Þjóðviljinn - 19.05.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.05.1988, Blaðsíða 10
I DAG ídag í gærkveldi sat ég með spúsu minni og horfði á fréttir í sjónvarpinu. Skyndilegaog án nokkurs fyrirvara var hún stokkin upp úr sófanum eins og hún ætti von á nýrri gengis- fellingu og ætlaði út að kaupa gjaldeyri. En þaðvar þáekk- ert annað en sakleysisleg hunangsfluga sem hafði smokrað sér innum stofu- gluggann og hrætt vitglóruna úrkonunni. Þarna var komið kjörið tækifæri fyrir mig til að sýna hetjulund og karlmennsku mikla og hrekja þessa f lugu- hlussu úrmínum húsum. En satt best að segja leyst mér ekki á dýrið þar sem flugan var á stærð við jarðarber. Á meðan ég fór með hug- hreystingarræðu til konu minnar nálgaðist ég vágest- inn rólega en ákveðið og hrakti út meðtilviljunar- kenndu látbragði. Síðan las ég það í blöðun- um í dag að lögregia borgar- innar hefði að undanförnu verið önnum kafin við að handsamasamskonarflugur og þessa. Haft vareftirvirðu- legum líffræðingi að hér væri um nýja tegund af hunangs- flugu að ræða sem væri held- ur stærri en þær sem hafa búiðhérhingaðtil. Að sögn lögreglunnarer farið með flugurnar á lög- reglustöðina þar sem tilraun er gerð til skýrslugerðar en þeim handteknu síðan sleppt. Þetta skýrir hvers vegna flugan mín var fótbrotin á þremurfótum; lögreglan hefur handtekið hana og viljað að hún færi úr jakkanum eða þá gómað hana í leigubíl. Annars minnti fluguskömmin mig á efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar: hún sýndist mjög stór en var í raun og veru afskaplega lítil. En óvæntar heimsóknir sem þessar minna mann á að sumarið er komið. Farfuglarn- ir eru komnir og greinilegt að engirverslunarmenn hafa náð að hindra þá í flugtaki. Þá hafa borgarbúar sett í koffort sín úlpurog ullarsokkaog klæðast stuttbuxum og erma- lausum bolum - enda er helmingur þeirra á leið til sólarlanda í tilefni sumarkom- unnar. -hmp í dag er 19. maí, fimmtudagur í fimmtu viku sumars, tuttugasti og níundi dagur hörpu, 140. dagurársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 3.59 en sest kl. 22.52. Viðburðir FæddurSteingrímurThorsteinsson skáld 1831. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Engin lækkun á Ijósarafmagni yfir sumarmánuðina. Bæjarfulltrúar Kommúnistaflokksins mótmæla þessu gjörræði íhaldsins- Leikfélag Reykjavíkur. Gestir: Anna Borg - Poul Reumert. „Það er kominn dag- ur“. Sjónleikur í þrem þáttum eftir Karl Schluter. Frumsýning á morgun kl. 8. Eitthvað þar... Rás 1. kl. 22.20 í þætti sínum í kvöld ætla þau Freyr Þormóðsson og Kristín Ómarsdóttir að begrða út af van- anum í stað þess að fjalla um samtímaskáld eins og þau hafa gert í þessum þáttum sem bera Fjöllistamaðurinn Boris Vian lést úr hjartaáfalli á forsýningu fyrstu kvik- myndar sinnar. nafnið Eitthvað þar... í þættinum í kvöld ætla þau að fjalla um skáld sem lést árið 1959 aðeins 39 ára að aldri. Hann hét Boris Vian og var franskur fjöllistamaður, var djassleikari, lék á trompet, samdi óperur, leikrit, kvikmyndahand- rit, skáldsögur og ljóð. Þrátt fyrir að hann hafi legið í gröf sinni í nær 3 áratugi er hann mjög vin- sæll meðal ungra Frakka og svo virðist sem hver ný kynslóð upp- götvi hann. Boris Vian var róm- antískur baráttumaður sem hafði megna andúð á stríði og ofbeldi. Hann var í innsta hring menning- arelítu Parísarborgar og það er e.t.v. einkennandi fyrir lífstíl hans að hann lést úr hjartaslagi á forsýningu fyrstu kvikmyndar sinnar. Eftir hann liggur mikið af verkum. Þekktustu skáldsögur hans eru sennilega Froða dag- anna, Hjartbítur og Rauða grasið en kvæði hans og lög eru ekki síður merkileg arfleifð og í þætt- inum verður m.a. leikin upptaka þar sem Boris Vian flytur lag og texta eftir sjálfan sig. Lagið sem nefnist Liðhlaupinn er orðið að hálfgerðu þjóðlagi í Frakklandi. Að lokum má geta þess að þessi sérkennilegi fjöllistamaður var lærður verkfræðingur. Esperantó fýrir byrjendur Rót kl. 20.30. í kvöld byrjar nýtt Esperant- ónámskeið fyrir byrjendur á Rót- inni. Það er Esperantósamband- ið sem stendur fyrir þessari kennslu, en sambandið hefur tvö þætti á viku á Rótinni. Byrjanda- námskeið þetta verður sent út á fimmtudögum og stendur fram á haust. Notast er við nýja kennslu- bók eftir Baldur Ragnarsson sem Mál og menning hefur gefið út. Næst komandi mánudag kl. 18.00 mun Stefán Briem flytja er- indi í útsendingartíma Esperant- ósambandsins. Stefán mun þar fjalla um Esperantó og tölvur. Esperantósambandið hefur fasta útsendingartíma á Rótinni. Hér eru í hljóðveri Hrafnkell Orri Egilsson, Guðrún Hallgrímsdóttir og Árni Böðvarsson. GARPURINN KALLI OG KOBBI 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINkl Fimmtudagur 19. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.