Þjóðviljinn - 19.05.1988, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 19.05.1988, Qupperneq 15
Og þetta líka... Kvartað En Ivan Lendl var ekki í eins góðu skapi á tennismóti í Mónakó sem fram fór fyrir stuttu. Hann bölsótaðist af fullum krafti og áhorfendur voru of hávaðasamir, hann sjálfur með hita, boltarnir of léttir og völlurinn ójafn. En engu að síður komst hann í úrslit þannig að hann þurfti ekki að afsaka sig alveg svona mikið. Leiðrétting I þriðjudagsblaðinu var sagt að Andri Marteinsson væri tekinn við fyrirlið- astöðu Víkingsliðsins af Jóhanni Þor- varðarssyni. Sumir höfðu samband við íþróttasíðunna og sögðu að þar sem Andri hefði verið að leika sinn 100. leik hefði hann fengið að vera fyrirliði í þetta skipti. Staðreynd Mike Tyson sem er aðeins 21 árs mun verja titil sinn þegar hann mætir Leon Spinks í næsta mánuði og var spurður um úrslit: „Hann getur ekki unnið mig. Það er staðreynd að ég er besti boxari í heimi," sagði Tyson sem er yngsti heimsmeistari í boxi sem fram hefur komið en hann verður 22. ára daginn eftir bardagann við Spinks. IÞROTTIR 2. deild England Fallkeppnin á fullu 1. og 2. deild Chelsea-Blackburn...........4-1 Chelsea vinnur 6-1 Middlesbro-Bradford......2-0 Framlengt. Middlesbro vinnur 3-2. 2. og 3. deild Sheffield Utd.-Bristol City.1-1 Bristol vinnur 2-1 Walsall-Notts County.....1-1 Walsall vinnur 4-2 3. og 4. deiid Rotherham-Swansea........1-1 Swansea vinnur 2-1 Scunthorpe-Torquay..........1-1 Torquay vinnur 3-2 Áheit Kynningarfundur Heilbrigðis- og rannsóknaráð ÍSÍ verður með kynningarfund fimmtudaginn 19.maí kl.20.00 til 21.30 í íþróttamiðstöðinni Laugardal þar sem kynntur verð- ur bæklingurinn „Næring íþrótta- fólks“ sem kom út fyrir skömmu. Jón Gíslason næringarfræðingur mun flytja erindi. Þátttaka óskast tilkynnt á skrif- stofu ÍSÍ sem fyrst í síma 83259 þar sem nánari upplýsingar er að fá. Þrjú sdg til IR Unnu klaufalega Selfyssinga 3-1 Fyrsti leikurinn í 2. deild var háður á gervigrasinu í gærkveldi þegar IR og Selfoss áttust við og fengu Breiðhyltingar 3 stig fyrir. ÍR-ingar fengu óskabyrjun þegar Hallur Eiríksson skoraði strax á upphafsmínútunum og fengu síðan víti sem Karl Þor- geirsson skoraði úr. Liðin sóttu síðan til skiptis en skoruðu ekki fleiri mörk fyrir leikhlé. Fljótlega í síðari hálfleik bætti Halldór Halldórsson þriðja markinu við fyrir ÍR en Selfyssingum tókst ekki að komast í gegnum sterka vörn Breiðhyltinga. Á síðustu mínútu leiksins fengu Selfyssing- ar þó víti þegar boltinn hrökk í hendi ÍR-ings og Guðmundur Magnússon skoraði léttilega. íslandsmót 2. deild ÍR-Selfoss 3-1 (2-0) Mörk ÍR: Hallur Eiríksson, Karl Þor- geirsson og Halldór Halldórsson. Mark Selfoss: Guðmundur Magnús- son. -ste Fótbolti Valsmenn til Ólafsfjarðar Leikur Vals og Leifturs fluttur norður Boltakast Föstudaginn 21. maí n.k. munu 2. árs nemar íþróttakenn- araskólans á Laugarvatni kasta á milli sín handbolta frá Laugar- vatni til Reykjavíkur. Tilgangur hlaupsins er að safna áheitum til styrktar útskriftar- nemum íþróttakennaraskólans og ólympíuförum H.S.Í. Áætlað- ur komutími til Reykjavíkur er milli kl. 14.00 og 15.00. Fræðslumál Eins komið hefur fram þá báðu Valsmenn um frestun á leik sín- um við nýliða Leifturs frá Ólafs- firði, vegna lélegra vallarskilyrða á heimavelli sínum. Grasvöllur þeirra að Hlíðarenda er ekki til- búinn en Valsmenn ætla að spila alla sína heimaleiki þar í sumar. En önnur lausn var fundin á vandanum, og það er að liðin skipta um heimaleik þannig að fyrri leikurinn verði heimaleikur Leifturs en sá seinni Valsmanna. Leikur liðanna nú í annari um- ferð verður því á hinum fræga malarvelli Ólafsfirðinga svo að frestun er óþörf. Að auki er tíma- setningu leiksins breytt og leikur- inn færður fram á föstudagskvöld kl. 20. Önnur breyting á leiktíma er að leik Víkings og KA sem fara átti fram kl. 14 á laugardag er seinkað um eina klukkustund. Leikurinn verður þá kl. 15 á Gervigrasvellinum. Af þessum sökum seinkar einnig leik Fyrir- taks og Víkings Ólafsfirði og verður hann kl. 18 á laugardag. -þóm Falkenmeyer og félagar höfðu góða ástæðu til að fagna eftir víta- spyrnukeppnina, þar sem þeim tókst að losa takið sem Espanol hafði á bikarnum. Evrópukeppnin Vítaspymumartröð Bayer Leverkusen varð Evrópumeistari Lánið var víðsfjarri spænska 2. deildar liðinu Espanol þegar það lék við Bayer Leverkusen í úrs- litum Evrópukeppninnar í gær- kvöldi. Espanol vann fyrri leikinn 3-0 á Spáni en eftir að ekkert mark hafði verið skorað í fyrri hálfleik gerðu Þjóðverjar þrjú í þeim síðari þannig að fram- lengja þurfti leikinn. Það var ekki fyrr en á 56. mín- útu að Tita skoraði fyrsta markið og Falko Goetz bætti öðru við 7 mínútum síðar. Þegar 9 mínútur voru til leiksloka tókst Kóreu- manninum Cha Bum-Kun að skora hið mikilvæga mark sem tryggði heimamönnum framleng- ingu. Ekkert var skorað í fram- lengingunni og þá var komið að vítum. En lánið er fallvalt því hetja fyrri leiksins á Spáni, Se- bastian Losada, brenndi af í vít- unum svo að sigur kom í hlut Ba- yer Leverkusen og er það fyrsti stóri sigur liðsins. -ste Fótbolti Amljótur Davíðsson inn Landsliðið gegn Portúgal valið Sigi Held landsliðþjálfari hefur valið landsliðið sem leikur við Portúgal á Laugardalsvellinum 24. og 29. maí. í forkeppni ólym- píuleikanna. Sveinbjörn Hákonarson hefur verið valinn á ný en eins og menn muna kastaðist í kekki milli hans og landsliðsnefndar þegar liðið fór í síðustu keppnisferð. Einnig hefur Sigi Held valið ungu menn- ina Þorstein Guðjónsson og Arnljót Davíðsson en þeir hafa staðið sig vel með liðum sínum að undanförnu. Eins og áður sagði verða leikirnir á Laugar- dalsvelli og hefjast kl.20.00. Frjálsar Afreksbikar til Gunnlaugs Vormót fR var haldið í Laugardalnum á þriðjudaginn í mikilli blíðu. Gunnlaugur Grettisson ÍR hlaut að þessu sinni Afreksbikarinn samkvæmt stigatöflu fyrir að stökkva 2.08 m í hástökki. Guðmundur Sigurðs- son UMSK hlaut Kaldalsbikar- inn fyrir sigur í 3000 m hlaupi og Guðrún Ásgeirsdóttir ÍR farand- bikar sem veittur var fyrir sigur í 400 m hlaupi kvenna. Langhlaupararnir Daníel Guð- mundsson, Kristján Skúli Ás- geirsson og Sigurður P. Sig- mundsson kepptu í 3000 m hlaupum en náðu ekki verð- Getraunir Verðlaunaafhending 1988 íslenskar getraunir hafa nú lokið 19. starfsári sínu. Starf- semin hófst við erfiðar aðstæður í haust sl. en salan tók þó við sér þegar á leið. Getraunirnar hleyptu af stokk- unum ýmsum nýjungum, Fyrst var það hópakeppnin en þar sigr- aði SÆ-2 eftir harða keppni við BlS-hópinn en ÁGÚST og SÖRLI urðu í 3. sæti. í bikar- keppninni sigraði RICKI 2001 FÁK í úrslitum 8-7. Auk þess sigraði DV í fjölmiðlakeppninni eftir harða keppni við Bylgjuna sem vann í fyrra. íslenskar getraunir buðu til kaffisamsætis og verðlaunaaf- hendingar í íþróttamiðstöðinni Laugardal 3. hæð í gær, 18. maí. Þar fengu hópar afhent sín verð- laun en sigurvegarar hópleiksins fengu 3ja daga ferð á úrslitaleik Evrópumeistarakeppni félags- liða sem fram fer í Stuttgart 25. maí nk. launasætum því þeir urðu í 4. ,5. og ó.sæti. Úrslit Sleggjukast karla Guðmundur Karlsson FH....58.54 Jón Sigurjónsson KR......50.50 SigurðurT. Sigurðsson FH.38.64 Kristján Gissurarson KR..36.00 Hástökk karla GunnlaugurGrettisson ÍR...2.08 GuðmundurS. Ragnars. USAH 1.95 Jóhann Ómarsson |R........1.90 Hjálmar Sigurþórsson HSH..1.90 Langstökk karla Sigurður Þorleifsson ÍR...6.95 AgnarSteinarsson ÍR.......6.53 ArnaldurGylfason ÍR.......5.95 *of mikill meðvindur Kúluvarp karla Andrés Guðmundsson HSK...14.81 Unnar Garðarsson HSK.....14.05 Gísli Sigurðsson UMSS....14.00 100 m hlaup karla Einar Einarsson Ármanni..11.76 Friðrik Arnarson UMSK....12.03 Stefán Þór Stefánsson ÍR.12.04 *mótvindur 400 m hlaup karla Gunnar Guðmundsson ÚÍA...50.94 Bjarni Jónsson UMSK......52.55 AgnarSteinsson ÍR........53.47 3000 m hlaup karla Guðm. Sigurðsson UMSK...8.46,0 MárHermannsson ÚMFK ..J...8-47,0 Jóhann Ingibergsson FH..8.52,0 100 m hlaup pilta Anton Sigurðsson ÍR...........13.45 Þorsteinn Geir Jónsson |R...14.84 StyrmirSævarsson ÍR.........15.11 'mótvindur Spjótkast kvenna Birgitta Guðjónsdóttir HSK....42.92 Bryndís Hólm ÍR...............40.06 Bryndís Guðnadóttir ÍR......33.82 AnnaGunnarsdóttirlR.........25.88 Kringlukast kvenna Margrét Óskarsdóttir |R.....40.60 Bryndís Guðnadóttir ÍR......24.44 Langstökk kvenna Súsanna Helgadóttir FH.......5.95 Ingibjörg Ivarsdóttir HSK....5.18 Berglind Bjarnadóttir UMSS.....5.17 *of mikill meðvindur 100 m hlaup kvenna Súsanna Helgadóttir FH......12.96 Guðrún Arnardóttir UMSK.....13.32 Berglind Bjarnadóttir UMSS....13.68 *mótvindur 400 m hlaup kvenna óuðrún Ásgeirsdóttir ÍR.......64.42 Sigrún Gunnarsdóttir |R.....66.82 1500 m hlaup kvenna Martha Ernstsdóttir (R.......4.43,9 Fríða Rún Þórðardóttir UMSK 4.54,4 Margrét Brynjólfsdóttir UMSB 5.13,5 100 m hlaup meyja EyglóJósepsdóttirÁrmanni.....13.9 Sigrún Jóhannsdóttir KR......13.9 Hrefna Frímannsdóttir ÍR.....14.0 í liöinu eru: Friörik Friðriksson B1909..10 BirkirKristinsson Fram......2 Guðm. Hreiðars. Víkingi.....0 Ágúst Már Jónsson KR.......16 Ólafur Þórðarson ÍA........18 HeimirGuðmundsson ÍA........4 Þorsteinn Þorsteinsson Fram....8 ValurValsson Val............3 Viðar Þorkelsson Fram......15 Pétur Arnþórsson Fram......14 Ingvar Guðmundsson Val......6 HalldórÁskelsson Þór.......17 Rúnar Kristinsson KR........4 ÞorvaldurÖrlygsson KA.......4 Guðmundur Steinsson Fram 17 Jón Grétar Jónsson Val......1 Guðm. T orfason Winterslag.... 11 Kristinn R. Jónsson Fram....0 Þorsteinn Guöjónsson KR.....0 Sveinbjörn Hákonars. Stjarnan 8 Arnljótur Davíðsson Fram....0 í liði Portúgala eru: Alfredo Castro, Valerio Pereira, Carlos Parente og Jose Coelho frá Boavista, Silvino Morais frá Espinho, Francisco Rodrigues, Miguel Marques og Antonio Car- valho frá Vitoria, Jose Carrido og Carlos Silva frá Chaves, Dimas Teixeira og Joaquim Moreira frá Academia, Alvaro Teixeira og Francisco Faria frá Belenenses og Jose Semedo og Domingos Oliveira frá Porto. _ste Ikvöld Fótbolti 1 .d.Keflavík kl.20.00 ÍBK-KR 2.d.Laugardalur kl.20.00 (R-Selfoss 2.d.Kópavogur kl.20.00 UBK-FH 4.d.Þorlákshöfn kl.20.00 Ægir- Skotf.Rvk 4.d.Gervigras kl.20.00 Ármann- Hafnir Leikur Vals og Leifturs í l.deild verður leikinn á föstudaginn á Ólafs- firði. Flmmtudagur 19. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.