Þjóðviljinn - 20.05.1988, Side 3

Þjóðviljinn - 20.05.1988, Side 3
FRETTIR Gjaldeyrir Skyrslan í dag í dag mun gjaldeyriseftirlitið væntanlega leggja fram skýrslu til viðskiptaráðuneytisins um hverj- ir það voru sem tóku út 2,5 milj- arða í erlendum gjaldeyri á myrka miðvikudeginum fyrir rúmri viku, sem leiddi til þess að rfldsstjórnin var tekin í bólinu og neyddist til að fella gengið mun fyrr en ætlað hafði verið. Fróðlegt verður að sjá hverjir þarna eiga hlut að máli og hvort einhverjir þræðir liggja frá við- komandi inn í banka- og stjórnkerfið sem hafa auðveldað þeim leikinn. -grh Forsetakosningar Sigrnn gegn Vigdísi Tveir frambjóðendur til embættis forseta íslands. Kosið 25. júní í dag rennur út frestur til að skila inn framboðum til embættis forseta íslands en eins og kunnugt er rennur annað kjörtímabil Vig- dísar Finnbogadóttur út nú í sumar. Vigdís hefur boðið sig fram í þriðja sinn og Sigrún Þor- steinsdóttir hefur boðið sig fram gegn henni. Samkvæmt núgildandi kosn- ingalögum skal efna til kosninga fimm vikum eftir að framboðs- frestur rennur út og er því ljóst að Íiað verða forsetakosningar hér á slandi síðasta laugardag í júní, þann 25. Nægilegur fjöldi stuðnings- manna safnaðist fyrir framboði þeirra beggja og verða gögn frá kjörstjórnum landsfjórðunganna skoðuð í dómsmálaráðuneytinu í dag. Á þriðjudag hefur svo verið ákveðinn fundur í dómsmálaráðuneytinu með full- trúum þeirra Vigdísar og Sigrún- ar. -tt Grandavagninn Þegja þunnu hljóði Þröstur Ólafsson hefur ekkert um málið að segja r Eg hef ekki meira um málið að segja, er búinn að segja allt sem ég vil segja og hef engu við það að bæta. Þetta sagði Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar og stjórnarmaður í Granda hf., að loknum stjórnar- fundi í fyrirtækinu í gær. Þröstur sagði þá Ragnar hafa rætt ág- reininginn um afgreiðslu málsins en hann sæi enga ástæðu til að greina frá niðurstöðu þeirra sam- ræðna. Aðspurður hvort hanri sem framkvæmdastjóri Dagsbrúnar sæi enga ástæðu til að fordæma þennan atburð sérstaklega, svar- aði Þröstur: „Ég held að sá skaði sem fyrirtækið hefur orðið fyrir sé orðinn alveg nógu mikill þótt menn fari ekki að grafa meira, alla vega ekki af minni hálfu. Það verða aðrir að gera eins og á- standið er núna“. Eins og kunnugt er hefur Þresti og Ragnari ekki borið saman um það í fjölmiðlum hvernig af- greiðslu málsins var háttað í stjórninni. Ragnar segir stjórnina hafa samþykkt bílakaupin sam- hljóða en Þröstur segist ekki hafa heyrt af málinu fyrr en þremur mánuðum eftir að bíllinn var keyptur. Hann var spurður hvort reynt hefði verið að leysa þennan ágreining þeirra Ragnars á fund- inum í gær. „Við höfum rætt þessi mál og ég sé enga ástæðu til að segja frá þeirri niðurstöðu," sagði Þröstur. Starfsfólk Granda sá bílinn í fyrsta skipti í gær og skoðaði hann vandlega. Starfsfólkið aumkaðist greinilega yfir stjórn- arformanninn og safnaði í púkk, setti aura í plastpoka og hengdi á hliðarspegil Grandavagnsins. Á miða sem fylgdi pokanum stóð: Smá styrkur til bílakaupa frá starfsfólki í Norðurgarði. Brynjólfur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Granda, las yfirlýs- ingu þar sem sagði að stjórnin hefði samþykkt að Ragnar leysti til sín bflinn á kostnaðarverði, kr. 1,445.580 og á stjórnarformaður- inn að greiða bflinn fyrir lok júní- mánaðar nk. Sagðist Brynjólfur ekki hafa vitað betur en allir stjórnarmeðlimir vissu um bíla- kaupin en vildi annars ekkert tjá sig um málið. Að loknum fundi stjórnarinnar í gær vildi Ragnar ekki svara því hver hefði tekið þá ákvörðun í upphafi að hann fengi bflinn. Þá sagði stjórnarformaðurinn enga kröfu hafa komið fram á fundin- um um að hann segði af sér. Davíð Oddsson borgarstjóri staðhæfir í viðtali við Helgarpóst- inn í gær, að stjórn Granda hf. hafi samþykkt bflakaupin í des- ember 1987. Minnihlutinn í borg- arstjórn tilkynnti á borgar- stjórnarfundi í gær að á næsta borgarráðsfundi myndu þeir krefjast þess að fá að sjá fundar- gerð frá þeim stjórnarfundi Granda hf. og boðuðu jafnframt fyrirspurnir um málið á þeim fundi. -hmp Starfsfólk Granda hf. í Norðurgarði aumkaði sig yfir Ragnar Júlíusson í gær og efndi til samskota til að auðvelda honum bílakaupin. Plastpoki með söfnunarfénu var síðan hengdur á annan hliðarspegil Granda- vagnsins. Mynd: E.ÓI. Fiskp/di Að hrökkva eða stökkva Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva: Vegna mikillar framleiðslu og markaðserfiðleika er 4,7 miljónum gönguseiða óráðstafað. Vantar 900 miljónir króna til að koma seiðunum í verð. Kynnt á ríkisstjórnarfundi í gær Vegna mikilla umframbirgða af gönguseiðum hjá fiskeldi- sstöðvum og vegna lokunar írl- andsmarkaðar og minni innflutn- ings til Noregs en oft áður, hefur Landssamband fiskeldis- og haf- beitarstöðva farið fram á það við stjórnvöld að þau hlutist til um að opinberum fjárfestingarsjóðum verði gert kleift að lána til aukinnar uppbyggingar matfisk- eldis og hafbeitar frá því sem nú er. Tillögur Landssambandsins voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun og þegar hefur verið skipaður vinnuhópur fimm ráðu- neyta til að fjalla um vanda fiskeldis- og hafbeitarstöðva. Að sögn Friðriks Sigurðssonar for- manns LFH blasir við gjaldþrot margra stöðva í haust verði ekki pólitískur vilji til aðgerða. Framleiðsla gönguseiða er áætluð 11,5 milj ónir seiða og hef- ur þegar verið ráðstafað um 5,3 miljónum seiða innanlands. Þar af er áætlað að 3,3 miljónir seiði fari í eldi og 2 miljónir í hafbeit. Vegna markaðserfiðleika verður óráðstafað 4,7 miljónum göngus- eiða. Gerð hefur verið áætlun um nauðsynlegar fjárfestingar til þess að koma þessum seiðum í verðmæti. Með því að auka rými núverandi strandeldisstöðva um amk. 90 þúsund rúmmetra og rými sjókvíastöðva um amk. 50 þúsund rúmmetra má auka áætl- að eldi á sjógönguseiðum úr 3,3 miljónum upp í 5 miljónir göng- useiða sem kallar á fjárfestingu upp á 900 miljónir króna. Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva telur að greiði stjórnvöld götu stöðvanna megi ætla að hægt verði að framleiða 12 þúsund tonn af laxi. Áætlað útflutningsverðmæti hans verði um 3 miljarðar króna, sem sam- svari 75 þúsund tonna þorskafla upp úr sjó. Fiskeldismenn segja að nú sé tækifæri til að flýta uppbyggingu fiskeldis um 2-3 ár og að við höf- um ekki efni á að láta staðar num- ið nú, þó svo að það kosti mikla peninga. Að vísu sé atvinnu- greinin áhættusöm, en ábótavon- in sé líka mikil og afraksturinn fljótur að skila sér. Spurningin sé því sú hvort stjórnvöld séu tilbúin að stíga skrefið til fulls í stuðningi sínum eða missa af lestinni ella. -grh Húsnœðismál Frumvarp fyrir haustið r Eg vona fyrst og fremst að við getum unnið kappsamlega, að um okkar niðurstöður náist sem víðtækust samstaða og að okkur takist að vinna vel úr þeim hug- myndum sem við komum til með að fá, sagði Kjartan Jóhannsson, alþingismaður i samtali við Þjóð- viljann. Kjartan er formaður nefndar sem félagsmálaráðherra hefur skipað til að semja uppkast að lagafrumvarpi upp úr hugmynd- um vinnuhóps sem Kjartan var sjálfur í forsvari fyrir. Vinnuhóp- ur þessi skilaði af sér hugmynd- um að úrbótum fyrir stuttu á hús- næðiskerfinu. Ætlun ráðherra er að nefndin hafi lokið sér af fyrir upphaf þings í haust. I nefndinni sitja, auk Kjartans, Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Gunnar J. Friðriksson, for- maður VSÍ, Júlíus Sólnes alþing- ismaður, Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur, María Ingvadótt- ir viðskiptafræðingur, Steingrím- ur J. Sigfússon alþingismaður og Þráinn Valdimarsson fram- kvæmdastjóri. Til að starfa með nefndinni eru tilnefndir Bolli Þór Bollason hag- fræðingur, Ingi Valur Jóhanns- son deildarstjóri og Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur. _tt Sjómenn Orö í eyra ráöherra Fulltrúar Sjómannasambands Islands og Farmanna- og físki- mannasambandsins kynntu for- sætisráðherra sjónarmið sín varðandi kröfur um 15% hækk- un á fiskverði, jafnframt því sem þeir útskýrðu fyrir honum hver launaþróun sjómanna hefur verið að undanförnu. Að sögn Óskars Vigfússonar, forseta Sjómannasambandsins, lögðu fulltrúar sjómanna áherslu á sameiginlega sérstöðu sinna manna varðandi hækkanir á launum. Óskar sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin á þessum sameiginlega fundi þeirra með forsætisráðherra en sagði að þeir hefðu lagt mikla áherslu á að leikurinn frá því fyrr í vetur, þeg- ar fiskverð var fryst af hálfu stjórnvalda, yrði ekki endurtek- inn. Aðspurður hvort sjómenn væru ekki orðnir langeygir eftir hækkun á launum sínum sagði Óskar svo vera og því væri ekki að neita að urgur væri í sjó- mönnum vegna þess hve seint gengi að ganga frá nýju fiskverði. í dag kl. 11 verður haldinn fundur í Verðlagsráði sjávarút- vegsins þar sem fiskverðshækkun verður rædd, en á síðasta fundi ráðsins var eingöngu fjallað um bágborna stöðu fiskvinnslu og út- gerðar samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun. -grh Föstudagur 20. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.