Þjóðviljinn - 10.05.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.05.1988, Blaðsíða 1
IÞROTTIR Noregur íslendingaliðin enn án stiga íslendingarnir enn stigahœstir Moss-Djerv 1919 0-1 Gunnar Gíslason og félagar áttu leikinn og voru stöðugt í sókn. Leikmenn Djerv pökkuðu í vörn og áttu Moss í mestu vand- ræðum að komast í gegnum vörn- ina. En á 83. mínútu náðu Djerv skyndisókn sem þeir skoruðu úr og unnu óverðskuldaðan sigur. Gunnar var stigahæstur í liðunum og fékk hæstu einkunn hjá stór- blaðinu VG. Kongsvinger-Brann 1-0 Tapið varð „aðeins“ 1-0 og hefði verið stærra ef Bjarni hefði ekki sýnt stórkostlega mark- vörslu. Hann var valinn maður leiksins og fékk 7 í einkunn en næsti maður fékk aðeins 5. Kongsvinger var stöðugt í sókn og var mun betra lið. Það hefur komið talsvert á óvart hversu Brann gengur illa þar sem þeir eru með dýrasta liðið og marga góða menn. -bp/ste Strömmen-Rosenberg 0-3 Tromsö-Bryne 3-0 Molde-Sogndal 1-1 England Liveipool þægast Það er ekki nóg með að Liverp- ool sé besta lið Englands og eigi besta fótboltamanninn, John Barnes heldur fengu þeir einnig verðlaun fyrir prúðastan leik. Það voru samtök atvinnufót- boltamanna sem sæmdu þá heiðrinum því enginn leikmaður Liverpool var rekinn af velli á tímabilinu og þeir frömdu aðeins 35 agabrot. Næstir í röðinni var Nottingham Forest með engan mann útaf og 61 agabrot og í þriðja sæti urðu 2.deildarliðið Blackburn með 76 brot. „Þetta eru ný verðlaun og hluti af tilraunum okkar til að bæta hegðun leikmanna“ sagði ritari samtakanna, Gordon Taylor. Alfreð Gíslason varð bikarmeistari um helgina. Þjóðverjar gráta sárt yfir að missa Alfreð heim því hann er talinn einn besti leikmaðurinn í Þýskalandi. Pýskaland Alfreð bikarmeistarí íslandi bættist enn ein skrautfjöður í handboltahattinn þegar Alfreð Gíslason varð þýsk- ur bikarmeistari með Essen um helgina. Þeir léku við Wallaum- Massenheim í seinni leik liðanna og unnu nokkuð auðveldlega 28- 21 eftir að staðan var jöfn í hálf- leik 10-10. Alfreð stóð sig mjög vel bæði í vörn og sókn og var næst markahæstur með 7 mörk en Fraatz gerði 8. Einn leikur var um sæti í 1. deildinni á næsta keppnistíma- bili. Fredenbeck sem er að norðan lék gegn Schutterwald sem eru að sunnan í fyrri leik lið- anna og unnu þeir fyrrnefndu 25- 20 en staðan í leikhlé var 12-11. -jgh/ste Kampakátir KR-ingar hampa Reykjavíkurmeistarabikarnum að leikslokum. Þeir unnu Fram nokkuð örugg- lega 2-0 á gervigrasinu á sunnudagskvöldið. Frammarar áttu frekar dapran leik. Pétur Pétursson skoraði bæði mörkin. Nánar um leikinn á síðu 10. Karfa Engir útlendingar næsta vetur Kolbeinn kosinn formaður Körfuknattleikssambandsins á þinginu um helgina Ársþing KKÍ var haldið um helgina í húsakynnum ISI í Laugardal. Mættir voru um 54 þingfulltrúar af landinu sem er með því fjölmennara. Þingfull- trúar voru mjög ánægðir með þingið enda voru umræður mikl- ar og málin skoðuð ofan í kjölinn. Mörg mál voru tekin fyrir og ber þar helst hvort leyfa skuli erlenda leikmenn hér á landi næsta vetur og breytingu á skipulagi úrvals- deildarinnar. Kolbeinn Pálsson var einróma kosinn formaður og tekur við af Birni Björgvinssyni sem gaf ekki kost á sér. Fjölgað verður úr 5 í aðalstjórn og 2 í varastjórn í 7 í aðalstjórn og 3 til vara. Aðrir í aðalstjórn eru Sigurður Hjör- leifsson, Kristinn Albertsson, Ingvar Kristinsson og Einar Bollason sem kemur nýr inn. í varastjórn sem fer inn í aðal- stjórn þegar ÍSÍ hefur samþykkt lögin eru Gunnar Þorvarðarson og Kristinn Stefánsson en þeir voru hvorugur í stjórn áður. Enn- fremur voru kosnir þrír í vara- stjórn: Eiríkur Sigurðsson, Frið- rik Jónsson og Kolbrún Jónsdótt- ir. Sigríður Guðbjörnsdóttir gaf ekki kost á sér í áframhaldandi setu í stjórninni. Samþykkt var með 28 at- kvæðum gegn 14 að leyfa ekki útlendinga næsta vetur. Helstu rök þeirra sem felldu tillöguna voru þau að frekar ætti að ráða góða þjálfara og sinna unglingun- um, frekar en andstæðingar þeirra sögðu að erlendir leik- menn myndu færa nýtt líf í körf- una. Handboltamenn væru að fá nýja menn og körfuboltamenn yrðu að gera eitthvað fyrir sína áhangendur. Ennfremur sögðu leikmenn að gæðin myndu aukast og það myndi hjálpa mönnum að bæta sig. Leikjafyrirkomulagið í úrvals- deildinni er einnig breytt og lið- unum fjölgað úr 9 í 10. Spilað verður í tveimur riðlum og eru 5 tapað Leikmaður í hinu margfræga knattspyrnuliði Víkverja varð fyrir óskemmtilegri reynslu um daginn þegar hann klæddi sig í takkaskóna fyrir leik. Hann fann einhverja fyrirstöðu sem reyndist vera tönn. Þjálfari liðsins ákvað að hafa manninn á bekknum þar til leik- maðurinn hefði gefið einhverja lið í hvorum riðli þannig að UBK og ÍS leika um aukasæti í úrvals- deildinni. Efstu liðin leika síðan saman í úrslitakeppni. Aldursskiptingu var breytt. Bætt var við einum aldursflokki og einnig er búið að breyta flokk- unum þannig að leikmaður er í hverjum flokki í eitt ár í stað tveggja. Þetta er gert til að auka breiddina og gefa fleiri leikmenn möguleika á að spila. Jafnframt var ákveðið að fram- vegis skuli úrvalsdeildarfélög út- vega 3 dómara hvert en 1 .flokkur skal koma með 2. -ste tönn? skýringu en viðkomandi leik- maður mundi ekki eftir að hafa lent í alvarlegum “tæklingum" uppá síðkastið. Ef einhver hefur tapað tönn eða hefur einhverja skýringu á fundinum, þá vinsamlegast hafið samband við Vilhjálm þjálfara Víkverja. -fáni Tapað-fundið Hefur einhver Umsjón: Þorfinnur Ómarsson og Stefán Stefáns son Þrlðjudagur 10. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.