Þjóðviljinn - 17.05.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.05.1988, Blaðsíða 13
MENNING Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir 7 MISSA SOLEMNIS Missa Solemnis er einkennilegt tónverk. Ég verð að viðurkenna að ég skil það ekki almennilega. Segir það kannski meira um sjálf- an mig en tónlist Beethovens. Auðvitað efast enginn um að messan sé innblásið meistara- verk. En hún er á köflum erfið og torskilin. Pað er sem Beethoven komist stundum ekkert áfram. Eins og hann hafi ekki öðlast neitt nema trúarvissu. Líkt og hann sé að telja trú í sjálfan sig. Ekki á þetta þó neitt skylt við yfirborðsmennsku. Knýið á og fyrir yður mun upplokið verða, stendur einhvers staðar. f Missa Solemnis er Beethoven vissulega að knýja á mjög átakanlega. En það er ekki opnað nema svona til hálfs. Gáttirnar upplukust ekki fyrr en í þessu verki. Credóið er til dæmis stórfenglegt. Þar er et incarnatus est í anda Palestrina og svo birtist heilagur andi í flautunni. Lokafúga kaflans er mögnuð. Þá er benedikctus ein- hver mesti englasöngur sem til er í músik. Og agnus dei er hjarta- skerandi. Messan er að sjálf- sögðu einhver persónulegasta og sannasta trúarjátning sem til er í kristnum heimi. Bæn hennar um ytri og innri frið er margfalt sterk- ari og meira áríðandi nú en á dögum Beethovens. Trúin er dauð í lífi mannkynsins. Og breytir þat engu þó helstu trúar- brögð heims séu enn við lýði að nafninu til. Þau eru ekki lifandi veruleiki í lífi þjóðanna nema að litlu leyti. Þessi afhelgun verald- arinnar er kannski mesta mein nútímans. Fyrr en varir leiðir þetta skeytingaleysi um öll æðri gildi til tortímingar. En hvað skal taka til bragðs? Það er nefnilega kapítalisminn, auðhyggjan, er leitt hefur af sér þá vísindadellu og tæknióra, sem er upphaf og endir þessarar afhelgunar. Og lífsþægindagræðgin er óað- skiljanlegur fylgifiskur þessaar lífsstefnu. En styðja ekki lang- flestir einstaklingar samfélagsins kapítalismann og það lífsþæg- indaæði, mannhatur og gróða- hyggju sem af honum leiðir? Svo hafa menn áhyggjur af dvínandi guðstrú. Mannshöfuðið er nokk- uð þungt, sagði skáldið, en bætti reyndar við, minnir mig, að samt ættum við að reyna að ganga upp- réttir. Það heilræði er auðvitað löngu gleymt. Við skríðum eins og eðlur í afþreyingarleðjunni. Og enginn sér neitt athugavert við það nema ég og gamli bi- skupinn. Þar urðum við loks sam- mála. Og er víst kominn tími til. En víkjum að Missa Solemnis. Hún var flutt í Háskólabíói á fimmtudaginn af Sinfóníuhljóm- sveitinni. Mótettukór Hallgríms- kirkju og Kór Langholtskirkju. Einsöngvarar voru Olöf Kolbrún Harðardóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Adalbert Kraus og Viðar Gunnarsson, Guðný Guðmundsdóttir lék listilega á fiðlu og var hennar hlutur með því allra besta á tónleikunum. Stjórnandi var Reinhard Schwarz. Flutningurinn var ekki nema í meðallagi. Hljómsveitin lék að vísu ágætlega og kórarnir sungu svo sem ekki illa. Sgngur- inn sterkur og kröftugur en frem- ur agalaus. Hins vegar vantaði hina djúpu tilfinningu og dulúð sem er í þessu verki, þessa alveg sérstöku andakt sem er í Missa Solemnis. Það skorti sem sagt það sem mestu máli skiptir: Trúna. Dýrðina. Heilagan anda. Þá kemur fyrir lítið að spila og syngja nóturnar „vel“. einsöngv- ararnir ollu mér líka vonbrigð- um. Sigríður Ella var reyndar fyrsta flokks. Hún vissi vel hvað hún var að syngja: Missa solemn- is, sem er mystiskt og dularfullt trúarlegt tónverk, eins konar brú milli tveggja heima. En óperu- belgingurinn í Ólöfu Kolbrúnu var óþolandi. Kraus tenór var andlaus og kraftlaus. Viðar Gunnarsson stirður og stamur eins og naut. Sum verk eru þann- ig að það verður að flytja þau mjög vel ef þau eru sungin og leikin á annað borð. Annars er Líkt og Beethoven sé að telja trú í sjálfan sig? viðbúið að áheyrendur fari í hál- fgerða fýlu. Missa Solemnis er einmitt þess konar tónverk. En þrátt fyrir allt voru þessir tón- leikar einhver merkilegasti við- burður sem gerst hefur í Reykja- vík á þessu ári. Og hirði ég ekki um að hafa fleiri orð um þá augljósu staðreynd. Sigurður Þór Guðjónsson Tónskáldafélagið Ný stjóm Félagið gagnrýnir stefnuleysi Ríkisút- varpsins Á síðasta aðalfundi Tón- skáldafélags íslands var sam- þykkt frumvarp til nýrra laga fyrir félagið sem felur í sér breytingar á átt til meiri sveigjan- leika í félagsstarfseminni. Aðal- fundurinn kaus nýja stjórn fél- agsins en hana skipa þau Hjálmar H. Ragnarsson, formaður, Karó- lína Eiríksdóttir, gjaldkeri, og Leifur Þórarinsson, ritari. Á fundinum kom fram mikil gagnrýni á Ríkisútvarpið vegna stefnuleysis þess gagnvart ís- lenskri fagurtónlist. í harðorðri ályktun sem samþykkt var á fundinum og send hefur verið yf- irmönnum Ríkisútvarpsins segir meðal annars. „Nú er svo komið að hlutur nýrrar íslenskrar tónlistar í dag- skrá Ríkisútvarpsins er nánast enginn og upptökur á íslenskri tónlist hafa að mestu verið stöðv- aðar. Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða, þar sem nýsköpun í listum hlýtur að vera sá grunnur, sem öll önnur menning byggir á. Ríkisútvarpið hefur því brugðist einu af meginverkefnum sínum, þ.e. að styðja við og efla íslenska menningu.“ Þá kom fram á fundinum ein- dregin andstaða við þær hug- myndir sem verið hafa á kreiki um að breyta þeim reglum sem fylgt hefur verið við úthlutun á Tónlistarverðlaunum Norður- landaráðs. Félagið telur að halda beri áfram að verðlauna einstök listaverk og höfunda þeirra og að slíkt sé norrænni tónlist til meiri Nýkjörin stjórn Tónskáldafélagsins: Leifur Þórarinsson, Karólína Eiríksdóttir, Hjálmar H. Ragnarsson. framdráttar en ef úthlutunarregl- urnar verði gerðar svo almennar, að hvaða aðili sem er og tengist tónlist á einn eða annan hátt geti í raun komið til greina sem verð- launahafi. í Tónskáldafélagi íslands, sem var stofnað árið 1945, eru nú 31 félagi. Inngöngu í félagið fá þeir einir, sem unnið hafa að fagur- tónlist og hafa smíðað tónverk í stórum formum. Steingrímur með portrait af Aðalsteini Washington, þekktum Vestmannaeyingi, og Einum á ströndinni. Myndlist Ráðskonan að Hæðardragi Steingrímur Sigurðsson: Nœrriþví hættur að hneyksla í kvöld kl. 20:30 opnar Steingrímur Sigurðsson listmál- ari sýningu í Akógeshúsinu í Vestmannaeyjum. - Ég sýni þarna 31 mynd, þar af 30 alveg glænýjar, - segir Steingrímur. - Mikill hluti þeirra er unninn í olíu, og viðfangsefnin eru sjórinn og ströndin, og svo eru nokkrar fantasíur. - Og svo er ein mynd sem ég ætla að geyma á bakvið svona til að byrja með. Hún heitir Ráðs- konan að Hæðardragi stígur úr baðinu, og er kannski svolítið djarfleg, og þess vegna sýni ég hana ekki strax. Ég er nefnilega nærriþví hættur að hneyksla, eða þannig sko. En ég sýni hana svona í lokin. Sýning Steingríms stendur í sex daga, - lýkur 22. maí kl. 23:30. Þriðjudagur 17. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.