Þjóðviljinn - 12.05.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 12.05.1988, Blaðsíða 17
—ÖRFRÉTTIR —I Bræður berjast og aö bönum verða. í gær geisuðu mjög harðir bardagar á milli öndverðra fylkinga sita í suðurhverfum Beirútborgar í Lí- banon, fimmta daginn í röð. Hreyfingin „Hizbollah" (flokkur guðs) fylgir klerkastjórninni í Te- heran að málum en Amalliðar eru skjólstæðingar Assads, forseta í Damaskus. Báðar fylkingar eiga gnægð vopna enda er mannfallið all nokkurt. í gær féllu 29 en 110 urðu óvígir af sárum. Alls hafa því 154 látið lífið, þar af fjöldi óbreyttra borgara, og 550 særst frá því orrustan hófst á föstudag- inn. Tilraunir írans og Sýrlands- stjórnar og trúarleiðtoga líban- skra síta til þess að stilla til friðar hafa hvað eftir annað farið út um þúfur. 41. kvikmyndahátíðin var sett í franska bænum Cannes í gær. Mikill fjöldi kvikmynda verður sýndur þeim er sjá vilja á næstu 13 dögum en af þeim mun 21 frá 15 löndum keppa um hinn eftir- sótta Gullpálma. Dómnefnd há- tíðarinnar skipa 10 valinkunnir sómamenn. Þeirra á meðal eru leikkonan Nastassja Kinski, franski leikstjórinn Claude Berri, bandaríski handrits- og skáld- sagnahöfundurinn William Gold- man, ástralski leikstjórinn Ge- orge Miller og argentínskur kol- lega hans, Hector Olivera að nafni. Gestum opnunarhófsins var sýnt sköpunarverk Frakkans Luc Bressons, „Le Grand Bleu“. Kim Philby er látinn í Moskvu, 76 ára að aldri. Breskir embættismenn sögðust hafa fengið upplýsingar þessar hjá sovéska sendiráðinu í Lund- únum. Ekki er vitað hvað varð honum að aldurtila. Philby komst til metorða hjá bresku leyniþjón- ustunni á sínum tíma og hafði meðal annars yfirumsjón með samstarfinu við bandarísku leyni- þjónustuna, CIA. En hann lék tveim skjöldum og var í raun of- ursti í sovésku leyniþjónustunni. Árið 1963 féll á hann grunur og flúði hann þá austur. Hann var forsprakki fjórmenningaklíkunn- ar í Cambridge, vinahópi fjögurra kommúnista sem aldrei sneru baki við hugsjónum sínum. Fé- lagar Philbys voru Guy Burgess, Donald Maclean og Anthony Blunt. í aldarfjórðung vildi Philby hvorki sjá né heyra enska pressu en fyrir skömmu ræddi hann við blaðamann „Sunday Times". Kvaðst hann ekki sjá eftir neinu og einskis sakna frá Englandi nema ef vera skyldu ýmsir smá- réttir. Michael Dukakis vann glæstan sigur á Jesse Jackson í tvennum forkosningum Demókrataflokksins í fyrradag. Fátt getur því varnað því að hann verði forsetaframbjóðandi flokks síns og etji kappi við George Bush í nóvembermánuði næstkomandi. En hverjir verða varaforsetar tvímenninganna. Dukakis kvað einkum renna hýru auga til þingmannanna Samúels Nunns og Bills Bradleys. Sá síðarnefndi hefur m.a. augastað á tveim konum, Jeanne Kirkpatr- ick og Söndru 0‘Connors hæsta- réttardómara. Fœstir reikna með öðru en áframhaldandi hokri hœgristjórnarinnar. En hvaða skoðun skyldu Danir hafa á Nató? Forsætisráðherra Danmerkur, íhaldsþingmaðurinn Paul Schliiter, gekk í gær á fund henn- ar hátignar drottningarinnar, Margrétar Þórhildar, og sagði af sér embætti. Engu að síður eru flestir fréttaskýrenda þeirrar skoðunar að minnihlutastjórn hans haldi velli, með fulltingi „róttækra vinstrimanna“ og tví- efldra glístrúpa. Aukið gengi hinna síðarnefndu muni róa spenntar taugar Natósinna og gleðja andstæðinga félagslegrar þjónustu og útlendinga. Schluter var glaður í bragði þegar hann hélt til fundar við drottningu og hafði á orði að upp- sögn sín væri „aðeins til bráða- birgða“. Einsog kunnugt er fengu stjórnarflokkarnir fjórir ná- kvæmlega jafn mörg þingsæti í sinn hlut í fyrradag og þeir höfðu áður. Miðdemókratar og Kristi- legi þjóðarflokkurinn stóðu í stað en 3 fýlgismenn Schluters viku úr sessi fyrir jafnmörgum skjólstæð- ingum Uffe Ellemanns Jensens utanríkisráðherra. Hann er for- maður „Venstre“. Átta stjórnmálaflokkar eiga nú fulltrúa á danska þinginu og er talið víst að forystumenn 6 þeirra séu áfram um að Schlúter sitji kyrr í leiðtogasessi. Sjálfur lagði forsætisráðherrann þetta til mál- anna: „Það er mjög brýnt að við reynum að komast hjá því að þing verði rofið á næstu mánuðum og árum. Við verðum að kosta kapps um að setja saman ríkis- stjórn sem fær haldið völdum næstu fjögur ár eða út kjörtíma- bilið.“ Það er alkunna að Schlúter rauf þing og boðaði til kosninga um afstöðuna til Nató. En það er náttúrlega ógjörningur að henda reiður á því hvort Danir eru með eða á móti því að skipherrar er- lendra hergnoða séu spurðir um kjarnorkuvopn eftir þessar kosn- ingar. Þó var varnarmálaráð- herra Danmerkur, Bernt Jóhann Collet, ánægður með „hægri- sveifluna", þ.e.a.s. ávinning „Framfaraflokksins", og taldi hana til marks um Natóást landa sinna. Sjálfur viðurkenndi Schlúter í gær að verið gæti að Natósinnar hefðu orðið fyrir von- brigðum með útkomu stjórnarf- lokkanna. „Þetta hefði getað far- ið mikið betur í gær en það hefði einnig getað farið mikið verr... jafnvel þótt úrskurðurinn væri til muna óljósari en ég hefði kosið.“ Um kvöldmatarleytið í gær bárust fréttir um að Margrét drottning hefði falið fráfarandi þingforseta, jafnaðarmanninum Svend Jakobsen, að stýra stjórn- army ndunarviðræðum. Sovétríkin Ungmenni hlynnt „glasnosf‘ Aldnirá Það virðist komið í tísku í austurvegi að kanna viðhorf og skoðanir manna á félagsvísinda- legan hátt. Niðurstöður einnar slíkrar rannsóknar voru birtar al- menningi í „Moskvufréttum“ í gær. 400 íbúar höfuðborgarinnar voru spurðir spjörunum úr um „glasnost" stefnu Míkhaels Gor- batsjovs og fleira sem er ofarlega á baugi í sovésku samfélagi. Það er einkar athyglisvert en kemur þó tæpast á óvart að yngra fólk er hlynntara almennu prent- frelsi og opinskáum umræðum en roskið fólk. Könnunin leiddi í ljós að um 78 af hundraði ung- menna, 19 ára og yngri, eru áfram um „glasnost“ og svipaða sögu er að segja af fólki á aldrin- um 20-29 ára, 75 af hundraði þeirra styðja Gorbatsjov. Hinsvegar virðist eldra fólk varkárara enda man það tímana tvenna. Aðeins rúmur helmingur manna, 60 ára og eldri, styður „glasnost“ eða 56 af hundraði. Það er ennfremur sláandi að að- eins helmingur, 50 af hundraði, yfirmanna fyrirtækja og fram- kvæmdastjóra í viðskiptalífi er hlynntur mál- og prentfrelsi í So- vétríkjunum. báðum áttum en helmingur framkvœmdastjóra andvígur Sem kunnugt er hefur Gorbat- sjov viðurkennt að stefna hans, „glasnost" og „perestrojka“, hafi valdið glundroða og ringulreið víðsvegar í þjóðfélaginu, jafnvel efst í valdapýramídanum. Hann hyggst engu að síður halda ó- trauður áfram umbótum, jafnt í stjórnkerfi, kommúnistaflokki sem efnahagslífi. Fréttir berast af því að nýbirtar upplýsingar í sovéskum blöðum um myrkraverk Jósefs Stalíns valdi deilum og árekstrum í fjöl- skyldum. Ungt fólk reki í roga- stans þegar það fái upplýsingar þessar í hendur og það láti vera sitt fyrsta verk að inna foreldra sína eftir afstöðu sinni og at- höfnum á árum áður. Reuter/-ks. Pólland Sigrinum fylgt eftir Pólska ríkisstjórninfœraukið umboðþingsins í kjölfar ósigurs verkamanna Pólska þingið, Sejm, veitti rflrisstjórninni í gær umboð til þess að tryggja framgang efna- hagsbreytinga og grípa til hvers- kyns ráðastafana gegn verkafólki ef ske kynni að það maldaði í mó- inn. Þingið samþykkti með 352 at- kvæðum gegn engu (átta voru fjarverandi!) að heimila ríkis- stjórn Wojciechs Jarúselskis að banna hækkanir á vöruverði og kaupi og að segja verkamönnum og framkvæmdastjórum upp störfum. Umboð þetta fellur úr gildi í árslok. Samkvæmt ályktun þingsins er verkamönnum óheimilt að leggja niður vinnu eða sýna annað hvimleitt hátterni á vinnustöðum nema hin opinberu verkalýðsfé- lög hafi lagt blessun sína yfir slíka breytni. En það er kunnara en frá þurfi að segja að sú „verkalýðs- hreyfing" hefur aldrei nokkurn tíma boðað til verkfalls eða gert ráðamönnum flokks og ríkis gramt í geði með öðrum hætti. Zbigniew Messner forsætisráð- herra hampaði umboðinu hróð- ugur í gær en þá var ekki liðinn nema tæpur sólarhringur frá því Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, gekk burt frá lóð skipasmiðju Leníns í Gdansk í broddi fylking- ar verkamanna. Níu daga verk- falli þeirra lauk þar með án þess að uppskeran væri nokkur nema ef vera skyldi aukið sjálfstraust. Samstaða er bönnuð eftir sem áður og laun duga ekki fyrir brýn- ustu lífsnauðsynjum. Reuter/-ks. Fimmtudagur 12. maí 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.