Þjóðviljinn - 19.05.1988, Page 8

Þjóðviljinn - 19.05.1988, Page 8
álafolks m Á hverju sumri fer ungt skólafólk út í atvinnulífið í sínum þriggja mánaða sumarleyfum og vinnur við mismunandi kost. Sumir nýta sér Nordjobb og fara að vinna í löndum sem þeir hafa kannski aldrei til komið og kynnast þannig nýjum víddum tilverunn- ar. Sumir fá útivinnu, aðrir innivinnu. Sumir góða vinnu, aðrir verri. En hvað finnst skólafólki góð vinna og hvað vond vinna? Er til einhver algild mælistika á það? Atvinnumiðlun námsmanna hefur nú starfað í 11 ár og störfin sem námsmenn hafa fengið í gegnum hana af öllum gerðum. Skrifstofustörf, sölu- og lag- erstörf, mannvirkjagerð, afgreiðslustörf, út- keyrslustörf og ýmisskonar þjónustustörf, svo eitthvað sé nefnt. Á síðasta ári skráðu 648 náms- menn sig hjá miðluninni og 587 árið áður en í ár hafa á fjórða hundrað skráð sig. Enn er þó ekki öll nótt úti því miðlunin er opin út júnímánuð. Á Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar fengust í gær þær upplýsingar að ástandið væri svipað í vinnuskólanum og undanfarin ár, hvorki áberandi meiri ásókn né minni, nema hvað stúlkum væri kannski heldur að fjölga og drengjum að fækka sem um sæktu. En tölur um fjölda umsókna segja ekki nema lítinn hluta af sögunni. Ýmsir hafa haft af því þung- bærar áhyggjur að skólafólk hér á landi þurfi að ganga í gegnum of miklar og þungbærar píslir á hverju sumri og viljað lengja skólaárið og með því stytta þann tíma sem skólafólk er úti á vinnumark- aðnum. Aðrir telja sumarvinnu skólafólks vera ein- hverja mestu blessun sem yfir okkar arma land kemur á hverju sumri því það sé svo þroskandi og efli með ungdómnum vit á eðli samfélagsins í landinu sem sumir hafa að vísu dirfst að kalla van- þróað veiðimannasamfélag... -tt Guðný Pálsdóttir innanum tré og gróður í Fossvogsdalnum. „Frábært að vinna hérna." Mynd Sig. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. maí 1988 Ætli ég hafi náð...? Guðný Pálsdóttir, lóáranámsmœr, varað Ijúkasamrœmdum prófum og vorprófum. Hún vinnur íSkógræktinni - Það er gott að vinna úti og bara almcnnt frábært að vinna hérna, segir Guðný Pálsdóttir. Hún er 16 ára og var að Ijúka 9. bekknum frá Reykholti ■ Borgar- firði. Núna vinnur hún hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur í Fos- svoginum. Hún er ekki enn búin að fá einkunnirnar sínar en bíður nú í ofvæni eftir þeim og hugsar fátt annað en; „Ætli ég hafí náð...?“ Guðný hefur að mestu verið úti á landsbyggðinni síðustu ár. Nú nýliðinn vetur á Reykholti en tvo vetur þar áður á Varmalandi. Hún var nefnilega alltaf í sveit skammt þar frá, á Svarfhóli, á sumrin. - Ég fór nú fyrst vestur í Borg- arfjörð þegar ég var 8 eða 9 ára og þá á vegum Félagsmálastofnunar en hún útvegar oft krökkum ein- stæðra foreldra vinnu á sumrin við einhver uppbyggileg og góð störf, segir Guðný. - Síðan hef ég alltaf verið á Svarfhóli á sumrin og hefur fundist það þónokkuð gott. Ég þurfti fyrst þegar ég kom þangað að hjálpa til við að reka kýrnar og þrífa þær fyrir mjaltir en svo þegar árin liðu var ég látin vinna erfiðari og meira krefjandi störf. Ég vann við allt sem gert var á bænum eða svo gott sem. Ég var í heyskap, við mjaltir, vann fjósstörfin, sinnti ánum og fleira og fleira. Gerði flest það sem venjulegt sveitafólk gerir. En nú vinnur hún hjá Skóg- ræktinni eins og áður sagði. Hvað ætli heilli mest við að vinna þar? - Maður er úti öllum stundum og fær að vera í sólinni og góða veðrinu án þess að þurfa að hafa af því nokkurt samviskubit. Hérna verða í kringum 75 manns að vinna í sumar og það verða allt krakkar sem eru á aldrinum 16 til 19 ára. Hér verður fullt af skemmtilegu fólki, segir Guðný. Krakkarnir setja plöntur í potta, setja niður tré, færa plöntur í hús og úr húsum, stinga græðlingum í vikur, flokka plöntur, vökva, klippa og margt fleira. Launin í skógræktinni eru kannski ekki eins og best verður á kosið finnst Guðnýju en hún segir þau samt vera alveg þokka- leg. Hún ætlar þó að fá sér ein- hverja skúringavinnu með skóg- ræktinni. Er það ekki full mikið? í hvað eiga peningarnir að fara? - Nei, nei. Mér finnst það ekk- ert of mikið, blessaður vertu! Maður þarf að hafa eitthvað af peningum til að nota sem vasa- peninga, kaupa sér föt fyrir skólann og bara lifa! - Ég ætlaði upphaflega að fara eitthvað útá land í fisk, til Bol- ungarvíkur kannski, en ætlaði að bíða þangað til ég fengi einkunn- irnar mínar. Svo þegar mér bauðst að byrja að vinna hér í Skógræktinni þá fannst mér ég ekki geta sleppt því. Það er manni svo hollt að vinna úti, segir Guðný. Flestir bekkjarfélaga hennar á Reykholti fóru að vinna í fiski útum allt land, eða altént þau sem komu úr dreifbýlinu, en hún og vinkonur hennar réðu sig í vinnu á höfuðborgarsvæðinu. - Ein vinkona mín vinnur á bón- stöð og önnur í bakaríi en ég gæti ekki unnið svona inni eins og þær, ég held ég mundi deyja!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.