Þjóðviljinn - 19.05.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.05.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 19. maí 1988 112. tölublað 53. árgangur Ríkisstjórnin samstarfi hafnað Ríkisstjórnin ein á báti. Öllu samstarfi viÖ verkalýðshreyfinguna hafnað. Ásmundur Stefánsson forseti ASI: Launin ekki vandamálið. Viljum taka á rótum vandans. Þorsteinn Pálsson forsœtisráðherra: Samstaða um að verja niðurstöðu láglaunasamninganna Samráð ríkisstjórnarinnar við verkalýðshreyfinguna um að- gerðir í efnahagsmálum er úr sög- unni, eftir að slitnaði upp úr við- ræðum aðila í gær. Forystumenn stjórnarflokkanna gerðu það að skilyrði að einungis yrði rætt um kjaramál, en verkalýðshreyfingin segir að taka verði á raunveru- legum rótum efnhagsvandans, óráðsíunni í fjármála- og efna- hagsstjórn landsins. Ráðherrarnir lögðu þunga áherslu á það í gær að verkalýðs- forystan tryggði að þau stéttarfé- lög sem enn eiga ósamið semdu á sömu nótum og önnur verka- lýðsfélög hafa gert. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra segir vera samstöðu í ríkisstjórninni um að verja niðurstöðu „Iágl- aunasamninganna". Forystu- menn iðnaðarmanna og fulltrúar starfsmanna Álversins segjast ekkert hafa með að gera að semja við ríkisstjórnina um sín kjara- mál. - Ríkisstjórnin ekki tilbúin að ræða við verkalýðshreyfing- una um raunverulegar orsakir efnahagsvandans. Við höfum hent bjarghring til stjórnarinnar en svo virðist sem hún vilji ekki grípa hann enn sem komið er, sagði Ásmundur Stefánsson for- seti ASÍ í gær. 0 u Forsætisráðherra neitar að ræða raunverulegar ástæður efnahagsvandans, óráðsíuna og óstjórn stjórnvalda. Hann vill hins vegar viðhalda „láglaunasamningunum". Sjá bls. 3 og leiðara Skólafólk Ljúfsár haimkvöl í sumar fyllist vinnumarkaður- inn af sprækum ungmennum sem, milli lestrartíða, þræla og púla í sveita síns andlitis til að eiga fyrir brýnustu „nauðsynj- um“. Þjóðviljinn ræddi við skóla- nema um sumarvinnuna þetta sumar og önnur sumur en hvort í þeim speglast til fulls þau viðhorf sem með skólafólki í landinu hrærast er óvíst. En viðhorfin eru altént að mörgu leyti fræðandi. Sjá bls. 8 og 9 Utvegur Eins dauði annars brauð Fiskmiðlun Norðurlands á Dalvík gerir það gott á meðan Fiskmarkaður Norðurlands á við mikla erfiðleika að etja. Humarvertíðin hefst eftir næstu helgi og hefur heildar- kvótinn verið skertur um 100 tonn. Hafís hefur hamlað veiðum úthafsrækjuskipa við Kolbeinsey en er á útleið með hækkandi sól. Sjá bls. 7 Ný hækkun í júní T vœr hœkkanir í röð og ein tii viðbótar vœntaleg. Bensínverð úr31,90 Í36,20 Á aðeins viku hefur bensín- verð hækkað tvívegis. Fyrst um 5,1% þegar blýlausa bensínið kom á markaðinn og aftur um 2,4% í fyrradag vegna gengisfell- ingarinnar. Verðlagsstofnun gerir ráð fyrir að næsta bensínhækkun verði þegar um miðjan júní þegar nýr bensínfarmur kemur til landsins og þá verði bensínlítrinn kominn uppí 36,50 kr. Fyrir tæpri viku var bensínlítrinn nær 5 kr. ódýrari. Þetta gerir hátt í 250 kr. hækkun f hvert skipti sem keyptur er fullur tankur á bílinn. Sjá bls. 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.