Þjóðviljinn - 19.05.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.05.1988, Blaðsíða 7
Humarvertíðin Kvótinn skerbir i ar 81 bátur hefur veiðileyfi. Heildarkvóti 2600 tonn Humarvertíðin hefst 24. maí nk. og lýkur 15. ágúst nk. I ár verður heildarkvótinn 2600 tonn í stað 2700 í fyrra en fyrstu tillögur fiskifræðinga gerðu ráð fyrir að hann yrði aðeins 2500. 81 bátur hefur leyfi til veiðanna nú og er það sami fjöldi og í fyrra. Að sögn Þórðar Eyþórssonar, deildarstjóra í sjávarútvegsráðu- neytinu stunda humarveiðar einkum minni vertíðarbátar frá 20-105 tonna. Kvóti hvers báts af slitnum humri er frá 3 og uppí 20 tonn og kvótinn reiknaður út frá viðmiðunarárunum. Humarinn er veiddur frá Eldey og austur með að Berufjarðarál. Hrafnkell Eiríksson fiskifræð- ingur sagði að líkur væru á að aflahorfur á vertíðinni í ár yrðu aðeins lakari en á síðustu vertíð en engu að síður væri útlitið í betri kantinum. Hann sagði að eftir því sem best væri vitað væru ytri skilyrði einkar hagstæð í ár og skiptir þar mestu hátt hitastig sjávarins við suðurströndina. Hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna fengust þær upplýsingar að engar birgðir af humri væru í landinu frá síðustu vertíð og allt útlit fyrir að gott verð fáist fyrir humarinn í ár á Bandaríkjamark- aði. Tilraunir hafa verið gerðar að heilfrysta humarinn og verður þeim haldið áfram í ár en mark- aður fyrir heilfrystan humar er einkum í S-Evrópu. -grh FRETTIR Fiskvinnslan Gróin fyrirtæki skrölta Gengisfellingin oflítil. 3-5% tap á vinnslunni. Stjórnvöldtrúa ekki tölulegum staðreyndum. SIF: Reiðubúið til samstarfs við stjórnvöld og verkalýð um lausn vandans Forráðamenn fiskvinnslufyrir- tækja eru sammála um það að þrátt fyrir 10% gengisfellingu á dögunum séu fyrirtækin enn rek- in með 3-5% tapi. Til þess að rekstur fyrirtækjanna væri í jafnvægi hefði þurft að fella gengið um 13-15%. Þá er ósamið við sjómenn um nýtt fiskverð og ekkert er vitað um hliðarráðstaf- anir stjórnvalda. Niðurstaða gengisfellingarinnar sé því sú að gamalgróin fyrirtæki halda áfram að skrölta en þau sem áttu í miklum erfiðleikum fyrir halda áfram á að vega salt á hengiflugi lokunar. Baldur Jónsson framkvæmda- stjóri hjá Fiskiðjunni Freyju á Suðureyri við Súgandafjörð sagði að það væri engum blöðum um það að flétta að stjórnvöld gerðu sér enga grein fyrir vanda fisk- vinnslunnar og vildu ekki trúa þeim rekstrarstaðreyndum sem fyrir þeim liggja. Baldur sagði að þrátt fyrir að sumarið væri komið Úthafsrækjuvertíðin er hafin og þessa dagana er unnið á fullu í rækjuverksmiðjum vítt og breitt um vestur- og norðurland og enginn hörgull á starfsfólki, enda hugsa menn sér gott til glóðarinnar og vonast eftir uppgripum í sumar. Fiskmiðlun Norðurlands Eins dauöi er annars brauð Fiskmiðlunin á Dalvík gengur velámeðan Fiskmarkaður Norðurlands lepur dauðann úrskel. Hilmar Davíðsson: Galdurinn er að þekkja bransann Fiskmiðlun Norðurlands á Dal- vík hefur starfað í ár og hefur gengið vel á sama tíma og Fisk- markaður Norðurlands á Akur- eyri lepur dauðann úr skel. 10-15 bátar eru í viðskiptum við Fisk- miðlunina víðs vegar af Norður- landi; allt frá Hvammstanga og austur að Þórshöfn. Að sögn Hilmars Davíðssonar, fiskmiðlunarstjóra hefur verið mikið að gera hjá miðluninni síð- ustu þrjár vikurnar við að selja fisk til saltfisk- og skreiðarverk- enda á Dalvík, en um þessar mundir keppast staðarmenn við að hengja upp sem mest af fiski á hjallana fyrir ítalíumarkað. Fisk- miðlunin hefur selt frá 10-20 tonnum á dag að undanförnu en frá áramótum hafa um 400 tonn farið um miðlunina. Þá hefur hún einnig haft milligöngu með gám- aútflutning og nýlega fóru um 70 tonn út vegna offramboðs af fiski sem fiskvinnslan gat með engu móti unnið, en nyrðra eru húsin um þessar mundir kjaftfull af grálúðu. Hilmar sagði að kílóið af ó- slægðum netafiski hefði farið á 42-45 krónur og af slægðum trollfiski á 35-43 krónur að með- altali sem þætti gott verð. Hilmar sagði að galdurinn við fiskmiðl- unina væri að þekkja bransann Togarar Flotinn á gráiúðu Meirihluti togaraflotans eða allt að 30-50 togarar hafa að undanförnu verið við grálúðu- veiðar út af Vestfjörðum nánar til tekið utan við Víkurálinn og aflað vel. Hafa togarar af Vestfjörðum 140-150 tonn eftir vikuna verið að koma með fullfermi 140- 150 tonn að landi eftir vikutúr. Hjá frystihúsum vestra hefur allt verið kjaftfullt af grálúðu af þeim sökum og er hún ýmist flökuð eða heilfryst. Hærra verð fæst fyrir flökin en fyrir heilfryst- inguna. Sæmilegar markaðshorf- ur eru fyrir grálúðuna, en fryst- ihúsamenn segja hana seinunna í flök en þó þess virði enn sem komið er. -grh vel og vita hvar fisk er að fá hverju sinni. Miðlunin fer ein- göngu í gegnum síma og nemur þóknuin fyrir þjónustuna aðeins 1,5% á móti 4% á venjulegum fiskmörkuðum. Eiríkur Ágústsson, fiskverk- andi á Dalvík sagði að hann keypti mikið af Fiskmiðlunininni til skreiðarverkunar en 50% af allri framleiðslu landsmanna á skreið fyrir ítalíumarkað kom frá Dalvík 1986. Ætla heimamenn að auka enn frekar hlutdeild sína í framleiðslunni í ár ef þess er nokkur kostur, en það veltur allt á því hvort nægilegt framboð verður af þorski til spyrðingar. Dalvíkingar byrjuðu að hengja upp á hjallana um 20. apríl sl. og halda því áfram eitthvað frameft- ir þessum mánuði, en þó veltur það allt á tíðarfarinu því versti óvinur skreiðarframleiðenda er mikill hiti og maðkaflugan. í endaðan júlí verður sfðan byrjað að taka niður af hjöllunum. -grh og sól hátt á lofti héldu dökkir skýjabakkar áfram að hrannast upp hjá vinnslunni og ekkert sem benti til heiðríkju hjá henni í framtíðinni. Arnar Sigurmundsson formað- ur sambands fiskvinnslustöðva sagði að ef haldbærar hliðarráð- stafanir koma ekki frá stjórnvöldum á næstu tveimur vikum væru stjórnvöld búin að missa af lestinni með afdrifarík- um afleiðingum fyrir þessa undir- stöðuatvinnugrein landsmanna sem fiskvinnslan óneitanlega væri. Arnar sagði að samband fisk- vinnslustöðva væri reiðubúið til samstarfs við stjórnvöld og verkalýðshreyfinguna til að vinna að lausn þeirra erfiðu vandamála sem við blasa. Hann sagði jafn- framt að stjórn sambands fisk- vinnslustöðva hefði samþykkt að vegna stórlækkaðs verðs á sjávar- afurðum okkar á erlendum mörkuðum knýi á að þjóðin snúi bökum saman til að yfirstíga þessa erfiðleika og þar væri brýn- ast að ná árangri í baráttunni gegn verðbólgunni sem væri lífsnauðsyn fyrir áframhaldandi byggð í landinu. Forsendan fyrir árangri gegn verðbólgunni væri að slá á þensluna í efnahagslífinu, lækka erlendar lántökur og end- urskipuleggja vaxtakerfið. -grh Siglufjörður Rækjuafli að glæðast Sigló hf.: 5 skipbyrjuð á úthafsrœkju. Á eftirað fjölga. Rífandi atvinna í bænum „Við eigum von á sumrinu hvað úr hverju, en í gærmorgun voru pollar hélaðir i bænum. Hingað til hefur hafís hamlað rækjuveiði út af Kolbeinsey þar sem bestu rækjumiðin eru, en eitthvað er hann að gliðna þar úti svo við eigum von á því að aflinn fari að glæðast á næstunni," sagði Hilmar Ágústsson, verkstjóri í rækjuvinnslunni hjá Sigló hf. á Siglufirði við Þjóðviljaiui. Hilmar sagði að í fyrra hefðu 16-17 bátar verið gerðir út á djúp- hafsrækju frá fyrirtækinu og sagðist hann búast að við þeir yrðu ekki færri en tíu í sumar. Nú þegar landa fimm skip rækjuafla sínum upp hjá Sigló hf og eru það Súlan og Þórður Jónason EA, Dagfari ÞH, Sæljónið SU og Jón Finnsson RE sem heilfrystir rækjuna um borð fyrir Japans- markað en það sem ekki er fryst er unnið í rækjuverksmiðjunni í landi. í gær landaði Dagfari ÞH 16 tonnum af þokkalegri rækju eftir fimm daga veiðiferð. Bullandi atvinna er og hefur verið á Siglufirði og enginn skortur á fólki í fiskvinnuna. Hilmar sagði að menn nyrðra vonuðust eftir góðri rækjuvertíð í sumar sem oft áður, þrátt fyrir að söluhorfur væru ekki allt of góðar fyrir rækjuna í augnablikinu, en þrátt fyrir það eru menn bjart- sýnir á gjöfult sumar. -grh Flmmtudagur 19. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.