Þjóðviljinn - 19.05.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.05.1988, Blaðsíða 3
Hafnarfjörður Lægstu laun tæp 42 þús. Samningar hafa tekist milli Hafnarijarðarbæjar og verkalýðsfélaga byggingar- manna, járniðnaðarmanna og ó- faglærðra verkamanna um kaup og kjör. Samkvæmt samningnum verða lágmarkslaun 41.625 krón- ur. Samningurinn nær til 80-90 starfsmanna. Að sögn Grétars Þorleifs- sonar, formanns félags bygging- armanna í Hafnarfirði, eru áfang- ahækkanir samhljóða Akureyr- arsamningnum, en hann sagði þennan samning vera mun heilsteyptari en þann norð; lenska; þar sem ýms atriði værú færð til betri vegar. Má þar nefna ma. auknar starfsaldurshækkanir og aukið veikindaorlof ásamt fleiru. Þá hafa náðst samningar milli Hafnarfjarðarbæjar og verka- kvenna sem vinna á heilbrigðis- stofnunum, elliheimilum og á öðrum vinnustöðum á vegum bæjarins. Samningurinn nær til allt að 300 kvenna. -grh Verðlagsráð Þráttað án árangurs r Afundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í gær skiptust aðilar á upplýsingum um hversu mikið tap væri á rekstri útgerðar og fisk vinnslu samkvæmt upplýsing- um frá Þjóðhagsstofnun. Annar fundur hefur verið ákveðinn á morgun föstudag. Að sögn Óskars Vigfússonar, formanns Sjómannasambands- ins, kom ekkert nýtt fram á fund- inum sem menn vissu ekki fyrir. Óskar sagði að það stefndi allt í að ákvörðun um nýtt fiskverð yrði vísað til yfirnefndar Verð- Iagsráðs til ákvörðunar því auð- sætt væri að menn gætu ekki komist að samkomulagi um fisk- verðið í Verðlagsráði. Verði fiskverðsákvörðun vísað til yfirnefndar óttast sjómenn að þá endurtaki sig leikurinn frá því síðast þegar stjórnvöld beittu fyrir sig oddamanni yfirnefndar og ákváðu með stuðningi kaupenda að fiskverð skyldi vera óbreytt. Öruggt er talið að sjó- menn taki endursýningu leiksins í yfirnefnd ekki með þögninni enda hefur fiskverð ekki hækkað frá því í nóvember 1987. -grh FRETTIR Bensín Sífelldar hækkanir Bensínlítrinn hefurhœkkað um 7,5% á tœpri viku vegna gengisfellingar og blýlausa bensínsins. Á enn eftir að hækka. FÍB: Kemur á afar óheppilegum tíma Igær hækkaði bensínlítrinn úr 33,50 krónuin í 34,30 eða um 2,4%. Fyrir tæpri viku hækkaði hann úr 31,90 í 33,50 og hefur því bensínið hækkað á tæpri viku um 7,5%. Verðlagsstofnun gerir ráð fyrir því að þriðja bensfnhækk- miin komi til framkvæmda upp úr miðjum júní og þá muni lítrinn kosta hvorki meira né minna en 36,20 krónur. Þessar hækkanir í gær eru til komnar vegna gengisfellingar krónunnar um síðustu helgi en fyrri hækkunin var vegna hækk- aðs innkaupsverðs og breytingar yfir í blýlaust bensín. Að sögn Jónasar Biarnasonar framkvæmdastjóra FÍB koma þessar hækkanir á afar óheppi- legum tíma og stinga óneitanlega í augu bifreiðaeigenda sem ný- lega hafa orðið að þola verulegar hækkanir á tryggingaiðgjöldum. í gær lá ekki fyrir hjá FIB hvað þessar bensínhækkanir koma til með að kosta bifreiðaeigendur Voru það bankarnir sjálfir sem færðu stórar fúlgur af gjaldeyri á milli sinna eigin bóka í síðustu viku? Mynd-sg. Gjaldeyriskaup \K\% Kaup bankanna upplýst í Ljóst að stóru bankarnir keyptu gjaldeyrifyrir hundruð miljóna daganafyrirgengisfall. Upplýsingar uppá borðið ídag Viðskiptaráðuneytið fær í dag skýrslu gjaldeyriseftirlitsins um hvaða aðilar voru stórtækast- ir í gjaldeyriskaupum þá daga sem fjórðungur gjaldeyrisforða landsmanna rann út úr bönkun- um í síðustu viku. Margt bendir til þess að bankarnir sjálfir hafi verið cinna stórtækastir í þessum gjaldeyriskaupum. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans keypti Búnaðarbankinn gjaldeyri fyrir um 350 miljónir, Iðnaðarbankinn fyrir rúmar 100 miljónir og flestir hinna bank- anna voru stórtækir í gjaldeyris- kaupum. Viðskiptaráðuneytið óskaði eftir upplýsingum um þessi kaup á þriðjudag frá bönkunum sjálf- um en var hafnað á forsendu bankaleyndar. Þá óskaði ráðu- neytið upplýsinga í gengum gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og drógust svör á langinn þar sem eftirlitið vildi fá skriflega beiðni frá ráðuneytinu. Hún var send síðdegis í gær og er reiknað með að upplýsingar liggi fyrir í dag. Ríkisstjórnin Grípur ekki bjarghringinn Viðræðum ASÍog ríkisstjórnar hætt. Ráðherrar vilja bara rœða ákvœði kjarasamninga. Vonbrigði hjáASÍ Fulltrúar ASI og landssam- banda þess áttu annan fund með þríeykinu Þorsteini Pálssyni, Jóni Baldvin Hannibalssyni og Steingrími Hermanssyni í gær. Ráðherrarnir vildu ekki hleypa ASI inn í umræðuna um hliðar- ráðstafanir gengisfellingarinnar og vildu einskorða umræðuna við ákvæði kjarasamninga. Aðilar eru sammála um orsakir efna- hagsvandans en ríkisstjórnin segir það í sínum verkahring að leysa hann. Að loknum fundi í gær hörm- uðu fulltrúar ASÍ þessa afstöðu rfkisstjórnarinnar. Allur árangur væntanlegra efnahagsaðgerða sé undir þvf kominn að vel takist til og að breið samstaða náist um þær í þjóðfélaginu. Á fundi með blaðamönnum eftir viðræðurnar í gær ítrekaði Ásmundur Stefáns- son, forseti ASÍ, að menn væru sammála um orsakir efnahags- vandans; erlendar lántökur, al- menna óráðsíu í efnahagsmálum osfrv. „Ríkisstjórnin er hins veg- ar ekki reiðubúin að ræða þær við verkalýðshreyfinguna," sagði hann „og það veldur okkur von- brigðum." Ráðherrarnir viðurkenna að rauðu strikin sk. fari eftir því hvernig tekst til að halda aftur af verðhækkunum og hverjar ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar verða í heild. Fulltrúar ASÍ áréttuðu að kjarasamningar gerðu ráð fyrir að fari verðlag upp fyrir rauðu strikin skuli sest að samningum og það sé eini eðlilegi vettvangur umræðna um rauðu strikin. Ásmundur orðaði það svo að ASÍ hefði „hent bjarghring til ríkisstjórnarinnar" með boði sínu um þátttöku á lausn efnahags- vandans en svo virðist sem ríkis- stjórnin vilji ekki grípa hann enn sem komið er. Aðspurður um hvort einstök mál hafi borið á góma á fundinum eins og td. ástandið í álverinu, sagði Ásmundur svo hafa verið. Ríkisstjórnin ætli sér hins vegar ekki að gerast samingsaðili í óleystum kjaradeilum. „Menn voru sammáía um að þeim samn- ingum sem er ólokið verði flýtt svo og ákvörðun um fiskverð," sagði Ásmundur. Staðan í dag er því sú að beðið er eftir ráðstöfunum ríkisstjórn- arinnar og frekari viðræður á milli hennar og fulltrúa ASÍ fara ekki fram fyrr en þær liggja fyrir. Fulltrúar ASÍ lögðu á það áherslu að verkalýðshreyfingin kæmi fram sem ein heild í viðræðum sínum við ríkisvaldið og væri reiðubúin hvenær sem væri að taka þátt í lausn þeirra raunveru- legu vandamála sem við væri að etja. -hmp mikið en Ijóst er að rekstur einka- bílsins er orðinn að verulegum munaði fyrir hinn almenna launþega í landinu. Af öðrum hækkunum á verði fljótandi eldsneytis, bensíni og olíu, má nefna að lítrinn af 98 oktan Super bensíni hækkar um 2,3%, úr 34,90 í 35,70 krónur. Dísilolía hækkar um 6,9% úr 10,20 í 10,70 krónur lítrinn. Gas- olía hækkar um 8,6% lítrinn, úr 8,20 í 8,90. Tonnið af svartolíu hækkar um 11,7%, úr 5.900 krónum í 6.600 krónur. Að sögn Gunnars Þorsteins- sonar hjá Verðlagsstofnun er ástæðan fyrir því hve hækkanirn- ar eru mismiklar eftir tegundum mismunandi vægi innkaupsverðs í útsöluverðinu en það er lægst í útsöluverði bensíns. -grii Frœðsluráð Sjöfn í náðinni Fræðsluráð Reykjavíkur mœlir með Sjöfn Sigurbjörnsdóttur í stöðu skólastjóra en kennarar ogforeldrar vilja Daníel Gunnarsson r Afundi fræðsluráðs Reykjavík- ur á mánudaginn síðasta var vilji kennaranna í Ölduselsskóla og foreldra barnanna í skólanum stórlega hunsaður þegar formað- ur þess, Ragnar Júlíusson, stjórn- arformaður í Granda hf. og skólastjóri Álflamýrarskóla, lagði til að ráðin yrði sem skóla- stjóri við skólann Sjöfn Sigur- björnsdóttir. Kennararnir við skólann höfðu sent fræðsluráðinu lista með undirskriftum sínum þar sem lýst var yfir stuðningi við hinn um- sækjandann; Daníel Gunnars- son, sem nú starfar sem yfirkenn- ari við skólann. Foreldrarnir í hverfinu höfðu sent inn til fræðsluráðs, auk kennaranna, undirskriftalista þar lýst var yfir eindregnum stuðningi við Daníel í stöðu skólastjóra. Allir hlutað- eigandi höfðu því lýst yfir vel- þóknun á Daníel umfram Sjöfn en í trássi við allt slíkt samþykkti fræðsluráð með 4 atkvæðum af 5 að mæla með ráðningu Sjafnar við menntamálaráðherra, en hann veitir stöðuna endanlega. Þessir greiddu því atkvæði, auk Ragnars: Sigurjón Fjeldsted, Haraldur Blöndal í forföllum Guðrúnar Zoéga og Kristín Arn- alds. Valgerður Eiríksdóttir, kenn- ari í Fellaskóla, sat í forföllum Þorbjörns Broddasonar á fundin- um og greiddi atkvæði gegn til- lögu Ragnars á þeim forsendum að verið væri að sniðganga vilja fólksins sem að skólanum stend- ur og lagði fram sérstaka bókun þess efnis. Fulltrúar Kennarafé- lags Reykjavíkur sátu fundinn og studdu heilshugar bókun Val- gerðar. -tt Fimmtudagur 19. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.