Þjóðviljinn - 10.05.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.05.1988, Blaðsíða 4
IÞROTTIR Pýskaland Storieikur Atla Ásgeir leikur ekki meira á tímabilinu. Fallbaráttan að skýrast Bayer Urdingen-Bayern Munchen 0-0 Atli Eðvaldsson lék að nýju með Bayer Urdingen á laugar- daginn. Vakti hann mikla athygli fyrir góðan leik og var hann í liði vikunnar í blöðum í Þýskalandi. Hann var settur til höfuðs enska landsliðsmanninum Mark Hug- hes og sást sá síðarnefndi varla í leiknum. Annars var Urdingen óheppið að vinna ekki þennan leik og skipti þar mestu frábær markvarsla Aumanns í marki Ba- yern, en hann hefur tekið stöðu Pfaffs sem segist vera hættur hjá liðinu. í liði Urdingen átti Fach mjög góðan leik og var bestur í liðinu ásamt okkar manni. Fach þessi hefur skorað 8 mörk í 12 leikjum með Urdingen en tókst þó ekki að skora að þessu sinni. Köln-Werder Bremen 2-0 Kölnarbúar voru ákveðnir að vinna Brimborgara þrátt fyrir að nánast ekkert væri í húfi. Bremen hafði þegar tryggt sér meistara- titilinn og voru þeir varla hættir að fagna með kampavíni, bjór og öðru tilheyrandi þegar í leikinn kom. Kölnarar áttu því ekki í neinum vandræðum með timbur- mennina frá Bremen og hefðu getað unnið enn stærri sigur. Það var Daninn Povlsen sem færði Köln óskabyrjun með marki á 3. mínútu og var þetta 12. mark hans í vetur. Pierre Littbarski gerði svo seinna mark Köln en Morten gamli Olsen var bestur í þeirra liði. Stuttgart-Dortmund 2-2 Ásgeir Sigurvinsson lék ekki með Stuttgart og hefur hann ákveðið að taka sér frí frá keppni þar til hann verður algóður af axl- armeiðslum sínum. Dortmund, sem er í fallhættu, var mun betri aðilinn í leiknum enda er Stutt- gart þegar búið að tryggja sér Evrópusæti. Sagði Ari Haan, framkvæmdarstjóri Stuttgart, að leikmenn sínir væru hreinlega sofandi í leiknum. Zorg og Mill gerðu mörk Dortmund en Klins- mann skoraði bæði mörk Stutt- gart, það síðara aðeins nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Klins- mann hefur nú gert 18 mörk í deildinni og er markahæstur. Karlsruhe-Núrnberg 2-0 Nurnberg hefur ekki unnið sigur í síðustu níu leikjum og nú töpuðu þeir fyrir Karlsruhe sem er í fallhættu. Það var Spies sem skoraði bæði mörk heimaliðsins í þessum mikilvæga sigri. Nurn- berg gæti með þessu áframhaldi glatað Evrópusæti sínu. Kaiserslautern-Homburg 1-0 Kaiserslautern virðist ætla að bjarga sér frá falli og var þetta þriðji sigur liðsins í röð. Homb- urg er hins vegar illa statt og bíð- ur þess ekkert nema fallið. Kais- erslautern var mun betri aðilinn í leiknum og var það varamaður- inn Schupp sem tryggði liðinu sigur með góðu marki. Hjá Homburg var Vollack bestur. Bochum-Mannheim 1-0 Enn einn leikurinn í fallbarátt- unni og komst Bochum upp fyrir Mannheim með sigrinum. Varn- armaðurinn Kree skoraði fyrir Bochum sem oftar en liðið er einnig í úrslitum bikarkeppninn- ar. Mannheim er nú í bullandi fallhættu. Hamburg-Bayer Leverkus- en 3-2 Hannover-Gladbach 2-4 Schalke-Frankfurt 0-0 -þóm Andri Marteinsson á hér í höggi við Bergþór Magnússon og Guðmundur Baldursson fylgist með álengdar. Fótbolti Sýnishomaleikur Víkingar náðu þriðja sœti í Reykjavíkurmótinu eftirsigur Það skiptust á skin og skúrir þegar Víkingar og Valsmenn leiddu saman hesta sína á gervi- grasinu á laugardaginn í baráttu um þriðja sætið í Reykjavíkur- mótinu. Yuri Sedov virðist vera að gera góða hluti fyrir Víkingsliðið. Sóknir þeirra voru mun mark- vissari en sóknir Valsmanna og áttu þeir mörg hættuleg færi þrátt fyrir að Valsmenn hefðu meiri tök á miðjunni. Valsliðið virðist aftur á móti eiga í vandræðum með að skapa sér færi. Hörður Helgason þarf að nota mikið af ungum mönnum sem reikna mjög illa út hraða leiksins, og verður það aðal höfuðverkur hans að koma sjálfstrausti í þá. Fyrri hálfleik notuðu liðin til að venjast aðstæðum. Á 10. mín- útu varði Páll Guðmundsson í Víkingsmarkinu góðan skalla frá á Val Sigurjóni Kristjánssyni. Á 18. mínútu kom eina mark leiksins þegar Einar Einarsson náði bolt- anum eftir mistök í vörn Vals, hann brunaði upp í hægra hornið, gaf háan bolta inn að markinu, Guðmundur Baldursson reyndi að hlaupa út í boltann en reiknaði hann vitlaust og náði ekki til hans. Hlynur Stefánsson beið hinn rólegasti, náði góðu skoti sem fór í stöng og þaðan til Andra Marteinssonar sem skoraði auðveldlega í opið markið. Eina umtalsverða færi Vals í fyrri hálf- leik var þegar Sigurjón Kristjáns- son skaut í stöng eftir varnarmis- tök Víkinga. í síðari hálfleik höfðu Vals- menn öll tök á miðju vallarins og sóttu mikið en sköpuðu sér engin færi. Víkingar aftur á móti nýttu sér hraðaupphlaup mjög vel og skapaðist ávallt hætta við mark Vals þegar Andri Marteinsson fékk boltann. Andri er mjög út- sjónarsamur og virðist baráttan vera aftur farin að einkenna hann. Valsmenn eiga við mikið vandamál að stríða sem er að skapa sér færi. Guðmundur Bald- ursson varði ágætlega en vantar auðsjáanlega að komast í meiri æfingu. Hilmar Sighvatsson vann vel á miðjunni og Einar Páll Tómasson stóð sig vel í hlutverki „sweepers“, en þá stöðu hefur Guðni Bergsson spilað undanfar- in ár. Aðrir voru langt frá sínu besta. Víkingar virðast hafa ágætu liði á að skipa. Páll Guðmunds- son í markinu varði vel. Andri Marteinsson, Einar Einarsson og Hlynur Stefánsson spiluðu allir mjög vel. Vörn Víkinga var þétt og áttu flestir Víkinganna sæmi- legan dag. -gói/ste ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Vestfirðir ísland á tímamótum Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins verður með opna stjórnmálafundi á: Flateyri, þriðjudaginn 10. maí í kaffistofu Hjálms kl. 20.30. Suðureyri, miðvikudaginn 11. maí í Samkomuhúsinu kl. 20.30. Alþýðubandalagið. Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Fundur kjördæmisráðs Stjórn Kjördæmisráðs Ab. boðar til fundar í Lárusarhúsi sunnudaginn 15. maíkl. 13-18. Á dagskrá fundarins verða m.a.: 1. a) Útgáfumál, b) Starfið framundan, c) Önnur mál. 2. Byggðamál. Allir félagsmenn velkomnir. Formenn og stjórnir Alþýðubandalagsfélag- anna, sveitarstjórnarfulltrúar og annað áhugafólk um byggðamál, er sér- staklega hvatt til að mæta. Stjórn kjördæmisráðs. Sumardvöl á Laugarvatni Hinar sívinsælu sumarbúðir Alþýðubandalagsins á Laugar- vatni verður í sumar vikuna 18. - 24. júií. Umsjón verða í höndum Márgrétar Frímannsdóttur og Sigríðar Karlsdóttur. Allar nánari upplýsingar í síma 17500. Alþýðubandalagið ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Fundað með dr. Makhlouf Fundur verður með dr. Makhlouf, upplýsingafulltrúa PLO, þriðjudaginn 10. maí kl. 20.30 í Bíókjallaranum, fyrir neðan Lækjartungl. (Gengið inn Innstræti). Ungt áhugafólk á öllum aldri um málefni miðausturlanda er hvatt til að lata þetta einstæða tækifæri ekki fram hjá sér fara. Framkvæmdaróð ÆF TONUSMRSKOU KOPÞNOGS Frá Tónlistarskóla Kópavogs Kammertónleikar í Kópavogskirkju miðvikudag- inn 11. maí kl. 20.30. Allir velkomnir. Skólastjóri. Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Kópavogskaupstaðar 1982-2003 Hér með er auglýst breyting á Aðalskipulagi Kópavogskaupstaðar 1982-2003, samkvæmt heimild skipulagsstjórnar ríkisins með stoð í 17. og 18. grein laga nr. 19/1964 með áorðnum breytingum. Breytingarnar felast í því að reitur við Nýbýlaveg að Hjallabrekku og Laufbrekku sem ætiaður var fyrir íbúðarbyggð og trjágarð fær breytt afnot þannig að vesturhluti hans nýtist fyrir atvinnu- starfsemi en austurhlutinn verði trjágarður. Jafn- framt breytast götutengsl í samræmi við þessa breytingu. Uppdrættir að þessari breytingu verða til sýnis á Tæknideild Kópavogs næstu sex vikur frá dag- setningu þessarar auglýsingar. Þar verða einnig gefnar frekari skýringar á framangreindum breytingum, ef þurfa þykir. Athugasemdir þurfa að berast bæjarstjórn Kópa- vogs innan átta vikna (fyrir 29. júní 1988). Kópavogi, 6. maí 1988 Skipulagsstjóri Kópavogs 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 10. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.