Þjóðviljinn - 19.05.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.05.1988, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN— Er þú búin(n) aö skipu- leggja sumarfríiö? Hjörtur Jacobsen bifvélavirki: Já, ég ætla aö skella mér til Dan- merkur og vera þar í hálfan mán- uð. Aðallega til að komast á rokk- tónleikana í Roskilde. Magnús Yngvarsson Já, að hluta til. Ég ætla í ferð til Vínar og Búdapest. Afganginum af fríinu ætla ég að eyða hér heima. Knútur Steinn Eðvarðsson sölumaður: Nei, ekki að öllu leyti, ég veit það eitt að ég ætla norður í land . Það er líka inni í myndinni að fara til útlanda. Jón M. Jóhannsson múrari: Nei, ég er nú ekki búinn að því. Ég er samt að láta mig dreyma um að fara annaðhvort til Spánar eða kannski maður keyri um Evr- ópu. Anna Bjarnadóttir afgreiðslustúlka: Nei, nei mér leiðast sumarfrí. Ég er ákveðin ( að vinna bara og vinna og græða peninga. þjómnu Elnnmh ir 1 O mnf Fimmfudagur 19. maí 1988 112. tölublað 53. órgangur Yfirdráttur á téKKareiKninea launafólKs SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Fmmsækin nybylgja á Hótel íslandi í kvöldkl. 21.00 Ein fremsta nýbylgjusveit Breta um þessar mundir, hljóm- sveitin WOODENTOPS, er komin hingað til lands og mun halda eina tónleika að Hótel íslandi í kvöld, fimmtudag og er áætlað að tón- leikarnir hefjist kl. 21.00 stund- víslega (?). Tvær athyglisverðar innlendar hljómsveitir munu einnig láta í sér heyra í kvöld og eru það sveitirnar Daisy Hill Puppy Farm og Eins og nóttin... Miðaverði hefur verið stillt í hóf og kostar miðinn aðeins 1200 kr. í forsölu, en 1500 við inn- ganginn. Fyrir þá sem ekki þekkja til sveitarinnar má benda á að árið 1986 sendi hún frá sér frumraun sína, breiðskífuna Giant og hlaut hún víðast hvar lofsamlegar við- tökur gagnrýnenda jafnt sem al- mennings og var sveitinni hamp- að sem verðug arftaka hljóm- sveitarinnar The Smiths fyrir hönd óháðu fyrirtækjanna í Bret- landi. Fyrir stuttu gaf hljóm- sveitin út aðra breiðskífu sína sem heitir „Woodenfoot Cops on the Highway" og hlaut eins og við var að búast hinar bestu við- tökur. Það er því ekkert slor sem verður boðið upp á á Hótel ís- landi í kvöld. Þýskaland Þær em kræfar í Köln Borgaryfirvöld í Köln óttast mjög að ferðamenn sniðgangi borgina á næstunni. Orsökin er allsérstæð þjófnaðaplága. Ungar Kölnardætur hafa uppá síðkastið drýgt tekjur sínar með vafasömum hætti. Léttklæddar vappa þær um miðbik borgarinn- ar í leit að grandalausum ferða- mönnum, körlum, að spóka sig. Þegar hleypur á snærið fyrir þeim fletta þær snimmhendis blússum frá vellandi barmi, slá fórnar- lambið sem sagt gersamlega út af laginu, þrífa seðlaveski hans upp- úr rassvasanum og spretta úr spori. Þær eru iðulega löngu á bak og burt þegar ringlaður túr- hesturinn nær áttum á ný. Foringi í lögregluliði Kölnar- borgar hefur orðið: „Við urðum fyrst varir við bragð þetta í fyrra en notkun þess hefur aukist ógur- lega á umliðnum vikum. Ýmist bera stúlkurnar brjóst sín ellegar lyfta pilsi og hremma síðan fjár- muni fórnardýrsins. Við erum eiginlega ráðþrota gagnvart þess- um ófögnuði." myndamót

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.