Þjóðviljinn - 12.05.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.05.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 12. maf 1988 1 07. tölublað 53. órgangur Þinglausnir Hafa nú frjálsar hendur Búið að sendaþingmenn heim. Verður nú stjórnað með bráðabirgðalögum? Ráðherrarnir þurfa ekki lengur að ráðgast við sína eigin þingmenn í gær, þegar búið var að koma ákveðnum frumvörpum í gegn- um þingið með hamagangi og látum, sumum hálfköruðum eins og virðisaukanum sem fer í gjör- gæslu hjá milliþinganefnd, þegar ráðherrarnir höfðu fengið sett þau lög sem þeir töldu nauðsyn- leg, þá voru þingmenn sendir heim. Þingmenn stjórnarand- stöðunnar lýstu því yfir að þeirra vegna væri ekki nauðsynlegt að fara strax í sumarfrí. Þeir buðu upp á það að gefið yrði stutt þinghlé, í eina eða tvær vikur, meðan ríkisstjórnin mótaði til- lögur sínar í efnahagsmálum og síðan kæmi þing saman til að af- greiða málin á lýðræðislegan máta. Á þennan veg eru sjónarmið talsmanna stjórnarandstöðunnar sem Þjóðviljinn ræddi við í gær. J?eir telja það eðlilega þingræðis- kröfu að fá að vita hvað í vændum er. „Það liggur í loftinu að þetta verða einhverjar kjaraskerðing- araðgerðir," sagði Steingrímur J. Sigfússon. En ráðherrarnir lögðu ofur- kapp á að losna við athugasemdir þingmanna, og þá fyrst og fremst sinna eigin liðsmanna. Og nú geta þingmenn stjórnarandstöð- unnar farið heim í hérað og sagt að þetta sé nú ekki þeirra mál. Það séu ráðherrarnir sem stjórni einir og því miður sé þinghlé, annars ... Sjá bls. 3 Aldraðir Steinsteypan ekki einhlít - Aldrað fólk á að fá þjónust- una sem mest til sín í stað þess að þurfa að elta hana uppi, segir Anna Birna Jensdóttir, hjúkrun- arframkvæmdastjóri á öldrunar- deildum Borgarspítalans. Hún telur brýnt að á næstunni verði lögð áhersla á þjónustu við aldrað fólk í heimahúsum; slík þjónusta sé ófullkomnari hér en á Norðurlöndum enda þótt við eigum hlutfallslega fleiri rými fyrir aldraða. Rætt er við Önnu Birnu í blað- inu í dag, og eins forvitnast um athyglisverða leið Sunnuhlíðar samtakanna í Kópavogi, en á vegum þeirra voru nýskeð teknar í notkun ríflega 40 verndaðar þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Sjá bls. 8, 9,10 og 11 Verðlaunabók Leiftrandi frasagnargleöi íslensku barnabókaverðlauninfalla ískaut KristínarLoftsdóttur, höfundarað bókinni Fuglíbúri. Hún eraðeins 19 ára Bókin Fugl í búri er vel samin, hugljúf, heillandi og spennandi og leiftrar af frásagnargleði. Þetta eru ummæli Verðlauna- sjóðs íslenskra barnabóka um fyrstu bók Kristínar Loftsdóttur, 19 ára gamallar stúlku úr Hafn- arfirðinum. Kristín var ein af um tuttugu höfundum sem sendu til Verð- launasjóðsins handrit í sam- keppni um bestu barnabókina 1988. Sjá bls. 3 Grandavagninn Keyptur út á orð Ragnars Brynjólfur Bjarnason: Vartjáðaf stjórnarformanninum að samþykki lœgifyrir Þröstur Ólafsson hefur aftur á móti upplýst að bílakaupanna Forstjóra Granda hf. Brynjólfi Bjarnasyni var tjáð af Ragnari Júlíussyni í desember sl. að hann hefði haft samband við alla stjórnarmenn fyrirtækisins og samþykki þeirra lægi fyrir kaupum á bílnum. Bíllinn var síð- an keyptur og kaupin staðfest með bókun í apríl. hafi ekki verið getið í stjórninni fyrr en í mars og kannast því ekki við að málið hafi verið afgreitt í desember. Sjá bls. 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.