Þjóðviljinn - 17.05.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.05.1988, Blaðsíða 10
ÍÞRÓTTIR Það var harka í leik Keflvíkinga og Völsunga á sunnudaginn. Leikmenn óðu í færum en tókst ekki að opna reikninginn fyrr en á 73. mínútu. Fótbolti Leikur markmanna Völsungur lét í minni pokannfyrir Keflvíkingum 3-1 og voru öll mörkin skoruð á síðustu 17 mínútunum Það var mikil biíða á malarvell- inum í Keflavík þegar heima- menn tóku á móti Völsungum frá Húsavík. Suðurnesjamenn höfðu undirtökin mestallan tímann í leiknum en norðanmennirnir náðu samt að skapa sér nokkur færi. Markverðir voru heldur betur í essinu sínu og vörðu hvað eftir annað meistaralega. í fyrri hálfleik voru Keflvíkingar mun meira með ÍBK-Völsungur 3-1 (0-0) 73. mín. Sigurður Björgvinsson(v).1-0 83. mín. Sigurður Björgvinsson(v).2-0 84. mín. Snævar Hreinsson........2-1 85. mín. Ragnar Margeirsson......3-1 LI6 ÍBK: Þorsteinn Bjarnason, Jóhann Magnússon, Guðmundur Sighvatsson, Daníel Einarsson, Jóhann Júlíusson, Sig- urður Björgvinsson, Peter Farell, Gestur Gylfason, Ragnar Margeirsson, Öli Þór Magnússon, Grétar Einarsson. LI6 Völsunga: Haraldur Haraldsson, Skarphóðinn Ivarsson, Theodór Jóhanns- son, Eiríkur Björgvinsson, Björn Olgeirs- son, Helgi Helgason, Snævar Hreínsson, Jónas Hallgrímsson, Kristján Olgeirsson, (Stefán Viðarsson 77. mín.), Aðalsteinn Aðalsteinsson. Spjöld: Gestur Gylfason IBK og Stefán Viðarsson Völsungi gult en Daníel Einars- son rautt. Dómari: Friðgeir Hallgrimsson sæmi- legur. Ma6ur leiksins: Óli Þór Magnússon IBK -sém/ste boltann og óðu í færum en tókst alls ekki að koma boltanum í net- ið framhjá Haraldi Haraldssyni markverði. Fótboltinn var ekki í háum gæðaflokki þó að á milli kæmi sæmilegt spil. Síðari hálfleikur var daufur framanaf enda mikill hiti. Á 48. mínútu átti Snævar Hreinsson gott skot að marki ÍBK en boltinn fór rétt yfir. Það var ekki fyrr en á 64. mínútu þegar Daníel Ein- arssyni var vikið af velli með rauðu spjaldi að hlutirnir fóru að gerast. Hann fékk fyrst gult spjald fyrir að kvarta við línu- vörðinn sem kvartaði við dóma- rann en þá kvartaði Daníel við dómarann sem kostaði hann rauða spjaldið. Leikmenn tvíefl- dust og á 73. mínútu var Óla Þór Magnússyni brugðið inní vítateig Völsunga og dæmd vítaspyrna. Sigurður Björgvinsson tók spyrn- una og skoraði örugglega með lágu skoti í hornið 1-0. Ragnar Margeirsson var á ferðinni skömmu síðar í góðu færi en bolt- inn fór framhjá í það skiptið. Gestur Gylfason fékk að sjá gult spjald á 81. mínútu fyrir að sparka boltanum burt eftir að búið var að dæma. Á 83. mínútu lék Óli Þór Magnússon sama Frjálsíþróttadeild ÍR hélt á uppstigningardag mót á Laugar- dalsvellinum. Hæst bar afrek Pét- urs Guðmundssonar HSK, en hann kastaði kúlunni 19.97 metra sem er aðeins 3 sentimetra frá 20 metra múrnum en þar er einmitt Ólympíulágmarkið. Pétur bætti persónulegan árangur sinn um 65 sentimetra á þessu móti en hann fær enn möguleika á lágmörkun- leikinn þegar honum var dæmd vítaspyrna en sá dómur var að margra dómi allvafasamur. Sig- urður Björgvinsson tóku spyrn- una sem fyrr og skoraði 2-0. Völ- sungur náði að minnka muninn á 84. mínútu þegar boltinn barst til Snævars Hreinssonar fyrir utan vítateig og Snævar var ekkert að tvínóna við hlutina heldur þru- maði boltanum í markið þannig að Þorsteinn kom engum vörnum við. Alveg glæsilegt mark. Ragn- ar Margeirsson átti síðan síðasta orðið f leiknum þegar hann lék léttilega í gegnum vörn Völsunga og skoraði síðasta markið sem innsiglaði sigurinn í 3-1. Af Keflvíkingum var Óli Þór góður og duglegur í framlínunni. Sigurður Björgvinsson átti einnig góðan leik. Af Völsungum bar mest á Theodóri Jóhannssyni en liðið verður að taka sig á ef það ætlar upp næsta ár. Líklega verða hrak- spárnar sem þeir hafa fengið ekki til að hressa upp á mannskapinn. -sóm/ste um á Vormóti ÍR sem veður hald- ið þriðjudaginn 17. maí. Urslit Kúluvarp karla Pétur Guðmundsson HSK......19.97 Andrés Guðmundsson HSK.....14.37 Þorsteinn Þórsson ÍR......13.56 Kúluvarp kvenna Sigrún Jóhannsdóttir KR....10.53 Bryndís Hólm ÍR...........10.48 HallaHilmarsdóttirÁrmanni..9.90 300 m hlaup karla Sigurjón Valmundsson UBK...37.2 Einar Einarsson Ármanni....37.3 AgnarSteinarsson ÍR........37.9 300 m hlaup kvenna OddnýÁrnadóttirÍR..........41.4 Bryndís Hólm ÍR............43.1 Ingibjörg ívarsdóttir HSK..44.2 1500 m hlaup karla BessiJóhannessonÍR.......4:10.8 Kristján SkúliÁsgeirsson ÍR ....4:17.2 SigmarGunnarsson UMSB......4:23.4 -ste Frjálsar Pétur við múrinn Fótbolti Háloftabolti KR og Víkingur gerðu jafntefli 2-2 á gervigrasinu á sunnudaginn Það var gaman að horfa á leikinn en mistökin voru mörg og leikmenn gerðu helst til of mikið af því að þruma boltanum sem hæst og lengst. Þó komu inní stuttir kaflar þar sem boltinn gekk á milli samherja og mörkin 4 glöddu augað. KR byrjaði leikinn betur og voru meira með boltann, en Trausti Ómarsson gerði samt fyrsta markið. Hann fékk send- ingu inní teig, lék á markvörðinn og sendi boltann í autt markið 1-0. Vesturbæingarnir sóttu enn sem fyrr og áttu nokkur hættuleg færi. Markið lá í loftinu og á 20. mínútu fékk Björn Rafnsson boltann fyrir utan teig og þru- maði honum í netið án þess að Guðmundur Hreiðarsson kæmi neinum vömum við 1-1. Eftir markið tók að bera meira á ký- lingum. Boltinn var meira og minna í loftinu og aukin harka færðist í leikinn. Liðin fengu nokkur færi en á 41. mínútu lék Andri Marteinsson skemmtilega í gegnum vörn KR og komst í mjög gott færi en renndi boltan- um út á Trausta sem var óviðbú- inn. Stefán Amarsson kom þá á flugi og greip boltann af tám Trausta. Þremur mínútum síðar var löng sókn hjá KR og í lok hennar kom boltinn fyrir Vík- ingsmarkið þar sem Snæbjörn Guðmundsson skallaði hann lag- lega inn 2-1. í síðari hálfleik fóru Víkingar að komast meira inní Ieikinn þó háloftaspyrnur væru enn stund- aðar. Þeir virtust hafa lært eitthvað að drengjunum í 6. flokki sem áttust við í bráðaban- anum í leikhléi og náðu oft að skapa hættu við KR markið. KR ingar drógu sig aftar en áttu góð- ar sóknir inn á milli. Það var ekki fyrr en 7 mínútur vom til leiks- loka að Víkingar náðu að jafna. Atli Einarsson náði boltanum, lék uppí homið þar sem hann gaf á Trausta sem lék sér smátíma með boltann áður en hann var sendur í hornið niðri. Pétur Pétursson lék ekki með KR og Víkingar voru án Björns Bjartmarz því þeir eru að gera upp spjaldaskuldir síðasta tíma- bils. Rúnar Kristinsson var besti maður vallarins. Hann var mjög leikinn með boltann og lék oft léttilega á víkingana ásamt því að eiga stórgóðar sendingar sem sköpuðu yfirleitt usla. Af víking- um stóð Atli Einarsson sig vel KR-Víkingur 2-2 (2-1) 3. mín.TraustiÓmarsson.........0-1 21.m(n.BjörnRafnsson...........1-1 43. mín. Sæbjörn Guðmundsson...2-1 81. min. T rausti Ómarsson.....2-2 LI6 KR: Stefán Arnarsson, Rúnar Krist- insson, Gylfi Aöalsteinsson, Þorsteinn Guðjónsson, Willum Þórsson, Jósteinn Einarsson, Ágúst Már Jónsson, Gunnar Oddsson, Björn Rafnsson, Sæbjörn Guð- mundsson, Þorsteinn Halldórsson. LI6 Vfkinga: Guðmundur Hreiðarsson, Andri Marteinsson, Gunnar Örn Gunnars- son, Örn Gunnarsson, Atli Helgason, Jón Oddson, Unnsteinn Kárason, (Ólafur Ól- afsson 45.m(n), Jóhann Þorvarðarson, Trausti Ómarsson, Atli Einarsson, Einar Einarsson, Hlynur Stefánsson. Spjöld: KR-ingarnir Willum Þórsson og Rúnar Kristinsson og Víkingurinn Gunnar örn Gunnarsson gul spjöld. Dómarl: Friðjón Eðvarðsson ágætur Mabur laikslns: Rúnar Kristinsson KR. -ste með snerpu sinni og sprettum. Trausti og Andri Marteinsson voru einnig góðir en Andri hefur nú tekið við fyrirliðastöðunni. Ekki er hægt að segja að þessi leikur gefi góð fyrirheit fyrir sumarið. Boltinn var alltof oft háður 5 metrum yfir grasinu og lítið var um stutt spil. Hins vegar er mótið að byrja svo að menn þurfa ekki að örvænta. -ste Pétur Guðmundssort HSK vantar 3 sentimetra í að komast í Ólympíu- hópinn. 10 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlftjudagur 17. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.