Þjóðviljinn - 20.05.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.05.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ Líf eftir dauðann? Á vissan hátt má afgreiða stjórnarkreppuna sem nú stendur yfir með því að vel komi á vondan. Víst felast forsendur kreppunnar í ráðleysi í stjórnarliðinu, í þvíað menn eru ígrundvallaratriðum ósáttir um stefnuna, taka mið af ólíkum hagsmunum og hafa sópað vandamálunum of lengi undir teppið. En sjálf stjórnarkreppa þeirra Þorsteins Pálssonar, Jóns Baldvins og félaga fer hinsvegar af stað við að bankar og stórfyrirtæki mynda samtök um að beita auðvaldi sínu til að taka framfyrir hendurnar á ráðherrunum. Það alræði markaðarins sem þessir herrar hafa játast býst nú til að skola þeim sjálfum burt; þeir sem gerðu sér að trúar- setningu að aldrei mætti reyna að stjórna markaðnum lifa það nú að markaðurinn er farinn að stjórna þeim. Það er svo sérstakt athugunarefni og dæmigert að ríkisbankamir sjálfir virðast hafa verið fremstir í flokki þeirra stórlaxa sem knúðu ráðherrana nauðuga viljuga til gengisfellingar um síðustu helgi. Ráði maður yfir nógu miklum peningum skiptir ríkisstjórn litlu máli. í stöðu einsog komin var upp hringir maður sig saman við næsta mann, og allir ráðast í einu á gjaldeyrisforðann. Stjórnin fellir gengið, kaupmáttur launa lækkar hjá almenningi, verð- bólgan verður óviðráðanlegri, en miljónirnar og miljarðamir sem bundnir voru ígjaldeyri sluppu. Stórlaxaranir sem skipuðu ráðherrunum fyrir um gengisfellinguna hafa sennilega grætt -eða sparað ef menn vilja heldur- milli 250 og 300 miljónir króna á öllu saman. Hverjir skyldu borga bönkunum og fyrir- tækjunum þetta fé? Eftir að hafa látið hýða sig opinberlega koma ráðherrarnir úr flokkunum þremur og vilja tala við samtök launafólks um að fá að skerða kaupið þess. Það er reynt að kljúfa samstöðu launa- manna á lúalegan hátt, og þegar forystumenn neita með öllu að Ijá máls á kjaraskerðingu er viðræðunum slitið. Ríkisstjórnin er komin í hring. Hún stendur í sömu sporum og eftir myrka miðvikudaginn. Hún vill skerða kjörin, en er hrædd við viðbrögðin, bæði á vinnumarkaði og í fylgi. Hún kemur sér ekki saman um aðgerðir. Hún þorir ekki í kosningar. Hún veit ekki hvað hún á að gera. Hugsanlegt er að stjómin springi í loft upp á næstu vikum. Það er líka hugsanlegt að hún nái að lokum saman um ein- hverjar málamiðlanir, einhverjar bráðabirgðalausnir þangað til í næstu stjórnarkreppu. Slíkt framhaldslíf eftir dauðann væri afar óheppilegt fyrir atvinnulíf og fjárhag fjölskyldnanna, - og það væri einnig óheiðarlegt, - vegna þess að það eru til aðrar lausnir en þær meiri og minni kjaraskerðingar sem stjórnarflokkarnir deila nú um. Þjóðin á að fá að höggva á hnútinn. Ekki nóg, Grandastjóm Stjórn Granda kom saman í gærdag undir forsæti Ragnars Júlíussonar og samþykkti að selja stjórnarformanninum bílinn sem búið var að gefa honum. Þarmeð telur stjórn Granda að málinu sé lokið, og nú megi hefjast handa við ennþá meiri uppsagnir og ennþá meira bruðl í yfirbyggingunni. Stjórnin hefur þó enn ekki svarað því hver raunverulega ákvað að láta fyrirtæki, sem er í eign borgarbúa að þremur fjórðu, gefa Ragnari bílinn. Voru það stjórnarmenn Granda? Var það Ragnar einn og sjálfur? Var það Davíð Oddsson borgarstjóri? Ætlar Brynjólfur Bjarnason framkvæmdastjóri að sitja undir þeim grun að hann hafi reitt fram hálfa aðra miljón í bílakaup útá einsömul orð Ragnars Júlíussonar? Ætlar Þröstur Ólafsson að sitja í stjóminni undir forsæti manns sem á opinberum vettvangi segir hann ósanninda- mann? Ætla kjörnir fulltrúar borgarbúa að láta Ragnar gegna áfram formannsstöðu í Grandastjórninni fyrir rúmar 30 þúsund á mánuði? -m Sökudólg vantar Þrátt fyrir fregnir af sund- urlyndi ráðherrannaer auðséð að Þorsteinn Pálsson og kumpánar hans í ríkis- stjórninni eru sammála um eitt: að láta líta svo út sem gengisfellingin hafi komið öllum afskaplega mikið á óvart, ekki síst ráðherrun- um. Þeir reyna að koma því inn hjá fólki að gengisfel- lingin hafi riðið yfir fyrir- varalaust. Ráðherrarnir hafi staðið í brúnni á þjóðarskút- unni uppteknir við að stjórna fleyinu og hafi þá skyndilega og algjörlega ófyrirséð skollið hnútur á skipinu. Vefurinn í þessari sögu er það þunnur að forsvars- menn stjórnarflokkanna hafa talið sig tilneydda að lappa eitthvað upp á hana. Og því stendur yfir leit að sökudólgi. Almenningur getur ekki fengið sig til að trúa því að gengisfelling bresti á út af einhverjum tiktúrum í guðunum, að hún komi líkt og þruma úr heið- skíru lofti, og því þarf að finna einhvern orsakavald, einhvern sökudólg sem unnt er að skella á allri skuldinni. Annars væri hætta á að ein- hverjir héldu að kannski ættu þeir Þorsteinn, Steingrímur og Jón Baldvin einhvern hlut að málum. „Óvænt" gengisfelling Fjölmiðlar hafa verið að velta því fyrir sér hverjir það voru sem keyptu gjaldeyri í stórum stíl í síðustu viku áður en gengið var fellt og græddu þannig hundruð miljóna króna. Spurt er hvort viðskiptabankarnir hafi sjálfir keypt drjúgan hlut af þeim fjórðungi gjald- eyrisvaraforðans sem þá skipti um eigendur. Fjár- málaráðherra hefur beðið bankakerfið um nöfn þeirra sem þarna voru fremstir í flokki. Þrátt fyrir hofmóð- uga bankamenn mun svo fara að lokum að upplýsing- ar koma í ljós. En klippari er ekki viss um að þar með sé búið að skýra nægjanlega vel fyrir þjóðinni af hverju fella þurfti gengið. Þótt það sé ugglaust ráðagerð stjórn- arherranna. í fyrradag fjallar Tíminn um Jón Baldvin fjármáia- ráðherra og beiðni hans um lista yfir stærstu gjaldeyris- kaupendur. Þar segir í fyrir- sögn að leitað sé sökudólga . „að óvæntri gengisfellingu". Og í gær segir Alþýðublaðið í forsíðufrétt af sama tilefni: „Á þriðjudag og miðviku- dag í síðustu viku runnu út á þriðja milljarð íslenskra króna og varð gjaldeyris- flæðið úr bönkunum til þess að loka varð gjaldeyris- deildum bankanna á föstu- daginn og ákvörðun um 10% gengislækkun tekin um síðustu helgi af ríkisstjórn að fenginni tillögu frá Seðla- banka." Miðað við þessar fréttir geta menn alveg látið það vera að bendla blessaða ráð- herranna við gengisfellingu. Þeir, sem keyptu allan gjald- eyrinn á gamla verðinu, urðu til þess að gengið var fellt og það var gert að til- lögu Seðlabankans. Hreinna sakavottorð handa ráðherrum hefur ekki sést í langan tíma. Vissu ekki neitt? Um langa hríð hafa allir þeir, sem viljað hafa vita- líka ráðherrarnir, haft það á hreinu að gengið yrði fellt. Það ræddu menn opinskátt í fjölmiðlum - líka ráðherr- arnir. í umfjöllun síðustu vikna um gengisfellingu hafa aðeins verið tvö spurn- ingarmerki í hugum manna -líka ráðherranna: hvar á bilinu 5-15% yrði gengisfell- ingin og hvort ríkisstjórn- inni tækist að draga hana framíjúnímánuð. Síðartalda atriðið var ráð- herrunum kappsmál því að í fyrri hluta júnímánaðar er athugað verðlag á ýmsum neysluvörum og niðurstöður þeirrar athugunar ræður því hver framfærsluvísitalan verður l.júlí. Enrauðu strikin í nýjum kjarasamn- ingum miðast einmitt við vísitölunaí júlíbyrjun. Þor- steinn Pálsson & Co. vonuð- ust til að geta dregið gengis- fellinguna það lengi að launamenn fengju ekki bætta dýrtíðina sem henni fylgir. En að þeir hafi ekki ætlað sér að fella gengið og verið neyddir til þess af glað- beittum gjaldeyrisbröskur- um er eins og hver önnur vitleysa. Það hefur komið fyrir ríkisstjórnir víðar en á ís- landi að fella gengi viðkom- andigjaldmiðils. Víðast hvar er það gert með allt öðrum hætti en hér tíðkast. Þess er gætt að ekkert kvisist út um að fyrir dyrum standi gengisfelling og er það gert til að koma í veg fyrir brask meðgjaldeyri. Breytingum á gengi gjaldmiðla fylgja sjálfkrafa miklar tilfærslur á verðmætum. Sá sem fær fyrirfram að vita að til standi að fella gengið getur því hagnast verulega. Bankar i braski? Hér var aftur á móti blaðrað um gengisfellingu í tíma og ótíma. Það var engu líkara en þess væri gætt að sem flestir fengju að vita hvað stæði til. Iþjóðfélagi, sem lýtur ríkisstjórn er setur sjónarmið frjálshyggjunnar ofar öllu, þarf ekki að búast við öðru en að þeir, sem eru í aðstöðu til að græða á efna- hagsaðgerðum stjórnvalda, geti ekki stillt sig um að grfpa í stélið á gullgæsinni. í þjóðfélagi sem telur að rekstur banka, þar með tal- inna ríkisbanka, hafi þann tilgang einan að tryggja eigendum hámarksgróða, í slíku þjóðfélagi má búast við ýmsu kyndugu þegar búið er að auglýsa lengi að til standi aðfellagengið. Menn vilja gjarnan vita hverjir það voru sem voru nógu snöggir að ná sér í gjaldeyri á gamla verðinu á þrið judag og miðvikudag í síðustu viku. Komi í ljós að ríkisbankarnir hafi átt drjúgan þátt í braski með fjórðung af gjaldeyrisvara- forða þjóðarinnar, hljóta boðberar frjálshyggjunnar að fagna því hve víða sjón- armið þeirra hafa fest rætur. En auðvitað mun það engu breyta um ábyrgð Þorsteins, Steingríms og Jóns Bald- vins." óp þJÓOVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. RitstJórar.-ÁrniBergmann, MöröurÁrnason.ÓttarProppé. Fréttastjóri: Lúovik Geirsson. Bla&amenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörieifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnfríður Júliusdóttir, Magnús H. Gislason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (iþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tðmas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita-ogprófarkalestur:EliasMar, HildurFinnsdóttir. LJósmyndarar: Einar Ölason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltstelknarar: GarðarSigvaldason, MargrétMagnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur PállJónsson. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. AuglýslngastJórhSigríðurHannaSigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Sfmavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdðrsdóttir. Útbrel&slu-og afgrel&slustjórl: Björn Ingi Rafnsson. Afgrel&sla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. lnnheimtumenn:BrynjólfurVilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgrelðsla, rltstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavfk, sími 681333. Auglýslngar: Slðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotogsetnlng:PrentsmiðjaÞióðviljanshf. Prentun: Blaðaprenthf. Vorðflausasölu:G0kr. Helgarblöð:70kr. Áskriftarverð á mánu&l: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.