Þjóðviljinn - 12.05.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.05.1988, Blaðsíða 2
Söluskatti á hjálpartæki mótmælt Blindrafélagið hefur harðlega mótmælt þeirri ákvörðun fjármála- ráðherra Jóns Baldvins Hannibalssonar að söluskattur skuli greiddur af öllum hjálpartækjum fyrir fatlaða. Segir Blindrafélagið að enda þótt Heyrnar- og talmeinastöðinni og Sjónstöð íslands verði séð fyrir auka- fjárveitingum til að mæta þessum aukakostnaði þá flytji fleiri opinber- ar stofnanir inn hjálpartæki. Pessi búnaður sé dýr og það skipti sköpum um öflun hans að ekki séu heimt af honum opinber gjöld. Krefst félagið þess að söluskattur verði án tafar afnuminn af öllum þeim hjálpartækjum sem Blindraélagið flytur inn, enda eru þau ekki seld öðrum en þeim sem hafa undir 10%. Það sama verði látið gilda fyrir hjálpartæki fyrir alla fatlaða einstaklinga. Verðbólgan komin í nær 24% Framfærsluvísitalan hækkar um 1,76% í þessum mánuði samkvæmt útreikningum Kauplagsnefndar. Hækkunin stafar að mestu leyti af hækkun matarverðs og bifreiðartryggingagjalda. Á síðustu 12 mánuð- um hefur framfærsluvísitalan hækkað um 25,4% en hækkunin í þessum mánuði svarar til 23,3% árshækkunar. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 4,2% og jafngildir sú hækkun 17,8% verðbólgu á heilu ári. Mestlyfjaneysla á Ólafsfirði Samkvæmt reikningum Tryggingastofnunar er lyfjakostnaður á hvern íbúa í landinu mestur á Olafsfrrði miðað við árið 1986. Þá voru keypt lyf fyrir 5.959 kr. á hvern íbúa á Ólafsfirði en á sama tíma var lyfjakostnaður lægstur á Bolungarvík eða 2.260 kr. Þessar upplýsingar koma fram í grein eftir Pálma Frímannsson í nýjasta tölublaði Lækna- blaðsins. Reykvíkingar voru einnig miklar lyfjaætur en árið 1986 voru keypt lyf í höfuðborginni fyrir 5.224 kr. á hvern borgarbúa. Lára Júl. aftur til ASÍ Lára Júlíusdóttir aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra hefur ákveðið að taka aftur við sínum fyrri störfum sem lögfræðingur Alþýðusambandsins. Lára hóf störf í félagsmálaráðu- neytinu í júlí í fyrrasumar en kemur aftur til ASÍ síðar í sumar. Á íslensk menning framtíð? Stofnun Sigurðar Nordals gengst fyrir umræðufundi á laugardaginn í Odda um sérkenni og takmarkanir íslenskrar menningar. Páll Skúla- son prófessor stýrir umræðum en þeir sem ætla að ræða þessi efni við Pál eru: Birgir Sigurðsson rithöfundur, Gerard Lemarquis kennari, Gerður Steinþórsdóttir kennari, Guðmundur Emilsson hljómsveitar- stjóri, Mary Guðjónsson kennari og Sveinn Einarsson leikhúsfræðing- ur. Fundurinn verður í Odda og hefst kl. 14. Dr. Petti reis upp frá dauðum Eini jarðarbúinn sem vitað er að gengur með staðfest dánarvottorð uppá vasann, bandaríski læknirinn og sálfræðingurinn Dr. Petti Wagn- er ætlar að halda fyrirlestur: Háskólabíói bæði á laugardag og sunnu- dag. Árið 1971 var Petti rænt og pínd til „dauða“, eða í það minnsta úrskurðuðu læknar hana látna. Hún reis upp frá dauðum og hefur síðan ferðast um heiminn og skýrt frá reynslu sinni. Friðarömmur á móti ofbeldismyndum Friðarömmur hafa skorað á forráðamenn sjónvarpsstöðvanna að breyta vali á sjónvarpsefni, á þann veg að hætta að sýna ofbeldismynd- ir á fyrri hluta kvölddagskrár. Einnig átelja þær að fréttamat mótist svo mjög af ófriði og ofbeldi sem raun er á og óska eftir meiri umfjöllun um jákvæða hluti. FRÉTTIR Grandavagninn Aldrei samþykkt Brynjólfur Bjarnason: Ragnar tilkynnti mér í desember að stjórnin vœrisamþykk bílakaupum. Þröstur Ólafsson: Vissi umþettafyrstí mars Ragnar Júlíusson, stjórnarfor- maður Granda, hafði sam- band við mig í desember sl. og sagði mér að hann hefði haft sam- band við alla stjórnarmenn fyrir- tækisins og þeir hefðu fyrir sitt leyti samþykkt að kaupa bflinn. Eftir það var bfllinn síðan keyptur og kaupin staðfest á stjórnarfundi með bókun í aprfl,“ sagði Brynjólfur Bjarnason, for- stjóri Granda hf., við Þjóðvilj- ann. Brynjólfur sagðist að öðru leyti ekki hafa neina skoðun á þessum bílakaupum. Hans verk væri ein- ungis að stjórna rekstri fyrirtæk- isins í umboði stjórnarinnar á meðan hún vildi hafa hann í starfi. Hann sagðist engar for- sendur hafa fyrir bflakaupunum. Þessi fullyrðing forstjórans um orð Ragnars koma engan veginn heim og saman við það sem haft hefur verið eftir Þresti Ólafssyni, framkvæmdastjóra Dagsbrúnar og stjórnarmanni hjá Granda hf. Hann sagði að Ragnar hefði haft samband við sig í marsmánuði sl. og tilkynnt sér að hann hefði haft umrædda bifreið til afnota frá því í desember. Samkvæmt því hafði Ragnar aldrei samband við alla stjórnarmenn fyrirtækisins um bflakaupin eins og hann sagði for- stjóra fyrirtækisins. Stjórnarfundur verður haldinn í stjórn Granda hf. á fimmtudaginn eftir viku og verða bflakaupin örugglega á dagskrá fundarins. -grh Halldór heima hjá foreldrum sínum og heimilishundinum. Mynd. E. ÓL. Halldór Halldórsson Loksins heima - Ég er við góða heilsu og nýt þess að vera loksins kominn heim aftur, sagði Halldór Halldórsson, hjarta- og lungnaþegi, er hann kom heim í gær. Halldór segir framundan vera uppbyggingu og skemmtilegheit en enn sem komið er hefur hann ekki fullt þrek. Hann hefur legið inni á spítölum frá því í janúar ‘87 með stuttum hléum en nú eru þrír mánuðir síðan hann gekkst undir aðgerðina á Herfield spítala og hann segist vera orðinn þreklítill eftir alla þessa legu. Halldór er nú á lyfjum til að halda í við ónæmiskerfið en hann segir að hann verði alltaf að passa sig því það geti alltaf átt sér stað að líkaminn hafni hinum nýju líf- færum. - Framundan er bara upp- bygging og aftur uppbygging, sagði Halldór. -tt Álverið Ræðast ekki við Ríkissáttasemjari: Engin ákvörðun verið tekin um áframhaldandi viðræður Enginn fundur var í gær með starfsmönnum Álversins og viðsemjendum þeirra. Guð- laugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari, segir ekki liggja fyrir hvenær fundir hefjast á ný. Orn Friðriksson, trúnaðarmaður í Ál- verinu, segir sáttasemjara eiga næsta leik sem þýði að starfs- mennirnir muni ekki fara fram á fund eins og staðan er í dag. f Morgunblaðinu er talað um hundruð miljóna tap hjá ÍSAL, stöðvist framleiðslan. Órn sagði það ljóst að framleiðslum- innkunin ylli verulegu tapi hjá ÍSAL og það yrði enn meira við stöðvun. „Það er greinilegt að ÍSAL vill frekar leggja í slíkan herkostnað en að semja við starfsfólkið." Þá sagði Orn að ekki mætti gleyma því að VSÍ færi með samningsumboð ÍSAL. Að sögn Arnar hræða svona yfirlýs- ingar ekki starfsmenn, þær herði þá enn frekar. Framkvæmastjórn ÍSAL sendi öllum starfsmönnum bréf í síð- ustu viku þar sem þeir eru „fræddir" um það hvað þeir hafi í laun. Þar segir ma. „að starfs- menn ÍSAL geti ekki búist við að þeir haldi hlutfalli sínu gagnvart starfsmönnum í blómlegum at- vinnurekstri“. Þetta er sérkenni- leg yfirlýsing miðað við þær yfir- lýsingar Ragnars Halldórssonar, forstjóra ÍSAL, að álverð hafi sjaldan verið hagstæðara en nú. Örn sagði þessa „orðsendingu“ einkennileg vinnubrögð í Ijósi þess að VSÍ færi með samnings- umboð ÍSAL. Starfsmönnum væri fullkunnugt um sín laun og þyrftu ekki á útskýringum fram- kvæmdastjórnar að halda í þeim efnum. Framkvæmdastjórnin kveðst hafa sent téð bréf vegna þess að tilboð hennar hafi ekki verið nægilega kynnt hjá starfs- mönnum. Þessar ásakanir sagði Öm einfaldlega rangar. „Tilboð atvinnurekenda var vandlega kynnt í öllum félögum." Framleiðsla í Álverinu stöðv- ast þann 20.maí hafi samningar ekki tekist. Það yrði í fyrsta skipti sem það gerðist hjá ÍSAL. -hmp Austfirðir Fundin ný Rannsóknaskipið Árni Frið- riksson landaði fimm tonnum af miðlungsrækju á Eskifirði í gær, en aflinn fékkst á nýjum rækjumiðum sem fundust óvænt 75-80 sjómflum réttvísandi austur af Gerpi. Að sögn Ólafs Einarsson leiðangursstjóra kom þessi fund- rækjumið ur mjög svo á óvart en er jafn- framt mikil búbót fyrir Austfirð- inga. Rækjan er unnin í nýrri rækjuverksmiðju Alla ríka á Eskifirði og fékk Guðrún Þork- elsdóttir 3 tonn á þessum nýjum miðum eftir hálfan sólarhring og var að landa aflanum í gær. -grh 2 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Flmmtudagur 12. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.