Þjóðviljinn - 12.05.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 12.05.1988, Blaðsíða 19
Handbolti IÞROTTIR Kóreukandídatar 23 leikmenn íhópnum en 15 fara á Ólympíuleikana. Að meðaltali 1 landsleikur á viku á síðasta ári. Markmiðið 1.-6. sœti Landliðsnefnd tilkynnti í gær hópinn sem mun æfa fyrir Ólym- píuleikana í Kóreu. Þeir hefja æfingar á fullu 10. júní og eru á æfingum 22 tíma á viku en að auki eru fyrirhugaðir að minnsta kosti 21 landsleikir fyrir leikana. Sam- tals verður æft í 385 klukkustund- ir á þessum tíma fyrir utan lands- leikina. Hópurinn sem fer til Kór- eu verður síðan tilkynntur 2. september en lagt verður af stað þann 11. í hópnum eru: Einar Þorvarðarson Val...........178 Brynjar Kvaran KA................114 GuðmundurHrafnkelssonUBK..........52 Hrafn Margeirsson ÍR...............7 Guðmundur Guðmundsson Víking....171 Jakob Sigurðsson Val.............134 Þorgils Ó. Mathiesen FH..........175 Geir Sveinsson Val...............123 BirgirSigurðsson Fram..............8 Valdimar Grímsson Val.............45 Fótbolti Meistari meistaranna í dag, uppstigningardag, kl. 14.00 hefst á Laugardalsvellinum Meistarakeppnin. Það verða ís- landsmeistarar Vals sem leika gegn bikarmeisturum Fram og hreppir sigurvegarinn titilinn Meistari meistaranna. Fram og Akurnesingar hafa oftast hreppt titilinn eða í 5 skipti hvort félag, Valsmenn aðeins tvisvar og KR einu sinni. Karl Þráinsson Víking..............59 Bjarki Sigurösson Viking...........11 Alfreö Gislason KR................125 Atli Hilmarsson Fram..............120 Héðinn Gilsson FH..................23 JúlíusJónasson Val.................94 Sigurður Gunnarsson Víking........132 Páll Ólafsson KR..................157 Þorbergur Aöalsteinsson Saab......159 Árni Friðleifsson Víking...........23 Kristján Arason Gummersbach.......167 Sigurður Sveinsson Val............127 JúlíusGunnarssonFram................0 Af þeim sem fóru til Japan og verða ekki með eru Óskar Ár- mannsson FH og Stefán Krist- jánsson KR. Að vísu er Valdimar Grímsson Val í gifsi sem hann iosnar úr 9. júní en hann verður Vestur-þýski landsliðsmaður- inn Olaf Thon mun leika með Ba- yern Munchen næsta keppnis- tímabil. Thon er nú leikmaður með Schalke en liðinu hefur vegnað illa í vetur og blasir ekk- ert nema fallið við. Gunter Siebert, forseti Schalke, sagði að Thon myndi undirrita samning við Bayern í dag, miðvikudag, en Uli Honess látinn byrja á léttum æfingum með hinum. Páll Ólafsson og Sig- urður Gunnarson hafa báðir átt við meiðsli að stríða en verða að öllum líkindum með á fyrstu æf- ingunni 10. júní. Markið í Kóreu hefur verið sett á 1.-6. sæti. Að sögn Bogdan landsliðsþjálfara eru Islendingar með leikreyndasta lið í heimi og á síðasta ári voru leiknir 54 lands- leikir sem gera að minnsta kosti einn í hverri viku. Undir stjórn Bogdans hafa verið leiknir 160 leikir og eru það 1/3 hluti af öllum handboltalandsleikjum íslands. -ste hafði áður lýst áhuga sýnum á píítinum. Olaf Thon er aðeins 22 ára gamall en hefur engu að síður unnið sér fast sæti í þýska lands- liðinu. Hann á vafalaust eftir að styrkja lið Bayern mikið og greinilegt er að hann á að fylla skarðið sem Lothar Matthaus skilur eftir sig, en hann er á förum frá liðinu. -þóm Hlaup Þýskaland Hion til Bayem Skrifar undir samning í dag Daníel á toppinn Hlaup Lands- banka- hlaupið Laugardaginn 14. maí fer hið árlega Landsbankahlaup fram. FRIstendur fyrir hlaupinu í sam- vinnu við Landsbanka íslands og fer hlaupið fram á öllum þeim stöðum þar sem bankinn er með afgreiðslu eða útibú. Á höfuð- borgarsvæðinu verður þó einung- is eitt veglegt hlaup í Laugardaln- um og hefst það kl. 14.00. Hlaupið fer ekki alls staðar fram á sama tíma en hægt er að fá ná- kvæmari upplýsingar í útibúun- um. ÖIl börn óháð búsetu, fædd á árunum 1975 til 1978 hafa rétt til þátttöku. Keppt er í tveimur flokkum stelpna og tveimur flokkum stráka. Keppa árgang- arnir 75 og 76 saman og 77 og 78. Vegalengdin í fyrrnefnda flokkn- um er 1500m en llOOm fyrir þann seinni. Veittir eru verðlaunapeningar fyrir 1., 2. og 3. sæti í hverjum flokki. Auk þess verður dregin út ein Kjörbók með 3000 króna innistæðu á öllum þeim stöðum þar sem hlaupið fer fram og hafa allir jafna möguleika. í Laugar- dalnum verður dregin út ein slfk bók fyrir hvert útibú í Reykjavík. í fyrra tóku alls 1340 krakkar þátt í hlaupinu víða um land og standa vonir til að enn fleiri taki þátt nú. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu FRÍ í síma 91-685525 og 83686. Meistaramót íslands í hálf- maraþoni var haldið á Akureyri um helgina. Daníel Smári USAH sigraði þar og heldur sér þar með í efsta sæti stigakeppninnar. Gíf- urleg keppni var í karlaflokki og var mjög lítill munur á efstu mönnum. Manuel Bossier sem kemur frá Frakklandi náði í 6. sæti en hann keppti sem gestur. Martha Ernstsdóttir ÍR vann í kvennaflokki þegar hún hljóp á 1.25.51. Úrslit Karlar Daníel S. Guðmundsson USAH ....1.17.19 Jóhann Ingibergsson FH.......1.17.24 Gunnlaugur Skúlason UMSS.....1.17.29 Jakob Bragi Hannesson U(A....1.19.13 Magnús Björnsson USAH........1.44.45 Kvenfólkið heldur til Ramnes í Noregi þar sem þær spila í Norð- urlandamóti kvenna í blaki og er fyrsti leikurinn við Noreg á föstu- daginn. Þær leika einnig við Finna, Dani og Svía en þessar þjóðir eru talsvert betri en ís- lendingarnir. Þetta er í 2. sinn sem kvennalandsliðið tekur þátt í þessu Norðurlandamóti en fyrra skiptið var á Álandseyjum 1984 og var árangurinn þar frekar slak- ur enda íþróttin stutt á veg komin hér á landi. í liðinu eru Sigurborg Gunnarsdóttir UBK, Ursula Jun- eman ÍS, Snjólaug Bjarnadóttir Þrótti, Birna Hallsdóttir ÍS, Hild- ur Grétarsdóttir UBK, Linda Jónsdóttir Þrótti, Oddný Erl- Lokastaðan í vetrar- hlaupunum ‘87-‘88 Karlaflokkur Stig Hlaup 1. DaníelS. Guðmunds. USAH138 10 2. Jóhann Ingibergsson FH .... 135 10 3. Bessi Jóhannesson |R...124 10 4. GunnlaugurSkúlas. UMSS 124 10 5. Frímann Hreinsson FH...115 9 6. Kristján Skúli Ásgeirsson |R 102 9 7. Már Hermannsson UMFK...99 7 Kvennaflokkur 1. Steinunn JónsdóttirlR..114 8 2. MargrótBrynjólfsdóttirUMSB 97 7 3. Rakel Gylfadóttir FH...53 4 4. Margrét Guðjónsdóttir UBK..50 4 5. MarthaErnstsdóttirÍR...45 3 Drengjaflokkur 1. Bjöm Pétursson FH......120 9 2. Finnbogi Gylfason FH...87 6 3. BjömTraustason FH......60 5 4. Isleifur Kárason UBK...54 4 5. Bragi Smith UBK........24 2 -ste endsdóttir UBK, Málfríður Páls- dóttir ÍS og Björk Benediktsdótt- ir Vfkingi. Karlarnir fara til Luxemborg þar sem þeir taka þátt í keppni smáþjóða í blaki. Þetta er ný keppni sem Alþjóðablaksam- bandið hefur komið á og er ætl- unin að halda slíkt mót á tveggja ára fresti. Liðið hefur æft stíft frá því að keppnistímabilinu lauk og er líklegt að lenda ofarlega en lið- in sem leika á mótinu eru: Malta, Mónako, Færeyjar, Luxemborg, Gíbraltar, Kýpur og Lichten- stein. Fyrir mótið verður liðið við æfingar og keppni en leikið verð- ur meðal annars við B-landslið Vestur-Þýskalands. -ste Blak Blakfólk á flakki Graeme Rutjes og félagar urðu Evrópumeistarar í fyrsta sinn í gær. Evrópukeppni barré : tjes Mechelen vann Evrópubikarinn Ajax misstu mann útafstrax á 15. mínútu Það fór ekkert sérlega mikið fyrir gæðum þegar Ajax frá Hol- landi og Mechelen frá Belgíu mættust í úrslitaleik Evrópubik- arsins, en Belgunum tókst þó að leggja fyrrverandi Evrópubik- armeistarana að velli 1-0. Ajax byrjaði betur og voru með þyngri og lengri sóknir en Mechelen áttu þó snöggar skyndisóknir sem sköpuðu oft hættu við mark andstæðinganna. Það skipti sköpum í einni slíkri sókn þegar Danny Blind felldi Marc Emmers sem var kominn með hraðaupphlaup og fékk að sjá rauða spjaldið fyrir vikið. Þá fóru Mechelen að sækja meira en Ajax átti þó góð færi þó lítil hætta skapaðist. Strax í síðari hálfleik sótti Mec- helen meira og eftir að ísrealinn Eli Ohana hafði leikið sig frían í horninu, gaf hann fyrir markið þar sem Pieter Den Boer skallaði hann í markið 1-0. Eftir það sóttu Hollendingarnir meira, en Belg- arnir drógu sig til baka. Mark- verðir liðanna, Stanley Menzo og Michel Preudhomme, þurftu nokkrum sinnum að taka á hon- um stóra sínum þegar leið á leikinn, en mörkin urðu ekki fleiri. Þetta er fyrsti stóri titill Mec- helen í Evrópukeppni og annað liðið frá Belgíu sem nær að sigra í Evrópukeppni. Ajax hins vegar unnu Evrópubikarinn í fyrra í Aþenu en urðu að lúta í lægra haldið nú. Áhorfendur voru um 40.000. -ste Fimmtudagur 12. maí 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.