Þjóðviljinn - 08.05.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 08.05.1988, Blaðsíða 17
aldurs. En það er ekki heilsugæsl- unni að þakka. Hins vegar er ekki fráleitt að halda því fram að trefj- aríkari fæða hafi haft þessi ják- væðu áhrif. Rúm 40% af orkuneyslu okkar eru í formi fitu. Áhættan á brjóst- og blöðruhálskrabba myndi minnka ef fituneyslan minnkaði um helming. Auk þess sem það hefði heillavænleg áhrif á hjarta og æðar. En það er líka vert að hafa í huga að ef krabbameinið í sínum fjölbreytilegu myndum væri skyndilega ekki til sem dán- arorsök, þá myndu lífslíkurnar aukast um innan við 2 ár að með- altali. Ástæðuna fyrir því að tíðni móðurlífskrabbameins hefur far- ið minnkandi má rekja til aukins hreinlætis. En hirðuleysi karla og vörtur á limi eru orsakir þess að ekki hefur dregið enn frekar úr tíðni þess. Hneyksli aldarinnar Tíðni lungnakrabbameins hef- ur farið vaxandi síðustu áratug- ina. Par er sígarettan sökudólgur- inn. Ef borinn er saman fjöldi þeirra sem læknast af lyfja- og geislunarmeðferð annars vegar og þeirra sem deyja árlega af völdum reykinga, þá er munur- inn tíu til tvítugfaldur á kostnað reykinganna. Það er læknisfræði- legt, félagslegt, efnahagslegt og pólitískt hneyksli að ekki hefur enn verið lagt fyrir þjóðþingið neitt frumvarp er varðar tak- mörkun reykinga. En hvernig er þá staðan með blöðruhálskrabba eldri karl- manna? Hvorki meira né minna en 25% af öllum karlmönnum sem látast af öðrum orsökum og eru orðnir sjötugir hafa við krufningu reynst vera með krabbamein í blöðruhálsi. Innan við 10% þessara tilfella virðist ekki hafa sýnt iiokkur einkenni, og ennþá færri virðast hafa verið til þess fallin að draga til dauða. Það kynni að falla páfanum í geð að beita geislameðferð á öll þessi tilfelli, en varla nokkrum öðrum og allra síst sjúklingnum sjálfum. Könnun frá Noregi sýnir að 25% af krabbameinssjúkum körlum og 40% af krabba- meinssjúkum kontMn' látast af öðrum orsökum en krabbameini. í dag eru það fleiri sem lifa krabb- ameinið af en deyja af því. Lœknisfrœði og völd Við verðum líka að skilja þær hefðbundnu krabbameinslækn- ingar sem nú eru stundaðar í ljósi valdskiptingar og skiptingar á hlutverkum eftir kynferði. Þarna eru annars vegar karlaveldið með sínar kraftmiklu geislabyssur, sitt tilbúna sinnepsgas og sín miklu fjárráð. Staða þeirra vekur hljómgrunn í fjölmiðlum og með- al stjórnmálamanna. Konurnar, þessar fórnfúsu, láglaunuðu hjúkrunarkonur, kynnast sjúkl- ingnum í návígi og horfa upp á angist þeirra og dvínandi lífsþrótt og lífsgæði. Okkur er sagt að þær gráti á hverjum föstudegi (sbr. grein um málið í Dagens Nyheter 8. apríl s.l.), svo framarlega sem þær gefist ekki upp. Hve sláandi mynd af okkar fjárfreku heilsu- gæslu! Furðulegast er þó að þær skuli ekki gráta linnulaust. Varnarlausastir allra eru sjúkl- ingarnir. Þeir eru þakklátir fyrir hvað sem er. Það er ekki auðvelt að túlka þann góða árangur sem krabba- meinslækningarnar státa stund- um af. Ekki fer hjá því að mann gruni að hluti skýringarinnar kunni stundum að felast í því að fleiri en áður komi undir smá- sjána vegna tiltölulega vel við- ráðanlegra æxla sem fá nafngiftina krabbamein. Töl- fræðiupplýsingar um dauðaors- akir eru líka óvissublandnar. Og við eigum heldur ekki í dag neina aðferð sem getur ótvírætt sagt okkur til um það hvort bati sjúkl- ings stafi af geislameðferð. Á þessum áratug hefur sá hlutur sem runnið hefur til heilsu- gæslu af vergri þjóðarframleiðslu aukist frá 9,9 til 11,1%. Á sama tíma hafa lífslíkur fyrir þá sem eru komnir yfir 70 ár aukist meira en nokkru sinni frá stríðslokum. Það væri þó ekki úr vegi að lénsþingin sæju þegnum sínum ekki bara fyrir geislabyssum heldur líka ódýru hveitiklíði, spírum, gulrótum og dökkum vínberjum og hvítlauk - vegna E- , A- og C-vítamínsins og selensins og þar með til þess að fyrirbyggja sjúkdóma. í stað þessa leggur iðnaðarlæknisfræðigeirinn alla áherslu á hátæknigaldur. Það fást hvorki völd né virðing út á eina teskeið af hveitiklíði eða spírum á dag. Heilsugæsla fjallar um lífs- gæði, og þó ekki eingöngu. Hún fjallar líka um nokkuð sem legið hefur undir bannhelgi í umræð- unni, það sem kalla mætti dauða- gæði, það að leyfa manneskjunni að deyja með virðingu. Heilsan er hluti af pólitíkinni og pólitíkin er „heilsugæsla" á fé- lagslegum grunni. Það er fyrst þegar við höfum tileinkað okkur það sjónarmið, sem við getum hætt að tala um kreppu og hrun í krabbameinslækningunum. Þar er um það að ræða að greina á milli saumnálarinnar og skýja- kljúfsins. Það er á vettvangi stjórnmálanna og viðhorfsbreyt- ingar til heilsusamlegri lífshátta sem sigur getur unnist gegn krabbameininu, en ekki undir geislabyssum krabbameinslækn- anna. -Lauslega þýtt úr DN af ólg. m REYKJKJÍKURBORG +>+>+»** *§! «-» -V-. Jtau&zr Stödur Heimilishjálp Starfsfólk óskast í heimilishjálp. Heilsdagsstörf eða hlutastörf, eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 18800. Fóstrur Stööurforstöðumanns og fóstru við leikskólann á Hólmavík eru lausar til umsóknar. Umsóknar- frestur er til 20. maí 1988. Um er að ræða 75% störf. Nánari upplýsingargefursveitarstjóri ísíma 95-3193. Sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingadeildar óskar eftir tilboðum í lóðarlögun við félagsmiðstöðina Ársel við Rofabæ. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkir- kjuvegi 3 gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 19. maí kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800___ Nám fyrir starfandi stjórnendur í skólum Haustið 1988 hefst í fyrsta skipti framhaldsnám fyrir starfandi skólastjóra og yfirkennara við grunn- og framhaldsskóla. Námið fer fram á þremur 5 eininga námskeiðum og tekur u.þ.b. eitt og hálft ár. Hvert námskeið hefst með tveggja vikna vinnu í Kennaraháskóla íslands og síðan tekur við fjarkennsla. Námið hefst í byrjun októ- ber 1988. Fjöldi þátttakenda verðurtakmarkaður við 20áári hverju. Umsóknarfresturertil 15. júní. Nánari upplýsingar um nám þetta, inntökureglur og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð - 105 Reykjavík. Sími: 688700. Rektor Kennaraháskóla íslands i Viltþú stjórna skóla? Nú er tækifærið, því að staða skólastjóra við grunnskólann á Hólmavík er laus til umsóknar. Hér eru 4 ástæður fyrir því hvers vegna þú ættir að athuga málið: 1. Góð kennsluaðstaða í nýju húsi. 2. Nýjar tölvur, Ijósriti og vídeó. 3. 100 skemmtilegir nemendur. 4. Launahlunnindi. (Allar hinar ástæðurnar komast ekki fyrir í þessari auglýsingu. Þá yrði hún allt of dýr). Þú ættir að sækja um stöðuna fyrir 20. maí, ann- ars gæti það orðið of seint. Allar nánari upplýsingar gefa skólastjórinn í símum 95-3129/3123 og sveitarstjórinn í símum 95-3193/3113. Skólanefnd Hólmavíkurskóla Sunnudagur 8. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.