Þjóðviljinn - 19.05.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.05.1988, Blaðsíða 5
¦¦¦ -, -*l> rthíltf I Wcott í® aid A/„, ...... Hvalveiðar Greenpeace sendir urklippur Grœnfriðungar í Bretlandi: Ættum að taka saman höndum gegn efnaskít og kjarnorku íhöfunum Herferð grænfriðunga í Bret- r ¦ landi gegn íslenskum fiski virðist vekja talsverða athygli ef dæma má af ljósrituðum blaðaúr- klippum sem Greenpeace í London hefur sent Þjóðviljanum og væntanlega öðrum fjölmiðlum hérlendum. Úrklippurnar eru límdar þétt saman og ljósritaðar báðumegin á átta A5-blöð, og er þar fyrst og fremst um að ræða fréttir um göngur grænfriðunga, fundi og aðrar uppákomur í tengslum við herferðina gegn fiskkaupum, sem einkum beinist að verslun- arkeðjunum „Bird's eye" og „Tesco". í þessu úrklippusafni er fátt um greinar eða fréttir úr hin- um kunnustu beskra blaða, en þeim mun meira úr bæjar- og hér- aðsblöðum á borð við „South Wales Echo", „Evening News, Scarborough", Huddersfield Da- ily Examiner", „Lowestoft Jour- nal", „Derby Evening Teleg- raph" og svo framvegis. í bréfi sem Greenpeace-menn sendu með úrklippusafninu, sem er frá síðustu tveimur mánuðum, segir að það sé grænfriðungum í rauninni þvert um geð að standa í þessu þjarki við íslendinga þar- sem þeir líti svo á að íslendingar séu eðlilegir bandamenn í ýmsum baráttumálum. „Greenpeace-samtökin berj- ast gegn losun efnaúrgangs í sjó og hafa miklar áhyggjur af geislamengun sjávar af völdum kjarnorkustöðva einsog í Dounr- eay og Sellafield" segir í bréfinu, „og það málefni sem við leggjum á mesta áherslu er að berjast fyrir útrýmingu kjarnorkuvopna. Greenpeace-samtökin og fslend- ingar ættu að vinna saman að þessum sameiginlegu hagsmuna- málum, og hætta deilum útaf ís- lenskum hvalveiðum sem ekki hafa nema takmarkað fjárhags- legt gildi. Við höfum tregir hrundið af stað þessari herferð gegn því að fólk kaupi íslenskan fisk, en við erum tilbúnir að halda henni áfram um árabil ef þörf krefur" segja Greenpeace- menn, minna á tölu félagsmanna, 3 miljónir, og hvetja til þess að íslenska ríkisstjórnin taki mið af áliti almennings og vísindamanna og ákveði að hætta veiðum fyrir næsta fund Hvalveiðiráðsins í maflok á Nýja-Sjálandi. LÖGREGLUSTJÓRINN Á KEFLAVIKURFLUGVELLÍ Símí 92-1795 Staða aðalbókara við embættið er laus til um- sóknar. Frekari upplýsingar um starf og starfskjör veitir undirritaður. Umsóknum um starfið skal skila á skrifstofu mína fyrir 16. júní nk. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 16. maí 1988. STAÐAR NEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren að stöðvunarlínu er komið. UMFERÐAR 'RÁD Fósturskóli Islands Innritun fyrir næsta skólaár lýkur 1. júní. Skólastjóri Göngugarpurinn Reynir Pétur lét ekki sitt eftir liggja við að safna lúpínurótum og er ekki í vand- ræðum með að planta þeim út. Landgrœðsla Solheimar selja lúpmurætur Atakíuppgrœðslu. 10 lúpínurœtur ípokafyrir 500 kr. Ágóði tilstyrktar Sólheimum í Grímsnesi Um hvítasunnuhelgina hefja Sólheimar í Grímsnesi átak til uppgræðslu með sölu á lúpínuró- tum til útplöntunar. Rótunum er safnað og pakkað af heimilisfólki á Sólheimum. Allur ágóði rennur til uppbyggingar starfsemi heim- ilisins. „Litla landgræðslusettið" er poki með tíu lúpínum sem vafðar eru í móband. flestar rótanna eru með brumi, en jurt sprettur upp af rótinni þótt ekkert brum sé á henni. í pokanum er einnig tré- spaði til útplöntunar. Á pokan- um eru upplýsingar um staðarval og leiðbeiningar um útplöntun. Til útplöntunar er best að velja opið land, holt eða mel. Heppi- legt er að planta ofarlega í hlíð þar sem lúpínan dreifir sér vel undan halla. Best er að velja svæði sem lokuð eru fyrir sauðfé. Varast skal að planta í þjóðgarða eða önnur friðuð landsvæði. Sala á „Litla landgræðslusett- inu" hefst um hvítasunnuhelgina. Að sölunni stendur Styrktarsjóð- ur Sólheima, en söluaðilar eru vinir og velunnarar heimilisins. Salan fer fram á mörgum stöðum, m.a. í Kringlunni í Reykjavík, í byggingavöruverslunum BYKO og Húsasmiðjunni og í Þrasta- lundi munu heimilismenn á Sól- heimum sjá um sölu. „Litla landgræðslusettið" er selt á kr. 500. FLOAMARKAÐURINN TM sölu Isskápur til sölu, hæð 1,24 m. Uppl. í síma 16328 e.kl. 17. Til sölu Píanó til sölu. Uppl. í síma 20638. Til sölu Lítill ísskápurtil sölu ódýrt. Uppl. í síma 38246 föstudag kl. 10-14. Sófaborð óskast Óska eftir notuðu furusófaborði. Sími 12747. Lada '83 Til sölu Lada 1300 Safir árg. 1983. Ekinn 54 þús. km, vetrar- dekk fylgja. Bíllinn er í ágætu standi. Hagstætt verð. Uppl. í síma 10172 e.kl. 17. Næði Ertu að vinna að ritgerð? Þarffu næði í einhvern tíma? Vinnuað- staða mín, ca. 17ferm. ertil leigu í amk. 5 vikur í sumar frá miðjum júní. Uppl. í síma 22705 e.h. og 623909 á kvöldin. Trabanteigendur athugið Mjög nýleg sumardekk á felgum til sölu ódýrt. Sími 18648. Til sölu Technics/Sansui hljómflutnings- tæki 120 wött, nýr rúskinnsjakki, Sturlunga, DBS reiðhjól, hús- gögn, svart-hvítt sjónvarp o.fl. Á sama stað óskast ódýr bíll, helst skoðaður'88. Uppl. Ísíma21378. Spectrum-eigendur! Til sölu leikir fyrir Sinclair Spect- rum 48/128 K. Sími 15734. Fólksbílakerra óskast keypt, ekki jeppakerra. Sími 83191. Stúdentagjöf 18 kt. gullarmband til sölu á hál- fvirði. Uppl. f síma 27214. Bilasími DANCALL bílasimi til sölu án tösku. Uppl. í síma 666182 e.kl. 17. Kettlingar 2 kátir kettlingar óska eftir fram- tíðarheimilinu. Uppl. í síma 46331. BMX óskast BMX-reiðhjól, 16 tommu, óskast keypt fyrir 5-6 ára. Sími 83139. ALF-þættir óskast Við félagarnir óskum eftir því að fá leigða/keypta ALF-þætti er sýndir voru á Stöð 2 á síðasta ári. Ef þú átt t.d. 3ja tíma myndbands- spólu með ALF erum við reiðu- búnir að kaupa hana fyrir 1500 kr. eða leigjafyrir 500 kr. Uppl. í síma 82432 (Sindri) eða 686364 (And- rés). Gólfteppi Óska eflir gefins gólfteppi. Sími 686378 á kvöldin, Geir. Gæludýr Hamstrar til sölu á 50 kr. stk. Upp- lýsingar í síma 666709 eða 666981. ísskápur, rúm og hillur Til sölu er nýlegur, góður ís- skápur, fururúm 105 sm á breidd og dökkar hillur fyrir plötur og bækur. Uppl. í síma 84153. Barnavagn Dökkblár Emmaljunga bama- vagn til sölu á kr. 7000. Uppl. í síma 15841. Eldavél Rafha eldavél fæst gefins. Uppl. í síma 25716. Atvinna óskast 15 ára stúlka óskar eftir sumar- starfi. Er vön afgreiðslu. Upplýs- ingar í síma 13462. Sigrún. Barmmerki Tökum að okkur að gera barm-: merki með skömmum fyrirvara. Félagasamtök, fyrirtæki, einstak- lingar. Einnig hönnun og prentun ef þarf. Besta verð í bænum. Uppl. í síma 621083 og 11048. Til sölu Handunnar rússneskar tehettur og matrúskur (babúskur) í miklu úrvali. Póstkröfuþjónusta. Uppl. gefur Selma í síma 19239. Síamskettlingar til sölu Litlu, blíðlyndu hnoðrarnir okkar eru tilbúnir að leggja af stað út í lífið. Uppl. í síma 77393. Husnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu ibúð í Reykjavík trá 1. júní. Uppl. í síma 623605, Anna Hildur og Gísli Þór. Selfoss - Reykjavík húsnæðisskipti Óskum eftir góði 4-5 herbergja íbúð í Reykjavík í leiguskiptum fyrir stórt og gott einbýlishús á fallegum stað á Selfossi. Tilboð sendist auglýs- ingadeild Þjóðviljans. íbúð óskast 3-5 herberga íbúð óskast á leigu í 1-2" ár fyrir reglusama fjölskyldu. Góðri umgengni lofað. Upplýsingar í síma 94-6281 eða 621938 eftir kl. 21.00. Felgur á BMW 4 stk. 13" felgur á BMW 316, 4 stk. 14" felgur á BMW 3181 S. Seljast ódýrt. Upplýsingar í sima 77247 eftir kl. 18.00. Kaupið kaffið sem berst gegn Apartheid. Tanz- aníukaffi frá Ideele Import. Upplýs- ingar í síma 621083. íbúð til leigu í París frá 1. júní-1. sept. Lítil, en á besta stað í miðborg Parísar. Verð 2500 fr. á mánuði. Frekari upplýsingar gefur Ása í síma 30589 á kvöldin. íbúð í Lundi í Svíþjóð Góð 3ja herb. íbúð í notalegu um- hverfi í Lundi er til leigu í sumar. fbúðin leigist með nauðsynleg- ustu húsgögnum og eldhús- áhöldum á sænskar kr. 2000 á mánuði. Leigutími 15. júní- ágústloka. Upplýsingar veitir Þyrí í síma 666623, helst á kvöldin. Lada '76 til sölu, skoðaður '88, sumar- og vetrardekk, dráttarkrókur. Selst ódýrt. Simi 93-12379. Trjáplöntur til sölu Alaskaösp, 80-150 sm, 500- 700 kr. stk., reyniviður 80-120 sm, 400-500 kr. stk., birki, 80-120 sm, 300-400 kr. stk. Upplýsingar í síma 681455. Reiðhjólaverkstæði Til sölu gott verkstæði. Það sem selja á er nafn, verkfæri og vara- hlutir. Húsnæði fylgir ekki. Verð- hugmynd 150-200 þús. kr. Greiðslumáti mjög sveigjanlegur. Tilvalið tækifæri fyrir 1 -3. Upplýs- ingar í síma 621309. Regnhlífakerra Viljum kaupa regnhlífakerru. Upplýsingar í síma 38564. Ford Escort '83 til sölu. Ekinn 64 þús. km, gullsanseraður, í góðu lagi og lítur vel út. Skipti á nýlegum bíl koma til greina, milligjöf staðgreidd. Uppl. í síma 681310 kl. 9 til 17. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Berðu ekki við timaleysi í umferöinni. Það ert ýic sem situr undir stýri yUMFERÐAR RAO

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.