Þjóðviljinn - 11.05.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.05.1988, Blaðsíða 3
Stjórnarráðið Yfiimaður segir upp Gunnar Hall yfirmaður Fjárlaga- og hagsýslustofnun- ar hefur sagt upp starfi sínu. Stofnunin er talin vera ígildi sér- staks ráðuneytis og því gegnir Gunnar stöðu á borð við ráðu- neytisstjóra. Stofnunin heyrir undir Jón Baldvin Hanníbalsson fjármálaráðherra. í samtali við Þjóðviljann í gær staðfesti Gunnar að hann hefði sagt upp en hann sagðist hafa gert ráð fyrir því að vinna út uppsagn- arfrestinn. „Þetta er ekki gert í neinu fússi," sagði hann. Þegar hann var inntur eftir ástæðum uppsagnarinnar vísaði hann til Jóns Baldvins fjármálaráðherra. Ekki tókst að ná sambandi við fjármálaráðherra í gær. í gærmorgun kom starfsfólk Fjárlaga- og hagsýslustofnunar saman til fundar. Að sögn Gunn- ars Hall voru þar engar ályktanir eða samþykktir gerðar. „Það var verið að kynna starfsfólkinu stöðu mála,“ sagði Gunnar en vildi ekki gera nánar grein fyrir henni. Eftir öðrum heimildum hefur Þjóðviljinn fregnað að fjármála- ráðherra og hagsýslustjóra hafi greint á um endurskipulagningu fjármálaráðuneytis og Fjárlaga- og hagsýslustofnunar. Þessa dag- ana er starfsfólk stofnunarinnar að vinna að undirbúningi fjárlaga fyrir 1989. Vestmannaeyjar Fundurí dag r Idag verður haldinn sameigin- legur fundur Verkalýðsfélags Vestmannaeyja og Verkakvenna- félagsins Snótar þar sem afstaða verður tekin til tilboðs atvinnu- rekenda. Viðræðum deiluaðila lauk í fyrrinótt með því að at- vinnurekendur lögðu fram tilboð sem talið er ný útfærsla á Akur- eyrarsamningnum. Þá höfðu Eyjamenn einnig í farteskinu tilboð um sérsamning varðandi starfsmenn í loðnu- bræðslu og við togaralandanir. Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, vildi hvorki tjá sig um innihald þessara sérsamninga né heildar- samningsins. „Ég tel rétt að kynna tilboðið í félögunum áður en það er kynnt fjölmiðlum," sagði Jón. Að sögn Jóns töldu menn sig vera „komna á brautarenda“ í þetta skipti og að ekki væri rétt að vísa þessu tilboði á bug án þess að félagsfundur tæki afstöðu til þess. -hmp FRETTIR Grandavagninn Afcjlöp að mótmæla ekki Þröstur Ólafsson: Vissi ekki um bíl Ragnarsfyrrenfjórum mánuðum eftir að hann fékk hann. Afglöp að hafa ekki fylgst betur með Þröstur Ólafsson segir að hann hafi fyrst vitað af bíl Ragnars Júlíussonar um miðjan mars, fjórum mánuðum eftir að Ragnar fékk bOinn, og að málið hafi aldrei verið borið upp í stjórninni nema sem „staðfestingarbókun“ frá Ragnari í aprfl. „En það eru afglöp mín og okkar í stjórninni að hafa ekki mótmælt bóku- ninni," sagði Þröstur í samtali við Þjóðviljann í gær. Þröstur er einn af fulltrúum borgarstjóra og sagði að Ragnar hefði hringt í sig um miðjan mars og sagst vilja segja frá því að hann hefði haft bíl til umráða frá fyrir- tækinu frá í desember. „Ég Ætl‘ann borgi bflinn útí hönd? sagði ein fiskverkakvenna í Granda í gærmorgun þegar hún tók við dreifiriti sem nokkrir Al- þýðubandalagsmenn dreifðu til starfsmanna þar um bflamálið og uppsagnirnar. Starfsmenn tóku velflestir vel við boðskapnum, en í dreifibréf- inu var talað um „siðblindu í stjórn Granda“ og þess krafist að Ragnar viki úr formannssæti, uppsagnir yrðu dregnar til baka, og fulltrúar starfsfólks settir í stað þeirra stjórnarmanna frá borg- inni, sem samþykkt hefðu bfla- lánið til Ragnars. Það voru félagsmenn í Mið- og Vesturbæjardeild ABR sem stóðu fyrir dreifiritinu, en þar segir meðal annars að Ragnar Júlíusson sé spilltur embættis- maður og hafi brugðist þeim trúnaði sem honum hafi verið sýndur. Hinsvegar sé borgar- stjóri ábyrgur: „Hvar annars staðar en £ skjóli einræðis Sjálf- Misskipting spurði hann að því hvort hann væri að bera þetta undir mig sem stjórnarmann, en hann neitaði því. Málið sé afgreitt en hann vilji að ég viti af því. Að sögn Þrastar gerðist það svo á stjórnarfundi nú í apríl að Ragnar leggur fram bókun í lok fundar þar sem sagði eitthvað á þá leið að staðfest sé það sem viðgengist hafi frá í desember að formaðurinn fái að hafa afnot að bfl í eigu fyrirtækisins. „Þetta var ekki borið upp og ekki rætt, og það eru auðvitað afglöp að hafa ekki mótmælt þessu og hafa ekki fylgst betur með,“ sagði Þröstur. „Ég frétti hinsvegar ekki af þessu fyrren fjórum mánuðum eftir að bfllinn fór til Ragnars, og það leit þannig út fyrir mér að þetta væri einhver ráðstöfun innan fyrirtækisins. En ég hefði átt að mótmæla þegar bókunin var lögð fram.“ Þröstur ætlar að sitja áfram í stjórn Granda. Hann sagði þegar hann var spurður um eðlilegt framhald á málinu að hann ætlaði að læra af þessu og beita þarna vökulla hugarfari framvegis. Hvað Ragnar gerði væri spurning sem Ragnar yrði að veita fyrir sér sjálfur. Vesturbæjarallaballar taka á móti starfsfólki Granda í gærmorgun. (Mynd: Sig.) Grandavagninn ÆtTann borgi útí hönd? Allaballar með dreifibréfí Granda. Ragnar víki og Grandi dragi uppsagnir til baka. Fyrirspurnir íborgarráði stæðisflokksins í Reykjavík þrífst spilling á borð við þessa?“ Minnihlutinn í borgarráði lagði fram fyrirspurn í þremur liðum á fundi ráðsins í gær. Spurt var hver laun stjórnarmanna í Granda hf. væru, formanns sem og annarra. Hvort greidd hafi verið fargjöld og eða dagpeningar til stjórnar- manna á síðasta ári og að lokum hvort það fylgdu því einhver önnur hlunnindi en stjórnarlaun að sitja í stjórn fyrirtækisins. Yfir tvítugfaldur launamunur Launalœgsta fólkið fœr ísínar hendur 1,3% afþjóðartekjunumá sama tíma og jafn stór hópurþeirra launahœstu hefur nœr27% þjóðartekna á milli handanna Samkvæmt útreikningum Þjóðahagsstofnunar sem kynntar voru fyrir félagsmála- nefnd Sameinaðs þings nýlega, hefur sá tíundi hluti þjóðarinnar sem er á lægstu laununum, aðeins úr 1,3% af þjóðartekjunum úr að spila. A sama tíma er sá tíundi hluti þjóðarinnar sem hefur mest- ar ráðstöfunartekjur, með 26,9% þjóðartekna á milli handanna. Hér er um slíkan himinhróp- andi mun að ræða að marga rekur sjálfsagt í rogastans, þótt sýnt hafi verið fram á með skýrum dæmum á síðustu vikum og mán- uðum að launamunur og launa- misrétti í landinu er geysimikið. Tölur Þjóðhagsstofnunar sem eru miðaðar við tekjuskiptingu þjóðarinnar á síðustu árum, sýna að sá þriðjungur þjóðarinnar sem er á lægstu laununum fær í sinn hlut innan við 10% þjóðartekna. Hins vegar hefur sá þriðjungur þjóðarinnar sem er tekjuhæstur, 60% þjóðartekna í sínum hönd- um. Misskiptingin er því rúmlega sexföld, en launamismunurinn á þeim sem hafa úr mestu að spila og þeirra sem búa við verstu kjör- in yfir tvítugfaldur. Úttektin leiðir einnig í ljós að tekjumunur heimilanna er einnig umtalsverður. Sá tíundi hluti heimila sem hefur lægstar ráð- stöfunartekjur, verður að standa undir sínu heimilishaldi fyrir 65 þúsund krónur á mánuði á sama tíma og annar tíundi hluti þjóðar- innar sem býr við bestu kjörin hefur nær 400 þús. krónur á mán- uði í heimilistekjur. Ef launafólki í landinu er skipt niður í 10 hópa eftir launatekjum eins og Þjóðahagasstofnun gerir í úttekt sinni fær lægsti launahóp- urinn 1,3% þjóðartekna í sinn hlut. Næst lægst hópurinn fær 3,2%, sá þriðji lægsti, 4,6%, fjórði lægsti hópurinn 5,9% og sá fimmti lægsti 7,4%. Samtals fær því sá helmingur þjóðarinnar sem er í lægri laununum, 22,4% af þjóðartekjum í sinn hlut, eða innan við fjórðung þjóðartekna. Næsti hópur fyrir ofan miðju fær 9,1% þjóðarteknanna, næsti tíundi hluti 11%, þriðji efsti hóp- urinn fær 13,5%, næst hæsti hóp- urinn 17% og hæstlaunaði tíundi hluti þjóðarinnar hefur eins og áður sagði úr nær 27% þjóðar- tekna að spila. -Ig. Mlðvlkudagur 11. maí 1988 pJÖÐVILJINN - SÍÐA 3 Grandavagninn Ragnar ósammála Presti Segir yfirlýsingar hans rangar. Er upphaf málsins hjá Davíð? Ragnar Júlíusson, stjórnarfor- maður Granda hf., segist vera ósammála yfirlýsingum Þrastar Olafssonar, stjórnarmanns í Granda hf, um gang málsins hjá stjórninni. Að öðru leyti vildi Ragnar ekki tjá sig um málið fyrr en eftir stjórnarfund á fimmtuaaginn í næstu viku. Aðspurður um það hvernig kaupin á bílnum hafi farið fram sagði Ragnar þau hafa farið fram beint í gegnum umboðið. Hann hafi nú óskað eftir því að kaupa bflinn á kostnaðarverði og ritað borgarstjóra bréf þar sem hann tilkynnir honum að hann hafi óskað eftir því við stjórn Granda að kaupa bflinn. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans lagði Ragnar hart að Da- víð Oddssyni, borgarstjóra, að verða settur á full laun sem stjórnarformaður. Davíð hafi síðan leyst málið með því að sam- þykkja að Ragnar fengi bflinn eftir að sá síðarnefndi klessu- keyrði eigin bfl. Borgarstjóri hefur margoft lýst yfir að borgin skipti sér ekki af rekstri Granda. Ef lýsing Þrastar á gangi málsins er rétt hefur stjórnin ekki tekið ákvörðunina um bflakaupin. Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdarstjóri Granda hf., hefur ekki játað þessa ákvörðun á sig, þannig að hringurinn þrengist um borgar- stjóra. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.