Þjóðviljinn - 11.05.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.05.1988, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN— Er þriggja daga sængur- lega fullnægjandi? (Spurt á ráðstefnu HFÍ um ör- yggi á meðgöngu) Sólveig Þórðardóttir deildarstjóri: Nei, alls ekki. í dag búum við yfir víðtækri þekkingu sem sýnir okk- ur að við þurfum 5-7 daga sængurlegu. Ef sú leið að senda konur heim eftir þrjá daga er valin þá þarf að koma til móts við kon- urnar með heimaþjónustu. Guðrún Guðmundsdóttir Ijósmóðurnemi: Mér finnst það nú alveg á mörk- unum. Eiginlega ekki nóg, satt að segja. Elínborg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur/ Ijósmóðir: Við núverandi aðstæður nægir hún yfirleitt ekki. Við þurfum að geta boðið upp á meiri þjónustu þegar heim er komið, bæði fyrir móður og barn, ef svo á að vera. Marga Thome dósent í hjúkrunarfræðum: Það fer nú eftir því hvaða þjón- usta er. veitt í framhaldinu. Ég held að konur þurfi oftast lítillega lengri tíma. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir starfsmaður Hjúkrunarfélags- ins: Ég mundi halda að það væri of lítið. 5 dagar væru nær lagi. Yfirdráttur á tékkareikninga launafólks SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Fœðingar Omgga meðgöngu A morgun er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga og ígœr hélt Hjúkrunarf élag Islands ráðstefnu um öryggi mœðra á meðgöngutíma. Ljósmœður uggandi um afdrif sængurkvenna í sumar legutíminn hefur verið styttur verulega, án nokkurrar þjónustu í tilefni Alþjóðadags hjúkrun- arfræðinga, sem verður á morg- un, 12. maí, á afmælisdegi Flor- ence Nightingale, gekkst Ljós- mæðradeild Hjúkrunarfélags ís- lands fyrir ráðstefnu um barns- fæðingar í gær. Alþjóðasambönd hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra starfa í ár undir kjörorðunum; „Öryggi á meðgöngu". I flestum tilfellum skilur fólk þau kjörorð máski á þann veg að markmiðið sé fyrst og fremst að eða aðstoðar eftir heimkomuna. Ljósmæður telj a það vera skref aftur á við þegar stjórnvöld taka þá stefnu að loka Fæðingarheim- ili Reykjavíkur á sumarleyfistíma og beina með því öllum fæðandi konum á Reykjavíkursvæðinu á Kvennadeild Landspítalans. Þær skora á stjórn Borgarspítalans að hverfa frá þeim fyrirætlunum að loka Fæðingarheimilinu í 6 vikur á sumri komanda því fyrirsjáan- leg aukning verði á fæðingum verði um allt land. Því sé ljóst að því fleiri fæðingar sem verða á Kvennadeild Landspítalans verði styttri sængurlegur og minni þjónustu við sængurkonur. -tt Orsök og afleiðing. Myndir E.ÓI. Ljósmóðurmenntaðir hjúkrunar- fræðingar í þungum þönkum vegna fyrirsjáanlegra vandræða á fæðingardeildunum. tryggja einvörðungu öryggi barnsins á meðgöngutímanum en þegar dýpra er skoðað rekst mað- ur á óþægilegar staðreyndir að baki þessum kjörorðum. Á hverju ári deyja að meðaltali 500 þúsund konur vegna erfið- leika á meðgöngu og er það eitthvert mest krefjandi vanda- mál sem hjúkrunarfræðingar og ljósmæður telja sig þurfa að leysa. Þetta jafngildir því að rúm- lega 13 þúsund konur deyja dag- lega í heiminum af ýmsum orsök- um sem tengjast meðgöngunni. Á ráðstefnunni var rætt um ljósmæðrastörf í þróunar- löndum, mæðravernd á íslandi, öryggi móður og barns í fæðingu, ungbarnaeftirlit og fleira og fleira. í lokin var svo rætt vítt og breitt um ljósmæðrastörf. Á sambærilegri ráðstefnu Ljósmæðrafélags íslands um sængurlegu sem haldin var í lok apríl var samþykkt yfirlýsing þar sem félagið lýsti yfir áhyggjum sínum á þeirri þróun sem er að verða á umönnun fæðandi kvenna og sængurkvenna yfir sumartímann, þar sem sængur- Virðisaukaskatturinn Fjandsamlegur menningunni Leiklistarfólk mótmælir fyrir- huguðu frumvarpi um virðis- aukaskatt því í því er gert ráð fyrir að álögur verði lagðar á að- göngumiðaverð að öllum óperu- og leiksýningum í landinu. Leikarar fjölmenntu á þing- palla í gær til að hlýða á umræður um virðisaukann en allar þær breytingartillögur sem fram komu voru felldar en frumvarpið í heild sinni samþykkt. Félag íslenskra leikara lýsir því yfir að það sé hneisa að ríkis- stjórnin skuli með þessum hætti stuðla að menningarlegri stétt- askiptingu. Fyrirséð sé að af- leiðingin verði hækkun aðgöngu- miðaverðs. Listamenn hafa nú af því þung-j ar áhyggjur að vegna hins ónóga fjárstuðnings opinberra aðila við þessa starfsemi sé aðgöngumiða- verð þegar farið að útiloka hina efnaminni frá þeim sjálfsögðu mannréttindum að njóta lista. -tt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.