá að halda í? Náttúru- lækningalyfin draga ekki úr lífsgæðunum, þau eru hættulaus. Og það myndi sjálfsagt ekki skaða að draga hinar opinberu krabbameinslækningar með sín- um helgiljóma svolítið niður á jörðina. Það er hugsanlegt að stór hluti krabbameinssjúklinga geti náð þolanlegri heilsu með óhefðbundnum aðferðum við meðhöndlun sjúkdómsins. Blóðsugan og geislabyssan En gáið að, þessi skoðun fellur alls ekki að ríkjandi goðsögn um nútíma heilsugæslu. Fyrr á tímum notuðust menn við blóðsugur. Nú nota menn geislalækningu og lyfjagjöf gegn öllu mögulegu og ómögulegu. Tíðni ýmissa tegunda krabb- ameins hefur farið minnkandi. Það á sérstaklega við um maga- krabba. Það kann að eiga sína skýringu í ísskápnum og frystik- istunni, sem hafa leitt til þess að ekki er þörf á að nota eins mikið af salti og saltpétri í matvæli og áður fyrr. Blöðruhálskirtils- og ' brjóstakrabbi hafa að mestu stað- ið í stað ef menn taka tillit til ald- ursdreifingar. Tíðni ristils- og endaþarmskrabba hefur minnk- að lítið eitt ef tekið er tillit til 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.