Þjóðviljinn - 12.05.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.05.1988, Blaðsíða 13
UM HELGINA MYNDLISTIN Akógeshúsið, Vestmannaeyjum, í dag opnar Björg Atla sýningu akrýl- og ol- íumynda frá síðustu fimm árum. Sýningin stendurtil sunnu- dagskvölds og er opin daglega kl. 14:00-22:00. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðju- daga, fimmtudagaog laugar- dagaámilli kl. 13:30 og 16:00. Bókasafn Kópavogs, Fann- borg 3-5, Jón Ferdinands sýnir 10 málverk. Sýningin stendur til 18. maí og er opin kl.9:00-21:00 virkadagaog kl. 11:00-14:00 á laugardögum. FÍM-salurinn, Garðastræti 6, Margrét Reykdal sýnir olíumál- verk. Sýningineropindaglega kl. 14:00-19:00, ogstendurtil 15. maí. rg, I . Ári Sigurður K. Arnason opnar sýn- ingu olíu- og pastelmynda í dag kl. 17:00. Sýningin stendurtil 24. maí og er opin virka daga kl. 10:00-18:00, og kl. 14:00-18:00 um helgar. Grafíkgalleríið, Austurstræti 10, kynning á grafíkmyndum ÞórðarFlall og keramikverkum Guðnýjar Magnúsdóttur. Gall- eríið er opið á opnunartíma verslana. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4 A. Örn Þorsteinsson sýnir skúlptúra virka daga kl. 12:00- 18:00, ogkl. 14:00-18:00 um helgar. Sýningin stendur til 19. maí. Gallerí Svart á hvítu, Laufás- vegi 17(fyrirofan Listasafnið). Karl Kvaran sýnir verk unnin með blýanti á pappír á árunum 1969-1975. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14:00-18:00 og stendur til 22. maí. Gamli Lundur, Akureyri. Mál- verkasýning Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur og Joris Ra- demaker er opin daglega kl. 16:00-21:00 og stendur til 15. maí. Glugginn, Glerárgötu 34, Ak- ureyri. Einar Hákonarson sýnir rúmlega þrjátíu olíumálverk frá síðustu þremurárum. Sýningin er opin alla daga nema mánu- dagakl. 14:00-18:00 ogstend- urtil 15. maf. íslenska óperan hefur verk eftir Jóhannes Geir Jónsson og Jón E. Guðmundsson til sýnis og sölu til fjáröflunar fyrir starf- semi Óperunnar. Sýningin er opin kl. 15:00-18:00 allavirka daga, auk þess að vera opin gestum Óperunnar þau kvöld sem sýningar fara fram. Kjarvalsstaðir, Vestursaiur: Á laugardaginn verður opnuð sýningin Börn hafa hundrað mál..., Sýningin kemurfrá borg- inni Reggio Emilia á Ítaiíu, og er yfirlitssýning um uppeldis- stefnu sem þar hefur þróast síð- ustu þrjá áratugi. Vesturforsalur: í tengslum við sýninguna f Vestursalnum verður opnuð sýning á verkum eftir börn frá barnaheimilinu Marbakka, sem unnið hef ur í anda þeirrar hugmyndafræði sem kynnt er á sýningunni Börn hafa hundrað mál. Austursalur: Á sunnudaginn opnar þýski listamaðurinn Gunther Uecker sýningu vatns- litamyndasem hann málaði af Vatnajökli í (slandsferð 1985. Myndirnar voru gefnar út á bók ásamt Ijóðum eftir listamann- inn, og er bókin til sölu á sýning- unni. Austurforsalur: Sýning í tengslum við Norrænt tækniár. Sýnd eru verk barna úr sam- keppni sem tengist tækniárinu, ásamt ritgerðum úrsamkeppni grunnskólabarna. Sýningarnar standa til 29. maí og eru opnar daglega kl.14:00-22:00. Listasafn Einars Jónssonar er opið laugardaga og sunnu- daga kl. 13:30-16:00. Högg. myndagarðurinn er opinn alla dagakl. 11:00-17:00. Listasafn íslands, Fríkirkju- vegi 7. Sýning á verkum franska listmálarans Pierre Soulages. Til sýnis eru 34 æt- ingar sem spanna yfir nær allan listferil Soulages, sú elsta frá 1952, sú yngsta f rá 1980. Aldarspegill, sýning íslenskrar myndlistar í eigu safnsins. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11:00- 17:00. Leiðsögn um sýninguna sunnudagakl. 13:30. Sýning- arnarstandatil21. maí. Kynn- ing á mynd mánaðarins, Hinum stefnulausu, eftir Helga Þorgils Friðjónsson fer fram í fylgd sér- fræðings á fimmtudögum kl. 13:30-13:45. Aðgangur ókeypis, kaffistofan er opin á samatímaog safnið. Myndlista-og handíðaskóli íslands, sýning á lokaverkefn- um 4. árs nemenda skólans verður á laugardaginn og sunnudaginn kl. 14:00-22:00. Norræna húsið, sýningarsalir í kjallara: Sýning á mynd- skreytingum finnska listmálar- ans Akseli Gallen-Kallela, við kvæðabálkinn Kalevala, og á Ijósmyndum frá karelskum þorpum, teknum á árum heimsstyrjaldarinnarsíðari. Sýningin er opin daglega kl.14:00-19:00 og stendur til 22.maí. Nýhöfn, Hafnarstræti 18. Val- garður Gunnarsson sýnir teikningar og myndir unnar með blandaðri tækni. Sýningin stendur til 18. maí og er opin virka daga kl.10:00-18:00, og kl. 14:00-18:00 um helgar. Þjóðminjasafnið, Bogasalur. , Teikningarskólabarna. Sýning- ' in er hluti þeirra mynda sem bárust í teiknisamkeppni Þjóðminjasafnsins í tilefni 125 ára afmælis safnsins - en alls voru sendar á annað þúsund myndir í samkeppnina, og verða þær allar varðveittar í Þjóðminjasafninu. LEIKLISTIN íslenska óperan, allra síöustu sýningará Don Giovanni föstudags- og laugardagskvöld kl.20:00. Leikfélag Akureyrar, Fiðlarinn á þakinu, föstudags- og laugar- dagskvöld kl. 20:30, sunnudag kl. 16:00. Leikfélag Hafnarfjarðar, Bæjarbíói, Emil i Kattholti, í dag kl. 17:00, laugardag og sunnu- dag kl. 17:00. Leikfélag Reykjavíkur, Djöfia- eyjan, í Skemmunni sunnu- dagskvöld kl. 20:00. Hamlet, í Iðnóföstudagskvöld kl. 20:00. Síldin er komin, í Skemmunni laugardagskvöld kl. 20:00. Þjóðleikhúsið, Lygarinn í kvöld og laugardagskvöld kl. 20:00. Vesalingarnir, föstudags- og sunnudagskvöld kl. 20:00. TONLIST Jazzsveitin Yggdrasil heldur tónleika á Hótel Selfossi annað kvöld. Á laugardaginn kl. 16:00 heldur Yggdrasil tónleika í Nor- ræna húsinu, á efnisskránni er nýtt vek eftir Kristian Blak: Breytingar. Á sunnudaginn kl. 15:00 leikur hljómsveitin í Al- þýðuhúsinu á Akureyri, og á sunnudagskvöldið leikur hún í Heitapottinum, Duus-húsi. Karlakór Reykjavíkur og Starfsmannafélag Sinfóníu- hljómsveitar íslands efna til heiðurstónleika í Háskólabíói á laugardaginn kl. 15:00. Tilefnið ersextugsafmæli Páls Pampic- hlers Pálssonar9. þessa mán- aðar. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Pál, Johann Strauss, Verdi og fleiri. Stjórn- andi er Reinhard Schwarz. Kór átthagafélags Stranda- manna heldur tónleika í Breiðholtskirkju í Mjódd á Fimm óperusöngvarar halda tónleika í Garðinum á sunnudag-inn. sunnudaginn kl. 20:30. Stjórn- andi er Erla Þórólfsdóttir, undir- leikariUlrikÓlason. Marianne Eklöf mezzo-sópran söngkona heldur tónleika í Is- lensku óperunni á laugardag- inn kl. 14:30. Á efnisskránni eru sönglög eftir Brahms, Sibelius, Rachmaninov og Granados. Óperusöng vararnir Anna Jú- líana Sveinsdóttir, Elín Sigur- vinsdóttir, Kristín Sigtryggsdótt- ir, Júlíus Vífill Ingvarsson og John Speight, haldatónleika fyrir tónlistarfélagið í Garðinum í samkomuhúsinu á sunnudag- inn kl. 16:00. Áefnisskránni eru islensksönglög.eftirmeðal __ annarra Árna Thorsteinsson, Jón Þórarinsson og Sigfús Hall- dórsson, og aríur og dúettar úr þekktum söngleikjum og óper- um, svo sem úr Fiðlaranum á þakinu, Oklahoma, Kátu ekkj- unni og Carmen. Píanóleikari á tónleikunum verður Agnes Löve. Parenti Vocalis, norskurfor- eldrakór, syngur við messu í Hallgrímskirkju í dag kl. 11:00. ( dag kl. 17:00 heldur kórinn tón- leika í Norræna húsinu. Annað kvöld kl. 20:30 heldur kórinn tónleika í Hveragerðiskirkju í samvinnu við kirkjukór Hvera- gerðis. Álaugardagskvöldið tekur félagið Samstilling á móti kórnum í Sóknarsalnum. Skagfirska söngsveitin endurtekur vortónleika sína í Reykjavík á mánudagskvöldið kl. 20:30 í Fella- og Hólakirkju í Breiðholti. Aðgöngumiðarvið innganginn, öllum eldri borgur- um í sóknunum, 67 ára og eldri, er boðinn ókeypis aðgangur. Sinfóníuhljómsveit íslands, kór Langholtskirkju og Mótettu- kór Hallgrímskirkju flytja Missa Solemnis eftir Beethoven í Háskólabíói í kvöld kl. 20:30. Einsöngvarareru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sigriður Ella Magnúsdóttir, Adalbert Kraus og ViðarGunnarsson. Stjórn- andi er Reinhard Schwarz. Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík heldur vortónleika í Langholtskirkju á laugardaginn kl. 17:00. StjórnandierVioletta Smidova, undirleik annast Pa- vel Smid píanóleikari. Tónlistarskóli F.Í.H., lokaprófstónleikar Hilmars Jenssonar rafgítarleikara og Ástvalds T raustasonar píanó- leikara verða í Norræna húsinu í kvöld kl. 21:00. Með þeim leika tvær djasshljómsveitir úr skóla- num. Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar, nemendur úr framhaldsdeild skólans halda kammertónleika í Norræna húsinu annað kvöld kl. 20:30. Á efnisskránni eru verk eftir fjöl- marga höfunda og frá hinum ýmsu tímabilum tónlistarsög- unnar. HITT OG ÞETTA Börn hafa hundrað mál. í tengslum við samnefnda sýn- ingu á Kjarvalsstöðum flytur Karin Wallin, sérf ræðingur í uppeldisstefnunni sem þar er kynnt, tvo fyrirlestra: Sá fyrri er í Norræna húsinu á sunnudag- inn kl. 17:00 og er sérstaklega sniðinn fyrir kennara og uppeld- isstofnanir. Sá seinni er á Kjar- valsstöðum á mánudagskvöld- ið kl. 20:00, og ætlaður sem al- menn kynning á uppeldisstefn- unniog sýningunni. Nýrómantík í menningarlífi Finnlands, Timo Karlsson, finnskur sendikennari við Há- skóla Islands, heldurfyrirlestur í fundarsal Norræna hússins á sunnudaginn kl. 14:00. Timo mun einkum fjalla um kare- lianismann sem var mikilvægur þáttur í finnskri nýrómantík fyrir og um síðustu aldamót og sem sótti innblásturtil Kalevala, þjóðkvæðabálks Finna, og til sveita í Kirjálalandi, þar sem gömlum kvæðum hafði verið safnað. Jóganámskeið fyrir by rjendur verður haldið að Bragagötu 26 A, Reykjavík, kl. 10:00-16:00, laugardag og sunnudag. Leiðbeinandi á námskeiðinu, sem er skipulagt af Samtökum Prátista, verður jóginn Ac. Vigj- aneshvarananda. Kynntverður hugleiðsla með aðstoð möntru, líkamlegt jóga (asanas) og jógaheimspeki. Markmið nám- skeiðsins er að þátttakendur öðlist innsýn í iðkun jóga auk þess aðfá hagnýta kennslu í iðkunhugleiðslu. Námskeið í hugleiðslu. Ne- mendur Sri Chimnoys á Islandi standa fyrir námskeiði í hug- leiðslu og kynningu á heimspeki Sri Chinmoys, ind- verska jógameistarans og tón- skáldsins sem hélt friðartón- leika hérá landi þann 16. mars síðastliðinn. Námskeiðið verð- ur haldið í Eiríksbúð, Hótel Loft- leiðum á mánudag og þriðjudag kl. 20:00-23:00, og verða kenndar hagnýtar aðferðir í ein- beitingu, hugleiðslu og slökun, og rætt um hlutverk íþrótta og tónlistar í andlegri þjálfun og fleira. Ferðafélag íslands, dagsferðirtdag: Kl. 10:00, Akrafjall, ekið að Stóru-Felisöxl og gengið þaðan á fjallið. Gengið eftir endilöngu fjallinu að Háahnúk og síðan niður Berjadalinn. Verð kr. 1000. Kl. 10:00, á slóðum Jóns Hreggviðssonar, ekið meðfram Akrafjalli og komið við á Reyn, Innra-Hólmi og víðar. Verð kr. 1000. Dagsferðirásunnudaginn: Kl. 10:00, Botnssúlur, ekið í Botnsdal og gengið þaðan á flallið. Verð kr. 1000. Kl. 13:00, Hálsnes-Maríuhöfn. Maríuhöfn er yst á Hálsnesi í Kjós og þar var verslunarstaður á miðöldum, upp af Búðasandi. Verð kr. 1000. Brottförfrá Um- ferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðarviðbíl.fríttfyrir börn í fylgd með fullorðnum. Útivist, ídagkl. 13:00, strand- gangaílandnámi Ingólfs, 13. ferð. Hvalsnes-Básendar- Hunangshella. Gengiðfrá Hvalsneskirkju um Stafnes, Básenda, Þórshöfn, Bárðarvör, Gamla kirkjuvog og Djúpavog að Hunangshellu. Verð kr. 800, frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Brottförfrá BSÍ, bensfnsölu. Helgarferð í Þórsmörk 13.-15. maí. Brottförföstudag kl. 20:00, gisting í Útivistarskálunum, Básum, gönguferðir. Útivist, símar 14606 og 23732. Laugardagurkl. 10:30, fugla- og náttúruskoðunarferð á Suðurnes. Þetta er ferðin sem auglýstvarlaugardaginn6. maí enféllniðurveqnaveðurs. Leiðbeinandi Arni Waag. Munið eftirsjónauka. Sunnudagurkl. 10:30, krækli- ngatínsla í Hvalfirði og göngu- ferð undir Melabökkum. Fyrst verður kræklingatínsla og fjöru- skoðun við bestu aðstæður (háfjöru), síðan ekið í Melasveit og gengið undir stórkostlegum sjávarbökkum þar er nefnast Melabakkar. Verð 1000 kr. frítt fyrir börn í fylgd með fullorðn- um. Sunnudagur kl. 13:00, gömul þjóðleið: Kirkj uskarð - Fossá. Forn leið frá Reynivöllum yfir Reynivallaháls í Hvalfjörð. Verð 800 kr. Frítt fyrir börn í fylgd meðfullorðnum. Brottförfrá BSl, bensínsölu. Iðntæknistofnun íslands, í til- efni af Norrænu tækniári verður Iðntæknistofnun með opið hús ásunnudaginn. Félag eldri borgara, opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á sunnudaginn kl. 14:00. Frjálst spil og tafl, dansað frá kl. 20:00 til 23:30. Handavinnusaia á Skálatúni, álaugardaginnkl. 14:00-17:00 verður sala á handavinnu heimilisfólksins á Skálatúni, Mosfellsbæ. Salan verður í vinnu- og handavinnustofum Skálatúnsheimilisins. Á boð- stólum verða gólfmottur, vegg- teppiogýmislegtfleira. Enn- fremur verða sýnishorn af þjálf- unargögnum sem búin eru til á Skálatúni og notuð ásamt öðru, við þjálfun. Skagfirska söngsveitin held- ur flóamarkað í félagsheimilinu Drangey, Síðumúla 35, á laugardaginn kl. 14:00. Á boð- stólum verða ýmsir munir á góðu verði, veitingar: Kaffi og vöfflur með rjóma. Skagfirðingafélögin í Reykja- vík eru með sitt árlega gesta- boð fyrireldri Skagfirðingaí Drangey, Síðumúla 35 í dag kl. 14:30. Þeirsemþessóska verða sóttir, bílasími er 685540, eftirkl. 12:00ídag. Þaðerein- læg ósk að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í boðinu. Foldaskóli, starfs- og skemmtidagur verður á laugar- daginn kl. 13:00-17:00. Á dagskránni er leiktækjaupp- setning, undirbúningurundir gróðursetningu - ef frost leyfir— leikir og þrautir fyrir alla aldurs- hópa, kaffi og vöfflusala, blómasala og kynning á skáta- ogíþróttastarfi. Innritaðverður á leikjanámskeið sem halda á í Foldaskóla, og í frjálsar íþróttir og knattspyrnu á vegum Fjöln- is. Allur ágóði af kaffi- og blómasölu rennuróskipturtil tækja- og bókakaupa fyrir skólann. - Þeir sem vilja að- stoða við smíðar hafi með sér hamarogsög. Líf og land heldur aðalfund í Litlu-Brekku, Bankastræti, Reykjavíkásunnudaginn kl. 15:00. Á fundinum verður efnt til umræðna um næsta verkef ni samtakanna. Af því tilefni flytur Skúli Ingimundarson viðskipta- fræðingur stutt erindi um endur- vinnslu úrgangsefna. Allt áhugafólk um umhverfisvernd er hvatt til að mæta á fundinum. Kvenfélag Kópavogs minnirá skemmtiferð sína að Hótel Örk, Hveragerði, á laugardaginn. Brottförkl. 10:00frá Félagsheimili Kópavogs. Félag einstæðra foreldra verður með flóamarkað í Skelj- ahelli, Skeljanesi 6 laugardag og sunnudag kl. 14-17. Barnaf- öt, kjólar, gardínurog fleira verður á boðstólum og auðvitað ásamagóðaverðinu. Mælum við eindregið með því að þú komir og kannir birgðir og verð. Fimmtudagur 12. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.