Þjóðviljinn - 18.05.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 18.05.1988, Blaðsíða 14
tækniskóli t íslands Umsóknarfrestur um skólavist 1988/89 renn- ur út 28. maí 1988. Með fyrirvara um aðstöðu og fjárveitingar er eftirfarandi starfsemi áætl- uð: Frumgreinadeild (Undirbúnings- og raungreinadeild) Almennt nám þar sem iðnsveinar ganga fyrir við innritun. Byggingadeild Námsbraut með prófgráðunum iðnfræðingur og tæknifræðingur. Rafmagnsdeild Námsbrautir annars vegar til iðnfræðiprófs í sterkstraumi eða veikstraumi og hins vegar fyrsta ár af þrem til tæknifræðiprófs. Véladeild Námsbrautir annars vegar til iðnfræðiprófs og hins vegar fyrsta ár af þrem til tæknifræðiprófs. Rekstardeild Námsbrautir í útvegsrekstri og í iðnrekstri. Haust- ið 1988 er áætlað að hefja framhaldsmenntun iðnrekstrarfræðinga til gráðunnar iðnaðartækni- fræðingur. Heilbrigðisdeild Námsbrautir í meinatækni og röntgentækni. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fjölskyldudeild Félagsráðgjafi Laus er staða félagsráðgjafa við Fjölskyldudeild. Um er að ræða stöðu fulltrúa sem fer með sér- verkefni á sviði barnaverndarmála, einkum ráð- gjöf vegna vistana barna á vistheimili og fjölskylduheimili, ráðgjöf á mæðraheimili og fleira. Reynsla á meðferðarstarfi áskilin. Forstöðumaður Laus er staða forstöðumanns í Unglingaathvarfi. Áskilin er félagsráðgjafamenntun eða önnur menntun á sviði sálar- eða uppeldisfræði, ásamt starfsreynslu í meðferðarmálum. Upplýsingar um báðar stöðurnar veitir yfirmaður Fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknir berist fyrir 1. júní nk. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Laus er til umsóknar staða deildarstjóra á fæðinga- og kvensjúkdómadeild. Æskileg menntun: Alm. hjúkrunarfræðingur með Ijósmæðramenntun og stjórnunarnám, eða reynslu í stjórnun. Staðan er laus frá 1. júlí 1988. Umsóknarfrestur er til 30. maí nk. Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri Ólína Torfa- dóttir og hjúkrunarframkvæmdastjóri Svava Ara- dóttir, kl. 13.00-14.00 alla virka daga. Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfræðings á göngudeild sjúkrahússins. Æskileg menntun: Alm. hjúkrunarfræðingur með reynslu af göngudeildarstarfi. Staðan er laus strax eða eftir samkomulagi. Um er að ræða starf í dagvinnu frá kl. 08.00- 16.00. Upplýsingar gefur hjúkrunarframkvæmdastjóri Svava Aradóttir, kl. 13.00-14.00 alla virka daga. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100 LESENDABRÉF Úr verkfalli verslunarmanna í sl. mánuði. Mynd. Sig. Land hinna tíðu verkfalla Fólkið í landinu er vinnur að framleiðslunni er hlunnfarið og blekkt, ekki einungis afviðsemjendum sínum, heldur hefur verkalýðsforystan semfólkið hefur treyst á ekki staðið ísínu stykki Á undanförnum árum eða ára- tugum hefur varla komið sá tími að hlé yrði á verkfollum í landinu. Vinnustéttirnar hafa oftast farið fram á hóflegar kröfur í launa- málum sér til lífsviðurværis, en hafa aldrei komist hjá því að heyja verkfall vegna þvermóðsku og stífni atvinnurekenda sem hafa löngum neitað að semja við verkalýðssamtökin án átaka. Síð- an hafa málin þróast að iokum eins og allir vita, skrifað er undir nýjan samning um kaup og kjör oft eftir langvinnt og erfitt þóf og hjólin taka að snúast á nýjan leik. Þá gerist það að næst að at- vinnurekendur taka að veina og kvarta hástöfum við ríkisstjórn- ina að fyrirtækin geti ekki staðið undir þeim kostnaði er leiði af þeim kauphækkunum er vinnu- stéttirnar hafi knúð fram af sinni alkunnu frekju. Það verði því að fella gengið, og ríkisstjórnin fellir gengið, og svona hefur þetta gengið oftast fyrir sig umað þess- um fáu prósentum sem hægt var að toga út úr atvinnurekendum var stolið aftur með því að fella gengið. Síðan hefur þessi svikamylla haldið áfram að snúast. Fólkið í landinu er vinnur að fram- leiðslunni er hlunnfarið og blekkt, ekki einungis af viðsemj- endum sínum, heldur hefur verkalýðsforustan sem fólkið hefur treyst á ekki staðið í sínu stykki, heldur látið svæfa sig inn í allskonar þjóðarsættir sem ekk- ert hafa reynst annað en svik. Það er því ekkert skrýtið þó að farið sé að kalla landið land hinna tíðu verkfalla. En lítum nánar á þjóðlífið: Þegar einn af forustumönnum í sjávarútvegi var spurður að því í sjónvarpsviðtali nýlega hvernig á því stæði að allt væri að fara á hausinn hjá útgerðinni, þrátt fyrir mokfiskerí og gámaútflutn- ing, varð fátt um svör hjá útgerð- armanninum, en sagði þó að kannski stöfuðu þessi læti í mönnum vegna þess að veiði- mannaeðli okkar Islendinga væri svo ríkt í blóðinu að við ætluðum okkur ekki af. Sjónvarpsspyrill- inn hefði nú getað rakið garnirn- ar betur úr þessum stórmúfta og spurt hann hvort útgerðin ætti enga öryggissjóði ef illa áraði til að taka af skellinn í vondu árun- um eins og hjá fyrirtækjum er stæðu undir nafni. En það láðist honum. Því má svo við bæta að á sama tíma og grátliðið hér á Fax- aflóasvæðinu er volandi yfir því að allt sé að stöðvast, tilkynnir Útgerðarfélag Akureyrar að allt sé í sómanum hjá þeim fyrir norðan, þar sé fólk í fullri vinnslu og útgerðin hafi ákveðið að greiða hverjum starfsmanni 28.000.00 krónur í arð. Frá þessu hefur verið sagt í fjölmiðlum. Og hvernig stendur svo á þessu að útgerðarfélag norðan fjalla er rekur 6 togara og veitir 450 manns atvinnu með slíkum myndarskap skuli geta þetta, meðan ekkasogum útgerðar- manna hér syðra linnir ekki? Svari hver fyrir sig. Gífurlegt góðœri Undanfarin þrjú ár hefur verið gífurlegt góðæri í landinu og afla- brögð eftir því. Fólkið í fram- leiðslunni til sjávar og sveita hef- ur verið undir miklu álagi, og unnið myrkranna á milli fyrir smánarlaunum. Þetta fólk verður að þræla sér út í æ lengri vinnu til að bjarga nauðþurftum heimil- anna. Pólitískir kjaftaskar er ráðið hafa ferðinni f stjórn fjár- mála hafa stuðlað af þeim blekk- ingaráróðri að verkalýðurinn ætti svo sannarlega sök á því hvernig komið væri fyrir þjóðinni með heimtufrekju sinni um hærra kaup. Þetta er auðvitað hið mesta öfugmæli. Sannleikurinn er ein- faldlega sá að það er smánarlegur hluti af því sem fólkið þrælar fyrir er kemur því til góða þegar upp er staðið; hitt fer í spillingarhítina þeirra er raunverulega hafa völd- in í þjóðfélaginu, en það eru fjármálasjeffarnir ofan jarðar og neðan, sumir kalla þetta gráa svæðið. Ríkisstjórnin gerir ekk- ert í málinu og þykist ekkert vita, skattleggur fólk eftir flóknum tölvuapparötum og býður þjóð- inni afturendann ef farið er fram á leiðréttingu á ýmsum óhæfu- verkum t.d. böli fátæka mannsins varðandi matarskattinn sem er einhver svívirðilegasta stjórnar- athöfn er gerð hefur verið og verður lengi í minnum höfð. Og skattpíningarstefnan er í al- gleymingi, ekki einu sinni ellilíf- eyrisþegar fá að vera í friði með sín sultarlaun, og svo koma þessir monthanar fram í sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum og hrósa sér af því hve vel hafi tekist með skatt- heimtuna. Skellandi hurðum Er það þá nokkur furða þó fólk fé farið að verða dálítið hvumpið þegar það sér hvert stefnir hjá þessum píningarstjórum. Það er ekkert annað en ósvífni og rudda- skapur þegar þessi smákóngalýð- ur og uppar í þjóðfélaginu eru að bera það á vinnustéttirnar að raunverulega séu þær orsaka- valdurinn hvernig komið sé með heimtufrekju og hærra kaupi. Þetta segja þessir blesar sem eru búnir að setja hvert fyrirtækið á hausinn í landinu og eru svo skell- andi hurðum í bönkum og spari- sjóðum, heimtandi meira fé f brask og spekúlasjónir. Það er í raun og veru ekkert vandaverk að skamma íhaldið, þetta nýfrjálsa tryllitæki fyrir hvernig það hagar sér. Þar eru peningarnir og völdin, en að verkalýðurinn skuli líða það ár eftir ár að láta misvitra verkalýð- sforingja brúka sig tii að friðmæ- last við íhaldið í sambandi við þjóðarsættir og álíka prógrömm er hafa verið þurrkaðar af með einu pennastriki þegar þessum þokkalegu herrum þóknast - það er þarna sem hnífurinn stendur í kúnni. Ætlar þetta vinnusama og kúgaða fólk að láta kámuga at- vinnurekendur og stjórnmála- menn troða á sér, eða ætlar það ■ að standa saman í einni órofa fylkingu er markað gæti tímamót, fyrir vinnandi stéttir þessa lands með betra kaupi styttri vinnut- íma, og um leið betra og fegurra mannlífi, sem allir þrá að getað lifað í þessu landi; og þá verður land okkar ekki lengur land hinna tíðu verkfalla, heldur þvert á móti. Með kveðju PáU HUdiþórs 14 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.