Þjóðviljinn - 11.05.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.05.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF 1. maí-14. maí á ári? Ég spyr og svara fyrir mig báðum spurningum neitandi - vísa þeim frá mér sem fjarstæðum fyrir mig - en veit þó um ægisann- leik þessa virkiieika og veit og þekki þá sem við búa. Ættum við ekki að hugleiða þennan ógnarsannleik og heita liðsinni til úrbóta? Og er nokkur dagur betri til þess en baráttudag- urinn 1. maí? Því vissa mín er sú, að auðstétt- in og hennar fylgifiskar, sem vilja láta ölmusuna eina vera hlut- skipti hinna miður settu, munu aldrei leggja þessari baráttu raun verulegt lið - ekki í orði - alls ekki í verki. Lifandi og virk verkalýðs- hreyfing getur og á að vera örugg- asti og bezti bakhjarl sem samtök fatlaðra eiga að geta leitað til og treyst á hvenær sem er í baráttu sinni fyrir betra lífi. Samofin á sú barátta að vera fyrir aila þá og með þeim sem létta á lífsgönguna á einhvern hátt. Annars átti þessi hugleiðing víst upphaflega að minna á vökula og vaxandi starf- semi fatlaðra, sameinað baráttu- afl þeirra, en samtök þeirra halda nú einmitt 14. maí vorblót vítt um land, þar sem gróandans tíð er fagnað heilum huga, vorblót til áminningar og örvunar - til gleði- funda og fagnaðar sem leið. En fremst og hæst ber þó baráttuna fram á við, baráttuna sem þarf að eiga skapandi skilning og afl al- mennings á bak við sig. Þann hljómgrunn þurfum við að finna nú 14. maí. Þessi barátta á að vera ein meg- instoð almennrar félagslegrar framsóknar gegn óheftri auð- hyggju ofsagræðginnar, sem vill helgrímuna á höfuð vinnandi fólks vítt um lönd og lætur svo höggið ríða af, þegar öllu er talið óhætt. Slíkt andvaraleysi leyfum við okkur ekki. Eðli og inntak þeirrar baráttu, sem við öll eigum saman að heyja, er einmitt breytt auðsskipting, ný manngildisvið- horf, ný velferðarsókn. Þá fara 1. maí og 14. maí saman svo sem vera ber. Helgi er nú félagsmálafulltrúi Ör- yrkjabandalagsins. Ég hripa niður þessar hugsanir á hátíðis- og baráttudegi verka- lýðsins, enda eru þær nokkuð þeim degi tengdar og þeirri fjöldahreyfingu sem á þennan dag, sem vonandi á eftir að eiga hann um alla framtíð. Því eilíf er baráttan og alltaf á þó að vera unnt að fagna ein- hverju - halda hátíð. Hvernig á samfélagið að vera? - var spurt í umræðum á Alþingi á dögunum - hvernig samfélag viljum við? Viljum við samféiag sem ein- ungis er okkur gott - fyrir okkur gert - mig og þig - „svona prívat og persónulega“ - samfélag sem lætur vel að okkur meðan allt leikur í lyndi, sem veitir gnótt tækifæra til að eflast og auðgast, án tillits til þess, hvort aðrir gjalda eður ei - samfélag, þar sem hver á að bjarga sér sem bezt hann getur - afgangurinn má eiga sig? Stórt er spurt og margt á orði haft í einu, en þó er það grund- vallaratriðið sjálft, sem hér er á ferð. Lítið á samfélag dagsins í dag með allt æpandi misréttið - allt frá ofurauði allsnægta til alls- leysis hungursins - og lítið af hlaði hér heima til hrópandi ó- samræmis í aðstöðu og öllum kjörum fólks - allt yfir í and- hverfu allrar verkalýðsbaráttu - allra félagslegra sjónarmiða alltof víða blasandi við. Er þá nema von að við spyrjum enn og aftur með skáldinu: Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg? En þrátt fyrir dökkt dregna mynd og dapurlega sanna, þrátt fyrir marga myrka skugga er bezt að svara spurningunni, strax án alls hiks, játandi. Því hver þorir að hugsa þá hugsun til enda, hvernig umhorfs væri, ef aldrei hefði verið háð nein verkalýðsbarátta, aldrei hefðu nein félagsleg sjónarmið fengið að ráða - ekkert samfé- lagslegt hreyfi- og umbyltingarafl eins og sósíalisminn komið fram og brotið sér braut. Ávinningarnir eru ótalmargir og vissulega sér þeirra víða stað og vanmetnir skulu þeir ekki, þeim aldrei gleymt, því auðstétt- in og hennar fylgilið er alltaf til- búin að læða því að, að þrátt fyrir eða einmitt vegna baráttu alþýð- unnar sé 'ekki allt sem skyldi - misrétti og öfugþróun séu einmitt þessari baráttu og hreyfingu fé- launafólksins með sameinað afl og atorku tæki hér á gæti verkið unnizt vel og fljótt. Ég á hér við hinn mikla fiölda fatlaðra, sem í ýmsu búa við allt önnur kjör - allt aðrar aðstæður - allt annan að- búnað en aðrir þjóðfélagsþegnar. „Lifandi og virk verkalýðshreyfing getur og á að vera öruggasti og besti bakhjarl sem samtökfatlaðra eiga að geta leitað til og treyst áhvenær sem er í baráttu sinnifyrir betra lífi. “ lagshyggjunnar að kenna, og auðvitað er það ekkisen heimtu- frekjan í almenningi sem öllu er að sigla í strand. Því sjálf er hin ríkjandi stétt, sem ræður svo ótrúlega mörgu í auðsins krafti, að sjálfsögðu sýkn saka - „dugnaðarforkarnir dáð- ríku, sem af eigin rammleik, framsýni og ótæmandi elju“ skópu sér með því þann auð, sem er og á að vera þeirra um eilífð. En áhrif dagsins hafa víst leitt mig of langt frá því einfalda, sem ég vildi segja og þó ætti ég máske enn frekar áfram að halda og láta eftir mér örlitla viðbót í þessum anda. Alla vega er rétt enn einu sinni að minna á þýðingu þeirra, sem eru í raun auðskapendur þjóðfélagsins öllum öðrum frem- ur, hið stritandi fólk framleiðslu- og þjónustugreinanna, þar sem misréttið blasir þó mest og hrika- legast við, ef samanburður er gerður við „dugnaðarforkana dáðríku“, sem alltaf eru að aug- lýsa eigið ágæti og afrek. En það var jafnrétti og misrétti - réttur sem ég ætlaði að minna á einmitt á þessum degi, því ef hreyhng Sjálfir eiga þeir samtök, sterk og öflug og um margt áhrifavalda í ýmsum greinum, en þungur verður þó oft róðurinn, enda alltof fáir sem ríkjum ráða, sem virkilega hafa sett sig inn í allar aðstæður, sem þekkja þann mikla vanda er að baki býr oft á tíðum. Mér hefur alltaf þótt skorta á að hin enn öflugri samtök launa- manna í landinu hafi gert málstað og meginkröfur fatlaðra að sínum málstað og þannig reynt nægilega á þeim vettvangi að rétta hlut þeirra. Þess er vissulega gott að minn- ast sem gert hefur verið vel, en hjá málsvara þess miður setta má hinn fatlaði aldrei gleymast. Eins og hjá alþýðu fólks almennt snýst velferð og hamingja ekki ein- göngu um auðsskiptinguna, þótt mikils sé verð og komi alls staðar inn í. Aðstæður og aðbúnaður - hin samfélagslega umgjörð - mannleg nálgun í stað fjarlægrar firringar, skipta ekki síður miklu. Mannlegi þátturinn er svo óend- anlega mikilvægur, að öll sam- kennd og sameiginleg barátta skiptir svo ótrúlega miklu og skilar svo miklu á margan veg, mest þó í auðnusjóð allra. í allri umræðunni - þarfri og ágætri - um lágu launin, ofþrælk- un fólksins og ill kjör, hefur hlutur fatlaðra ekki verið fyrir- ferðarmikill, oft gleymst með öllu. Á lofti er haldið, að þegar öllu er til skila haldið hjá öryr- kjunum - allt tínt til, m.a. sér- stakar uppbætur vegna auka- kostnaðar - aukakostnaðar vel að merkja, þá nái hann eða hún upp í lágmarkslaunin. Tölulega nokkuð til í því, en hálf sagan aðeins sögð - óhagræði og auka- byrði fötlunar ekki tekin með, aðrir tekjumöguleikar útilokaðir - félagslegt og menningarlegt að- gengi í algeru lágmarki og svona utan enda og allir vita og viður- kenna eymd lágmarkslaunanna. Eða vildi nokkur heilbrigður í raun búa við þessar bætur - þetta lágmark - þó - og það er stórt þó, þó fötlun væri sleppt? Hvað segja forystumenn þeirrar hreyfingar sem heldur 1. maí hátíðlegan - sem blæs þá vonandi til baráttu? Eða enn einu sinni: Hverjir vildu eiga að búa við kjör þeirra, sem á stofnunum vistast - fá þar fæði, húsaskjól og nauðsynlega þjón- ustuþætti, en verða svo að láta sér nægja innan við fimm þúsund krónur á mánuði til alls annars, m.a. klæða-innan við 60 þúsund Fjöldans afl og fatlaöra hagur Helgi Seljan skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.