Þjóðviljinn - 11.05.1988, Side 1

Þjóðviljinn - 11.05.1988, Side 1
Grandavagmnn Stjómarmenn greinir á ÞrösturÓlafsson:Ekki ákveðið af stjórninni. Ragnar Júlíusson er ekki sammála. Alþýðubandalagið segir stjórnina óhœfa Ingólfur Víkverji t.v. afhendir Hermanni, Skotfélagi Reykjavíkur tönn- ina góðu. Mynd: E.ÓI. Knattspyrna Tönninni skilað Um eðlilegar skýringar á hvarftnu að rœða Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar, segir stjórn Granda hf. ekki hafa tekið ákvörðun um kaup eðalvagns Ragnars Júlíussonar stjórnarfor- manns. Stjórnin hafi ekki kynnst málinu fyrr en Ragnar lagði fram bókun þar sem hann tilkynnti kaup bflsins. Ragnar segir þessa lýsingu Þrastar ekki rétta. Félagar í Alþýðubandalaginu í vesturbænum dreifðu yfirlýsingu til starfsfólks Granda hf. í gær- morgun þar sem þess er krafist að stjórnin segi af sér, hún sé óhæf. Þá voru lagðar fram fyrirspurn- ir til borgarstjóra á fundi borgar- ráðs f gær, þar sem ma. er spurt um greiðslur til stjórnarmanna Granda hf. Sjá bls. 3 Tönnin sem Þjóðviljinn skýrði frá að hefði fundist í knattspyrn- uskó er komin til skila. Eðlilegar skýringar á hvarfinu komu fram og ekki um grófan leik að ræða af hendi Víkverjans að ræða. Sá er fann tönnina í skónum sínum og sá er týndi tönninni komu saman á ritstjórninni í gær og gerðu upp tannamálin. Sjá bls. 15 Útvegur Þorsklaus vertíð Fiskverð á innlendum mörk- uðum hefur dottið allverulega; hjallarar svigna fyrir norðan vegna Ítalíuskreiðar; íslenskur fiskur sem þýskur samkvæmt ný- legri könnun og lagmetisvinnsla er hafin á Höfn í Hornafirði. í dag 11. maí eru vertíðarlok sam- kvæmt gamalli hefð og er það eina sem minnir á að vertíð hafi verið; í það minnsta hefur þorsk- urinn ekki látið sjá sig í ár. Sjá bls. 7 Landsbankinn 900 milljónir í mínus Lausafjárstaða Landsbankáns var neikvæð um 888 milljónir króna í lok febrúar s.l. og hafði hún þá verið neikvæð í tæpt hálft ár. I ársskýrslu bankans kemur fram að vegna hinnar neikvæðu lausafjárstöðu þrjá síðustu mán- uði fyrra árs hafi bankinn þurft að greiða Seðlabankanum 123 milljónir króna í sekt. Sjá bls. 2 Félagar Alþýðubandalagsins í vesturbænum ræða við starfsstúlku í Granda hf. um Grandavagninn. Alþýðubandalagsmenn dreifðu yfir- lýsingu í Grahda í gærmorgun. Miðvikudagur 11. maí 1988 106. tölublað 53. árgangur Launamisrétti Tvítugfaldur launamunur Otrúlegar niðurstöður í úttektÞjóðhagsstofnunar á launakjörum landsmanna. Alltað tvítugfaldur launamunur einstaklinga og sexfaldur launamunur fjölskyldutekna. Tekjulœgsti hópurinn hefur 1,3% þjóðartekna en jafnstór hópur þeirra tekjuhœstu 27% þjóðartekna Launamismunur í landinu er allt að tvítugfaldur samkvæmt nýrri úttekt Þjóðhagsstofnunar. Þau 10% þjóðarinnar sem eru tekjuhæst, eða um 17 þúsund ein- staklingar, hafa á milli handanna um 27% af þjóðartekjunum. Mánaðarlaun þessara einstak- linga miðað við verðlag í dag eru ekki undir 250 þús. krónum. Á sama tíma hafa aðrir 17 þúsund einstaklinga, eða 10% launþega, þeir tekjulægstu, aðeins 1,3% þjóðartekna til að lifa af. Sá þriðjungur launamanna sem býr við lægstu launin, fær í sínar hendur um 10% af þjóðar- tekjunum ár hvert, en sá þriðj- ungur sem er launhæstur hefur á sama tíma 60% þjóðartekna til ráðstöfunar. Úttekt Þjóðhagsstofnunar sýnir einnig að sexfaldur munur er á heimilistekjum launalægstu og launahæstu fjölskyldnanna í landinu. Tíundi hluti fjölskyldna í landinu hefur aðeins 65 þús. kr. til ráðstöfunar í hverjum mánuði á meðan jafnmargar fjölskyldur í landinu hafa hátt í fjögurhundruð þúsund krónur til ráðstöfunar í hverjum mánuði. Sjá bls. 3 wm CD m ( Ófil © o i £ ro i © o 2 > 2 Hrópandi launamisrétti. Allt aö tvítugfaldur launamismunur átekjum einstaklinga samkvæmt úttekt Þjóðhagsstofnunar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.