Þjóðviljinn - 11.05.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.05.1988, Blaðsíða 4
LEIPARI Meiri jöfnuð Nú á að senda alþingismenn heim. Þingmenn stjórnarand- stöðunnar hafa lýst því yfir að þeir séu reiðubúnir að sitja þingfundi fram á sumar og hafa nefnt þann möguleika að gefið yrði stutt þinghlé meðan ríkisstjórnin undirbyggi tillögur sínar í efnahagsmálum og síðan yrði þing kallað saman á ný. En þessar hugmyndir ganga þvert á áform ríkisstjórnarinnar. Þau miðast við að losna við þingið sem fyrst. Það er ekki stjórnarandstaðan sem ríkisstjórnin vill losna við heldur þingmenn stjórnarflokkanna. Þeim er sumum hverjum farið að ofbjóða ástandið í efnahagsmálum og dáðleysi ríkis- stjórnarinnar á því sviði og eru farnir að taka hástöfum undir gagnrýni stjórnarandstöðunnar. Ráðherrarnir hafa samt ekki viljað sjá á bak alþingi fyrr en það væri búið að afgreiða óskalista þeirra um ný lög og því hefurað undanförnu verið heldur betur handagangur í öskjunni á alþingi. í fréttum hefur athyglin einkum staldrað við bjór og bílnúmer, svo mjög að farið hefur hljótt um mörg stórmál, sem betur hefðu verið rædd lengi og ítarlega af alþýðu allri. Það væri fróðlegt að vita hvað kjörnum fulltrúum þjóðarinnar býr í sinni þegar þeir eru nú reknir heim en verkefnin bíða óleyst. Ráðherrarnir bíða með spilin sín tilbúin uppi í erminni en láta ekki sjá á þau fyrr en þingmenn, sem eiga það til að koma með óþægilegar athugasemdir og hafa þrátt fyrir allt löggjafar- valdið í sínum höndum, eru komnir ú kallfæri heim til sín. Það, að stjórnarþingmenn skuli láta sér þetta lynda, sýnir að gagnrýni þeirra á ráðherrana hefur verið gjörsamlega alvöru- laus. Það liggur í loftinu að gengisfelling er yfirvofandi. það liggur líka í loftinu að ráðherrarnir munu ekki láta þeirri gengisfellingu fylgja aðgerðir til að verja þá ávinninga launafólks sem náðust í nýgerðum kjarasamningum. Þvert á móti má ætla að þeir telji einn megintilgang þeirra efnahagsráðstafana, sem til verður gripið, vera að þurrka út ávinning launamanna af nýjum samn- ingum. Það mun lítil von til þess að ríkisstjórnin beiti aðgerðum á borð við þær sem formaður Alþýðubandalagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur bent á í nýlegri greinargerð um efna- hagsmál. Þar er meðal annars bent á eftirtaldar aðgerðir til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð: „Fjármagnstekjur verði eins og launatekjur grundvöllur greiðslna til sameiginlegs sjóðs. Fækkun undanþága, fríðinda og skattleysisákvæða í sköttum á fyrirtækjum og rekstraraðil- um. Ný skattþrep í tekjuskatti sem tækju til tekna sem eru yfir 120.000 kr. rnánuði." Þetta eru svo sanngjarnar aðgerðir að það er síður en svo víst að almenningur átti sig á því að síst af öllu ætla ráðherrarnir að feta slíkar slóðir. Háværar kvartanir um mikinn fjármagns- kostnað hafa auðvitað aðra hlið, þá hlið að þeir, sem leigja út fjármagnið, hafa af því stórkostlegar tekjur. Og af þeim tekjum þurfa þeir ekki að greiða skatt. Sá stjórnarformaður, sem sleppur við að eyða peningum úr eigin vasa til að kaupa bíl, getur notað fé sitt til að fá umtalsverðar skattlausar vaxtatekjur. Tillaga formanns Alþýðubandalagsins um nýtt skattþrep, sem miðast við 120 þúsund króna mánaðartekjur, er líka svo sjálfsögð að ætla má að almenningurtelji að um hana þurfi ekki mikið að ræða. Engu að síður er það staðreynd að menn greiða í skatt sama hlutfall af öllum tekjum sem eru á annað borð yfir skattleysismörkum. Ríkisvaldið hefur gefist upp við að nota misþunga skattheimtu til að jafna aðstöðumun þegnanna. Um tillögur formanns Alþýðubandalagsins gildir að þær miða allar að auknum jöfnuði og að málum sé fyrir komið á þann veg að þeir, sem breiðust hafa bökin, taki við þeim efnhagslega skelli sem stefna ríkisstjórnarinnar hefur kallað yfir okkur. Því miður eru ekki líkur til að slík sjónarmið fái að ráða þegar ríkisstjórnin grípur til aðgerða. Einstaka stjórnarliði mun þá æmta lítillega. En allt mun það verða heldur máttleysis- legt, enda verður búið að slíta þingi og senda þingmenn heim. KLIPPT OG SKORIÐ Grandabíllinn skelfilegi Upp komst um þau firn, að keyptur hafði verið bíll nýr og glæsilegur undir stjórnarformann Granda, Ragnar Júlíusson, sem reyndar er talinn skólastjóri aðstarfi. Mönnumþótti þetta háttalag náttúrlega einstaklega svivirðulegt, og ekki skánaði það við að skammt er liðið síðan stjórn- endur Granda tilkynntu að þeir væru sárt neyddir til að segja upp tugum starfs- manna vegna rekstrartaps. Svo þótti öllum sem orð til færðu - nema Ragnari Júl- íussyni sjálfum og svo yfir- manni hans Davíð Oddssyni borgarstjóra. Þetta er sjálf- sagt mál, sagði Davíð, sem ræður Granda og hefur skipað stjórn fyrirtækisins, ekkert við þetta að athuga. Svona eiga stjórnarformenn að hafa það hjá fyrirtækjum sem mark er á takandi. Þetta er sjálfsagt og eðlilegt, sagðf Ragnar Júlíusson og bætti í einu viðtalinu við þeirri merkilegu athugasemd, að ef hann hefði farist í bflslysi í fyrra þá hefði Helgarpóstur- inn ekki náð í rokufréttina um Grandabílinn. Honum datt náttúrlega ekki í hug að hugsa eftir j afn gamaldags og hrútleiðinlegum leiðum og þeim, að ef hann hefði stillt sig um að heimta bfl- inn, þá hefði málið aldrei komið upp. Davíð setur ofan En viti menn. Svo gerast þau undur, að það sem var sjálfsagt á föstudegi er ekki lengur sjálfsagt mál á sunnu- degi. Á sunnudegi hringir Davíð í Ragnar og segir að þetta sé ekki nógu sniðugt. Og þegar Davíð sjálfur hef- ur talað er allur vindur úr Ragnari stjórnarformanni, og hann kveðst ætla að klóra yfir svívirðuna með því að kaupa bflinn fyrir peninga sem hann á sjálfur. Og þjóðin hlær. Náttúrlega ætla menn ekki að gefa þeim Davíð og Ragnari syndakvittun fyrir það að þeir hafi séð sitt óvænna í þessu hneyksli. Það er enginn vafi á því, að þeir mæltu af h j artans ein- lægni þegar þeir voru fyrst um málið spurðir og þeim fannst allt í himnalagi með „Grandavagninn". Enda er slík afstaða í fullu samræmi við annað háttalag þeirra þurftafreku og valdafíknu uppa, sem setja í vaxandi mæli svip sinn á alla fram- göngu Sjálfstæðisflokksins: ég geri það sem mér sýnist og ég tek það sem ég þarf. En um leið kemur það svo fram í þessu máli, að slíkir gikkir geta ekki leyft sér hvað sem er. Enn hefur al- menningsálitið sitt að segja. Enn getur það hrakið einn stjórnarformann á flótta með hans dularfulla bfl. Kannski hafa fyrir bragðið aukist nokkuð lfkur á því að yfirmaðurhans, borgar- stjórinn, hrökklist á flótta með sitt Tjarnarbakka- ráðhús? Guð láti gott á vita. Allra meina bót Það er mikil árátta á ís- landi að leita að þeim „fram- förum góðum“ sem allan vanda mega leysa, sem „fólki má verða til bles- sunar, giftu sem einhleypu“ eins og skáldið kvað. Nú er ein slík uppi, en það er hál- endisvegur. Alþýðublaðið er feikna- lega skotið í hálendisvegum í leiðara sínum í gær. Slíkir vegir, segir blaðið , eru hið mesta þarfamál, þeir mundu „hleypa nýju lífi í byggðar- íögin, tengj a þau betur sam- an og gera dreifð landsvæði að færri en jafnframt stærri atvinnusvæðum“. Leiðarinn leikur sér fimlega með tölur margskonar sem allar ber að þeim brunni, að hálendis- vegur sé lausnarorð dagsins, og eiginlega jafn sjálfsagður hlutur og Davíð fannst Grandavagninn hér að ofan. Leiðarinn setur sig í fram- kvæmdahroka nokkurn, og lætur að því liggja að sá sem sættir sig bara við hringveg- inn „heyri hugsunarhætti gærdagsins til“. Tíminn og hálend- isvegur En nú bregður svo við, að Tíminn, sem gjarna vill telj- ast málgagn hinna dreifðu byggða, hann gleypir ekki við hálendisvegi. Iritstjórn- arpistli í gær er gert ágætt gys að sparnaðarútreikning- um hálendisvegarsinna og klykkt út með þessu hér: „Vegir yfir hálendið munu engu breyta um bú- setu eða atvinnuþróun nema fyrir þá sem flytja munu í bensínstöðvar á Fjallabaks- leið eða pylsuhitunarfólk sem hafast mun við í skúrum áSprengisandi. Vegagerð í óbyggðum getur orðið ágætur bisness fyrir verktaka og vafalaust munu einhverjir hafa gaman af að aka á bflunum sínum á upphleyptum vegum á forn- um útilegumannaslóðum yfir hásumarið, en þj óð- hagslegur ávinningur af nýj- um akstursleiðum skemmtiferðabflstjóra er enginn. En þessi þjóð er í sífelld- um vandræðum með hvem- ig hún á að eyða sem mestu og fá sem minnst í aðra hönd og er vegalagning um há- lendið ágætur og kostnaðar- samur áfangi á þeirri fram- farabraut.“ Eins víst að Tímamenn hafi rétt fyrir sér í þessu efni. Það leysir ekki efnahags- vanda eða félagslegan vanda Þingeyinga og Austfirðinga, þótt þeir geti verið einni eða tveim stundum fljótari að aka til Reykjavíkur en áður - einhvern óvissan hluta árs- ins. Aftur á móti er hér kom- ið alveg prýðilegt mál fyrir íslendinga til að rífast um og hafa um skoðanir og mun það taka við af því stórmáli allra stórmála sem bjórinn hefur verið í ráðvilltri þjóð- arsál um margra ára skeið. Hefur svo hver nokkuð að iðja. þlÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, Óttar Proppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljóamyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitstelknarar: GarðarSigvaJdason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Augiýsingastjóri: Sigríður HannaSigurbjörnsdóttir. Augiýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í iausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN MIAvlkudagur 11. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.