Þjóðviljinn - 19.05.1988, Síða 13

Þjóðviljinn - 19.05.1988, Síða 13
■" ÖRFRÉTTTIR""** Sjö þúsund sýrlenskir hermenn eru í við- bragðsstöðu en hafa ekki enn blandað sér í átök tveggja fylk- inga síta í Vestur-Beirút. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Hizbollah (vinir írana) og Amal (vinir Sýrlendinga) hafa að und- anförnu borist á banaspjót í suð- vestur hverfum borgarinnar. Mörg hundruð manns hafa fallið. Heldur hefur hallað á Amalliða og hafa menn furðað sig á því að sýrlenskir hermenn skuli ekki hafa lagt þeim lið. Einn af leið- togum Amal gaf skýringu á því í gær. Hann sagði Sýrlendingum hafa borist orðsending frá fyrirlið- um Hizbollah þess efnis að ef þeir réðust inní hverfi sín yrðu allir erlendir gíslar skotnir þegar í stað. „Sýrlendingar kæra sig ekki um að þeim verði kennt um gísla- rnorð." Michael Dukakis skaut Jesse Jackson ref fyrir rass enn einu sinni er hann bar sigur úr býtum í prófkjöri Demókrata- flokksins í Oregon fylki. Fékk hann um 58 af hundraði atkvæða en Jackson 37. Fjögur nöfn voru á kjörseðlinum og þótt þeir Albert Gore og Richard Gephardt séu báðir hættir keppni fengu þeir sín tvö prósentin hvor. George Bush varsjálfkjörinn hjá repúblikönum. Nú beinast sjónir manna að Kali- forníu, fjölmennasta fylki Banda- ríkjanna, en íbúar hennar munu ganga að kjörborðinu þann ní- unda næsta mánaðar. ERLENDAR FRETTIR Palestína 183 fallnir Ungur Palestínumaður skotinn til bana ígœr. Stjórnskipuð nefnd leggurað ráðamönnum að halda ísraelskum menntaskólanemumfrá palestínskumföngum r | sraelskir hermenn skutu ungan Palestínumann til bana á her- tekna svæðinu vestan Jórdanar í gær og særðu níu skotsárum eftir „átök“ við grjótkastara. Hinn látni hét Majdi Hilal og var 16 ára gamall. Að sögn ísra- elskra heryfirvalda var hann í Hermenn og palestínskur fangi. Guð forði honum frá ísraelskum menntaskólanemum. Frakkland/íran Stjómmálasamband á ný Mitterrand forseti og Rocardforsœtisráðherra hyggjast efna heit Chiracs Frakkar hyggjast taka ,upp stjórnmálasamband við Irani á ný eftir níu mánaða hlé. Nýir valdsherrar gáfu út yfíriýsingu um þetta í gær og gátu þess jafn- framt að þeir væru með þessu að efna loforð sem forverar þeirra gáfu klerkastjórninni og leiddi til frelsunar franskra gísla í Líban- Michel Rocard, nýskipaður forsætisráðherra, greindi frétta- mönnum frá því að þeir Francois Mitterrand forseti hefðu ákveðið að Frakkland stæði við samninga þá er forveri hans í embætti, Jacques Chirac, gaf írönsku ríkis- stjórninni fyrir skemmstu. „Forsetinn og ríkisstjórnin eru á einu máli um að halda beri skuldbindingar og heit Frakk- lands hvað varðar viðræður þær er fyrri ríkisstjórn hóf við ríkis- stjórn íranska lýðveldisins um formlegt stjórnmálasamband ríkjanna," sagði Rocard. Chirac hefði heitið írönum þessu og heimt í staðinn þrjá Frakka úr „helju“; vörslu íransvina í Vestur-Beirút. Það er alkunna að Frakkar rufu stjórnmálasamband við írani í júlílok í fyrra. Orsökin var sú að fyrirmenn franska sendi- ráðsins í París vildu ekki vera lög- regiuyfirvöldum innan handar við rannsókn á hryðjuverkum, sprengingum, er grönduðu fjöl- mörgum íbúa höfuðborgarinnar á haustmánuðum í hittifyrra. Grunur lék á að einn starfsmanna sendiráðsins, íraninn Gordji, væri höfuðpaurinn í glæpum þessum en hann leitaði griða innan vébanda sendiráðsbygg- ingarinnar og dúsaði þar uns sam- ið var um að hann fengi að halda óáreittur heim til föðurtúnanna. Reuter/-ks. hópi ungra Palestínumanna er grýttu dáta í þorpinu Abwein, steinsnar frá Ramallah, vestan Jórdanar. íbúar þorpsins greindu frétta- mönnum frá því að fjölmargir hermenn hefðu reynt að halda inní það árla í gærmorgun en orð- ið að leggja á flótta undan palest- ínsku ungmennunum. Þeir hefðu margsinnis reynt á ný en án árangurs þangað til þeim „hug- kvæmdist" að beita skotvopnum og táragasi. Þá hefði þeim loks tekist að ryðja sér braut. Á göt- um lágu eitt lík og níu alvarlega særðir unglingar. Á þeim fimm mánuðum sem liðnir eru frá því uppreisn Palest- ínumanna gegn herraríkinu hófst á herteknu svæðunum hafa 183 Palestínumenn fallið hið minnsta og tveir ísraelsmenn, einn her- maður og ung stúlka er skotin var fyrir slysni af byssuglöðum landa sínum og trúbróður. Víða á Gazasvæðinu og spild- unni vestan Jórdanar urðu Pal- estínumenn að halda sig innan dyra. Erlendir fréttamenn fengu eicki að fara til Abwein í gær. Stjórnskipuð nefnd lagði í gær að ráðamönnum í Jerúsalem að koma í veg fyrir að menntaskóla- nemar í herþjálfun yrðu sendir í herbúðir þar sem Palestínumenn eru hafðir í haldi. Einsog komið hefur fram í fréttum hefur það gerst þrásinnis að ísraelsku ung- mennin réttu gæslumönnum hjálparhönd við misþyrmingar fanga. Reuter/-ks. Afganistan/Sovétríkin Uppreisnaimenn færast í aukana Hermenn stjórnvalda í Kabúl reyna líttað verja afskekktfjallavígi eftir brottför Sovétmanna. Rúslan kominn heim til Ljúdmílusinnar „Guð sé oss næstur." Afganskir uppreisnarmenn gera bæn sína. Afganskir upprcisnarmenn virðast hafa tekið þann pólinn í hæðina að láta sovéska hermenn á heimleið afskiptalausa en leggja þess í stað til atlögu við landa sína úr stjórnarhernum jafnskjótt og Rauði herinn er á brott úr bæjum og þorpum. Heimildamcnn úr röðum skæruliða og sendimanna Vesturveldanna í Kabúl og íslam- abad herma að sveitir skæruliða hafi þegar lagt undir sig ýms hernaðarlega mikilvæg héruð sunnan höfuðborgarinnar. „Við óskum þess að sovésku hermennirnir verði á brott hið fyrsta en hyggist þeir fara með báli og brandi munum við hefna þess grimmilega," sagði einn af forystumönnum Jamiat-I-Islami flokksins í gær. Að sögn ofannefndra heim- ildamanna virðist sama sagan endurtaka sig æ ofaní æ í smærri vígjum sunnan og austan Kabúl. Sovésku hermennirnir yfirgefa þau og dátar stjórnvalda leysa þá af hólmi. Skæruliðar leggja til at- lögu og hrekja stjórnarhermenn í burtu. Najibullah álítur skynsamlegt að láta uppreisnarmönnum ýms afskekkt þorp eftir án bardaga en sá galli fylgir gjöf Njarðar að með því styrkir hann stöðu þeirra, fjendur hans eiga þá greiðari að- gang að stærri bæjum og borgum. Afleiðingu þessa má til dæmis sjá við borgina Kandahar í suðri en þar hefur uppreisnarmönnum vaxið ásmegin við brotthvarf Sovétmanna og hafa þeir hvað eftir annað ráðist inní úthverfi og gert usla. Fyrirmenn skæruliða segjast hafa náð tveim mikilvægum fjallaskörðum á sitt vald, um 40 kílómetrum suðaustan höf- uðborgarinnar. Fyrir vikið komi þeir vistum og liðsauka frá landa- mærum Pakistans til Kabúlsvæð- isins á einum degi en það hafi áður verið vikuverk. Síðdegis í gær komu 1,200 sov- étdátar til ættjarðarinnar en þeir voru hinir fyrstu sem kvaddir voru heim frá Afganistan. Áætl- að er að allir landar þeirra og stríðsfélagar hafi fetað í fótspor þeirra að níu mánuðum liðnum. Hermönnunum var tekið með kostum og kynjum. Lúðrar voru þeyttir og fánum veifað þegar far- artæki dátanna óku yfir brú á Ox- usfljótinu, sem skilur að Sovét- ríkin (Uzbekistan) og Afganist- an, og sem leið lá inní þorpið Termez. Glaðleg stúlka stóð í brúðar- skarti og skyggndist um í her- mannaþvögunni. Þetta var Ljúd- mfla en hún er þrítugur einkarit- ari og búsett í Termez. Hún var að leita Ruslans, „fjallmyndar- legs liðsforingja.“ Hún hafði ekki séð hann í átta mánuði en vissi að hann var í hópi þessara fyrstu dáta sem snúa heim. „Ég bað bara til guðs að hann kæmi heill á húfi heim til mín. Þetta verður einsog nýtt brúðkaup.“ Reuter/-ks. Flmmtudagur 19. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.