Þjóðviljinn - 12.05.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.05.1988, Blaðsíða 12
FRÉTTIR Vertíðin Aflabrestur sem fyrr Verulegur aflabrestur varð á hinni hefðbundnu vetrarver- tíð fyrir sunnan og vestan í ár og eru menn þegar farnir að taka upp netin og huga að öðrum veiðum ss. á humri og rækju, þó svo að sumir þrjóskist við að hætta fyrr en í lok næstu viku. Samkvæmt gamalli hefð er loka- dagur í dag, en þess sjást ekki merki í sjávarplássunum; aðeins á sumum dagatölum. Ólafsvíkingar þurfa ekki að fara langt aftur í tímann til að muna tímana tvenna því allt að helmingsmunur var á lönduðum afla þar um síðustu mánaðamót miðað við sama tíma í fyrra. Þá komu á land 12.140 tonn á móti 6.080 tonnum í ár. Þar eru aðeins 3 bátar enn á netum af 23 þegar best lét. Ekki liggur fyrir samantekt á vertíðarafla Grindavíkurbáta í ár en í síðustu viku lönduðu þar 38 netabátar 772 tonnum sem gerir tæplega 6 tonn í róðri. Þrátt fyrir þetta bíða menn enn eftir afla- hrotu, þótt bjartsýni margra sé farin að minnka að mun frá því sem var í vertíðarbyrjun. Enn rýrari var afli báta úr Þor- lákshöfn í síðustu viku. Þar lönduðu 30 bátar 407 tonnum, þar af 176 tonnum sem fengust í dragnót. Sókn Þorlákshafnar- báta í ár hefur verið síst minni en áður, en engu að síður hefur lítið sem ekkert fiskast á vertíðinni. Þær vikur má telja á fingrum ann- arrar handar þegar afli bátanna hefur farið yfir þúsund tonn eftir vikuna. -grh Viltu taka þátt í nýsköpun íslensks landbúnaðar? ______________________Viltu læra um___________________________ Ferðaþjónustu • Fiskeldi • Loðdýrarækt • Skógrækt Kanínurækt eða gömlu góðu hefðbundnu kvikfjárræktina? Bændaskólinn á Hvanneyri er nútíma skóli, þar sem færustu búvísindamenn fylgjast með öllum nýjungum í landbúnaði og miðla þeim til nemenda, sem vilja takast á við heillandi verkefni. Þar er frábær aðstaða á heimavist. Auk hefðbundinnar búnaðarfræðslu eru 12 valfög: Alifugla- ogsvínarækt • Ferðaþjónusta • Fiskeldi Hrossarækt • Ka tiöflu- og grænmetisræk t • Loðdýrarækt Nautgriparækt • Rekstrarhagfræði • Sauðfjárrækt Skógrækt • Vélfræði • Vinnuvólar og verktækni. Búfræðinám tekur 2 ár (4 annir) en fólk með stúdentspróf eða hliðstæða menritún geiur lokiö því á einu ári. Helstu inntökuskilyrði eru að umsækjendur hafí lokið almennu grunnskólaprófi með lágmarkseinkunn til inngöngu í framhalds- skóla. og að þeir hafí öðlast nokkra reynslu í landbúnaðarstörfum. Skriílegbeiðni um inngöngu ásamtprófskírteinum þarfaðberastskólanum eigi síðar en 10. júní. Nánari upplýsingar í síma 93-70000. Togararallið Daprar niðurstöður Hafrannsókn: Rannsóknarleiðangurinn staðfestir áður birtar niðurstöður. Ekki horfur á sterkum þorskárgöngum í bráð. Vonbrigði með ýsustofninn ví miður bendir ekkert til uppsveiflu í þorskstofninum að sinni og allt útlit fyrir lélega áranga í veiðanlegum stofnum. Niðurstöður togararallsins eru ekkert annað en staðfesting á því sem stofnunin hefur verið að segja að undanförnu um ástand flskstofnanna, og það kemur ein- na skýrast fram í lélegum afla- brögðum á vetíðinni í vetur,“ sagði Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar við Þjóðviljann. Hið svonefnda togararall Haf- rannsóknarstofnunar fór fram 6.- 23. mars sl. Það er árviss rannsóknarleiðangur til athugun- ar á stofnstærð og lífsháttum botnlægra fiskstofna umhverfis landið og voru teknir á leigu 5 japanskir togarar frá Norður- og Austurlandi. Athugaðar voru 547 togstöðvar umhverfis land allt niður á 500 metra dýpi. í leiðangrinum kom fram að mikil umskipti virðast hafa orðið á síðustu þrem árum í stærð yngstu árganga þorsks. 3ja ára ár- gangurinn frá 1985 virðist vera í meðallagi eða um 230 miljónir fiska. En tveir yngstu árgangarn- ir, frá 1986 og 1987, virðast vera mjög slakir eða um 140 miljónir. Þar með eru ekki horfur á að sterkir árgangar bætist í stofninn á næstu þrem árum í stað árgang- anna frá 1983 og 1984. Vísitala stofnsins var um þriðj- ungi hærri 1988 en 1987, eða 555 þúsund tonn miðað við 416 þús- und tonn í fyrra. Vísitalan gefur til kynna breytingu á stærð stofnsins frá ári til árs, en sýnir , ekki rétta stærð stofnsins í tonn- um talið. Meginskýringin á þess- um vexti stofnsins er þyngdar- vöxtur sterkra árganga frá 1983 og 1984. Þessir tveir árgangar eru uppistaða þorskstofnsins, eða um 65%. Lengdardreifing stofnsins, og þar með stærð þess þorsks sem veiddur er, einkennist af stærð þessara árganga, sem eru á lengd- arbilinu 40-65 sm. Mjög lítið er af þorski undir 30 sm og yfir 70 sm að lengd. Það kom á óvart hvað 1985 ár- gangur ýsustofnsins reyndist vera minni en gert var ráð fyrir, en engu að síður er hann sterkur. 70% stofnsins eru ýsuárgangar frá 1984 og 1985. Þá reyndust vísitölur karfa- og steinbítsstofnanna vera nokkru lægri en gert hafði verið ráð fyrir. -grh Ölduselsskóli Tveir umsækjendur r Afundi í fræðsluráði Reykja- víkur í fyrradag kom fram að tveir umsækjendur eru um stöðu skólastjóra við Ölduselsskóla, þau Daníel Gunnarsson yfirkenn- ari og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir kennari. Á tímum vinstri meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur 1978- 82 var Sjöfn töluvert í fréttum en hún var þá borgarfulltrúi Alþýð- uflokksins. Búist er við að fræðsluráð gefi umsögn um umsækjendurna á fundi sínum n.k. mánudag en það er menntamálaráðherra sem skipar í stöðuna. andssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags íslands borg i Hmfsdal og Bjargi a Akureyri kl. 15-17 og Valaskjálf, Egilsstöö- skóla frá kl. 13.30-15 00 sama daa ^ um kl. 20.30-22.30. y‘ Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis. Sjá auglýsingu í laugardagsblaði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.