Þjóðviljinn - 17.05.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 17.05.1988, Blaðsíða 18
Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í eftir- farandi: 1. Nesjavallaæð, pípulögn 2. áfangi. Leggja skal 800 m stálpípu yfir Mosfellsheiði. Lögnin er alls tæpir 13,6 km, þar af eru um 0,3 km neðanjarðar en 13,6 km ofanjarðar. 2. Nesjavallaæð, pípulögn 3. áfangi. Leggja skal 2,6 km af 900 mm pípu og 1.2 km 800 mm pípu milli Nesjavalla og lokahúss 3, sem er austarlega á Mosfellsheiði. Hitaveita Reykjavíkur býður væntanlegum bjóð- endum í skoðunarferð á vinnusvæðið fimmtu- daginn 19. maí 1988. Lagt verður af stað frá bækistöð Hitaveitunnar að Grensásvegi 1 kl. 13:15. Þátttaka óskast tilkynnt Hitaveitu Reykja- víkur í síma 82400 fyrir kl. 16 miðvikudaginn 18. maí. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3. Reykjavík gegn kr. 10.000 skila- tryggingu fyrir hvort verk fyrir sig. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 31. maí kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Lausar stöður heilsugæslulækna Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður heilsu- gæslulækna: 1. Patreksfjörður H2, ein staða frá 1. sept. 1988. 2. Hólmavík H1, staða læknis frá 1. jan. 1989. 3. Eskifjörður H2, ein staða frá 1. okt. 1988. 4. Seyðisfjörður H1, staða læknis frá 1. sept. 1988. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist ráðuneyt- inu á sérstökum eyðublöðum, sem fást þar og hjá landlækni, fyrir 11. júní n.k. í umsókn skal koma fram hvenær umsækjandi getur hafið störf. Nánari upplýsingar veitir ráðuneytið og land- læknir. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 11. maí 1988 Starfsmaður óskast Félagsmálastofnun Kópavogs óskar eftir að ráða starfsmann í ritvinnslu, afgreiðslu og símavörslu. Um eina og hálfa stöðu er að ræða. Ráðning yfir sumartímann kemur til greina. Umsóknareyðu- blöð liggja frammi á Félagsmálastofnun, Digra- nesvegi 12, og er umsóknarfrestur til 25. maí n.k. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 45700 á milli kl. 11 og 12. Félagsmálastjóri Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Karls Gunnarssonar fyrrverandi bónda, Hofteigi, Jökuldal Eyjabakka 30, Reykjavík Guðrún Stefánsdóttir Björg Karlsdóttir Ragnheiður Karlsdóttir Stefán Karlsson Gunnar Karlsson Guðlaug Bergþóra Karlsdóttir tengdabörn og barnabörn. Vinnueftirlitið Leiðbeiningar um starfsmannarými Nýtt leiðbeiningarit um hönnun ogfyrirkomulag á vinnustöðum Komið er út nýtt hefti í röð fræðslurita sem Vinnueftirlit ríkisins gefur út. Það nefnist „Starfsmannarými. Leiðbeining- ar um hönnun og fyrirkomulag. Reglur um húsnæði vinnustaða." Tilefni þess að Vinnueftirlitið gefur út þetta leiðbeingarit er gildistaka endurskoðaðra reglna um húsnæði vinnustaða 1. maí sl. Reglurnar eru birtar í heild í bæklingnum. Tilgangur með útgáfunni er sá að auðvelda þeim sem þurfa að bæta og endurnýja starfsmanna- rými það verk. Einnig á hann að auðvelda arkitektum og öðrum er vinna við að skipuleggja at- vinnuhúsnæði hönnun starfs- mannarýmis. í leiðbeiningaritinu er ekki fjallað um öll atriði sem ákvæði eru um í reglum um húsnæði vinnustaða. Akveðin atriði eru tekin út úr og sýnt meðal annars með teikningum hvernig hægt er að fullnægja kröfum sem þar eru gerðar. Minnt er á helstu atriði sem taka þarf til greina þegar starfsmannarými er skipulagt, bent á hvað þurfi að samræma og sýndar nokkrar lausnir. f bæklingnum er lögð sérstök áhersla á að leiðbeina um gerð flytjanlegs starfsmannarýmis. Það stafar ekki síst af því hve seint hefur sóst að skapa bygg- ingamönnum þokkalega aðstöðu í kaffi- og matartímum og afdrep til að skipta um föt, þrífa sig og hvflast. Bæklingurinn hefur verið sendur arkitektaskrifstofum, verkfræðiskrifstofum, bygginga- fulltrúum og bæjartæknifræðing- um. Fyrirtæki og einstaklingar, sem vilja fá hann sendan, ættu að hringja til aðalskrifstofu Vinnu- eftirlitsins eða næstu umdæmis- skrifstofu þess. (Fréttatilkynning) Norrœn ráðstefna Samgðngur í útnorðrí Rœtt um samgöngur í Færeyjum, Grænlandi og Islandi. Um 50 erlendir þátttakendur Norræna ráðstefna um sam- göngur í Færeyjum, Grænlandi og Islandi verður haldin á Hótel Holiday Inn í Reykjavík, dagana 18.-19. maí nk. Ráðstefnan er skipulögð og kostuð af Nordiska kommittén för transportforskn- ing (NKTF), sem er ein af sér- fræðinganefndum Norrænu ráð- herranefndarinnar á sviði sam- göngumála. Fulltrúi íslands í NKTF er Halldór S. Kristjáns- son, skrifstofustjóri í samgöngu- ráðuneytinu. NKTF mun halda fund hér á landi í tengslum við ráðstefnuna. Yfirskrift ráðstefnunnar er Samgöngur í útnorðri (Samfærd- sel í Vestnorden) og er tilgangur hennar að veita stjórnmálamönn- um, embættismönnum, sérfræð- ingum og fulltrúum flutninga- og verslunarfyrirtækja tækifæri til að skiptast á skoðunum um gild- andi og framtíðarskipulag sam- gangna milli Færeyja, Grænlands og Islands, sem og tengsl þessara landa við önnur Norðurlönd. í upphafi ráðstefnunnar verður gefið yfirlit yfir samgöngur í lönd- unum þremur, en síðan taka við erindi og umræður um einstaka samgönguþætti svo sem siglingar, loftflutninga og ferðamál. Þá munu notendur samgöngukerf- anna gera grein fyrir reynslu sinni af þeim og efaiaust koma fram með tillögur um úrbætur. Ráð- stefnunni lýkur með því að ráð- herrar samgöngumála í löndun- um þremur, þau Lasse Klein frá Færeyjum, Johanne Petrussen Grænlandi og Matthías Á. Mathiesen íslandi, ávarpa þátt- takendur, en ráðherrarnir munu síðan taka þátt í pallborðsum- ræðum. Ráðstefnunni hefur verið sýndur mikill áhugi og munu á milli 40-50 erlendir gestir sækja hana. Þá er reiknað með um 20- 30 íslenskum þátttakendum. Ráðstefnustjóri verður Birgir Guðjónsson, skrifstofustjóri í samgönguráðney tinu. Eitt af þeim námskeiðum sem boðið er uppá er siglinganámskeið sem fer fram í Nautshólsvík. Reykjavík Sumarstarf fyrir böm og unglinga Bæklingurinn „Sumarstarf fyrir börn og unglinga 1988“ er kominn út og er honum dreift til allra aldurshópa í skólum Reykjavíkurborgar um þessar mundir. í bæklingi þessum er að finna upplýsingar um framboð fé- laga og borgarstofnana á starfi og leik fyrir börn og unglinga í borg- inni sumarið 1988. Starfsþættir þeir sem um getur f bæklingnum eru fyrir aldurinn 2-16 ára. Flest atriði snerta íþróttir og útivist en einnig eru kynntar reglulegar skemmtisam- komur ungs fólks. Útgjöld þátttakenda vegna starfsþáttanna eru mjög mismun- andi. Foreldrar sem hug hafa á að hagnýta sér framboð borgarinnar og félaganna fyrir börn sín eru hvattir til þess að draga ekki innritun þeirra. Útgefandi er íþrótta- og tómstundaráð. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 17. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.