Þjóðviljinn - 11.05.1988, Síða 10

Þjóðviljinn - 11.05.1988, Síða 10
Húrra fyrir bjómum Þær gleðilegu fréttir bárust frá hinu háa Alþingi í fyrradag að efri deild þingsins hefði samþykkt bjórinn með 13:8 og þar með var loksins búið að lögfesta bjórinn sem löglegan drykk hér á landi og þó fyrr hefði verið. Það er með ólíkindum hve margir hafa verið til kallaðir til að hafa vit fyrir okkur hinum þegar bjórinn hefur komist á dagskrá þingsins. Ófáar greinar hafa ver- iðbirtaríblöðum, erindi hafaver- ið haldin í Ijósvakamiðlum og meira að segja reis hluti lækna- stéttarinnar upp á afturfæturna til að vara við hættunni sem bjórn- um er samfara. En þessir sömu aðilar steinhalda kjafti þegar aðr- ir þættir í heilbrigði okkar eru á dagskrá, ss. hættan á atvinnu- sjúkdómum vegna rangrar verkstjórnarog lélegrar vinnuað- stöðu. Þá þýðir það á mæltu máli að það sé ekki mál heilbrigðis- stéttanna heldur samningsatriði mijli aðila vinnumarkaðarins! í þessari orrahríð sem staðið hefur að undanförnu í þingsölum varðandi bjórinn, sýndi núver- andi heilbrigðismálaráðherra, Guðmundur Bjarnason, að skynsemishyggjan á þrátt fyrir allt hauk í horni meðal stjórnar- herra landsins. Hann greiddi at- kvæði með bjórnum á þeirri for- sendu að bjórinn væri neyslu- vara og tímaskekkja að sam- þykkja hann ekki. I stað boðaog banna væri farsælast að upplýsa almenning og fræða um þær hættur sem geta verið við næsta horn sé ekki gætt hófs í drykkj- unni sem og í öðrum neysluvenj- um okkar. Ef eitthvað er þá sýnist mér að lögfesting bjórsins geti haft einna afdrifaríkastarafleiðingarfyrir farmannastéttina sem hefur löngum haftdrjúgartekjuraf sölu bjórs. Svo gæti farið að miklum erfiðleikum yrði bundið í framtíð- inni að ráða sjómenn á farskipin þegar þessi aukasporsla, sem bjórinn hefurverið, erfyrirbí. Þar getur ríkið komið til hjálpar með því að verðleggja bjórinn það hátt að farmenn verði samkeppnis- færir í bjórsölunni og væri ráð fyrir samtök farmanna að taka þetta mál upp við gerð næstu kjarasamninga, ef ekki á illa að farafyrirfarmanninumsem hugsar heim. -grh í dag er 11. maí, miðvikudagur í þriðju viku sumars, tuttugasti og fyrsti dagur í hörpu, 132.dagurársins. Lokadagur (síðasti dagur vetrarvortíðar). Sól kemur upp í Reykjavík kl. 4.25, en sólseturerkl. 22.25. Atburðir Kópavogur fær kaupstaðarréttindi 1955. Fæddur Einar Jónsson mynd- höggvari 1874. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Ensk-ítalski sáttmálinn ræddur á fundi Þjóðabandalagsins. Halifax virðist taka Mussolini alvarlega. Litvi- noff leggur mest uppúr framkvæmd sáttmálans í einstökum atriðum. - Öll skip sem hafa talstöðvar geta náð sambandi við hvaða símanúmer í landinu sem er. Talþjónusta um loft- skeytastöðina í Reykjavík var opnuð í gær. - Jónas Guðmundsson reynir árangurslaust að þvo hendur sínar af kaupkúgunarárás Landsbankans. Eftir Jóhannes Stefánsson form. Verkalýðsfél. Norðfjarðar. UM ÚTVARP & SJÓNVARP l Fræðslu. mynda- flokkur um skógar- dverganna Stöð 2. kl.21.20 í kvöld verður sýndur annar þátt- ur af fjórum um Baka-fólkið eða skógardvergarnir eins og þeir eru jafnan nefndir. Þetta smávax- na fólk hefur í aldanna rás lært að lifa á afurðum skógarins og not- fært sér auðæfin sem hann hefur upp á að bjóða. Þættinir eru framleiddir af þeim Phil Agland, Michael Harrison og Lisu Silcok. en þau dvöldust nánast samfelt í tvö ár með Baka-fólkinu. Nútímin kemur stundum ein- kennilegafyrirsjónir. Ungur meðlimur Baka-fjölskyldunar skoðar hlaðið heima hjá sér í gegnum linsu kvikmynda- tökuvélarinnar Bikar- meistara- slagurinn í beinni útsendingu Sjónvarpið kl. 18.00 í dag verður sýnt beint frá úrslita- leik í Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu. Lið Ajax frá Hol- landi og Mechelen frá Belgíu leika um titil Evrópumeisti bikar- hafa. Þeir knattspyrnuáhugamenn sem rætt var við í gær vegna leiksins voru á einu máli um að þetta yrði hörku leikur, þó ekki væru allir sammála um ágæti þeirrar knattspyrnu sem kennd er við Beneluxboltann, en það kem- ur í ljós í dag hversu skemmti- legur hann er. Flestir þeir er rætt var við í gær gerðu ráð fyrir markaveislu í þessum leik. Einn þeirra ísfirskur knattspyrnu- áhugamaður, taldi líklegt að mörkin yrðu að minnsta kosti 5 eða 6. GARPURINN KALLI OG KOBBI Napóleon keisari með tíu milljón menn. Napóleon keisari... Takk fyrir Ekkert að þakka. Og hvernig líður manninum þínum? Langt síðan ég hef séð hann. Kc. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN; Mi&vikudagur 11. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.