Þjóðviljinn - 20.05.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.05.1988, Blaðsíða 5
_______________________FRÉTTIR____________ Yfirlýsing frá Alþýðusambandinu Hnútukasti Þorsteins svarað Eftirfarandi yfirlýsing hefur Þjóðviljanum borist frá Alþýðu- sambandinu í tilefni yfirlýsinga Þorsteins Pálssonar forsætisráð- herra í fjölmiðlum í gær. Vegna ummæla Þorsteins Páls- sonar í fjölmiðlum um ástæður fundaslita í gær er óhjákvæmilegt að taka eftirfarandi fram: 1. Pað var Þorsteinn Pálsson, en hann talaði nánast einn fyrir hönd samráðherra sinna, sem hafnaði viðræðum um allt annað en kaupliði samninga. Hann staðfesti hins vegar að kaupliðirnir væru ekki orsök vandans, heldur væri ástæð- urnar að finna á öðrum svið- um. Hann aftók þó með öllu að ríkisstjórnin ræddi þau mál við verkalýðshreyfinguna. 2. Þorsteinn vildi ræða um rauð strik í samningum. Hann viðurkenndi jafnframt að hliðarráðstafanir í kjölfar gengisfellingar mundu ráða úrslitum um verðlagsþróunina og stöðuna gagnvart rauðu strikunum og umræða um þau efni væri því ekki tímabær meðan þær aðgerðir hafa ekki verið ákveðnar. 3. Þorsteinn vildi ræða um ófrá- gengna samninga. Fulltrúar þeirra landssambanda sem nú standa í samningaviðræðum tjáðu Þorsteini að viðmiðun þeirra viðræðna væru þær hækkanir sem almennt hefðu orðið á vinnumarkaði. Þor- steinn viðurkenndi að þó tekið væri mið af þegar gerðum samningum væri ein prósenta fyrir alla ekki ófrávíkjanlega rétt viðmiðun. Hann gat til dæmis ekki gefið einhlítt svar við því hvort meta ætti það sem kauphækkun ef taxtar hækkuðu í átt að greiddu kaupi án þess að greidda kaupið hækkaði við það. Hann sagði ríkisstjórnina ekki vilja taka að sér samningagerð við hina ýmsu aðila sem nú eiga ósamið. Af framansögðu er ljóst að það var ekki ASÍ sem neitaði við- ræðum. Það var ríkisstjórnin. Hún vill ekki ræða óráðsíu efna- hagslífsins. Hún hefur engar for- sendur fram að færa sem gera umræður um rauð strik mögu- legar og hún veit ekki í einstökum atriðum til hvers hún ætlast gagnvart þeim samningum sem ólokið er. Því verður ekki annað séð en ríkisstjórnin sé ASÍ sam- mála um það að best fari á að samningagerð verði haldið áfram þar sem hún fer nú fram og að um rauð strik verði rætt samkvæmt ákvæðum kjarasamninga þegar þar að kemur. Hnútukast Þorsteins Pálssonar í garð ASÍ af þessu tilefni virðist því í litlu samræmi við það sem fram kom á fundum ríkisstjórnar- innar og fulltrúa ASÍ. Tilhæfu- lausar ásakanir Þorsteins um að Jafnvel ráðherrum ber að greina rétt frá. ASÍ vilji ekki verja kaupmátt eru lítilmannleg tilraun til þess að ýta frá sér umræðu um þau raunveru- legu vandamál sem að steðja. VIÐHORF Er nokkuð annað að gera nú en að selja Ríkissjónvaipið? Jæja. Þá hafa fslendingar feng- ið enn einn fréttastjórann á Sjón- varpið frá uppeldismiðstöð Flokksins með stórum staf, eða réttara sagt Flokksmaskínunnar einnig með stórum staf. Útvarps- ráð og Útvarpsstjóri réðu nú í vikunni Sjálfstæðismanninn Boga Ágústsson sem fréttastjóra Sjónvarpsins til ótakmarkaðs tíma. Útvarpsráð og Útvarpsstjóri voru með öðrum orðum að af- henda okkur borgurum þessa lands enn einn blaðafulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stól frétta- stofu Ríkissjónvarpsins nú í vik- unni. Útvarp Ríkis- stjórnarinnar en ekki Ríkisútvarp Enda finnst mér við núna vera komin að þeim gatnamótum að afskíra eigi Ríkisútvarpið yfir í Útvarp Ríkisstjórnarinnar eða bara Stöð 1, og afnema öll for- réttindi þess í þjóðfélaginu og setja það á sama stað og aðrir ljósvakafjölmiðlar þurfa að byrja sína samkeppni á. Því er orðið eðlilegast að selja fyrirtækið hæstbjóðendum, annað hvort í heilu lagi eða í hlutum. f stað þess að afhenda það einhverjum stjórnmálaflokkum til frjálsra einkaafnota á kostnað ríkissjóðs. Einnig er ekki nema rökrétt að eigendur allra sjónvarpsviðtækja fái fullt frelsi til kaupa á áskrift að Stöð 1 rétt eins og þeir geta valið um kaup á áskrift að Stöð 2. Það á ekki að fylgja því skylduáskrift nauðugt viljugt hér eftir að flokksmálgagninu ef maður ætlar sér aðeins að eiga sjónvarp fyrir einhverja aðra stöð en þessa allra flokkspólitískustu. Það á að meta eigur Útvarpsins og Sjónvarpsins og bjóða þær út og selja hæstbjóðanda fáist við- unandi tilboð. Því einkafram- taksmenn og alvörusjónvarps- rekendur munu örugglega ekki líta á flokksskírteini við ráðningu á starfsfólki í neinni líkingu við það sem við höfum þurft að búa við hjá þessu ríkisfyrirtæki, sem kallar sig í glæsiauglýsingum „Sjónvarp allra landsmanna“. Pilsfaldakapítalismi íhaldsins Ég er nefnilega að verða úr- kula vonar um að fyrirbærið verði nokkurn tíma annað en Sjónvarp sumra Inndsmanna. Svona pilsfaldakapítalismi er óþolandi með öllu. Það nær engri átt að þessir pilsfaldakapítalistar fái ríkisfyrirtækin til takmarka- lausra afnota fyrir sig og stjórnmálahagsmuni sína á minn kostnað og þinn. Menn geta ur. Það var ekki liðinn mánuður frá þeirri hreingerningu þegar þessari drullutusku er hent fram- an í þjóðina aftur. Hvers á eiginlega venjulegt fólk svona eins og ég og þú að gjalda með allri þessari flokks- pólitísku afskiptasemi af fréttum ríkisfjölmiðlanna? Hvar endar þetta eiginlega? Hvenær ætli þá endurtekur þessi saga sig síf- ellt. Ég vil aðeins svara Eiði Guðn- asyni Útvarpsráðsmanni og hans skoðanalegátum því strax, að þetta er ekkert helvítis lýðræði þó þið haldið þvífram. Þaðerekkert verið að kjósa um verk Útvarps- ráðs í kosningum til Alþingis. Þar er kosið um efnahagsmál og Magnús H. Skarphéðinsson skrifar: „Hvenær œtli fólki finnist komið nóg afþessu? Eða eru engin takmörkfyrir þvíhve oft og hve ömurlega pólitískt mat er sett á störfmanna og hœfni hjá ríkinu og sveitarfélögunum? “ stofnað sín eigin fyrirtæki og fjöl- miðla og útvarpað hvaða sora sem er í eigin nafni. En ekki í nafni íslenska ríkisins eða ís- lensku þjóðarinnar með þrefaldri forgjöf framyfir hina keppi- nautana, Stöð 2, og Stöð 3 og Stöð 4 sem örugglega eiga eftir að koma. Ég vona það að minnsta kosti. Að þessir pilsfaldadrengir Markúsar Arnar fá allt stofnfjár- magn Sjónvarpsins og Útvarpsins og allt dreifikerfið og tuttugu ára og sextíu ára reynslu í forgjöf framyfir aðra ljósvakamiðlendur til að útvarpa sínu þrönga frétta- mati og sínum þröngu stjórnmálaskoðunum og hagsmunagæslu tekur út yfir allt almennt velsæmi í samkeppni fyr- irtækja og einstaklinga. Þetta ætti að varða við lög um samkeppni, hömlur og almenna viðskipta- hætti sem verðlagsstjóri er að veifa annað slagið. Var reynslan af síðasta fréttastjóra Flokksins ekki nægjanleg? Ég hélt að reynslan af síðasta fréttastjóra Sjónvarpsins hefði verið mönnum í nægjanlega fers- ku minni til að endurtaka ekki sömu pólitísku mistökin strax aft- fólki finnist komið nóg af þessu? Eða eru engin takmörk fyrir því hve oft og hve ömurlega pólitískt mat er sett á störf manna og hæfni hjá ríkinu og sveitarfélögunum? Ég er farinn að spyrja mig þessar- ar spurningar í fuílri alvöru þessa síðustu daga. Ég er maður á fert- ugsaldri og er enn í dag að upplifa kaldastríðssorteringu á starfs- mönnum ríkisfyrirtækja. Sorter- ingu sem látin er ganga langt framyfir hæfileika þeirra til starf- ans. Allt fólk í hvaða flokki sem er ætti að bindast samtökum um að svona lágkúra eins og Útvarpsráð og útvarpsstjóri létu frá sér fara fái aldrei að henda aftur hér á landi. Aldrei. Þetta er ekkert helvítis lýðræði Það fer að þurfa sérstakan dómstól eins og þegar fíkniefna- dómstólnum var komið á í sitt sérverkefni á sínum tíma, til að dæma stjórnmálamenn og for- stöðumenn opinberra fyrirtækja fyrir þá svívirðu að ráða fólk eftir stjórnmálaskoðunum framyfir hæfni þeirra, reynslu og menntun. Almenningsálitiðeral- gjörlega varnarlaust gegn svona vinnubrögðum. Sama hve mikið menn hneykslast og fella ámæli, grundvallarafstöðu í skiptingu þjóðarkökunnar en ekki nokk- urn fjandann um Útvarpsráð eða Flugmálastjórn eða bara lagn- ingu símastaura eða svipuð verk- efni. Almenningur hefur engan andskotans rétt í svona svínaríi eins og rann undan Útvarpsráði í fréttastjóramálinu í vikunni. Þess vegna þýðir lítið að tönnlast sí- fellt á að þetta sé nú lýðræðið í reynd og skýla sér á bak við að það séu lýðræislega kjörnu þing- mennirnir á Alþingi sem kusu Út- varpsráðsdrusluna eða sem gerðu þetta eða hitt. Almenningur hef- ur bara ekkert yfir því að segja því það var einfaldlega ekkert verið að kjósa um það mál í síð- ustu kosningum, eða kosningun- um þar á undan. Kannski fer ameríska aðferðin að verða betri, sem ég hef annars hugsað til með hálfgerðum hryll- ingi hingað til. Að kjósa alla helstu embættismenn ríkis og sveitarfélaga beinni kosningu. Þá fá menn ekki svona svínarí aftur og aftur yfir sig. Það er að minnsta kosti einhver lágmarks- trygging fyrir því að ekki sé valtr- að aftur og aftur yfir faglegt mat á hæfni fólks framyfir stjórnmálaskoðanir þess, eins og gert er með því að troða Boga Agústssyni hagsmuna- og blaða- fulltrúa einokunar- og okurfyrir- tækisins Flugleiða í stól frétta- stjóra Ríkissjónvarpsins. Það yrði a.m.k. meiri trygging en við höfum í dag með þessu siðlausa, andlausa og smekklausa Út- varpsráði. Ég hef ekkert út á Boga Ág- ústsson sem persónu að setja. Hann er eflaust ágætismaður á sínu sviði, að tala fyrir munn hagsmuna stórfyrirtækja og ann- arra fósturhugsjóna Sjálfstæðis- flokksins. Og við því er ekkert að segja. Auðvitað eiga allir stjórnmálaflokkar að fá að eiga fylgismenn og skósveina sína í friði. Það er bara hluti lýðræðis- ins. En það er ekki þar með sagt að það eigi að troða þeim í öll helstu valda- og vandamestu embætti ríkisins. Þá er allur skiln- ingur á lýðræðisforminu kominn á ská. Og auðvitað á Bogi að fá að sækja um öll möguleg og ómögu- leg embætti sem hann vill. Og það á líka aðeins að meta hann og aðra eftir VERÐLEIKUM en ekki flokksskírteinum. Taka forréttindin af Ríkissjónvarpinu og selja það síðan Því finnst mér að taka eigi öll forréttindi af Ríkissjónvarpinu eftir þetta hér og nú. Ríkisút- varpið hefur sýnt og sannað sig að geta ekki höndlað egg hlutleysis- ins. Meðan Emil Björnsson var fréttastjóri Sjónvarpsins hafði maður það á tilfinningunni að frekar þjóðlegt mat og faglegt réði oftast fréttaefni Sjónvarps- ins þrátt fyrir pólitíska ráðningu hans og fortíð. Og þó að hjartalag hans lægi í Alþýðuflokknum líka. Sá draumur var á enda fljótlega eftir ráðningu Ingva Hrafns Sjálfstæðismanns. Allir þekkja þá sorgarsögu til enda. Ég sé því vart aðra leið en að selja Sjónvarpið svo faglegt mat ráði meira fréttamati og dag- skrárgerð þar. Við getum rétt ímyndað okkur hvað góður kap- ítalisti gæti rekið frábæra sjón- varpsstöð fyrir 400 milljónir á ári eins og Flokksstöðin við Lauga- veg 176 fær til frjálsra afnota á hverju ári. Ég sé enga aðra leið orðið út úr þessum vítahring. Magnús Skarphéöinsson er nemi í H.í. og fyrrverandi vagnstióri hjá SVR. Föstudagur 20. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.