Þjóðviljinn - 17.05.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.05.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Gengisfelling nú: Hnífsstunga í bak launafólks Gengisfelling núna er hníf- stunga í bakið á launafólki, sem hefur verið að berjast fyrir launum sínum og gera samninga. Gengisfelling þýðir einfaldlega það að krónurnar í launaumslög- unum verða verðminni, en þeim fjölgar hins vegar ekki, af því það er nýbúið að semja til heils árs. Verðbæturnar sem um samdist eru þess eðlis að þær munu duga illa til að viðhalda kaupmætti launanna. Enda er það svo að út- vegsforstjórum finnst gengisfell- ing til lítils, ef launin hækka bara í kjölfarið. Kveinstafir útgerðar og fisk- vinnslu nú eru með eindæmum. f>eir eru nýkomnir út úr samning- um, þar sem þeim tókst að halda þeim fyrir neðan 40 þúsund í launum, sem hafa haldið þeim sjálfum og fiskvinnslunni uppi. Ef eigendur fiskvinnslufyrirtækj- anna geta ekki haldið uppi fisk- vinnslu vegna þessara launa, ættu þeir að hætta að reyna að reka hana. Fólkið sjálft, sem stendur fyrir framleiðslunni gæti gert þetta miklu betur. Útgerð og fiskvinnsla hafa búið við einstakt góðæri a.m.k. Ragnar Stefánsson skrifar frá því árið 1985. Afli hefur farið vaxandi og aflaverðmæti líka, all- an þennan tíma og fram í febrúar- lok, ef trúa má meðfylgjandi töflu frá Þjóðhagsstofnun. þessu ári. Frystar afurðir eru tæp 54% af framleiðslunni. Saltfisk- urinn, sem er tæp 19% af fram- leiðslunni hækkar um 39%, og ís- fiskurinn sem er 12,5% af fram- en nokkru sinni frá 1982. Heildaraflinn hefur vaxið stór- lega frá 1984. Þrátt fyrir þessa geysilegu hækkun afurðanna var gengi ís- „Gengisfelling þýðir einfaldlega það að krón- urnar í launaumslögunum verða verðminni, en þeimfjölgar hinsvegar ekki afþví að það er nýbúið að semja til heils árs... Enda erþað svo að útvegsforstjórunumfinnstgengisfelling til lítils eflaunin hœkka bara í kjölfarið. “ Taflan sýnir markaðsverð sjáv- arafurða í Bandaríkjadollurum, á tímabilinu 1980 - febrúar 1988 og sýnir verðbreytingar miðað við 100 dollara árið 1980. Stærsti þáttur sjávarafurðanna eru „frystar afurðir", sem hækka um 30% frá 1986 tli febrúar á leiðslunni hækkar um 25%. Gengi bandaríkjadollars lækkaði að vísu á þessu sama tímabili, en þó ekki nema um 10%, þannig að eftir stendur um fjórðungshækk- un sjávarafurða okkar að meðal- tali. Botnfiskaflinn var meiri í fyrra lensku krónunnar lækkað um 6% um mánaðamótin febrúar, mars til að bæta stöðu útgerðar og fisk- vinnslu, eins og það er orðað. Núna ganga ýmsar tölur milli útvegsforstjóranna um slæma af- komu, alveg á síðustu mánuðum, lækkandi markaðsverð og minni afla. Þetta eru þeirra eigin orð, og ég hef auðvitað engar tölur á móti þeirra tölum, Maður hefur að vísu heyrt frá sjómönnum að vertíðin hafi sums staðar gengið illa. En við höfum enga ástæðu til að trúa tölum forstjóranna nú frekar en tölunum, sem þeir gáfu upp í ársbyrjun og leiddu til 6% gengisfellingarinnar. Utvegsforstjórarnir þurfa ekki einu sinni versnandi afkomu um skamman tíma til að heimta kjar- askerðingar. Nei, þeim nægir að verðhækkanirnar hægi á sér í einn til tvo mánuði til að þeir heimti varanlega kjaraskerðingu. Gengisfellingin og byggðastefnan Ástæða þess að fólk flyst af landsbyggðinni er að það hefur litlar tekjur fyrir mikla vinnu. Meira að segja láta sumir for- stjórar í fiskvinnslu hafa það eftir sér að aðalvandinn sé sá að það fáist ekki nægilega mikill mann- afli til starfa, til að nýta húsin og tækin sem búið er að fjárfesta f. Grundvallaratriði í byggða- málum eru sannarlega ekki há Þá er loksins von til að þessu landi verði stjórnað. Ríkisstjórn- in hefur sent Alþingi heim og get- ur nú gripið til öflugra efna- hagsráðstafana án þess að þurfa að bera þær undir stjórnarand- stöðu eða eigin þingmenn. Stjórnarflokkarnir, sem standa að þessum lýðræðislegu vinnu- brögðum, eru einmitt þeir flokk- ar sem hafa kallað sig „lýðræðis- flokkana" á hátíðlegum stund- um, allt frá því að þeir útilokuðu fjórða þingflokkinn frá umræð- um um þá ákvörðun að bjóða Bandaríkjamönnum að hafa hér herstöð. Ein og ein hjáróma rödd hefur gagnrýnt þessa röggsemi stjórnvalda. Það fólk hefur í ein- feldni sinni lagt þá merkingu í lýðræðið að allir þegnar gætu tjáð sig um stjórnaraðgerðir, áður en gripið er til þeirra, og að til þess kjörnir fulltrúar gætu fjallað van- dlega um þær. Hinir sjálfskipuðu verndarar lýðræðisins á íslandi vita þó betur, sem sé að stjórnar- aðgerðir eru því betri þeim mun færri sem fjalla um þær. Þeir að- hyllast þá rökfræði að besta leiðin til að varðveita lýðræðið sé að fórna því. Ríkisstjórn „lýðræðisflokk- anna“ hefur reyndar starfað sam- kvæmt þessum lýðræðisskilningi allt sitt gæfuríka starfsár. Hún hefur aukið enn á þann fyrir- myndarsið Alþingis að vinna hægt og seint, nema rétt fyrir ára- mót og þinglok, þegar fjölmörg- um stórum málum er hespað af í flýti. Stjórnin fleygði fjallháum bunkum af lagafrumvörpum á borð þingmanna skömmu fyrir jól og aftur skömmu fyrir þinglok og knúði fram skjóta afgreiðslu þessara mála. Þingmenn stjórn- arandstöðunnar þurftu að vinna nánast allan sólarhringinn til þess eins að geta sett sig nokkurn veg- inn inn í frumvörpin og mótað eirihverja gagnrýni og breyting- artillögur. Almenningur heyrði varla annað en einhverja flausturslega kynningu, og svo Nútíma lýðræði Gestur Guðmundsson skrifar bárust tíðindi um að frumvörpin hefðu verið samþykkt. í þessum hraðpökkum voru stórmál, sem varða alla afkomu heimilanna mikið, sbr. hinar viðamiklu skatt- kerfisbreytingar, húsnæðismálin, að ógleymdum fjárlögunum. Síð- ast var virðisaukaskatturinn þvingaður í gegnum þingið á svo lensku pollum, en einhvern tím- ann náðu þeir samkomulagi um að skipta liði og að hvor um sig fengi óskert völd í sínum polli. Davíð Oddsson hefur á margan hátt haft frumkvæði um nútíma- lega túlkun á lýðræðinu í borgar- stjórn Reykjavíkur, og óþarfi er hér að rekja þá alkunnu sögu, víðtækt vald til að senda þingið heim, hvenær sem það er fyrir honum, svo að hann geti stjórnað með bráðabirgðalögum og öðr- um tilskipunum. Auðvitað verði það bundið í lögum að Sjálfstæð- isflokkurinn skipi forsætisráð- herra. Þar með væri lýðræðishug- mynd næst stærsta >yAnnars er það óljóst hvort grundvöllurinn að nútíma lýðræðisskilningi var lagður á leynifundum þríflokkanna eða ípollum austur á Selfossiþetta örlagaríka vor 1951. “ skömmum tíma að almenningur náði engan veginn að átta sig á afleiðingum þessarar breytingar og stjórnarandstöðunni gafst ekkert tóm til að hugsa upp and- svör við henni. Þegar ráðherra var gagnrýndur fyrir þennan flýti í sjónvarpi, svaraði hann því til að frumvarpið hefði verið lengi í meðferð í þingflokkum stjórnarf- lokkanna, og sýndi hann þar að hann er mikill stjórnskörungur og skilur út í æsar þá lýðræðishug- mynd sem var grundvölluð í maí- byrjun 1951. Annars er það óljóst, hvort grundvöllurinn að nútíma lýð- ræðisskilningi var lagður á leyni- fundum þríflokkanna eða í poll- um austur á Selfossi þetta örlaga- ríka vor 1951. Það er raunar ráð- gáta öllum stjórnmálaskýrendum dagsins í dag, hvernig þeir Þor- steinn Pálsson og Davíð Oddsson gátu komið sér saman um það hvor fengi að ráða í hinum sunn- hvernig hann hefur beitt dæma- fárri röggsemi til að koma upp ráðhúsi í uppáhaldspolli sínum í Reykjavík, og tekist að ýta til hliðar gamaldags sjónarmiðum um lýðræðisleg vinnubrögð. Maður er stundum að velta því fyrir sér, hvers vegna Davíð lét sér nægja að fækka borgarfulltrú- um niður í 15 en steig ekki skrefið til fulls og fækkaði þeim niður í einn. Skýringarinnar er sennilega helst að leita í skynbragði borg- arstjórans á hinu leikræna, því að það er óneitanlega fögur sjón að sjá átta hendur réttar á loft á móti foringja sínum sem fagnar þeim á sama hátt. Nú vil ég gera það að tillögu minni að þessir menn fullgeri lýðræðishugmynd sína. Þeir taki upp gamla tillögu Vilmundar Gylfasonar um stjórnkerfis- breytingu og feli framkvæmda- valdið forsætisráðherra, sem kjörinn er beinni kosningu. Jafn- framt verði forsætisráðherra falið stjórnmálaflokksins loksins fest í stjórnarskrá, í stað þess að fram- kvæmdaglaðir forystumenn hans þurfi að þreyta sig á samráði við aðra stjórnarflokka, hvað þá stjórnarandstöðu eða almenning. í sömu stjórnkerfisbreytingu væri hægt að lögfesta áratuga gamlan praxís um að sjálfstæðis- menn gangi fyrir í allar opinberar stöður. Það er nefnilega alkunna að sjálfstæðismönnum finnst ekki bara sjálfsagt og eðlilegt að þeir eigi atvinnulíf landsmanna, held- ur fara þeir með stjórnkerfi ríkis og borgar eins og það væri þeirra einkaeign. Kvittanir fyrir fram- lög í flokkssjóði eru betri skilríki upp á trúnaðarstöður í þessum kerfum en prófskírteini og þess háttar húmbúkk (nema hvað doktorspróf í kreddum frjáls- hyggjunnar er vitaskuld ávísun upp á háskólastöðu í hvaða grein sem er). Það er kannski óþarfi að ganga alveg jafn langt og t.d. Sovét- menn og binda einsflokkskerfi í stjórnarskrá. Heldur mætti taka fyrirmynd af þeim austantjalds- löndum, sem búa að nafninu til við fjölflokkakerfi á þjóðþingun- um, á meðan framkvæmdavaldið er allt á höndum sama flokks. Það má kannski skjóta því að, að lýðræðishugmynd Sjálfstæðis- flokksins og annarra lýðræðis- flokka á nú orðið víðar brautar- gengi en í stjórnarliðinu. Þannig bregst Alþýðubandalagið við uppákomum efnahagsmálanna með því að formaður flokksins kynnir efnahagstillögur á mið- stjórnarfundi. Alger óþarfi er að kveðja miðstjórnarmenn, hvað þá almenna flokksmenn, til ráða- gerða um afstöðu í efna- hagsmálum, og dugar kki minna en heil lýðræðiskynslóð til að standa að baki svona vinnu- brögðum. í íslenskum stjórnmálum er eiginlega ekki nema eitt afl, sem er svo gamaldags í lýðræðismál- unum að það tekur þetta hugtak bókstaflega og vinnur út frá hug- myndum um að lýðurinn eigi að ráða. Menn hafa vitaskuld séð að grasrótarlýðræði Kvennalistans er af hinu illa. það er ekki nóg með að það sé þungt í vöfum, heldur hefur það líka sýnt sig að slík vinnubrögð hafa jafnvel ein- hverja hugmyndaþróun í för með sér. Þannig urðu grasrótarvinnu- brögðin til þess að Kvennalistinn þróaði smám saman óljósa friðar- stefnu sína til andstöðu gegn her- stöðvum á íslandi, í stað þess að gera eins og alvörupólitíkusar og ákveða í eitt skipti fyrir öll hvort þeir vilja herinn burt eða herinn kjurt og leyfa enga umræðu um það mál. Almenningur í landinu skilur líka að við verðum að búa við nútímalýðræði, enda styðja ekki nema 30% Kvennalistann. Gestur Guðmundsson er félags- fræðingur og vinnur vl& ýmis rit- störf, Hann er um þessar mundir fastur þri&judagspenni í Þjóðvilj- anum. Þri&judagur 17. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.