Þjóðviljinn - 12.05.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.05.1988, Blaðsíða 7
ÞJOÐMAL Alþingi Fatlaðir fá afslátt Síðasta verk þingmanna á síð- asta fundi neðri deildar alþingis í gær var að samþykkja breytingar á lögum um söluskatt þannig að iðgjöld af tryggingum bifreiða í eigu öryrkja eru undanþegin söluskatti. Það voru þingmenn Alþýðubandalagsins, þau Mar- grét Frímannsdóttir, Skúli Alex- andersson og Svavar Gestsson, sem fluttu málið og hefur verið nokkuð tvísýnt um afdrif þess í þeim darraðardansi sem ríkt hef- ur í þinginu á síðustu dögum, þó ekki vegna þess að það fengi ekki hljómgrunn. í greinargerð röktu flutnings- menn hvernig iðgjöld af bif- reiðatryggingum hafa hækkað nú nýverið um nær 100%. „Það má öllum ljóst vera,“ sögðu þau, „að iðgjöld af bílatryggingum eru láglaunafólki öllu ofviða, að ekki sé talað um fatlaða. Munurinn er hins vegar sá að fatlaðir eiga margir engan kost á því að kom- ast um nema með bifreið. Hækk- unin á iðgjöldum jafngildir hins vegar algjöru ferðabanni á fjölda þessa fólks.“ ÓP Þingsályktun Skoðana- kannanir í gær fól alþingi ríkisstjórninni að skipa nefnd til að kanna hvort rétt sé að setja lög eða koma á reglum um skoðanakannanir. Nefndin skal jafnframt kanna hvort fullnægjandi sé að koma á fót samstarfi þeirra sem fást við gerð skoðanakannana og tryggja að þeir setji sér starfs- og siða- reglur sem eftir verði farið án þess að lagasetning komi til. Flutningsmenn tillögunnar að þingsályktun þessari voru þau Steingrímur J. Sigfússon, Hall- dór Blöndal, Karl Steinar Guðnason, Valgerður Sverris- dóttir, Óli Þ. Guðbjartsson og Þórhildur Þorleifsdóttir. Flutningsmenn bentu á að lög um skoðanakannanir hefðu ekki víða verið sett en þó í Frakklandi. En víða annars staðar ríktu fast- ákveðnar hefðir og venjur um framkvæmd þeirra. Því væri þó ekki að heilsa hér á landi þar sem saga slíkra kannana væri stutt og sumir þeirra, er þar um véluðu, hefðu takmarkaða reynslu og þekkingu að baki. ÓP Var misskilningur að skipta handavinnutímum þessara stráka milli smíða og sauma? Alþingi Handavinnukennslu breytt? Hefur afnám kynskiptingar minnkað kennsluna? Alþingi villkönnun á stöðu handmenntakennslu. Tillögur umnýtt skipulag. Takaskal tillit til breyttra þjóðfélagshátta Asíðasta starfsdegi alþingis í gær var að tillögu Guðrúnar Helgadóttur samþykkt með þingsályktun að skora á ríkis- stjórnina að láta fara fram könn- un á áhrifum laga um grunnskóla ,4 handmenntakennslu grunns- kólabarna. Að lokinni könnu- ninni verði gerðar tillögur um fyrirkomulag hand- menntakennslu í framtíðinni með tilliti til breyttra þjóðfélagshátta og reynslu síðustu ára. Niður- stöður könnunarinnar og tillögur skuli lagðar fyrir sameinað þing.“ Tillögu sína lagði Guðrún fram fyrir nokkrum vikum og var henni vísað til félagsmálanefndar sameinaðs þings sem mælti ein- róma með að hún yrði samþykkt. í greinargerð með tillögunni lagði Guðrún mikla áherslu á það atríði að með tilkomu grunnskólalaganna árið 1974 hafi piltar og stúlkur átt að hljóta kennslu í sama námsefni, en áður var handavinnukennsla bundin við kyn barna, strákarnir lærðu smíðar en stúlkur sauma. Þessi breyting var talin eðlileg vegna vaxandi vitundar um nauðsyn á jafnrétti kynjanna til náms og starfa. En um framkvæmdina sagði Guðrún að hún hefði „víðast orð- ið á þann veg að orðið hefur að skipta bekkkjardeildum í tvennt og kenna sama námsefnið tvisvar á sama kennsluári. Tfmafjöldinn var ekki aukinn svo að nemand- inn fær helmingi minni kennslu en hann átti áður kost á. Piltar fá helmingi minni kennslu í smíðum og stúlkur helmingi minni kennslu í saumum og þeirri hand- mennt sem stúlkur einar fengu kennslu í áður.“ í umræðum um tillögu Guð- rúnar kom fram það sjónarmið að sjálfsagt væri að gefa derng- jum og stúlkum jöfn tækifæri til náms. Það væri vissulega gaman að eiga dætur sem kynnu bæði að smíða og sauma og syni sem kynnu ekki síður að hekla en að hefla. En því takmarki yrði bara ekki náð með því að gera kenns- luna í þessu öllu svo litla að ekk- ert væri unnt að læra til hlítar. Þetta yrði því að leysa með ein- hvers konar vali og viðbúið væri að val nemend^ yrði misjafnt. Því hefur verið haldið fram að með því skipulagi á handavinn- ukennslu, sem tekið var upp með grunnskólalögunum, hafi orðið stórslys. Fjöldi nemenda nái sáralitlum árangri í handmennt og metnaðarfullir kennarar yfir- gefi starf handavinnukennarans. Aftur á móti hafi tilkostnaðurinn ekkert dregist saman, samdrátt- urinn hafi íyrst Qg fremst verið á sviði gæðanna. Guðrún Helgadóttir vitnaði í OECD-skýrsluna svonefndu um stöðu íslenska skólakerfisins árið 1986 en í henni er því haldið fram að tækniþekkingu kunni að vera ábótavant meðal íslenskra náms- manna. í greinargerð sinni sagði Guðrún: „Það er því mikilvægt að kannað sé sem fyrst hvernig stöðu handmenntakennslu sé komið í grunnskólakerfinu og til- lögur til úrbóta gerðar, sé þess þörf. íslendingar hafa ekki efni á að dragast aftur úr öðrum þjóð- um í verkmennt og sé hætta á því, þolir sú könnun enga bið.“ Forskoðun kynbótahrossa vorið 1988 Á Vesturlandi og Vestfjörðum verða kynbóta- hross og afkvæmi dæmd vegna ættbókar- færslu og afkvæmasýninga, þessa daga: 16. maí Búðardalur kl. 13.30 17. maí Reykhólasveit kl.09-12 17. maí Brjánslækur kl. 16 18. maí Þingeyri kl. 11 18. maí Bolungarvík kl. 16 19. maí Tungusveit kl. 13 19. maí Hrútafjörður kl.18 20. maí St. Langidalur kl. 09 20. maí Stykkishólmur kl. 11 20. maí Grundarfjörður kl. 16 21. maí Ólafsvík kl. 09 21.maí Hallkelsstaðahlíð kl. 14 24. maí Akranes kl.14 25. maí Stangarholt kl. 09 25. maí Borgarnes kl. 14 26. maí Sigmundarstaðir kl. 09 27. maí Skáney kl. 09, síðan Nýi-Bær, Skarð og Hvanneyri. Lágmarkseinkunnir verði þær sömu og verið hafa, unghryssur gætu þó farið í 7,60. Afkvæma- dæmd hross verða metin eftir sömu reglum og gilt hafa. Fullkominnar útfærslu skráningarblaða er krafist. Járningar séu réttar, samkvæmt regl- um L.H. Hófhlífar, dökkar og léttar (105 g) eru leyfðar. Búnaðarsamböndin og Búnaðarfélag íslands Frá Fósturskóla íslands Eins árs framhaldsnám fyrir fóstrur með starfs- reynslu verður starfrækt á vegum Fósturskóla íslands skólaárið 1988-89. Námið hefst í sept- ember og lýkur í lok maí. Námið er einkum ætlað fóstrum sem hyggja á stjórnunar- og umsjónar- störf á dagvistarheimilum. í hluta námsins er val- ið námsefni um skóladagheimili og börn með sérþarfir. Kennt er síðdegis. Umsóknir þurfa að berast skólanum fyrir 20. maí. Skólastjóri Útboð Byggingarnefnd Laugaskóla, Dalasýslu óskar eftir tilboðum í frágang og innréttingar hluta íþrótta- og sundlaugarhúss skólans. Húsið er um 1332 fm og 8189 rúmm. Verkinu skal að fullu lokið 1. nóvember 1988. Útboðsgögn verða afhent gegn 10.000 kr. skila- tryggingu hjá byggingarnefndinni, Laugaskóla Dalasýslu, VT teiknistofunni hf., Kirkjubraut 40 Akranesi og undirrituðum. Tilboðum skal skila til byggingarnefndarinnar Laugaskóla Dalasýslu eigi síðar en kl. 14.00 þriðjudaginn 31. maí þar sem þau verða opnuð. BORGARTÚNI sími 26833 Auglýsing Óskað er eftir starfsfólki bæði til fastra starfa og afleysinga í matstofuna í Arnarhvoli. Umsóknum sé skilað til fjármálaráðuneytis fyrir 16. maí nk. Fjármálaráðuneytið, 9. maí 1988 Fimmtudagur 12. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.