Þjóðviljinn - 18.05.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.05.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Kjamavopn og staöa Islands Hjörleifur Guttormsson skrifar Tilefni Schliiters hins danska til að rjúfa þing og efna til kosn- inga 10. maí sl. var sú afstaða meirihlutans á danska þinginu, að koma ætti því bréflega á fram- færi við áhafnir NATÓ-herskipa, að Danir vildu ekki fá skip með kjarnavopn inn í danskar hafnir. Um þetta fjallaði Gestur Guð- mundsson í Þjóðviljanum 26. apríl sl. og sagði m.a. í grein sinni: „Með þessari afstöðu hafa danskir kratar sýnt óvenju mik- inn kjark og dug - eða hvenær tekur meirihluti Alþingis á sig sömu rögg og Danir og krefstský- lausra ákvœða og yfirlýsinga um að kjarnorkuvopn fari aldrei um íslenskt land?“ Ég var dálítið hissa á þessum ummælum Gests og samanburði hans á stöðu íslands annars vegar og Danmerkur hins vegar gagnvart kjarnavopnum. Um- mælin bera vott um að hann og líklega margir fleiri hafi ekki veitt athygli samþykktum Alþingis um þessi efni og yfirlýsingum ís- lenskra ráðherra undanfarin ár. Því eru rifjuð hér upp nokkur atr- iði um þessi efni. Samþykkt Alþingis 1985 Þann 23. maí 1985 samþykkti Alþingi ályktun um stefnu ís- lendinga í afvopnunarmálum. Þar sagði m.a. varðandi kjarn- orkuvopn: „Um leið og Alþingi áréttar þá stefnu Islendinga að á íslandi verði ekki staðsett kjarnorkuvopn hvetur það til þess að könnuð verði samstaða um og grund- völlur fyrir samningum um kjarn- orkuvopnalaust svæði í Norður- Evrópu, jafnt á landi, í Iofti sem á hafi eða í því, sem liður í samkomulagi til að draga úr víg- búnaði og minnka spennu.“ Alyktunin var samþykkt sam- hljóða og þótti það sögulegur at- burður. Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins fékk sérstaka ofanígjöf í Morgunblaðinu fyrir að standa að ályktuninni, ekki síst þeim kafla hennar sem hér er vitnað til. Yfirlýsing Geirs Hall- grímssonar Skömmu áður en ofangreind samþykkt var gerð, svaraði Geir Hallgrímsson í Sameinuðu þingi 16. apríl 1985 eftirfarandi fyrir- spurnum frá Steingrími J. Sigfús- syni: „1. Taka yfirlýsingar utannkis- ráðherra um að kjarnorkuvopn séu ekki geymd hér á landi einnig til herskipa sem koma í hafnir hérlendis eða sigla um íslenska lögsögu? 2. Er utanríkisráðherra reiðu- búinn að beita sér fyrir því að banna siglingar herskipa um ís- lenska lögsögu og komur þeirra í hafnir hérlendis nema fullvíst sé að þau beri ekki kjarnorku- vopn?“ Svar ráðherra var þetta: „Fyrri fyrirspurn háttvirts þingmanns svara ég játandi. Pað er skýr stefna ríkisstjórnar íslands að kjarnorkuvopn séu ekki geymd hér á landi og tekur hún einnig til herskipa í íslenskri lög- sögu. Síðari fyrirspurn háttvirts þing- manns vil ég svara með þeim hætti, að í samræmi við þau svör sem ég gaf við fyrri fyrirspurn og í samræmi við þá stefnu sem lýst hefur verið yfir er fullljóst að sigl- ing herskipa með kjarnorkuvopn um íslenska lögsögu er óheimil og þá jafnframt koma þeirra til hafna hérlendis, og mun ég framfylgja þeirri stefnu. Ég tel ekki þörf frekar að taka af öll tvímæli í þessum efnum, vegna þess að af hálfu íslenskra stjórnvalda og aðildarríkja Atl- antshafsbandalagsins hafa engin tvímœli átt sér stað. “ Steingrímur J. Sigfússon þakk- aði ráðherra svörin og sagði þá m.a.: „Það er ánægjulegt að fá á þessum virðulega vettvangi stað- festingu á því að þessi stefna á að vera altæk og á henni skuli engar undantekningar gerðar... Ég skildi hæstvirtan utanríkisráð- herra svo sem það væri ótvírætt og undantekningarlaust að um- ferð herskipa með kjarnorku- vopn væri brot á þessari íslensku stjórnarstefnu. Ég tek það þá þannig að efupp koma efasemdir um að þessi vorstefna sé virt muni íslensk stjórnvöld ganga úr skugga um að svo sé. Sé þessi skilningur réttur hjá mér er ég ánægður með þau svör sem hæst- virtur utanríkisráðherra hefur gefið.“ Ofangreindar yfirlýsingar utanríkisráðherra íslands þóttu tíðindum sæta, ekki bara hér- lendis, heldur sérstaklega er- lendis og birtust svör hans víða í heimspressunni. Nœr bæði til friðar- og ófriðartíma Víkur nú sögunni til Steingríms Hermannssonar sem utanríkis- ráðherra: Opinber stefna íslendingaer að hingað komi engin kjarnavopn i herskipum. Frá heimsókn Nató-flotafyrir nokkrum árum. Herskip ekki inn fyrir 12 mílur Enn spurði ég utanríkisráð- herra á Alþingi, 3. desember 1987: „Hvernig hyggst utanríkisráð- herra tryggja að sú stefna sé undantekningarlaust virt að ekki séu kjarnavopn í skipum sem koma inn í íslenska lögsögu og íslenskar hafnir?" yfirlýsing af hálfu þeirra um að þau muni virða þessa stefnu ís- lendinga." Þessu svaraði Steingrímur Hermannsson þannig: „Sú athugun sem ég lét gera leiðir ekki í ljós að skrifleg fyrir- mæli eða óskir hafi farið frá ís- lenskum stjórnvöldum um þetta efni. Hins vegar hef ég kannað innan Atlantshafsbandalagsins og fengið upplýst að þeim ermjög vel kunnugt um þessa ákvörðun ís- lenskra stjórnvalda, þeim er vel ✓ „Eg er dálítið hissa á þessum ummælum Gests og samanburði hans á stöðu íslands annars vegar og Danmerkur hins vegargagnvart kjarnavopnum. Ummælin bera vott um að hann og líklega margir fleiri hafa ekki veitt athygli samþykktum Alþingis um þessi efni og yfirlýsingum íslenskra ráðherra undanfarin ar. Þann 20. október 1987 lagði undirritaður fyrir ráðherrann svoféllda spurningu á Alþingi: „Er utanríkisráðherra reiðu- búinn að staðfesta þau ummæli sín í Ríkisútvarpinu (sjónvarpi) 13. júní sl. að ályktun Alþingis um afvopnunarmál frá 23. maí 1985, þess efnis að á íslandi verði ekki kjarnorkuvopn, nái til „bœði friðar- og ófríðartíma"? Þetta er tilvitnun, lokaorðin „til bæði friðar- og ófriðartíma"? Steingrímur Hermannsson svaraði m.a. með eftirfarandi orðum: „Svar mitt getur í raun verið ákaflega stutt. Égeraðsjálfsögðu tilbúinn að staðfesta þessi orð... Mér þykir rétt að upplýsa til fróðleiks að í þeim samþykktum sem gerðar hafa verið hjá ná- grönnum okkar, t.d. Dönum og Norðmönnum, er yfirleitt tekið fram að slík ákvörðun eigi við friðartíma. f norskum þingtíðind- um eða „Utredninger“ eins og það er kallað, og skýringum á þeirra öryggismálum, er skýrt tekið fram að kjarnorkuvopn verði ekki á norskri grund á frið- artímum. Við höfum fellt þetta orð niður og ég hef hvergi fundið það í yfirlýsingum okkar íslend- inga...“ Utanríkisráðherra sagði m.a. í svari sínu: „Eins og kom fram hjá hæst- virtum fyrirspyrjanda hefur það komið greinilega fram í ræðum mínum að hér skuli ekki vera kjarnorkuvopn, hvorki á friðar- né ófriðartímum. Ég vek einnig athygli á því að fyrrverandi utan- ríkisráðherrar, sérstaklega Geir Hallgrímsson, lýsti hinu sama yfir gagnvart skipum og fór þar ekk- ert á milli mála... Hins vegar hef ég gengið úr skugga um það að okkar banda- lagsríki innan Atlantshafsbanda- lagsins a.m.k. vita mjög vel um þessa ákvörðun okkar ogþað hef- ur hvað eftir annað komið fram að þau vilja virða þessa ákvörð- un. Pannig hefur t.d. við flotaœf- ingar bandalagsins þess cetíð verið gœtt að herskip þeirra fari ekki innfyrir 12 sjómílur og hafa ríkin þannigsýnt í verki vilja til að virða þessa ákvörðun okkar. “ I framhaldi af þessum orðum ráðherrans innti undirritaður hann eftir „hvort farið hafi skjöl og yfirlýsingar á milli stjórnvalda íslands og annarra Atlantshafs- bandalagsríkja, þá ekki síst Bandaríkjanna, varðandi þetta efni og hvort fyrir liggi ótvíræð kunnugt um þá yfirlýsingu sem gefin var hér á Alþingi sem hátt- virtur fyrirspyrjandi vísaði til og reyndar vel kunnugt um þær yfir- lýsingar sem síðar hafa verið gefnar hérna." Kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd Þá er rétt að benda á - eins og hefur m.a. margoft komið fram í blaðagreinum og viðtölum - að fulltrúar meirihluta á Alþingi hafa tekið þátt í undirbúningi að stofnun kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum. Þessir þingflokkar eiga nú, eftir 1. júní 1987, aðild að samkomulagi við þingmenn frá hinum Norður- löndunum öllum um grundvallar- atriði hins kjarnorkuvopnalausa svæðis. Þeir flokkar sem liafa á undanförnum árum tekið þátt í þessari vinnu frá íslandi eru Al- þýðubandalagið (Svavar Gests- son), Alþýðuflokkurinn (einkum Karl Steinar Guðnason), Fram- sóknarflokkurinn (einkum Páll Pétursson, en áður Ingvar Gísla- son) og Samtök um kvennalista (Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Halldórsdóttir). Eftir þessa nefndarvinnu Jörgensens-nefnd- arinnar er ljóst, að meirihluti er í öllum norrœnum þjóðþingum fyrir kjarnorkuvopnalausum Norðurlöndum. Skýlaus ákvœði og yfirlýsingar Ég get út af fyrir sig skilið að ofangreindar samþykktir og yfir- lýsingar hafi farið fram hjá Gesti Guðmundssyni. sem sumpart hefur dvalið erlendis undanfarin ár. Það sem hér hefur verið rakið ber hins vegar vott um, að Al- þingi fslendinga hefur haldið vöku sinni þegar kjarnavopn eiga í hlut. Pingið hefur samþykkt ótvírœða yfirlýsingu um að hér verði ekki leyfð kjarnaovpn. Fyrrverandi utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að bann við kjarnavopnum taki einnig til her- skipa í íslenskri lögsögu og komu þeirra til hafna hérlendis. Núver- andi utanríkisrráðherra hefur staðfest þetta viðltorfog lýst þeim skilningi, að ályktun Alþingis varðandi kjarnaavopn taki ekki aðeins til friðartíma heldur megi ekki heldur flytja hingað slík vopn á ófriðartímum. Þá má ennfremur bæta því við, að á tveimur síðastliðnum þing- um hefur vcrið lagt fram og rætt á Alþingi viðamikið frumvarp um algera friðlýsingu íslands og allrar íslenskrar lögsögu fyrir kjarnorku- og eiturefnum. Frum- varp þetta, sem er að nokkru sniðið eftir nýsjálenskum lögum um sama efni, hefur því miður ekki enn náð fram að ganga. Til- koma þess er hins vegar hluti af þeirri miklu hreyfingu sem kom- ist hefur á þessi mál hérlendis undanfarin ár. Allt eru þetta hin þýðingar- mestu atriði varðandi íslenska utanríkisstefnu. Þannig liggur það ótvírætt fyrir, að afstaða Alþingis og ís- lenskra stjórnvalda til kjarna- vopna er mun ákveðnari en kom- ið hefur fram af hálfu annarra Atlantshafsbandalagsríkja, þar á meðal Dana og Norðmanna. Hjörleifur Guttormsson Hjörleifur Guttormsson er þingmaður Alþýðubandalagsins úr Austfjarða- kjördæmi. Hann á sæti í utanríkis- málanefnd þingsins. Mlðvikudagur 18. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.