Þjóðviljinn - 17.05.1988, Síða 1

Þjóðviljinn - 17.05.1988, Síða 1
Þriðjudagur 17. maí 1988 I10. tölublað 53 árgangur I * *' ■ ■ Wm' < m fli f}J|; 1 1 '•jf'. •fK p1* WfiWSm KSf Stór glufa er komin í stjómarsamstarfið eftir að uppúr slitnaði í umræðum um efnahagsráðstafanir á miðnætti í fyrrakvöld. Efnahagsráðstafanir Ekkert samkomulag um aðgerðir aðrar en gengisfellingu. Þorsteinn sakarFramsókn um ábyrgðarleysi í tillögum sínum. Steingrímur segir að stjórnin sé nú veikari en áður. Alþýðuflokkur villfulltsamráð við verkalýðshreyfinguna Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar riðar nú til falls eftir að ljóst varð um helgina að ekkert samkomulag er milli stjórnarflokkanna um aðgerðir í efnahagsmálum aðrar en 10% gengisfellingu strax og heimild til Seðlabanka um að hækka eða lækka þá tölu um 3%. Þorsteinn Pálsson var reiður eftir ríkisstjórnarfundinn sem lauk á miðnætti á sunnudagskvöld og sakaði fram- sóknarmenn um ábyrgðarleysi í tillöguflutningi sínum. Vegna þessara orða boðaði Steingrímur Hermannsson til blaðamannafundar í gær þar sem hann rakti tillögur fram- sóknarmanna og sagði að bæði þeir og alþýðuflokksmenn hefðu verið með ítarlegar tillögur en ekkert slíkt hefði sést frá sjálfstæðismönnum utan það sem Steingrímur kallaði ábendingar í sex liðum. E>á kom fram í máli Steingríms að eftir þessa helgi teldi hann stjórnina veikari en áður. Eins og fram kemur í blaðinu í dag leggja alþýðuflokks- menn nú áherslu á að fullt samráð verði haft við verka- lýðshreyfinguna um þær aðgerðir sem grípa á til en stjórnin hefur ákveðið að þær eigi að móta á næstu tveimur vikum. Ef ekki næst samkomulag á þeim tíma blasir fátt annað við en stjórnarslit og nýjar kosningar. Framsóknarmenn hafa svo ákveðið að flýta boðuðum miðstjórnarfundi í júní en hann átti sem kunnugt er að knýja á um að eitthvað af tillögum Framsóknar kæmu til framkvæmda fyrir þann tíma. ______________________________ Sjá bls. 3 og 7 Kjaramál Skrípalæti og hótanir lndriði G. Þorláksson hafnareigin hugmyndum. Bráðabirgðalögum hótað. Símamenn eiga ósamið Veðrið Próflestur í laugunum Miklar sviptingar voru í samn- ingamálum við ríksivaldið um síðustu helgi. Samninganefnd ríkisins lagði fram tilboð í við- ræðum við BHMR á sunnudag en fékk bakþanka og tók það til baka. Hefur Indriði G. Þorláks- son, formaður samninganefndar ríkisins, sakað BHMR um að plata sig. Þá slitnaði upp úr viðræðum Kennarasambands íslands og ríkisvaldsins og flugu hótanir um bráðabirgðalög yfir samninga- borðið. Samninganefnd ríkisins býður kennurum minni hækkanir en verið hafa á vinnumarkaðnum að sögn fulltrúa KÍ. BSRB lauk endurskoðun sinna samninga og fékk 5-6% viðbótar- hækkun á samningstímanum. Símamenn skrifuðu ekki undir þetta samkomulag og telja frá- leitt að gera það við þær aðstæður sem nú ríkja. Sjá bls. 2 í gær, í miðjum próflestri hjá nemendum landsins, brast á þessi líka brakandi þurrkur. Það var því tilvalið að demba sér í kalda laug en lesa svo, eða það gerðu námsmeyjarnar að minnsta kosti sem fylla myndina hér að ofan. Á næstunni verður veðrið verra fyrir norðan og austan en gott hjá Sunn- og vestlendingum. Raunar var veðrið svo hlýtt og gott á höfuðborgarsvæðinu í gær að ljósmyndari Þjóðviljans smellti sér í laugarnar. Sjá bls. 8 Stjórnmál Nýjar kosningar strax Ríkisstjórnin segi af sér og boðað verði hiðfyrsta til nýrra þingkosninga Það er ekki nema einn rökrétt- ur endir á atburðarás síðustu daga í íslenskum stjórnmálum. Það er að ríkisstjórnin segi af sér og boðað verði til nýrra kosninga eins fljótt og unnt er, segir m.a. í leiðara Þjóðviljans í dag. Sitji stjórnin áfram má eiga von á annarri ráðstafanastyrjöld seinna í sumar, annarri gengis- fellingu, auknu ráðleysi. íslenskt efnahagslíf þolir ekki svona stjórn á ríkinu og fjárhagur heimilanna má ekki við frekari áföllum, segir einnig í leiðaran- um. Sjá bls. 4

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.