Þjóðviljinn - 17.05.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.05.1988, Blaðsíða 6
FLÖAMARKAÐURINN íbúð til ieigu í París frá 1. júní-1. sept. Lftil, en á besta stað í miðborg Parísar. Verð 2500 fr. á mánuði. Frekari upplýsingar gefur Ása í síma 30589 á kvöldin. íbúð í Lundi i Svíþjóð Góð 3ja herb. íbúð í notalegu um- hverfi í Lundi er til leigu í sumar. Ibúðin leigist með nauðsynleg- ustu húsgögnum og eldhús- áhöldum á sænskar kr. 2000 á mánuði. Leigutími 15. júní- ágústloka. Upplýsingar veitir Þyrí í síma 666623, helst á kvöldin. Tölvur Vil leigja PC-tölvu með gulum skermi, 10-20 mb hörðum diski, WP forriti og prentara í nokkra mánuði. Vil selja Apple 2C með mús á kr. 25.000. Sími 30181. ísskápur - skipti Blomberg tvískiptur kæliskápur 1,85 sm á hæð, dökkgrænn, 2ja ára til sölu á kr. 30-35.000. Skipti á bil eða video koma til greina. Sími 79319. Hjól til sölu Mjög gott stelpuhjól fyrir 6-9 ára, næstum ónotað, rautt að lit m/ körfu, lás og bögglabera. Uppl. í síma 74003. Barnfóstra í Seljahverfi Ég óska eftir að gæta barns í júní og júlí. Ég er tæplega 11 ára, mjög vön barnfóstra. Hef verið á námskeiði hjá Rauða krossinum. Uppl. gefur Lilja Björk í síma 74003. Kvenreiðhjól óskast barnastóll má fylgja. Uppl. í síma 22439 e.kl. 17. Svefnsófi 2ja manna svefnsófi til sölu, mjög ódýrt. Uppl. í síma 41751. íbúð Hrísey! Til sölu er ca. 100 ferm. íbúð á einum besta útsýnisstað í Hrísey. Húsgögn geta fylgt. Til greina koma skipti á 2-3ja herb. íbúð í Reykjavík eða nágrenni. Upplýs- ingar í síma 30834. Kettiingur 6 vikna svartur og hvítur kett- lingur sem er vanur sandkassa óskar eftir heimili. Upplýsingar veittar í síma 23314. Vinnumaður Vantar vinnumann. Ekki yngri en 14 ára í sveit í Húnavatnssýslu. Upplýsingar í síma 34549 og 27202. Kerra óskast með skermi og svuntu. Upplýs- ingar í síma 36012. Á ekki einhver gamlan fataskáp, sem hann vill losna við fyrir lítið? Vinsamlegast hafið samband í síma 78301. Óskum eftir að taka á leigu atvinnuhúsnæði 150-200 ferm. með innkeyrsludyrum. Upplýs- ingar í síma 22577. Lada ’76 til sölu, skoðaður ’88, sumar- og vetrardekk, dráttarkrókur. Selst ódýrt. Sími 93-12379. Til sölu antik fataskápur og kommóða úr furu, Atlas barnabílstóll og Smugli barnaburðarpoki, borð- stofuborð og 4 stólar úr furu. Sími 687759. Vil skipta á stóru herbergi Kona sem á stórt herbergi með aðgangi að sambýli í miðri London óskar að skipta á her- bergi í Reykjavík í júní-sept. Upp- lýsingar í síma 623690. Kvikmyndafélagið Umbi óskar eftir gömlum primus. Upp- lýsingar í síma 623690. Nú er tiltektartíminn i skápum, geymslum, kjöllurum og háaloftum. Við þiggjum með þökkum það sem þið hafið ekki not fyrir lengur. Sækjum ef óskað er. Upplýsingar í síma 22916, 82640 og 673265. Flóamarkað- ur Sambands dýraverndun- arfélaga íslands, Hafnarstræti 17, kjallara. Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 14-18. Eldavél gefins Rafha eldavél fæst gefins. Upp- lýsingar í síma 25716. (búð Ungt par sem á von á barni vantar tilfinnanlega íbúð. Eru algert reglii- fólk á vínog tóbak, þrifin og sóma- kær. Þið sem e.t.v. hafið húsnæði aflögu vinsamlega hafið samband í síma 681333 næstu daga. Húsnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu íbúð í Reykjavík frá 1. júní. Uppl. i síma 623605, Anna Hildur og Gísli Þór. Húsnæði í París Rúmgott húsnæði til leigu í miðborg Paiísar (Le MARAIS/Les Halles) í sumar. Upplýsingar í síma 15687. Óska eftir notuðum ísskáp og þvottavél, helst gefins. Upplýsingar í síma 45196. Selfoss - Reykjavík húsnæðisskipti Óskum eftir góði 4-5 herbergja íbúð i Reykjavík í leiguskiptum fyrir stórt og gott einbýlishús á fallegum stað á Selfossi. Tilboð sendist auglýs- ingadeild Þjóðviljans. íbúð óskast 3-5 herberga íbúð óskast á leigu í 1-2 ár fyrir reglusama fjölskyldu. Góðri umgengni lofað. Upplýsingar í síma 94-6281 eða 621938 eftir kl. 21.00. Felgur á BMW 4 stk. 13” felgur á BMW 316, 4 stk. 14” felgur á BMW 3181 S. Seljast ódýrt. Upplýsingar í síma 77247 eftir kl. 18.00. Kaupið kaffið sem berst gegn Apartheid. Tanz- aníukaffi frá Ideele Import. Upplýs- ingar í síma 621083. Austin Mini Til sölu eru 2 Austin Mini árg. '78. Upplýsingar í síma 45196. Barmmerki Tökum að okkur að gera barm- merki með skömmum fyrirvara. Félagasamtök, fyrirtæki, einstak- lingar. Einnig hönnun og prentun ef þarf. Besta verð i bænum. Upplýsingar í síma 621083 og 11048. Reiðhjólaverkstæði Til sölu gott verkstæði. Það sem selja á er nafn, verkfæri og vara- hlutir. Húsnæði fylgir ekki. Verö- hugmynd 150-200 þús. kr. Greiðslumáti mjög sveigjanlegur. Tilvalið tækifæri fyrir 1 -3. Upplýs- ingar i síma 621309. Til sölu Lada safir '82. Ekinn 56.000 km. Selst mjög ódýrt. Upplýsingar í síma 43686 eftir kl. 19.00. jbúð í Míinchen Tveggja herbergja íbúð með öllu, á besta stað í Munchen til leigu mánuðina ágúst-október. Mán- aðarleiga 930 DM. Skrifið til: Skúla Pálssonar/Ránar Jóns- dóttur Schellingstrasse 102/111, 8000 Munchen 40, V-Þýskaland. Eldhúsinnrétting óskast Barnaheimilið Ós óskar eftir not- aðri eldhúsinnréttingu, helst gef- ins. Upplýsingar í síma 23277. Moskowits kassabíll árg. '89 til sölu. Upplýsingar í síma 84319 eftir kl. 17.00. Þvottavél til sölu Zerowatt 5304, ný, verð um 30.000 kr. Óskum eftir að kaupa litla kabyssu. Símar 16718 og 15269. Trjáplöntur til sölu Alaskavíðir, 60-100 sm, 60 kr. stk., Alaskaösp, 80-150 sm, 500- 700 kr. stk., reyniviður 80-120 sm, 400-500 kr. stk., birki, 80-120 sm, 300-400 kr. stk. Upplýsingar í síma 681455. Sumarbústaður eða lóð undir sumarbústað ósk- ast til kaups. Bústaðurinn má vera gamall og þægindalaus. Upplýsingar í sima 25010. Regnhlífakerra Viljum kaupa regnhlífakerru. Upplýsingar í síma 38564. Atvinnurekendur athugið! Ég er strákur á 16. ári sem vantar sumarvinnu. Upplýsingar í síma 41450, Birgir. Ford Escort ‘83 til sölu. Ekinn 64 þús. km, gullsanseraður, í góðu lagi og lítur vel út. Skipti á nýlegum bíl koma til greina, milligjöf staðgreidd. Uppl. í síma 681310 kl. 9 til 17. VIÐHORF laun á landsbyggðinni, Vandinn er auðvaldskerfið sjálft, og um- boðsmenn þess, ríkisstjórn og at- vinnurekendur. Fjármagnið leitar þangað, sem markaðurinn beinir því. Þeim sem hafa rakað til sín góðæri undanfarinna ára hefur einfaldlega þótt hagkvæm- ara að senda peningana suður á Reykjavíkursvæðið í fjármang- arafyrirtæki og hallarbyggingar. Þegar það var hagkvæmara fyrir útvegsforstjórana að láta skipin sigla, þá sigldu þau, burtséð frá því hvort það var hagkvæmt fyrir byggðir landsins eða ekki. Og þeir hegðuðu sér á miðunum eins og þeir ættu þau, en ekki þjóðin, og nýttu sér að þeim var afhentur kvóti til eignar. Þeir hafa meira að segja selt þennan kvóta á ok- urmarkaði. Fólkið í landinu er sífellt að fá fleiri sannanir fyrir því að einka- framtakinu er ekki treystandi fyrir velferð manna í strjálbýlinu. Byggðastefnumenn krefjast því ekki gengisfellingar. Gengis- fellingin færir peninga frá launa- fólki til einkarekstursins, og einkaframtakið er rækilega búið að sanna að því er ekki treystandi fyrir þeim. Kröfur byggðastefnunnar eiga að vera: Rýrum vald atvinnurek- enda til að ráða fyrir lífi fólks á landsbyggðinni. Færum valdið og þar með fjármálavaldið til fólks- ins heima í héraði, því okkur sjálfum getum við einum treyst. Byggðirnar eignist sjálfar fisk- veiðikvótann, nái honum úr höndum útgerðarmanna, sem braska með hann fyrir eigin hagsmuni og er ekki treystandi fyrir honum. Fólkið þarf sjálft að ná undir sig rekstrinum. Einka- framtakið er ekki fært um þetta og er að koma þorpunum út um land á vonarvöl. Krafan um að fólkið taki yfir rekstur fyrirtækj- anna á landsbyggðinni er því ekki fjarlæg krafa. Þetta er krafa dags- ins. Verkalýðssamtök og sósíal- istar eiga að einbeita sér að því að undirbyggja og berjast fyrir slík- um kröfum nú, en ekki að því hvort hægt sé að leysa enn einn „vanda atvinnuveganna", at- vinnuvega, sem við höfum ekkert um að segja að öðru leyti. Frumhlaup Ólafs Ragnars Ræða Ólafs R. Grímssonar á síðasta fundi Alþýðubandalags- ins var birt hér í Þjóðviljanum á þriðjudaginn var, og er óþarft að rekja efni hennar. Ríkisfjölmiðl- arnir o. fl. hafa mjög velt sér upp úr því að Ólafur boðaði þarna gengisaðlögun (fellingu) til að koma á jafvægi í gengismálum eins og það var orðað. „Þessi að- lögun komi ekki til skerðingar á Frystarafurðir..... 100 96 92 Saltfiskur.......... 100 113 100 Saltsíld............ 100 93 79 Mjöloglýsi.......... 100 101 73 ísfiskur............ 100 82 84 Annað............... 100 106 100 kjörum hinna lægstlaunuðu" segir Ólafur svo orðrétt. Þessi orð eru, hvort sem Ólafur meinti það eða ekki, aðstoð við ríkisstjórnina við að koma þessu óvinsæla kjararáni í gegn. Eða eins og tryggur Allaballi um langan tíma orðaði þetta við mig, þegar hann sá ræðu Ólafs: Nú er ekki mikill vandi fyrir þá lengur að fella gengið. Þegar þeir benda á það að Al- þýðubandalgið hafi líka viljað fella gengið, þá munu ráðherr- arnir ekki minnast á það einu orði, sem Ólafur setti sem skil- yrði. Það er alveg nóg fyrir þá að fá hitt. Ég vil að lokum benda á að Alþýðubandalagið afgreiddi ekki þessa stefnu Ólafs sem stefnu sína á þessum miðstjórnarfundi. Hún var einfaldlega ekki af- greidd. Hitt var ljóst að flestir þeir sem ræddu þessi mál á mið- stjórnarfundinum voru andvígir gengisfellingu. Ragnar Stefánsson er jarðskjálfta- fræðingur og virkur þátttakandi í verkalýðsbaráttu og stjórnmálum. Greinin er skrifuð fyrir atburð allra síðustu daga. 96 87 91 113 141 149 147 86 79 84 120 159 168 167 71 81 73 82 86 93 93 98 83 69 70 77 103 99 69 74 93 122 145 155 152 99 83 86 80 93 98 96 Samtals 100 100 91 92 83 85 103 126 136 134 Gengi USA $ 100 151 261 522 661 866 857 806 765 773 1988 19801981198219831984198519861987 Jan.Febr. AFMÆLI Þórdís Einarsdóttir Á tímum sem einkennast af sí- felldum breytingum, hraða og ör- yggisleysi verður það mikils virði að einhvers staðar sé þó, þrátt fyrir allt að finna festu, öryggi og óumbreytanleika. Eitt af kenni- leitum tilveru minnar, svo lengi sem ég man eftir mér, er Þórdís Einarsdóttir ömmusystir mín eða Dísa frænka eins og við höfum ævinlega kallað hana. Hún fæddist á Vopnafirði 17. maí 1908 og verður því áttræð í dag. Hún er yngst af tíu börnum foreldra sinna, Guðnýjar Bene- diktsdóttur og Einars Pálssonar. En það átti ekki fyrir Dísu að liggja að ílendast á Vopnafirði því tveggja ára gömul flutti hún með foreldrum sínum og tveimur systkinum til Eskifjarðar. Einar og Guðný reistu sér þar hús úti á Hlíðarenda og fluttu þangað 1914 og í því húsi er Dísu enn að finna. Hún hefur sagt mér hve fegin móðir hennar sagðist hafa orðið að flytja í húsið því þá var hrakn- ingum hennar lokið. Þau Einar og Guðný voru bæði ættuð úr Austur Skaftafellssýslu og hófu þar búskap en nálægt aldamótum leystist heimili þeirra í Suðursveit upp og þessi stóra fjölskylda tvístraðist og hjónin fóru í vinnu- mennsku, stundum hvort í sínu lagi og hvort með sitt barn hjá sér. Af börnunum tíu ólust aðeins þrjú upp hjá foreldrum sínum, Borghildur amma mín, Brynjólf- ur og Dísa, en Dísa var sú eina sem alla tíð naut návistar foreldra sinna beggja á þeirra eigin heim- ili. Henni hlotnuðust því viss forréttindi eins og títt er um yngstu systkini þó með öðrum hætti væri en nú tíðkast. Dísa fór snemma að vinna eins og þá gekk og gerðist. Meðal annars var hún í vist hjá ömmu minni og leit þá eftir móður minni og systkinum hennar svo fjöl- skyldutengslin voru þar alla tíð náin. Attrœð Dísa giftist 1928 Páli Guðna- syni úr Vöðluvík og þar bjuggu þau fyrstu sex hjónabandsár sín. Þar fæddust elstu börnin þeirra, Brynjólfur og Anna. 1934 fluttu þau á Eskifjörð og keyptu húsið sem foreldrar hennar höfðu byggt og þar hefur Dísa búið síð- an. Árin hennar í því húsi eru því orðin næstum sjötíu. Á Eskifirði fæddust þeim Páli og Dísu þrjárdætur, Guðný, Þór- unn og Rannveig. Þar kom í hlut Þórunnar að líta eftir mér og frænku minni á sumrin á meðan við gátum ekki sjálfar séð fótum okkar forráð svo ekki gerði fjöl- skyldan endasleppt við okkur í barnfóstursmálum. Þegar eldri börnin voru upp- komin fór Dísa að vinna í frysti- húsinu eða „hraðinu" eins og það hét nú reyndar í þá daga. Þá skap- aðist sú venja að hún drakk eftir- miðdagskaffið sitt hjá móður minni, því við bjuggum stuttan spöl frá hraðinu en Dísa í hinum enda bæjarins. Hún var því um árabil daglegur gestur á bernsku- heimili mínu þegar á annað borð einhverja vinnu var að hafa. Hún er því ómissandi hluti af bernsku- veröld minni og alltaf birti heldur til í eldhúsinu þegar hún birtist í hvítu frystihússfötunum. Það var heldur ekki lítils virði þegar ég sjálf nýfermd að stíga fyrstu spor- in í atvinnulífinu í margnefndu frystihúsi að eiga Dísu frænku þar að bakhjarli. Dísa starfaði í Verkakvennafé- laginu Framtíðinni á Eskifirði eftir að hún fór að vinna úti. Hún var varaformaður félagsins þegar Ragnhildur systir hennar, sem var formaður, féll frá 1961. Dísa tók þá við formannsstarfinu og var síðan kjörin formaður og var það uns félagið var sameinað Verkamannafélaginu Árvakri 1971. Hún sat Alþýðusambands- þing sem fulltrúi verkakvennafé- lagsins meðan hún var formaður þess og var kjörin heiðursfélagi Árvaks 1971. Dísa missti Pál mann sinn árið 1977. Hún býr nú með Brynjólfi syni sínum. Börnin hennareru öll búsett á Austurlandi, barnabörn- in eru tíu og langömmubörnin orðin fimm. Óll hafa þau notið ömmu sinnar og langömmu og hún þess ekki síður að fylgjast með þeim vaxa og dafna. Þegar ég lít til baka yfir nærfellt fjörutíu ár þá finnst mér eiginlega að Dísa hafi næstum ekkert breyst frá þí að ég fyrst man eftir henni. Og þó ég viti að hér hlýtur að vera um einhverja blekkingu hugans að ræða þá er hitt víst að léttlyndi hennar, hlýja og höfð- ingslund eru óbreytt og óbreytan- leg. Fjarlægðin veldur því að fund- um okkar ber nú sjaldan saman. Frá seinni tíð er mér það minnis- stæðast hve vel hún fagnaði börn- um mínum í fyrsta sinn og hvað hún hefur alltaf sýnt þeim mikla rausn. Þegar ég lít yfir þessar línur finnst mér fátt sagt af því sem mestu máli skiptir enda verður það trautt bundið í orð. En ég vona að Dísa taki viljann fyrir verkið og sendi henni hamingju- óskir og þakkir fyrir mig og mína. Sigurborg Hilmarsdóttir 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. maí 1S88

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.