Þjóðviljinn - 12.05.1988, Page 1

Þjóðviljinn - 12.05.1988, Page 1
Fimmtudagur 12. maí 1988 107. tölublað 53. árgangur Þinglausnir Hafa nú frjálsar hendur Búið að sendaþingmenn heim. Verður nú stjórnað með bráðabirgðalögum? Ráðherrarnir þurfa ekki lengurað ráðgast við sína eigin þingmenn f gær, þegar búið var að koma ákveðnum frumvörpum í gegn- um þingið með hamagangi og látum, sumum hálfköruðum eins og virðisaukanum sem fer í gjör- gæslu hjá milliþinganefnd, þegar ráðherrarnir höfðu fengið sett þau lög sem þeir töldu nauðsyn- Íeg, þá voru þingmenn sendir heim. Þingmenn stjórnarand- stöðunnar iýstu því yfir að þeirra vegna væri ekki nauðsynlegt að fara strax í sumarfrí. Þeir buðu upp á það að gefið yrði stutt þinghlé, í eina eða tvær vikur, meðan ríkisstjórnin mótaði til- lögur sínar í efnahagsmálum og síðan kæmi þing saman til að af- greiða málin á lýðræðislegan máta. Á þennan veg eru sjónarmið talsmanna stjórnarandstöðunnar sem Þjóðviljinn ræddi við í gær. Þeir telja það eðlilega þingræðis- kröfu að fá að vita hvað í vændum er. „Það liggur í loftinu að þetta verða einhverjar kjaraskerðing- araðgerðir," sagði Steingrímur J. Sigfússon. En ráðherrarnir lögðu ofur- kapp á að losna við athugasemdir þingmanna, og þá fyrst og fremst sinna eigin liðsmanna. Og nú geta þingmenn stjórnarandstöð- unnar farið heim í hérað og sagt að þetta sé nú ekki þeirra mál. Það séu ráðherrarnir sem stjórni einir og því miður sé þinghlé, annars ... Sjá bls. 3 Aldraðir Steinsteypan ekki einhlít - Aldrað fólk á að fá þjónust- una sem mest til sín í stað þess að þurfa að elta hana uppi, segir Anna Birna Jensdóttir, hjúkrun- arframkvæmdastjóri á öldrunar- deildum Borgarspítalans. Hún telur brýnt að á næstunni verði lögð áhersla á þjónustu við aldrað fólk í heimahúsum; slík þjónusta sé ófullkomnari hér en á Norðurlöndum enda þótt við eigum hlutfallslega fleiri rými fyrir aldraða. Rætt er við Önnu Bírnu í blað- inu í dag, og eins forvitnast um athyglisverða leið Sunnuhlíðar- samtakanna í Kópavogi, en á vegum þeirra voru nýskeð teknar í notkun ríflega 40 verndaðar þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Verðlaunabók Leiftrandi frásagnargleði íslensku barnabókaverðlaunin falla í skaut Kristínar Loftsdóttur, höfundarað bókinni Fugl í búri. Hún eraðeins 19 ára Bókin Fugl í búri er vel samin, Kristín var ein af um tuttugu hugljúf, heillandi og spennandi höfundum sem sendu til Verð- og leiftrar af frásagnargleði. launasjóðsins handrit í sam- Þetta eru ummæli Verðlauna- keppni um bestu barnabókina sjóðs íslenskra barnabóka um 1988. fyrstu bók Kristínar Loftsdóttur, ___________ 19 ára gamallar stúlku úr Hafn- arfirðinum. Sjá blS. 3 Grandavagninn Keyptur útá orð Ragnars BrynjólfurBjarnason: Vartjáð af stjórnarformanninum að samþykki lœgi fyrir Forstjóra Granda hf. Brynjólfi Bjarnasyni var tjáð af Ragnari Júlíussyni í desember sl. að hann hefði haft samband við alla stjórnarmenn fyrirtækisins og samþykki þeirra lægi fyrir kaupum á bílnum. Bfllinn var síð- an keyptur og kaupin staðfest með bókun í apríl. Þröstur Ólafsson hefur aftur á móti upplýst að bflakaupanna hafi ekki verið getið í stjórninni fyrr en í mars og kannast því ekki við að málið hafi verið afgreitt í desember. Sjá bls. 2

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.