Þjóðviljinn - 19.05.1988, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 19.05.1988, Qupperneq 14
Skólaslit verða í Fella- og Hólakirkju, Hólabergi 88, föstudaginn 20. maí nk. og hefjast þau kl. 13.30. Allir nemendur dagskóla og kvöldskóla, er lokið hafa prófum á þriggja og fjögurra ára brautum, eiga að koma þá og taka á móti prófskírteinum. Um er að ræða nemendur er lokið hafa áföngum sjúkraliða, snyrtifræðinga, matartækna, sveins- prófs svo og sérhæfðu verslunarprófi og stúd- entsprófi. Nemendur, er lokið hafa eins og tveggja ára brautum, fá skírteini sín afhent í Fella- og Hóla- kirkju eftir skólaslitin (um kl. 15.00) og síðan á skrifstofu skólans. Foreldrar, aðrir ættingjar svo og velunnarar skólans eru velkomnir á skólaslitin. Skólameistari Útboð - Raflagnaefni Samband íslenskra samvinnufélaga, Sölv- hólsgötu 4, 101 Reykjavík, óskar eftir tilboði í kapalbakka og tenglarennur fyrir væntanlegt skrifstofuhús að Kirkjusandi í Reykjavík. Um er að ræða eftirfarandi magn: - kapalbakka, um 1.700 m. - tenglarennur, um 700 m. Bjóðandi skal gefa upp afhendingartíma og stað. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen hf, Ármúla 4, Reykjavík, gegn 5.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til VST hf., Ármúla 4, 108 Reykjavík, fyrir kl. 11.30 föstudaginn 3. júní 1988 en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. VERKFRÆÐISTOFA SIGUROAR THORODDSEN hf ÁRMÚLI 4 REYKJAVlK SlMI 84499 Auglýsing Staða símavarðar í fjármálaráðuneytinu er laus til umsóknar. Umsóknum skal skilað í fjármálaráðuneytið fyrir 26. maí nk. Fjármálaráðuneytið 18. maí 1988 Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma Kristín S Hjartardóttir Fannafold 135 lést á Borgarspítalanum 17. maí. Jarðarförin verður auglýst sfðar. Sigurlín Elly Vilhjálmsdóttlr Hákon M. Magnússon barnabörn og barnabarnabarn Útför Hjörleifs Sigurbergssonar fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 20. maí kl. 13.30. Greftrað verður í Kotstrandarkirkjugarði. Þeir sem vildu minnast hans, láti Hallgrímskirkju njóta þess. Ingveldur Ámundadóttir Hulda Hjörleifsdóttir Sveinbjörn Einarsson Guðrún Hjörleifsdóttir Sigurður Guðmundsson Steindór Hjörleifsson Unnur Hjartardóttir Ingibjörg Hjörleifsdóttir Bergný Hjörleifsdóttir barnabörn og tengdabörn FRÉTTIR Manneldi Samráðs- hópur um opinbera neyslustefnu Heilbrigðisráðherra hefur skipað samráðshóp til þess að vinna að mótun opinberrar manneldis- og neyslustefnu, með það að markmiði að ýta undir heilsusamlegar matarvenjur og heilbrigðan lffsstil og bæta þannig heilbrigðisástand þjóðarinnar. Verkefni samráðshópsins verði m.a. eftirfarandi a) Að tryggja að íslensk matvælaframleiðsla verði í sam- ræmi við neysluþarfir þjóðarinn- ar. b) Að mannéldismarkmið Manneldisráðs um hollustu fæð- unnar verði lögð til grundvallar við stefnumótunina. c) Að leiðbeina og fræða fólk um hollt mataræði, meðferð mat- væla og matreiðslu. d) Að gangast fyrir neyslu- könnun til að öðlast yfirsýn yfir neysluvenjur þjóðarinnar. Samráðshópurinn er skipaður fulltrúum eftirtalinna aðila: Frá landbúnaðarráðuneyti dr. Stefán Aðalsteinsson, frá viðskipta- ráðuneyti Jón Ögmundur Þor- móðsson skrifstofustjóri, frá sjávarútvegsráðuneyti Kristín Magnússon, fulltrúi, frá iðnaðar- ráðuneyti Kristinn Björnsson forstjóri og heilbrigðisráðuneyti Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri og er hann jafnframt formaður samráðshópsins. Ráðherra hefur skipað þriggja manna framkvæmdahóp sem skal vinna að daglegri framkvæmd verkefnisins. Hann skipa Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri, for- maður, Brynhildur Briem nær- ingarfræðingur og dr. Stefán Að- alsteinsson. Verkefnisstjóri hefur verið ráðin Unnur Stefánsdóttir fóstra. Háskólinn Námskeið í ítölsku Heimspekideild Háskóla ís- lands og endurmenntunarnefnd HÍ munu á tímabilinu 24. maí til 16. júní bjóða upp á tvö námskeið í ítölsku. Kennari verður sendi- kennarinn prófessor Roberto Tartaglinone frá ítölsku menn- ingarmálastofnuninni Mondo Ita- liano. Annað námskeið verður byrj- endanámskeið þar sem ekki er gert ráð fyrir neinni kunnáttu í ítölsku. Námskeiðið verður um 60 klukkustundir, 3 tímar á dag fimm daga vikunnar, kl. 16.00- 19.00. Hámarksfjöldi þátttak- enda er 20 manns. Hitt námskeiðið er ætlað þeim sem lengra eru komnir og gerir ráð fyrir einhverri undirstöðu- kunnáttu í ítölsku. Það námskeið stendur einnig í um 60 klukku- stundir og hefst kl. 9.00, þann 24. maí. Tímasetning verður að öðru leyti eftir nánara samkomulagi og er hámarksfjöldinn 20 manns. Þátttökugjald verður kr. 7.500.- auk lítils háttar bóka- kostnaðar. Skráning á námskeið- in fer fram á aðalskrifstofu HÍ s. 694306 en allar frekari upplýsing- ar eru gefnar á skrifstofu endur- menntunarstjóra s. 23712 og 687664. Útboð - Rafmagnstöflur Samband íslenskra samvinnufélaga, Sölv- hólsgötu 4, 101 Reykjavík, óskar eftir tilboði í smíði á alls 17 rafmagnstöflum fyrir væntanlegt skrifstofuhús að Kirkjusandi í Reykjavík. Um er að ræða dreifitöflur fyrir allt húsið. Verkið skal hefjast strax og skal því lokið 30. september 1988. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sig- urðarThoroddsen hf., Ármúla4, Reykjavík, gegn 5.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til VST hf., Ármúla 4, 108 Reykjavík, fyrir kl. 11.00 föstudaginn 3. júní 1988 en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf ÁRMÚLI 4 REYKJAVlK SlMI 84499 látum fara vel um barnið, og aukum öryggi þess um leið! yUMFERÐAR RÁÐ Frá menntamálaráðuneytinu: LAUSAR STÖÐUR VIÐ GRUNNSKÓLA Reykjanesumdæmi: Stöður grunnskólakennara við grunnskólana Kópavogi, meðal kennslugreina heimilisfræði, mynd- og handmennt, sérkennsla, íþróttir stúlkna, tónmennt, danska og samfélagsfræði, Seltjarnar- nesi, meðal kennslugreina, heimilisfræði, enska, raungreinar, smíði, leiðsögn á bókasafni og tölvufræði, Garðabæ, meðal kennslugreina íþróttir og tónmennt, Hafnarfirði, meðal kennslu- greina erlend mál, sérkennsla, íslenska, saumar, heimilisfræði og íbróttir stúlkna, Bessastaðahreppi, Mosfellsbæ, meðal kennslu- greina íslenska, mynd- og handmennt, erlend mál, samfélagsfræði og verslunargreinar, Keflavík, meðal kennslugreina sérkennsla, myndmennt, heimilisfræði, íþróttir, tónmennt, og kennsla yngri barna, Njarðvík, meðal kennslugreina, sérkennsla og raungreinar, Grindavík, meðal kennslugreina kennsla forskólabarna, íþróttir og saumar, Sandgerði, meðal kennslugreina smíðar, myndmennt og raungreinar, Garðl, meðal kennslugreina kennsla yngri barna, er- lend mál, myndmennt, heimilisfræði og tónmennt, Stóru- Vogaskóla og Klébergsskóla, meðal kennslugreina raungreinar, tónmennt og myndmennt. Stöður talkennara við grunnskólana í Reykjanesumdæmi. Vestfjarðaumdæmi: Stöður skólastjóra við grunnskólana Hólmavík, Broddanesi og Flnnbogastaðaskóla. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana ísaflrði, meðal kennslugreina íþróttir, sérkennsla, myndmennt, smiðarog heimilis- fræði, Bolungarvfk, meðal kennslugreina náttúrufræði, mynd- og handmennt og heimiiisfræði, Barðaströnd, Patreksflrðl, meðal kennslugreina íþróttir, smíðar og málakennsla á framhaldsstigi, Tálknafirði, meðal kennslugreina tónmennt, Bfldudal, meðal kennslugreina kennsla yngri barna og hannyrðir, Þingeyri, Flat- eyrl, meðal kennslugreina danska, íþróttir og myndmennt, Suður- eyrl, meðal kennslugreina danska, Súðavík, meðal kennslugreina íslenska, erlend mál, íþróttir og handmennt, Reykjanesi, Hólma- vík, Broddanesi og Reykhólaskóla, meðal kennslugreina enska, tónmennt, íþróttir og heimilisfræði. Austurlandsumdæmi: Staða skólastjóra við Brúarásskóla. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana Seyðlsfirði, meðal kennslugreina mynd- og handmennt, (þróttir og sérkennsla, Eski- flrðl, meðal kennslugreina íþróttir, danska i eldri deildum og líf- fræði, Bakkaflrðl, Vopnafirðl, meðal kennslugreina íþróttir, raun- greinar og tungumál, Eiðum, meðal kennslugrelna sérkennsla, Reyðarfirðl, meðal kennslugreina enska og kennsla yngri barna, Stöðvarfirðl, Breiðdalshreppi, Djúpavogi, Brúarásskóla, Fella- skóla, Hallormsstaðaskóla, meðal kennslugreina danska, stærð- fræði í eldri deildum, eðlisfræði, samfélagsfræði og hannyrðir og við Nesjaskóla. Suðurlandsumdæmi: Stöður grunnskólakennara við grunnskólana Vestmannaeyjum, meðal kennslugreina líffræði, eðlisfræði, danska í 7.-8. bekk, mynd- mennt og tónmennt, Selfossi, meðal kennslugreina myndmennt, tónmennt og stærðfræði í 7.-9. bekk, Hvolsvelli, meðal kennslu- greina íþróttir og smíðar, Hellu, Vestur-Landeyjahreppi, Djúpár- ilreppi, Stokkseyri, meðal kennslugreina handmennt, íþróttir og kennsla yngri barna, Eyrarbakka, meðal kennslugreina kennsla yngri barna, Villingaholtshreppi, Þorlákshöfn, Laugalands- skóla, Reykholtsskóla og Ljósafossskóla. Sérkennarastaða við grunnskólana í Suðurlandsumdæmi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.