Þjóðviljinn - 19.05.1988, Page 9

Þjóðviljinn - 19.05.1988, Page 9
Lífinu lifir maður einn og sjálfur Leiklistarnemi, framreiðslustúlka, fiskvinnslukona og margtfleira. Elva Ósk Ólafsdóttirþekkir nokkrar hliðar á lífinu - Ég er að reyna að viða að mér sem mestri reynslu, safna í bankann eins og við segjum, segir Elva Ósk Ólafsdóttir, 23 ára nemi við Leiklistarskóla Islands. Hún er þar á þriðja ári og er atvinnu- laus sem stendur. - Helst vildi ég vinna hjá ein- hverju kvikmyndatökufyrirtæki eða veri sem tekur upp auglýsing- ar og þessháttar, þar sem maður fengi einhverja reynslu af stúdíó- vinnu, segir Elva Ósk. Klíkuskapinn, það er að maður þekki mann og annan, segir Elva Ósk vera eitur í sínum beinum. Hún er frá Vestmannaeyjum svo hún er kannski ekki beinlínis inni í Reykjavíkur-„elítunni“. - Sumarvinnan hjá okkur Eyjakrökkunum var kannski ekki beinlínis fjölbreytt. Flestir fóru að vinna í fiski á sumrin og þegar grunnskólanum lauk þá var bara haldið áfram í fiskinum. En mér finnst það ekki passa við mig. Maður þarf að fá á sig sól- ina, í sig orkuna, segir Elva Ósk. Hún vann í fiski í Eyjum, við framreiðslu á Gestgjafanum en einnig í malbikunarflokki bæjar- ins. - Ég er jafnvel að hugsa um að reyna að fá vinnu núna við að verkstýra krökkum í sumarvinn- unni, hjá borginni eða annars- staðar. Vinna með hinni villtu æsku Iandsins. Það eru margvísleg störf sem Elva Ósk hefur haft með höndum í lífinu og hún segist geyma reynsluna af þeim öllum innra með sér, „í bankanum“. - Ef maður gæti nú alltaf gengið að einhverri sumarvinnu vísri, sem auk þess gæfi af sér mannsæmandi laun, þá hefði maður kannski einhverja aðra skoðun á þessu en mér finnst að mörgu leyti gott að vinna sjaldn- ast við það sama. AUtaf að aðlaga mig nýjum og nýjum störfum. Ég held, svei mér þá, að maður verði svolítið ríkari í sálinni af því að þurfa að laga sig í sífellu að breyttum aðstæðum, nýjum við- horfum og nýjum lífsstíl. - Og þó, ég er nú farin að velja dálítið úr. Ég fer til dæmis ekki að ráða mig í einhverja vaktavinnu núna, ég held ég hafi fengið nóg af henni. Maður á ekki að þurfa að vinna á daginn, á kvöldin, á næturnar og um helgar bara til að hafa í sig og á. Það ætti enginn að þurfa að vinna vaktir; þær eru hræðilegar. Ég var aðstoðar- stúlka á skurðdeild á Borgarspít- alanum í fyrra og það var svo sannarlega ekki til að hrópa húrra fyrir. Maður vann á vöktum og fékk nánasarleg laun fyrir. Mig langar ekki mikið til að vinna við þvílíkt aftur. Sama sumar vann ég á Stjörnunni og það var í sjálfu sér ágætt en þar voru svipuð óþægindi. Maður þurfti að vinna á vöktum. Elva Ósk segist ekki geta verið að vinna mikið ein, hún sé fyrst og fremst félagsvera, svo mikið sé víst. - Ég vil vera innanum fólk og vinna með fólki. - Það versta við fólkið í þessu landi er að það lætur bjóða sér of mikið harðræði. Það lætur bjóða sér 32 þúsund króna grunnlaun og lítið meir. Það er svo mikil niðurlæging fyrir manneskjuna að fá svona lág laun. Maður á að meta sjálfan sig miklu meir! - Æ, ég veit ekki, ég er nú kannski með of mikinn hofmóð, það má vera en mér finnst ekki nógu mikil reisn yfir þessu. Ég er nú kannski svona agalega skrýtin en ég get engan veginn lifað af slíkum og þvílíkum launum. Flestir eru kannski dulítið ó- framfærnir við að útvega sér sumarvinnu en Elva Ósk segist ekki geta hugsað sér óframfærni við atvinnuöflun. - Ég hringi bara í fyrirtæki sem mér dettur í hug að vinna hjá og segi: „Mig vantar sumarvinnu. Hafið þið laust starf handa mér?“ Þegar maður spyr svona beint út þá kemur það upp í hinum ólíkleg- ustu fyrirtækjum að það vantar starfsfólk. Maður á nefnilega ekki að vera feiminn við þetta. Hver lifir svosem lífinu manns Elva Ósk bíður svo sannarlega ekki eftir að lífið hoppi uppá bekk- inn til sín. Hún lifir eftir því að þurfa að hafa fyrir sinni hamingju og rær að henni öllum árum. Mynd Sig. nema maður sjálfur? Það er ekk- ert gaman að þessu litla lífi okkar nema við höfum eitthvað fyrir því. Hlutirnir eiga einfaldlega ekki að koma upp í hendurnar á manni! Maður þarf að taka lífinu með ró BenediktHalldórsson hefurallarklœrúti. „Spútniktýpanu - Maður er orðinn „desperat“. Það eru flestir búnir að ráða til sín fólk í vinnu núna, sagði Bene- dikt Halldórsson en hann skráði sig í gær hjá Atvinnumiðlun námsmanna. Hann er 18 ára, er í MR og vinnur nú á kvöldin við að selja íslendingasögurnar og Sturlungu fyrir Svart á hvítu. - Mér finnst maður ekki eiga að helga sig vinnunni alveg strax, taka því bara rólega fyrst, segir Benedikt en hann var síðast í sveit þegar hann var 12 ára en fór eftir það að vinna létt störf. Bar út blöð, var sendill, vann á ben- sínstöð og svo á ljósritunarstofu svo eitthvað sé nefnt. En eftir að hann byrjaði í menntaskóla fóru hjólin að snúast og alltaf þurfti að hafa meiri og meiri peninga milli handanna. - Ég held það sé best að hafa allar klær úti því þó maður sæki um á tíu stöðum þá þarf maður ekkert endilega að fá vinnu á neinum þeirra. Maður verður að leita bókstaflega útum allt, segir Benedikt. Hann ætlar að vinna hjá Svörtu á hvítu í sumar og reyna að fá níu-til-fimm vinnu með sölumennskunni því hann segir hana svo sannarlega gefa góðan aur. - Drauma sumarvinnan er kannski að vinna úti og við eitthvað viturlegt, eitthvað gef- andi. Ég verð nú kannski ekki að gera alveg það sem mig dreymir um en, samt, ég held þetta verði ágætt sumar. Ég sótti upphaflega um að fá vinnu hjá Landmæling- um eða Orkustofnun við að flakka um landið og mæla fjöll eða eitthvað álíka en nú þegar ég hef svona vel launaða vinnu í sölumennsku þá held ég að ég láti nægja að vinna við framköllun á filmum fyrir Landmælingar eða eitthvað á þeim nótunum en aðal áhugamál Benedikts er ljós- myndun. Benedikt ieggur ekkert mikið uppúr mikilvægi þess að vinna á sumrin en hefur þess í stað hug- ann við framtíðina. - Mig langar út til Þýskalands í nám, eitthvert „spútnik" nám, sem fáum hefur kannski dottið í hug hér á landi og gæti hugsanlega gefið af sér góð laun, segir Benedikt og brosir við. Það er stóísk ró yfir Benedikt meðan hann bíður eftir svörum frá atvinnumiðluninni. Mynd Sig. MANNLIF Umsjón: Tómas Tómasson 7 Flmmtudagur 19. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.